Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 29

Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Þrír hestar Tveir vænir reiðhestar og hjólhestur með útivistarfólk í sumarskapi á góðviðrisdegi í Víðidal, sem er á meðal vinsælustu hjólreiða- og útreiðasvæða Reykjavíkur og nágrennis. Hari Mikilvægi nýsköpunar og hvatningar til að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd og taka áhættu getur skilað miklum ávinningi ef þolinmæði og áræði er til staðar. Það tekur yfirleitt um 11 ár að skapa öflugt fyrir- tæki og þarf oft að sýna mikla þol- inmæði og úthald. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skref fyrir nýsköp- unarfyrirtæki er að fá ríkulega fjármögnun á vaxtarstiginu og oft talað um þrjá til sjö ma.kr. Íslendingar eiga þrjú fyrirtæki á heimsmælikvarða sem urðu til vegna nýsköpunar, framsýni og áræðis stofn- enda þeirra. Þessi fyrirtæki eru Marel, Össur og Samherji. Mörg vænleg fyrirtæki hafa orðið til vegna nýsköpunar á undanförnum árum eins og Bláa Lónið, Hampiðjan, CCP og Valka til að nefna einhver. Nýsköpun er verðmætasköpun og eykur samskeppnishæfni og gjaldeyrisöflun fyrirtækja. Framtíðarsýn í nýsköpun er mik- ilvægasti hluti atvinnustefnu þjóðríkja og legg- ur grunninn að sköpun verðmætra starfa. Ef auka á gjaldeyristekjur og efla lífskjör í framtíð þarf að virkja hugvit, nýsköpun og skapa verð- mæti með sjálbærum hætti úr auð- lindum Íslands. Þekkingariðnaður sem verður til vegna auðlinda- hagkerfis er oft á tíðum alþjóðleg fyrirtæki sem verða ótengd hag- sveiflu auðlindahagkerfisins og meira háð sveiflum í alþjóðlega hagkerfinu. Nýsköpun felst í nýjum hug- myndum, umbótum í nýrri og betri vöru, þjónustu og tækni. Nýsköp- un mætir nýjum þörfum og lausn- um á markaði og breytir hug- myndum í verðmæti. Nýsköpun er einnig lykill að lausn á mörgum áskorunum sem eru framundan í opinberum rekstri og hjá fyrirtækjum á einkamarkaði. Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir nýsköp- unarstarfsemi til að skila arði og verðmætum horft til langs tíma. Á Íslandi vantar fleiri skattalega hvata. Vaxtarfjármagn vantar til að fylgja eftir stórum verkefnum, en hátæknifyr- irtæki munu drífa hagvöxt á núverandi öld. Framtíðartækifæri í nýsköpun eru há- tæknifyrirtæki sem skapa verðmæti Mikil tækifæri liggja í nýsköpun tengdri orkuiðnaði. Nýsköpun í orkuiðnaði er orðin hluti af starfsviði Landsvirkjunar sem er leiðandi í sjálfbærri nýtinu á endurnýjanlegum orkugjöf- um. Með aukinni tækniþróun, þekkingu og ný- sköpun er hægt að skapa mikil verðmæti. Orku- tengd nýsköpun skapar margvísleg tækifæri en mikilvægt er að stunda rannsóknir á lífríki landsins, jöklum, jarðfræði, veðurfari og vatna- fari. Mikil gróska er í nýsköpun í heilbrigðisvís- indum. Mikilvægt er að auka fjárfestingu í vís- indarannsóknum sem leiðir til fjárfestinga í vörum og þjónustu auk þess að bjóða upp á skattalega hvata sem örva fjárfestingu í þróun og rannsóknum sem eykur framboð á áhættu- fjármagni til vaxtarfyrirtækja. Almennt þarf að lækka skatta því að það örvar fjárfestingu í ný- sköpun. Íslenskur sjávarútvegur og haftengd starf- semi hafa náð framúrskarandi árangri og vaxið mikið á undanförnum árum. Margar af helstu náttúruauðlindum og framtíðarverðmætum Ís- lands tengdar sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku eru á