Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
✝ Björg Þor-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. maí 1940. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi annan
páskadag, 22. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þor-
steinn Davíðsson
kaupmaður, f.
1918, d. 2003, og Guðný Árna-
dóttir húsmóðir, f. 1917, d. 1992.
Systkini Bjargar eru Davíð, f.
1948, fyrrverandi menntaskóla-
kennari, og Halldóra, f. 1949,
bókasafnsfræðingur. Davíð var
kvæntur Janice Balfour, f. 1950,
þau skildu. Börn þeirra eru Ás-
laug, f. 1972, Brynja, f. 1975, og
Þorsteinn, f. 1980. Sambýlis-
kona Davíðs er Sigríður Björns-
dóttir, f. 1953. Halldóra var gift
Guðmundi E. Sigvaldasyni, f.
1932, d. 2004. Dóttir þeirra er
Guðný Þóra, f. 1981.
Björg giftist 1962 Ragnari
Árnasyni mælingaverkfræðingi,
f. 1926, d. 2016, þau skildu.
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og Myndlistaskólann í
Reykjavík og forstöðumaður
Safns Ásgríms Jónssonar 1980-
1984. Hún tók þátt í félags-
störfum og sat m.a. í stjórn fé-
lagsins Íslensk grafík, Félags ís-
lenskra myndlistarmanna, í ráði
Norrænu myndlistarmið-
stöðvarinnar NKC í Sveaborg,
Finnlandi og í fulltrúaráði Lista-
safns Sigurjóns Ólafssonar.
Verk Bjargar er að finna í
fjölmörgum opinberum söfnum
og einkasöfnum hér heima og
erlendis, m.a. Listasafni Íslands,
Listasafni Reykjavíkur, Lista-
safni Árnesinga, Bibliothèque
Nationale, París, Museet for
Internasjonal Samtidsgrafikk í
Fredrikstad í Noregi, Museo
Nacional de Grabado Contemp-
eraneo í Madríd á Spáni og
víðar. Á ferlinum hlaut hún fjöl-
margar viðurkenningar fyrir
list sína.
Á ferli sínum vann Björg með
marga miðla og var óþreytandi
að afla sér þekkingar og prófa
nýjan efnivið. Hún málaði,
teiknaði, vann grafíkmyndir,
vatnslitamyndir, collage-verk
og tók ljósmyndir. Björg vann
óslitið að listsköpun sinni til ævi-
loka.
Útför Bjargar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
2. maí 2019, klukkan 11.
Dóttir þeirra er
Guðný, f. 1963,
bókasafnsfræð-
ingur og leikkona.
Sonur Guðnýjar og
Ólafs Rögnvalds-
sonar kvikmynda-
gerðarmanns, f.
1958, er Ragnar
Árni tónlist-
armaður, f. 1991.
Björg lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1960, stundaði myndlist-
arnám við Handíða- og mynd-
listaskóla Íslands, Akademie der
bildenden Künste í Stuttgart,
Myndlistaskólann í Reykjavík,
Atelier 17 hjá S.W. Hayter og
École Nationale Supérieure des
Beaux-Arts í París. Björg hélt
yfir 30 einkasýningar á Íslandi,
Noregi og Frakklandi og tók
þátt í samsýningum á Íslandi og
víða um heim. Björg var styrk-
þegi frönsku ríkisstjórnarinnar
1971-1973 og hlaut starfslaun
listamanna 1977-1978, 1990 og
1992-1995.
Björg var stundakennari við
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þú straukst sængina og sagð-
ir við mömmu þína „en það eru
engir englar“ eins og lærisveinn-
inn Tómas, sem trúði engu nema
hann gæti þreifað á því.
Þú varst ávallt svo góð við
mig, elsku vinkona. Varst mikil
listakona og verða aðrir að
skrifa þína ferilskrá. Ég átti
nokkrar myndir, sem þú hafðir
gefið mér í gegnum árin og lang-
aði mig til að kaupa mynd af þér.
Lét taka frá mynd eftir þig á
safninu Íslensk grafík í
Tryggvagötu en þá var verið að
sýna þar myndir sem þú hafðir
málað.
