Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Þurr augu! Fæst í öllum helstu apótekum. Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. Augnheilbrigði TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. Án rotvarnarefna – Getur þú lýst þínum fatastíl? „Fatastíllinn minn er frekar ein- faldur en samt rosalega fjölbreyttur. Ég myndi segja að ég skiptist á að vera dömuleg og töffari. Ég hef gam- an af því að prófa mig áfram og fæ mikinn innblástur á Instagram og í því sem ég sé með eigin augum frá fólki sem ég vinn með og í versl- unum,“ segir hún. Þegar Helena er spurð að því fyrir hverju hún falli hverju sinni þegar kemur að fötum segist hún elska skó og fallega blazer-jakka. „Ég fell alltaf fyrir vel hönnuðum skóm og blazer-jökkum. Þegar ég þarf að henda einhverju saman með hraði finnst mér best að nota basic- flíkur til dæmis svartar buxur og rúllukraga, svo lífga ég upp á útlitið með því að fara í áberandi blazer- jakka eða einhverja spennandi skó. Flottur jakki getur gengið á ótal vegu og verið kærkomin tilbreyting sem kryddar fataskápinn, sér- Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Helena er fædd og uppalin í Vest- urbæ Reykjavíkur. Eftir Versl- unarskólann flutti hún til Kaupa- mannahafnar til þess að vinna í tískufatageiranum þar. Þegar hún var orðin mjög góð í dönsku fór hún í bachelor-nám í alþjóðamarkaðsfræði. „Ég fann fljótlega út úr því að þangað langaði mig til þess að stefna. Á dönskum vinnumarkaði var lögð rík áhersla á meistaranám. Þá var ég búin að vera búsett í Kaupmanna- höfn í sex ár og langaði að koma að- eins heim og verja tíma með fjöl- skyldunni. Það varð úr ég flutti heim til Íslands árið 2014 og fór þá í meist- aranám tengt markaðsfræði í Há- skólanum í Reykjavík, fann ástina í leiðinni og geri ekki ráð fyrir því að flytja aftur til Kaupmannahafnar í bili,“ segir Helena en sambýlismaður hennar er Bernharð Arinbjarnarson. Eftir nám fékk Helena vinnu sem markaðsstjóri NTC sem rekur 15 verslanir á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal Galleri 17, GS Skór, GK ogS- mash. „Þetta er ótrúlega skemmti- legt og krefjandi starf þar sem engir tveir dagar eru eins og ég fæ tæki- færi á því að vinna með mjög mikið af hæfileikaríku fólki og í kringum ótrú- lega mikið af fallegum flíkum,“ segir Helena í samtali við Smartland. staklega þegar sniðið er spennandi eða liturinn,“ segir hún. – Hvernig klæðir þú þig spari? „Ég fer helst í litaða dragt eða fal- legan kjól. Þá er ég mjög hrifin af blómamunstri núna. Það er auðveld- ara að réttlæta kaup á fínum fötum þegar maður getur hugsað sér að nota flíkurnar dagsdagalega líka en þá klæðast til dæmis strigaskóm og leðurjakka við. Mér finnst mikilvægt að nýta fötin vel sem við kaupum okkur og njóta þess að vera stundum fínni hversdagslega.“ – Velur þú liti eða ertu alltaf í svörtu? „Áður fyrr gekk ég rosalega mikið í svörtu. Núna er ég orðin mun lita- glaðari, ætli það endurspeglist ekki það að tískan núna er mjög litrík,“ segir Helena. – Hver er dýrmætasta flíkin í fata- skápnum? „Dýrmætasta flíkin í fataskápnum er fylgihlutur. Það er vintage Bur- berry-belti sem móðir mín gaf mér, hún keypti beltið í London þegar hún var á mínum aldri,“ segir hún. – Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? „Hverju tímabili fylgir sjarmi. Ég verð þó að viðurkenna að bleiku spandex-leggingsbuxurnar klæddu mig ekki vel, þetta tískuslys á stóran þátt í að móta minn stíl í dag. Ég hef þroskast með árunum og spái miklu meira í hvað ég kaupi, hvernig ég get notað það og hvernig flíkin klæðir mig,“ segir hún og hlær. – Ertu safnari? „Ég myndi ekki segja að ég væri safnari, en ég geymi uppáhaldsflíkur frá hverju tímabili því tískan fer allt- af í hringi. Ég man eftir nánast hverri flík sem ég kaupi til dæmis hvar ég keypti hana og hvað hún kostaði. Það er mikilvægt að við ber- um virðingu fyrir flíkunum okkar, en ég kýs alltaf að gefa mínar áfram svo þær nýtist sem best.“ – Er ekki erfitt að vinna í fatafyr- irtæki, eru ekki miklar freistingar? „Það eru ótrúlega miklar freist- ingar því það er svo breitt og gott úr- val í öllum þessum verslunum. Ég er með nokkrar óskrifaðar reglur sem ég fer eftir svo að ég missi mig ekki. Þá má það hljóma skringilega en ég samgleðst öðrum þegar þeir fá sér eitthvað fallegt í fataskápinn.“ – Hvað dreymir þig um að eignast fyrir vorið? „Mig vantar helst nýja yfirhöfn. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei fengið mér rykfrakka þrátt fyrir að hafa alltaf langað í hann. Það er reyndar ótrúlega flottur rykfrakki í Moss X Fanney Ingvars línunni sem kom í verslanir um miðjan apríl.“ – Hvaða föt myndir þú taka með þér á eyðieyju? „Ég væri alveg til í vikufrí á eyði- eyju með kærastanum. Ætli ég myndi ekki taka með mér sólgler- augun mín, leopard sundbol og ki- mono. Á leiðinni myndi ég næla mér í nýjusta útgáfuna af danska Costume- blaðinu og vera alsæl.“ – Uppáhaldshönnuður? „Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með Virgil Ablohs sem er listrænn stjórnandi hjá Louis Vuit- tion og stofnandi Off-White. Hann er mjög skapandi og hristir vel upp í hlutunum. Annars finnst mér Vic- toria Beckham gera alveg ótrúlega flotta og klæðilega hluti sem falla nær mínum persónulega smekk.“ – Snobbar þú fyrir merkjum? „Ég myndi ekki segja að ég snobb- aði fyrir merkjum en ég á alveg mín uppáhalds. Ég vill frekar eiga færri flíkur sem ég er virkilega ánægð með en að fylla fataskápinn af einhverju sem ég nota minna.“ Fór í meistaranám og fann ástina Helena Gunnars Mar- teinsdóttir, markaðsstjóri NTC. vill frekar eiga færri og vandaðri flíkur. Hún segist alls ekki vera mikill safnari þótt hún geymi flíkur frá ákveðnum tískutímabilum. Helena segist hafa lært margt af því að kaupa sér bleikar glansbuxur. Rautt er málið Helena kann vel við sig í drögtum. Hér klæðist hún rauðri dragt sem bæði er hægt að nota spari og hversdags. Morgunblaðið/Eggert Geggjaður samfestingur Helena hefur gaman af því að klæða sig upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.