landsbyggðinni. Fjárfestingar í ný- sköpun í sjávarútvegi og haftengdum greinum sem oft kallast sjávarklasi geta aukið verð- mætasköpun mikið horft til framtíðar. Ísland hefur verið sveiflukennt auðlindahagkerfi sem byggist á sjávarútvegi, álframleiðslu og ferða- mannaiðnaði en mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur breytt íslenska hag- kerfinu. Mikil gróska hefur verið í þekking- ariðnaði í kringum sjávarútveg og ferðamanna- iðnað sem hefur þýtt meiri áhættudreifingu og meiri áherslu á hátækniiðnað sem vegur að mörgu leyti á móti sveiflum sem eru í auðlinda- hagkerfinu. Hátæknifyrirtæki sem selja vörur og þjónustu sína á alþjóðlegum mörkuðum geta margfaldast þrátt fyrir breytingar sem verða í auðlindahagkerfinu. Framtíðartækifæri Íslands felast í nýsköpun í hátæknifyrirtækjum sem geta náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum svipað og Marel og Össur hafa gert á undanförnum árum með mikl- um árangri fyrir Ísland og Íslendinga. Við þurf- um að búa til fleiri framúrskarandi fyrirtæki sem byggja á sömu hugmyndafræði, framsækni og ástríðu. Nýsköpun er tækifæri Íslands til vaxtar og verðmætasköpunar Eftir Albert Þór Jónsson » Framtíðartækifæri Íslands felast í nýsköpun í hátæknifyrirtækjum sem geta náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Á fundi sjálfstæðismanna Garðabæjar og Kópavogs laug- ardaginn 27. apríl fluttu tveir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins tölu um orkupakka 3. Óhætt er að segja að lítið nýtt hafi komið þar fram. Sneitt að stjórnarskrá Íslands Frumvarp til laga um EES var lagt fyrir á 116. löggjafarþingi ár- ið 1992. Þar má sjá fylgiskjöl og ýmis álit sérfræðinga sem staðfesta ótvírætt að ekki aðeins stangist EES á við stjórnarskrá lýð- veldisins heldur einnig að hætta sé á því að eftir að samningurinn verður hluti af lagabálki Ís- lands verði gengið mjög á fullveldi Íslendinga árin þar á eftir. Þrátt fyrir ótvíræða kosti EES fylgir ávallt böggull skammrifi og því ber fulltrúum Íslands ávallt að gæta fyllstu varúðar og forðast áhættu. Það er ekki gert með innleiðingu á 3. orkupakk- anum, því miður. Það vekur því athygli að ein- hverjir þingmenn á Alþingi ætli að selja nú enn meira af valdi til ESB í óþökk þorra landsmanna og án þess að íslensk þjóð fái um slíkt að segja. Jafnvel er búið svo um hnútana að þetta fram- sal er bróderað í þingsályktunartillögu. Það fyr- irkomulag kemur í veg fyrir að forseti Íslands geti vísað framsalinu til þjóðarinnar til sam- þykktar eða synjunar. Með þessu er sneitt að stjórnarskrá lýðveldisins. Mikilvægar sögulegar staðreyndir EES-samningurinn var tekinn til kostanna á sínum tíma. Komu fram ýmis lögfræðiálit. Það er mikilvægt að geta kallað til sér- fræðinga á þessu sviði og gæta að réttindum Íslendinga. En íslensk þjóð á að hafa síðasta orðið. Í þingskjali nr. 1195 er skýrsla sem lögð var fram á 116. löggjaf- arþingi 1992-93 frá iðn- aðarráðherra. Þessi skýrsla fylgdi með frumvarpinu og varð- aði sæstreng. Fjallaði sú skýrsla um útflutning raforku um sæstreng. Á þessum tíma var alþýðuflokks- maðurinn Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Þar er m.a. tekið fram eftirfar- andi: „Brýnt er að lögfesta samræmda auðlindalöggjöf til að tryggja íslenskt forræði yfir auðlindum landsins, sérstaklega ef til koma fjárfestingar einkaaðila, bæði erlendra og innlendra.