Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
Afmælisbarn dags-
ins, Ljósmæðrafélag
Íslands, er 100 ára í
dag. Þennan dag fyr-
ir einni öld komu 20
ljósmæður saman á
heimili Þórdísar El-
ínar Carlquist ljós-
móður og eiginmanns
hennar, Axels Wil-
helms Carlquist
vindlagerðarmanns, á Laugavegi
20 í Reykjavík. Var þar stofnað fé-
lag er hlaut nafnið Ljósmæðra-
félag Íslands. Eiga ljósmæður á
Íslandi því fyrsta stéttarfélag fag-
lærðra kvenna hér á landi. Meðal
markmiða félagsins var í upphafi
að styrkja félagsanda ljósmæðra
og glæða áhuga þeirra á öllu er að
starfi þeirri lýtur. Allt frá stofnun
félagsins hafa ljósmæður þurft að
heyja erfiða baráttu til að fá
mannsæmandi laun fyrir gríð-
arlega ábyrgðarmikið starf. Ljós-
mæðrafélag Íslands hefur gefið út
Ljósmæðrablaðið frá árinu 1922
eða í 97 ár.
Saga ljósmæðrastéttarinnar á
Íslandi spannar langt tímabil og
er samofin örlögum skjólstæðinga
ljósmæðranna, það er konunum,
nýfæddum börnum og fjölskyldum
þeirra. Ljósmæðrafélag Íslands
hefur áorkað miklu og er nú svo
komið að Íslendingar eiga ein-
hverjar best menntuðu ljósmæður
í heiminum. Á þessum tímamótum
er við hæfi að minnast formóður
ljósmæðra á Íslandi, danskrar
lærðrar ljósmóður sem kom hing-
að til lands fyrir 258 árum, árið
1761, frá höfuðborg Íslands,
Kaupmannahöfn, ásamt íslenskum
eiginmanni sínum, Benedikt
Magnússyni járnsmið, og 11 ára
dóttur þeirra hjóna, Anne Margr-
ethe. Danska ljósmóðirin, Margr-
ethe Katrine Magnússen, hefur
hingað til ekki fengið mikla at-
hygli í sögubókum en tilgangurinn
með komu hennar til Íslands var
að kenna íslenskum konum réttu
handtökin við að hjálpa fæðandi
konum við að koma börnum sínum
í heiminn. Margrethe Katrine átti
aldrei afturkvæmt til síns heima-
lands, Danmerkur, og hún bjó öll
sín 44 ár hér á landi á Nesi við
Seltjörn. Hún lést 19. júní árið
1805, þá 85 ára að aldri. Talið er
að hún hafi tekið í það minnsta á
móti yfir 160 börnum í Reykjavík
og nágrenni.
Í tilefni 100 ára afmælis Ljós-
mæðrafélags Íslands fagnar félag-
ið tímamótunum með ýmsum
hætti. Þann 11. apríl 2019 kom út
frímerki tileinkað 100 ára afmæli
Ljósmæðrafélags Íslands, hannað
af Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur.
Ljósmæður héldu afmælishátíð 27.
mars og á sjálfan afmælisdaginn,
2. maí nk., munu ljósmæður leggja
stein í götu við Laugaveg 20 til að
minnast stofnunar félagsins.
Gengið verður þaðan í Hörpu þar
sem norræn ljósmæðraráðstefna
verður haldin. Tæplega 700 ljós-
mæður frá 26 löndum eru skráðar
til leiks. Þess ber einnig að geta
að fyrsti ljósfaðir Noregs, Jan
Bakke, kemur hingað til lands í
byrjun maí í tilefni afmælisins.
Sýning sem ber heitið „Við tökum
vel á móti þér“ verður opnuð í
Þjóðarbókhlöðunni 5. maí á al-
þjóðadegi ljósmæðra og það eru
Ljósmæðrafélag Íslands, Lands-
bókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn og Kvennasögusafn Ís-
lands sem standa að sýningunni.
Nýtt ljósmæðratal kemur út á
árinu og saga félagsins frá 1980
og fram til dagsins í dag.
Þótt margt hafi áunnist í aldar
gamalli sögu Ljósmæðrafélags Ís-
lands eiga markmið forkólfa fé-
lagsins enn við, að styrkja fé-
lagsanda og hlúa að málefnum
sem að starfinu lúta, og mun fé-
lagið því halda vegferð sinni ót-
rautt áfram á nýrri öld.