Skömmu seinna, þegar ég var
að hátta mig eitt kvöldið, fann ég
einhvern torkennilegan hlut inni
í sænginni minni. Það var þá
myndin, sem ég hélt að ég hefði
keypt og þú hafðir tekið og
laumast með inn til mín. Það var
mikil hlegið en ég mátti alls ekki
borga myndina.
Ég kveð þig með erindi úr
ljóði eftir Jón Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd,
geymdu hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól,
guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt.
Vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt,
eigðu sælustu nótt.
(Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.)
Ástarþakkir fyrir samveruna,
þín vinkona Þurí.
Þuríður Guðmundsdóttir.
Það mun hafa verið á áttunda
áratug síðustu aldar að ég var að
skoða myndlistarsýningu í
bænum. Þá gengur ung kona
rösklega í salinn og hverfur
gegnum dyr baka til. Hávaxin
með mikið hrokkið ljóst hár,
svipsterk og tignarleg. Ég þótt-
ist þar kenna einn sýnenda,
Björgu Þorsteinsdóttur, sem
hafði þá þegar vakið mikla at-
hygli með verkum sínum. Mér
varð starsýnt á hana og þóttist
vart hafa séð glæsilegri konu.
Næstu árin hittumst við af og
til á listsýningum og tókum tal
saman en kynni okkar urðu nán-
ari eftir að hún falaðist eftir
verkaskiptum við mig á sýningu
á Kjarvalsstöðum 1981. Hún
fékk vasa eftir mig, ég fékk
grafík eftir hana. Mikið þótti
mér vænt um þetta.
Við höfðum heilmikil sam-
skipti á næstu árum, töluðum oft
saman í síma um listina og til-
veruna. Kölluðum gjarna hvor á
aðra við undirbúning sýninga og
mér þótti gott að heyra hennar
álit.Við ferðuðumst saman til
Kúbu og New York og gengum
saman um Ísland ásamt öðrum
vinum. Hún bauð vinum sínum
oft til sín og var mikill höfðingi
heim að sækja; veislur hennar
bæði gómsætar og með glæsi-
brag. Hjá henni hitti ég einnig
aðrar listakonur sem gott var að
kynnast.
Björg var vinmörg og hugaði
vel að vinum sínum. Hún var
skjót til hjálpar ef hún vissi af
vini í vanda. Einhverju sinni lá
ég með brjósklos og gat mig
varla hreyft. Mætti þá ekki
Björg með veislumat í fartesk-
inu, réðst síðan á draslið sem
safnast hafði upp í eldhúsi mínu
og skildi við allt fágað og fínt.
Fyrir sextán árum veiktist
hún af banvænum sjúkdómi sem
hefur að lokum lagt hana að
velli. Hún barðist við sjúkdóm-
inn með reisn og þeirri ná-
kvæmni sem henni var í blóð
borin og hélt glæsileik sínum
fram á síðasta dag.
Fyrir nokkrum mánuðum
eignaðist hún forláta ryksugu,
létta og þægilega í notkun.
Henni fannst að ég ætti endilega
að eignast slíkan grip líka og
veik eins og hún var orðin kom
hún akandi í hendingskasti upp
að Hulduhólum til að sýna mér
tækið og lét sig ekki muna um
að ryksuga vinnustofugólfið hjá
mér í leiðinni. Hún hafði síðan
ekki þrek til að þiggja hjá mér
tesopa.
Svona var Björg hugulsöm og
nærgætin. Alltaf hreinskiptin og
um leið skapstór, gat reyndar
orðið fjúkandi reið ef henni
fannst á sig hallað.
Reisn og fágun einkenndu
Björgu. Hún var í senn höfð-
ingleg og lítillát. Hún var með
sínum hætti galdrakona og
töfrar listar hennar munu halda
minningu hennar á lofti og veita
fólki hlutdeild í persónu hennar
og nærveru þótt hún sé sjálf
horfin á braut.
Ég er forsjóninni þakklát fyr-
ir að hafa átt Björgu Þorsteins-
dóttur að vini.
Ættingjum hennar votta ég
samúð og virðingu.
