Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Laxa- og rækjubrauðterta 4 x rúllutertubrauð 500 g Hellmann-majónes (+ ca 200 g í skreyt- ingu) 1 dós (180 g) sýrður rjómi með graslauk og lauk 1 dós (180 g) sýrður rjómi (36% eða 18%) salt, pipar, karrí og arómat eftir smekk 2 tsk. sítrónusafi 2 x vorlaukur ½ rauð paprika 13 harðsoðin egg (+ 3 í skreytingu) 500 g rækjur (+ ca 200 g í skreytingu) 200 g reyktur lax (+ ca 200 g í skreytingu) Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma þar til vel blandað og kryddið til með salti, pip- ar, karríi og arómati. Kreistið sítrónusafann saman við og blandið vel. Saxið papriku og vorlauk smátt og skerið eggin í litla bita með eggjaskera. Skolið rækjurnar og þerrið ásamt því að skera laxinn í smáa bita (saxa hann niður). Blandið öllu saman við majónesblönduna. Skiptið jafnt á milli laganna þriggja (brauð efst og neðst). Samsetning og skreyting Byrjið á því að skera út rúllutertubrauðin svo þau passi í hringlaga smelluform (23-25 cm í þvermál). Setjið fyrsta brauðið í botninn á smelluform- inu á fallegum kökudisk. 1⁄3 af fyllingunni er smurt yfir og endurtekið þrisvar (brauð efst). Að lokum er tertan smurð með majónesi að utan og skreytt eftir ykkar höfði (ég notaði sí- trónusneiðar, rækjur, egg, lax, papriku, rad- ísur og kóríanderlauf að þessu sinni). Það má líka alveg nota rúllutertubrauðin án þess að skera þau og setja bara minna af blöndu á milli í hverju lagi og hafa þannig stærri ferkantaða brauðtertu. Brauðterta á gamla mátann Brauðtertur eru mögulega það sparilegasta sem hægt er að bjóða upp á í góðu boði. Reynslan hefur sýnt að þegar kemur að brauð- tertum erum við Íslendingar alveg merkilega fastheldnir á hefðir og hreint ekki hrifin af því þegar boðið er upp á einhverjar óvenju- legar nýjungar. Hér gefur að líta ákaflega fallega og vel heppnaða brauðtertu úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteríi & ger- semum. Kakan er eins sígild og hugsast getur fyrir utan útlitið sem er ögn óvenjulegt og kemur einstaklega vel út. Það munu væntanlega fáir fjargviðrast út af þessu enda er kakan sérdeilis fögur á að líta. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Glæsileg Þessi útfærsla er ein- staklega glæsileg og fer vel á veisluborði. Þau tíðindi berast nú austur um haf að kaffikeðjan Starbucks sé að setja á markað hylki fyrir Nespresso-kaffivélar. Ekki er um að ræða neina hallarbyltingu heldur samstarf milli Starbucks og Nespresso sem búið er að vera í vinnslu í töluverðan tíma og er liður í stefnu beggja fyrirtækja sem felur í sér að hámarka kaffi- upplifun í heimahúsum, ef svo mætti að orði komast. Nespresso hefur verið gagn- rýnt fyrir hversu óumhverfis- vænar umbúðirnar eru og hefur fyrirtækið gert mikið til að breyta því. Nýju Starbucks-hylkin verða öll unnin úr áli og endur- vinnanleg. Hægt verður að fá fjórar tegundir af kaffinu og til að byrja með verður sjálfsagt auðveldast fyrir íslenska neyt- endur sem vilja prófa að panta hylkin frá Amazon þar sem þau eru ekki væntanleg hingað til lands eins og sakir standa. Morgunblaðið/Starbucks Starbucks og Nespresso í samstarf Gleðitíðindi Ljóst er að aðdáendur Starbucks-kaffikeðjunnar um heim all- an munu gleðjast mjög við þessi tíðindi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.