Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 27

Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 KJALAR Hybrid jakki Kr. 18.990.- SMÁRALIND MÍA Tveggja laga regnjakki kr. 18.990.- Þúsundir stuðningsmanna stjórnar- andstæðingsins Juans Guaido svör- uðu kalli hans um ný mótmæli á göt- um borga Venesúela í gær. Stuðningsmenn stjórnar Nicolas Maduro efndu einnig til mótmæla á alþjóðadegi verkalýðsins og ákvað Maduro-stjórnin að loka fyrir notk- un ýmissa samskiptamiðla. Til nokkurra átaka kom milli mót- mælenda og þjóðvarnarliða í ná- grenni La Carlota-herstöðvarinnar í Caracas, höfuðborg landsins. Beittu stjórnvöld m.a. táragasi gegn mót- mælendum sem reyndu að loka hrað- braut. Ekki nægan stuðning Guaido hélt ræðu á mótmælafundi stjórnarandstæðinga í gær og viður- kenndi hann að ekki hefði fengist nægilegur stuðningur innan raða hersins á þriðjudag til þess að þvinga Maduro úr embætti forseta. „Við verðum að horfast í augu við það að í gær voru ekki nægilega margir [her- menn] sem studdu okkur,“ hefur CNN eftir Guaido. Þá bætti hann við: „Við höldum í þá kröfu að herinn í heild verði með okkur. Við erum ekki að biðja um átök. Við viljum ekki átök milli bræðra, heldur öfugt. Við viljum bara að þeir standi með fólkinu.“ Á þriðjudag sendi Guaido, sem 50 ríki viðurkenna sem lögmætan leið- toga Venesúela, frá sér myndband þar sem hann sagðist hafa stuðning innan hersins. Var hann á mynd- bandinu með stjórnarandstæðingn- um Leopoldo Lopez sem sagði her- menn hafa bjargað sér úr stofufangelsi. Maduro svaraði myndabandinu með yfirlýsingu þar sem hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa gert misheppnaða tilraun til valdaráns. Munu Bandaríkin stíga inn? Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við Fox Business í gær að hernaðarleg íhlutun Bandaríkjanna til þess að styðja áform Guaido um að koma Maduro úr embætti forseta Vene- súela kæmi enn til greina. „Forset- inn hefur verið alveg skýr og afdrátt- arlaus. Hernaðarleg íhlutun er möguleiki ef það er það sem þarf til. Þetta er afstaða Bandaríkjanna.“ Pompeo fullyrti á þriðjudag á CNN að Maduro hefði verið reiðubú- inn til þess að flýja Venesúela, en að hann hefði hætt við fyrir tilstilli Rússa. Rússar hafa fyrir sitt leyti vísað þessum ásökunum á bug og sagði Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, við Pompeo í sím- tali ráðherranna í gær að ágengar aðgerðir Bandaríkjanna myndu hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar. Jafnframt harmaði Lavrov það sem hann kallaði ólögleg afskipti af inn- anlandsmálum Venesúela. Spennan eykst í Venesúela  Stjórnvöld lokuðu fyrir netmiðla  Kastaðist í kekki milli stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna Maduro  Bandaríkin segjast ekki útiloka hernaðaraðgerðir AFP Uppreisn Átök urðu milli mótmælenda og öryggissveita stjórnvalda sem beittu táragasi. Leiðtogi stjórnarandstæð- inga hefur biðlað til hermanna að láta af stuðningi við stjórnvöld og standa með fólkinu í landinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti Gavin William- son varnarmálaráðherra á fundi þeirra í gær að hún hefði fengið í hendur niðurstöðu rannsóknar þar sem voru afgerandi sönnunargögn um að hann hefði lekið leynilegum upplýsingum af fundi þjóðarörygg- isráðs landsins. Var Williamson þá rekinn úr embætti varnarmálaráð- herra vegna trúnaðarbrests, að því er segir í umfjöllun BBC. William- son neitar að hafa lekið umræddum upplýsingum. Málið kom til rannsóknar eftir að það rataði í fjölmiðla að til stæði að heimila aðkomu kínverska fyrir- tækisins Huawei að uppbyggingu 5G-nets í Bretlandi. Penny Mordaunt hefur verið skipuð varnarmálaráðherra. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2010 og ráðherra frá 2014. Varnarmálaráðherra rekinn úr embætti BRETLAND Breskur dómstóll hefur dæmt stofnanda Wikileaks, Julian Ass- ange, til 50 vikna fangelsisvistar fyrir að hafa brotið gegn skilyrðum dómstólsins fyrir því að hann fengi að halda frelsi sínu fram að réttar- höldum vegna framsalsbeiðni sænskra yfirvalda fyrir sjö árum, þegar hann leitaði hælis í sendiráði Ekvador í London. Assange var handtekinn 11. apríl síðastliðinn eftir að hafa verið vísað úr sendiráðinu. Fyrir breskum dómstólum bíður afgreiðsla fram- salsbeiðni alríkisdómstóls í Banda- ríkjunum. Talið er að Assange muni berjast gegn framsalinu. Assange hlaut 50 vikna fangelsisvist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.