Steinunn Marteinsdóttir.
Birtan, sólskinið, endurskin í
vatni sem gárast í hægum and-
vara, tjáning með óhlutbundnum
formum sem fjallar um lífs-
galdurinn allt um kring. Þannig
mynd kemur í hugann nú er ég
hugsa til verka Bjargar Þor-
steinsdóttur. Þá var sama hvaða
efnivið eða tækni hún tókst á
við. Alltaf var unnið af öryggi í
tækni og einstakri næmi fyrir
litum og formum.
Hún skilur eftir sig mikið lífs-
verk, helgaði sína ríku hæfileika
myndlistinni og vann af innri
þörf, full orku. Ótal sýningar að
baki og störf að málefnum
myndlistarinnar.
Björg fór gjarnan til útlanda í
vinnustofudvöl, meðal annars til
að finna nýja strauma og friðinn
í fjarlægðinni frá öllu heima. Úr
slíkri dvöl kom hún ætíð heim
með úrval af verkum, teikning-
um, málverkum, skissum. Alltaf
eitthvað nýtt að gerast þar, jafn-
vel tilraunir með nýtt efni, eða
nýjar leiðir í tækninni.
Ótal margt kemur í hugann á
kveðjustund: Ferðalög, bæði hér
á landi og erlendis. Björg var
góður ferðafélagi, alltaf svo full
af áhuga og andlegri orku að það
var ekki hægt annað en að nota
tímann vel og njóta hvort sem
það var náttúruskoðun í sólskini
eða regni, nú eða listin og lífið í
heimsborgum. Það er margs að
minnast frá um fjögurra áratuga
vináttu. Hreinskilin og heil var
hún í öllu. Ómetanlegt var að fá
hana í vinnustofuheimsókn þeg-
ar eitthvað stóð til og þurfti að
velja og krítisera og mörg voru
samtölin okkar þar sem gaman
var að bera saman bækur sínar
um það sem var á döfinni í list-
inni eða öðru.
Að hafa átt Björgu sem vin-
konu og að hafa fengið að njóta
verka hennar í listinni hefur ver-
ið dýrmætt og lifir með okkur
áfram sem nutum. Verk hennar
munu halda áfram að gefa.
Ég kveð Björgu með söknuði
og þakklæti í huga og sendi inni-
legar samúðarkveðjur til að-
standenda hennar.
Jóhanna Bogadóttir.
Björg
Þorsteinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma gaf mér af næmi
sinni fyrir formi og fegurð í
heiminum. Hún innrætti
mér natni í því sem ég
móta, fyrir sjálfan mig og
aðra. Auðmýkt, skilningur
og virðing fyrir því sem er
gott einkenndi vegferð
hennar.
Ástarþakkir, amma, fyr-
ir óþreytandi stuðning, um-
hyggju og forsjá.
Ragnar Árni.
✝ Sigurður Jóns-son fæddist 20.
desember 1922 á
Vesturgötu í Reykja-
vík. Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 21. apríl 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Otti Vigfús
Jónsson skipstjóri, f.
3.9. 1893, d. 22.7.
1973, og Gyða Sig-
urðardóttir, f. 6.9.
1892, d. 4.12. 1971.
Sigurður var næstelstur fjög-
urra systkina. Vigdís, f. 9.11.
1918, d. 7.1. 2014, Sigurður, f.
20.12. 1922, d. 21.4. 2019, Sigríð-
ur, f. 22.12. 1925, d. 5.3. 1989, og
Jón Otti, f. 17.1. 1930.
Fyrri eiginkona Sigurðar var
Kristjana Sigrún Jakobsdóttir, f.
17.5. 1928, d. 17.5. 1958, og áttu
þau þrjú börn; 1) Gyðu, f. 20.6.
1944, d. 31.5. 2018. Hennar börn
eru Kristjana Sigríður, Ragnhild-
ur Jóhanna og Thor Axel. 2) Lilju,
f. 22.12. 1948, d. 11.2. 2017. Henn-
ar barn er Sigurður. 3) Sigurð, f.
24.9. 1951. Hans dóttir er Rita.