“. Einnig var áréttað að ætlunin þá, árið 1992 eða fyrir um 27 árum, væri að leggja tvo sæstrengi frá Íslandi til meginlands Evrópu. Á þessum 27 árum hefur engin haldbær breyting verið gerð á stjórnarskrá Íslands til þess einmitt að tryggja íslenskt forræði yfir orkuauðlindum landsins og þá skipulagi öllu, eft- irliti, leyfisveitingum og dreifingu á orku. Innleiðing 3. orkupakka ESB og innri markaðurinn Sé litið til úrræða sem felast í EES- samningnum, t.a.m. grein 102 og eftir atvikum 103, eru í gildi þar heimildir aðildarríkis til að vísa málum og tilskipunum til sameiginlegu EES-nefndarinnar sem ekki hafa verið í lög leidd á Íslandi eða samþykkt með ályktun frá Alþingi. Það sem virðist hafa gleymst í allri um- ræðunni er að ESB, eftir innleiðingu orkupakka 3 og síðar, getur beitt fyrir sig ákvæðum er snúa að innri markaði ESB varðandi orku. Skal í því samhengi m.a. vísað til 2. mgr. 194. greinar Lissabonsáttmálans um orkumál. Til hvaða úrræða hafa stjórnvöld á Íslandi gripið svo verjast megi því að ráðherraráð ESB geti ekki með einu pennastriki virkjað fram- angreinda grein? Þessi sáttmáli og þessi grein varða aðeins aðildarríki ESB og vísa m.a. í því efni til c-liðar 2. mgr. 192. greinar sáttmálans varðandi loftslagsmál sem dæmi. Þetta gæti allt eins verið í þágu innri mark- aðarins og þeirra skuldbindinga sem Ísland sjálft hefur undirgengist síðustu ár og misseri. Munum við geta, við óbreytt fyrirkomulag, bor- ið fyrir okkur að neita lagningu sæstrengs sem yrði í þágu innri markaðarins og umhverfisins? Nei! Alþingi Íslendinga hefur enn ekki búið svo um hnútana í stjórnarskrá Íslands að Íslendingar haldi 100% forræði í sínum orkumálum komi að lagningu sæstrengs. Þar er ekki verið að ræða beinan eignarrétt heldur óbeinan og rétt til for- ræðis á þeim málum hér innanlands og varðandi tengingu við innri markað ESB eða önnur ríki. Yfirborðskennd umræða um gallaða vöru Á fundi sjálfstæðisfélaganna um síðustu helgi kom ekkert af framangreindu fram. Það er ekki heldur að sjá í álitum þeirra sérfræðinga sem lögðu fram álit sín fyrir Alþingi Íslendinga. Hvers vegna ekki? Það er vegna þess að um þetta var ekki spurt. Ekki er um bestu lausn að ræða svo vísað sé m.a. til álits Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og dr. Stefáns Más Stefánssonar. Lausnin er haldin göllum, fullyrða þeir ítrekað í áliti sínu til Alþingis. Þessi vara er gölluð en hana má víst brúka, rétt eins og þegar önnur gölluð vara var valin, þ.e. tilskipun um persónuvernd. Tilskip- anir eru eðlisólíkar og áhættan nú mun meiri. Orkan er sérstök og gífurlega mikilvæg. Er þetta ekki farið að minna óþægilega á aðra og óskylda umræðu fyrir hrun um gjörninga sem voru þar sagðir hinir bestu og tryggustu sem völ var á? Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir buðu því upp á gallaða vöru á sölufundi sínum um síðustu helgi. ICESAVE-samningarnir eru gott dæmi um gallaða vöru í boði fárra gegn andmælum meiri- hluta Íslendinga. Gölluð vara – 3. orkupakkinn Eftir Svein Óskar Sigurðsson Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er MSc í fjármálum fyrirtækja, MBA og BA í hagfræði og heimspeki. » Tilskipanir eru eðlisólíkar og áhættan nú mun meiri. Orkan er sérstök og gífurlega mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.