Eftir Áslaugu Írisi
Valsdóttur og
Erlu Dóris
Halldórsdóttur
Erla Dóris
Halldórsdóttir
Áslaug Íris er formaður Ljósmæðra-
félags Íslands og Erla Dóris er hjúkr-
unarfræðingur og doktor í sagnfræði.
Netfang Áslaugar: formadur@-
ljosmodir.is og netfang Erlu Dórisar:
edh@hi.is
Áslaug Íris
Valsdóttir
Aldarafmæli
Ljósmæðrafélags
Íslands fagnað í dag
» Þennan dag fyrir 100
árum var stofnað fé-
lag er hlaut nafnið Ljós-
mæðrafélag Íslands.
MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM
MORA HNÍFUM
Karl-Johan
sveppahnífur
Verð kr. 3.900
Tálguhnífar
Verð frá kr. 2.990
Skeiðarkrókar
Verð frá kr. 3.950
Smiðshnífur/sporjárn
Verð kr. 1.890
Hnífsböð
erð kr. 1.520
Spónhnífar
Verð frá kr. 5.350
Skátahnífar
Verð frá kr. 4.420
V
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vinnuhnífar
Verð frá kr. 980
Flökunarhnífur
Verð kr. 5.270
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Smurþjónusta
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
SAMEINUÐ GÆÐI
Á fundi borgarráðs
19. júlí 2018 var sam-
þykkt að skipa þver-
pólitískan stýrihóp í
þeim tilgangi að endur-
skoða stefnu Reykja-
víkurborgar gegn ein-
elti, áreitni og ofbeldi.
Borgarfulltrúi Flokks
fólksins sem jafnframt
er sálfræðingur og sér-
fræðingur í eineltis-
málum var formaður hópsins. Vinna
stýrihópsins hófst formlega í október
og lauk í febrúar 2019. Afrakstur
stýrihópsins var lagður fyrir borg-
arráð til samþykktar 7. mars og borg-
arstjórn 19. mars. Í stýrihópnum
voru nokkrar breytingar gerðar á
stefnunni og öllu fleiri á verklaginu.
Sérstaklega má fagna auknu gegnsæi
og tímamörkum sem nú hefur verið
sett á vinnslu eineltismála hjá
Reykjavíkurborg.
Helstu efnislegar
breytingar á stefnunni
Í stefnunni sjálfri var ákveðið að
hafa forvarnakaflann ítarlegri en í
fyrri stefnu. Einnig var tekin ákvörð-
un um að breyta skilgreiningu einelt-
is lítillega. Stýrihópurinn var sam-
mála um að nota ekki hugtakið
„síendurtekin“ eins og er í reglugerð
ráðuneytisins nr. 1009/2005 en þar er
skilgreining eineltis þannig að það sé
ófrávíkjanlegt skilyrði að hegðunin sé
sí-endurtekin. Þessu hefur fylgt
nokkur vandi. Einstaka rannsak-
endur hafa nefnilega gengið svo langt
að fullyrða að „síendurtekin hegðun“
merki að háttsemin þurfi að vera við-
höfð vikulega yfir það tímabil sem
kvörtunin nær til ef hún eigi að flokk-
ast undir skilgreiningu um einelti.
Þrenging skilgreiningarinnar með
þessum hætti árið 2015 hefur haft
fælingarmátt. Sumir þolendur segja
að ekki þýði að leggja inn kvörtun þar
sem skilgreiningin er allt of þröng.
Skilgreiningin í hinni endurskoðuðu
stefnu Reykjavíkurborgar er því eft-
irfarandi:
Einelti er endurtekin ótilhlýðileg
háttsemi sem almennt er til þess fall-
in að valda vanlíðan hjá
þeim sem fyrir henni
verður, svo sem með
því að gera lítið úr,
móðga, særa eða ógna
viðkomandi eða að
valda honum ótta.
Skoðanaágreiningur
eða ágreiningur vegna
ólíkra hagsmuna fellur
ekki hér undir.