Seinni kona Sigurðar var
Sigurborg Ólafsdóttir, f. 16.7.
1930. Áttu þau einn son, Þorstein,
f. 24.2. 1960. Hans synir eru Jak-
ob Már og Daníel Már. Þau skildu.
Sigurður var í Miðbæjarskól-
anum sem barn og í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni tvo vetur.
Hann fór svo á sjó á síldveiðar
og á togara. Sig-
urður byrjaði í Toll-
gæzlunni 19 ára og
var þar þangað til 90
ára reglunni var náð.
Sigurður var mik-
ill sundmaður og
lærði sund á Álafossi
sjö ára. Hann byrjaði
að æfa sund með KR
og keppti í 17 ár.
Hann átti öll met í
bringusundi í mörg
ár og var fyrsti Íslendingurinn
sem komst í úrslit á Evrópu-
sundmóti en það var árið 1947.
Það liðu svo 38 ár áður en næsti
maður komst í úrslit. Sigurður
keppti svo á Ólympíuleikunum í
London árið 1948. Sigurður bar
bæði gullmerki KSÍ og KR.
Sigurður var mikill
hljómlistarmaður og spilaði á
harmonikku, trommur, munn-
hörpu og píanó, hann spilaði á
sveitaböllum og dansleikjum í
Reykjavík í gamla daga. Sig-
urður stundaði gömlu dansana í
fjölmörg ár, stundum fór hann
þrisvar í viku á dansleik.
Fyrstu búskaparárin bjó hann
á Vesturgötu og síðan byggði
hann húsið í Goðheimum 6 árið
1959. Hann bjó þar til 1968 og
keypti þá íbúð í Álfheimum 46 og
bjó þar til dauðadags.
Útför hans verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag, 2. maí
2019, klukkan 13.
Fallinn er frá í hárri elli móður-
bróðir minn, afreksmaðurinn Sig-
urður Jónsson, oft nefndur Sigurð-
ur KR-ingur. Fæddur og uppalinn í
Vesturbænum, Reykvíkingur í húð
og hár. Siggi frændi var afburða-
góður sundmaður. Bringusund-
sgreinar einokaði hann og setti Ís-
landsmet í hverri grein. Keppinaut
eignaðist Sigurður síðar og var það
nafni hans, Sigurður Jónsson,
ávallt nefndur Þingeyingur, til að-
greiningar frá KR-ingnum. Góð
vinátta var á meðal þeirra nafna.
Siggi frændi var valinn fyrir Ís-
lands hönd til keppni á stórmótum
erlendis, m.a. Norðurlandamótum,
Ólympíuleikunum í London 1948
og Evrópumeistaramótinu í Móna-
kó 1947. Þar komst Sigurður í úr-
slit í 200 m bringusundinu.
Siggi frændi var hörkutól er
gafst aldrei upp. Sundæfingar voru
þrisvar í viku á kvöldin eftir langan
vinnudag. Eldmóður og ástríða
voru það aðhald er þurfti.
Þrjú börn eignaðist Sigurður
með fyrri konu sinni, Kristjönu
Jakobsdóttur; Gyðu, Lilju og Sig-
urð. Kristjana féll frá einungis þrí-
tug að aldri. Seinni kona Sigurðar
var Sigurborg Ólafsdóttir, sonur
þeirra er Þorsteinn.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um. Búskapur í kjallaranum á
Vesturgötu 36a, hjá foreldrum
hans, við þröngar aðstæður og síð-
ar í húsnæði reistu af eindæma
dugnaði í Goðheimum í Reykjavík.
Siggi frændi var sjálfum sér
trúr og stefnufastur. Með árunum
hafði frændi reglulega samband,
með umhyggju að leiðarljósi.
Sigurður hafði ástríðu fyrir
dansi og músík. Vikulegar ferðir á
gömlu dansana og á efstu árum
æfði Siggi línudans. Gömlu góðu
dansskórnir eru nú á hillu lagðir,
en eflaust bíður eftir honum gljá-
fægt par við skör nýrra danssala.
Ég kveð frábæran frænda með
vinarkveðju til allra afkomenda
hans.
