Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfatnaði Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðar- starf. Stuðningsmenn þess hjóla á hverju sumri til Parísar til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. Félagið var stofnað árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn ákváðu að hjóla til Parísar í þeim tilgangi að sjá lokin á Tour de France-hjólreiðakeppninni. Guð- björg Þórðardóttir einn forsvarsmanna keppninnar hér á landi heimsótti Ísland vaknar í gærmorgun, en hún segir að ís- lenskir hjólreiðamenn hafi safnað milljónum fyrir styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrirkomulagið er þannig að hver hjól- reiðamaður greiðir þátttökugjald, en innifal- ið í því er reiðhjól, sérmerktur hjólafatn- aður sem liðið hjólar í, gisting á leiðinni auk þess sem öll umgjörð keppninnar er innifal- in í þátttökugjaldi. Hugsa þarf fyrir mörgu þegar hjóla skal á annað hundrað kílómetra á hverjum degi. Hjólreiðamönnunum fylgja bílar og bílstjórar sem sjá þátttakendum fyrir næringu á leiðinni. Fimmtíu og fjögur lið Í dag samanstendur Team Rynkeby af tvö þúsund og eitt hundrað hjólreiðamönnum og fimm hundruð aðstoðarmönnum. Þessi hóp- ur skiptist í fimmtíu og fjögur lið frá Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Fær- eyjum, Íslandi og nú hefur Þýskaland einnig bæst í hópinn. Guðbjörg sagði í viðtalinu að þeir Íslend- ingar sem ætluðu að hjóla með í ár væru við stöðugar æfingar um þessar mundir. Að hennar sögn er eftirsóknarvert að taka þátt í verkefnum sem þessu þar sem mun þægi- legra sé að hjóla víða erlendis en hér heima. Þannig séu mun minni líkur á sterkum mót- vindi, hitastigið sé mun þægilegra og brekk- urnar færri og auðveldari. „Það er mun þægilegra að hjóla í léttum klæðnaði heldur en kappklæddur eins og maður þarf að gera hér,“ sagði hún í spjallinu í Ísland vaknar sem heyra má inni á heimasíðu K100. Ekki er sjálfgefið að fá að taka þátt, en valið er úr þúsundum umsækjenda sem sótt hafa um þátttökurétt en slíkar umsóknir eru fylltar út á heimasíðu Team Rynkeby. Ísland vaknar mun fylgjast náið með ís- lenska hópnum á ferðalagi sínu og verður í reglulegu sambandi við Guðbjörgu meðan á ferðinni stendur. islandvaknar@k100.is Hjóla frá Danmörku til Parísar Hjólreiðar Hópur hjólar frá Danmörku til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hátt á þriðja þúsund hjól- reiðamanna munu á næstunni hjóla frá Danmörku til Parísar undir merkjum Team Rynkeby og safna peningum fyrir krabbameinssjúk börn. Tesla og rafmagsbílar voru til umræðu í Græjuhorni síðdegisþáttarins sem er á dag- skrá þáttarins alla mánudaga á K100. Þar sagði Árni Matthíasson blaðamaður frá því að Tesla mundi opna verslun á Krókhálsi á næst- unni. Fyrirtækið stofnaði nýverið Tesla Mot- ors Iceland ehf. sem verður í tengslum við Tesla í Noregi. Ýmsir hafa flutt inn og selt Teslur hér á landi en rekstur þeirra hefur farið á hausinn. Margir eru þó spenntir og fylgjast náið með þróun rafbílamarkaðarins og fylgst er náið með fréttum af framleið- endum í fremstu röð. Þróun Teslunnar og þjónusta við viðskiptavininn er dæmi um áhugaverða nálgun. Þannig nefndi Árni sem dæmi að Teslan uppfærði bílana sína yfir net- ið. Til dæmis má nefna nýja uppfærslu sem gerir Model 3 hraðskreiðari, gerir kleift að láta bílinn keyra til sín á bílastæði, gefur við- vörun þegar maður er að fara yfir á rauðu ljósi, hægt er að hita bílsæti og stýri úr fjar- lægð áður en maður fer inn í bílinn og bremsur vorur bættar. Aðrar uppfærslur eru eins og til að mynda sjálfstýring sem hjálpar við að rata rétta leið af hraðbraut, segir hann. Svo er bara spurning hvenær bílstjór- inn er orðinn óþarfur. AFP Nýjasta tæknin Í græjuhorninu er fjallað um nýjustu tæknina á léttan og skemmtilegan hátt. Teslubílarnir upp- færðir yfir netið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.