Helstu breytingar
á verklagi
Í hinni endurskoðuðu
stefnu og breyttu verklagi er gerð
skýrari grein fyrir hvað felst í frum-
kvæðisathugun atvinnurekanda og í
hvaða tilvikum ber að gera hana. Skv.
7. gr. reglugerðar 1009/2015 ber at-
vinnurekanda að bregðast við berist
honum ábending. Frumkvæðisrann-
sókn er þó ekki rannsókn á málum til-
tekins starfsmanns líkt og þegar til-
kynning berst frá þolanda heldur er
þá framkvæmd almenn könnun á til-
teknum atriðum á starfsstöð (vinnu-
staðamenningu, stjórnunarháttum).
Í hinu endurskoðaða verklagi er
lögð áhersla á aukið gegnsæi í verk-
ferlum samkvæmt upplýsingalögum
og nýjum persónuverndarlögum. Að-
eins er hægt að taka við tilkynningu
undir nafni. Ef tilkynning er ekki
undir nafni fer rannsókn ekki af stað
en atvinnurekandi getur hafið frum-
kvæðisrannsókn samkvæmt ofan-
greindu. Tilkynnandi getur dregið til-
kynningu sína til baka hvenær sem er
og mikilvægt er að það sé þá gert
með skriflegum hætti.
Málsaðilar, þolandi og meintur
gerandi, hafa aðgang að öllum upp-
lýsingum og gögnum sem tengjast
málinu að teknu tilliti til laga um per-
sónuvernd og vinnslu persónu- og
upplýsingalaga nr. 140/2012. Þeir
sem rætt er við (vitni) fá að vita það
fyrir fram að ferlið er opið og gegn-
sætt gagnvart aðilum máls sem munu
sjá skráningar allra viðtala. Aðilar
sem rætt er við fá tækifæri til að lesa
yfir það sem hafa á eftir þeim í álits-
gerð um málið og þeim gefinn kostur
á að lagfæra framburð sinn óski þeir
þess. Á fundum í tengslum við málið
er rituð fundargerð sem farið er yfir í
lok fundar. Fundargerðir skulu vera
á stöðluðu formi. Ef aðilar óska eftir
afriti af fundargerð er hún afhent.
Óhæði rannsakenda
Sá sem tilkynnir mál er eigandi
málsins ef þannig má að orði komast.
Teymi hefur leiðbeinandi hlutverk og
leiðbeinir viðkomandi við að kæra til
lögreglu ef mál eru þess eðlis. Ef fag-
aðila utan eineltisteyma borgarinnar
er falið að rannsaka málið, t.d. vegna
vanhæfis eða tengsla rannsakenda
borgarinnar við aðila málsins, skal
leita samþykkis þess sem tilkynnti
málið (þolanda). Til að niðurstaða
könnunar verði trúverðug skal
tryggja óhæði rannsakenda, ekki
ósvipað því þegar dómstóll kallar til
dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi
verður að fá tækifæri til að hafa hönd
í bagga með hverjir rannsaka mál
hans. Hann þarf að geta treyst því að
sá sem fenginn er til að rannsaka
málið sé sannarlega óháður.
Aðrar nýjungar eru þær að sett
hafa verið inn tímamörk rannsóknar
og verði tafir skal upplýsa aðila máls.
Einnig er opnað fyrir þann möguleika
að ef ekki næst einróma niðurstaða
fulltrúa teymis við rannsókn gefst
færi á að skila séráliti sem tilgreinir
afstöðu.
Við endurskoðun stefnunnar og
verklags var tekið tillit til ábendinga
sem borist hafa frá starfsfólki sem
hefur verið aðilar máls. Umsagnir
voru fengnar frá starfsfólki með
reynslu af vinnslu mála af þessu tagi
og hafðar voru til hliðsjónar ábend-
ingar frá starfsfólki mannauðsþjón-
ustu og fagsviða borgarinnar. Hald-
inn var upplýsingafundur með
Persónuvernd. Sú gullna regla sem
stýrihópurinn fylgdi við endurskoðun
stefnunnar og verklags var sanngirni,
meðalhóf og gegnsæi.
Aukið gegnsæi og tímamörk
á vinnslu eineltismála
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Þeir sem rætt er við fáað vita það fyrir fram
að ferlið er opið og gegn-
sætt gagnvart aðilum
máls og munu þeir sjá
skráningar allra viðtala.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.