Einar Gíslason.
Sigurður Jónsson
✝ Jón Hannessonfæddist á
Hvammstanga 1.
júní 1926. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 16. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Hannes
Jónsson, kaup-
félagsstjóri Kaup-
félags Vestur-
Húnvetninga og al-
þingismaður, og kona hans,
Hólmfríður Jónsdóttir, ættuð frá
Húsavík. Systkini Jóns eru: 1)
Ásta Hannesdóttir. f. 1924, 2)
Þorbjörg Hannesdóttir. f. 1927.
d. 1992. 3) Auður Hannesdóttir.
f. 1930. 4) Benný Hannesdóttir. f.
1934. d. 2008. 5) Haukur Hann-
esson. f. 1936. d. 2014.
Árið 1954 kvæntist Jón Svan-
hildi Jóhannesdóttur, f. 10. júní
1926, þau slitu samvistum árið
1991. Barn þeirra er Hannes
Jónsson, f. 3.5. 1964, kvæntur
Guðlaugu Kristbjörgu Jóns-
dóttur, f. 19.11. 1968. Börn
þeirra eru 1) Unnur Ösp Hannes-
dóttir, f. 3.6. 1992. Sambýlis-
maður hennar er Haukur Árni
Björgvinsson og eiga þau eina
dóttur, Guðmundu Kristbjörgu
Hauksdóttur, f. 6.4. 2017, 2) Arn-
ar Atli Hannesson, f. 23.4. 1999.
Barn Hannesar frá fyrra sam-
bandi er Jón Gunnar Hannesson,
f. 30.4. 1988. Sam-
býliskona hans er
Sylwia Sowa.
Jón ólst upp á
Hvammstanga,
hann sótti nám í
Reykholtsskóla og
síðar í Mennta-
skólann á Akureyri
þar sem hann lauk
gagnfræðaprófi.
Árið 1948 fór Jón til
Bandaríkjanna að
læra flugvirkjun, nánar tiltekið
Cal-Aero technical institute í
Glendale í Kaliforníu og lauk þar
námi ári síðar. Hann var einn af
fyrstu flugvirkjum Íslands en
vann aldrei við það fag.
Frá árinu 2012 bjó Jón í Ásbúð
í Garðabæ ásamt Hannesi og
Guðlaugu tengdadóttur sinni,
bjó þar í íbúð á neðri hæð húss-
ins. Í nóvember árið 2018 fluttist
Jón á hjúkrunarheimilið Sólvang
í Hafnarfirði þar sem hann bjó
þar til hann lést.
Eftir að Jón komst á eftirlaun
lærði hann samkvæmisdansa og
ferðaðist mikið til útlanda. Jón
vann til margra verðlauna í pútt-
keppnum á sínum efri árum. Alla
sína tíð tefldi Jón mikið og
spiluðu þau systkinin kana einu
sinni í viku til síðasta dags.
Útför Jóns fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag, 2. maí
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
Kæri tengdafaðir, það er kom-
ið að kveðjustund.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Takk fyrir allt, minn kæri.
Þín tengdadóttir Gulla.
Guðlaug K.
Jónsdóttir.
Jón Hannesson
Fleiri minningargreinar
um Björgu Þorsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
MAGNÚS INGÓLFSSON,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 27. apríl.
Útförin verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun
Austurlands.
Helga María Aðalsteinsdóttir
Finnur Freyr Magnússon Bergþóra Hlín Arnórsdóttir
Katrín María Magnúsdóttir Þorsteinn Óli Sveinsson
Hanna Magnúsdóttir Valdís Fjölnisdóttir
Aðalsteinn Ingi Magnússon Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
REYNIR CARL ÞORLEIFSSON
bakarameistari,
Helgubraut 7, Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Reykjavík 25. apríl.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju 7. maí kl. 15:00.
Jenný Eyland
Þorleifur Karl Reynisson Helena Rós Hafsteinsdóttir
Anna María Reynisdóttir Kristinn Þór Ingvason
Henrý Þór Reynisson Elísa Örk Einarsdóttir
Magnús Þór Reynisson Erna Dís Eriksdóttir
og barnabörn