Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 37
✝ MagdalenaMargrét Bene- diktsdóttir Wood fæddist 12. janúar 1932 í Reykjavík. Hún lést 18. apríl á heimili sínu Hlé- vangi, Reykja- nesbæ. Foreldrar henn- ar voru hjónin Benedikt Ólafsson, f. 19.8. 1910, d. 15.12. 2003, og Ingibjörg Lilja Pálsdóttir, f. 29.11. 1911, d. 18.4. 1934. Systkini hennar voru Ólöf Ingibjörg, f. 11.4. 1933, d. 12.8. 2011, gift Höskuldi Jónssyni, Súsanna María (stjúpsystir), f. 13.7. 1935, gift Kristni K. Ólafs- syni, f. 14.5. 1932, Kristinn Reynir, f. 2.11. 1937 (stjúp- bróðir), kvæntur Pálínu Ágústu Jónsdóttur, f. 7.8. 1937, d. 24.12. 2016, Ingibjörg Lilja Benedikts- dóttir, f. 23.12. 1939, gift Guð- jóni Petersen, f. 20.11. 1938, d. 2.8. 2017, Ólafur Benediktsson, f. 4.2. 1944, kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur, f. 18.1. 1949, Geir 1962, maki María Einisdóttir, f. 12.4. 1963. Börn þeirra 1. Tyrfingur Tyrfings- son f. 7.5. 1987 sambýlismaður Fernando Marques da Cunha, f. 29.12. 1987. 2. Einir, f. 5.2. 1991, sambýliskona Helga Karólína Karlsdóttir, f. 1.6. 1992, barn þeirra Elísabet Hildur, f. 12.2. 2019. 3. Svava, f. 7.7. 1994, sam- býlismaður Guðmundur Krist- jánsson, f. 1.3. 1989. Barn þeirra Hera Dröfn, f. 2.11. 2015. Seinni eiginmaður Magda- lenu var William Earl Wood, f. 27.4. 1931, d. 9.5. 2006. William var í bandaríska hernum allan sinn starfsferil. Dóttir hans er Colleen Joan Schindler, f. 16.2. 1966, maki er Peter Schindler, f. 16.4. 1964. Synir þeirra eru Evan Schindler, f. 16.12. 1989, barn hans er Carter, f. 8.1. 2013, og Connor, f. 12.3. 1993. Magdalena og Tyrfingur bjuggu sín hjúskaparár í Njarð- vík en frá 1968 bjó hún í Jack- sonville í Flórída. 2006 flutti hún svo aftur heim og bjó síðustu tæpu tvö árin á dvalarheimilinu Hlévangi. Um ævina vann Magdalena hin ýmsu störf sem kokkur, ráðskona og dag- mamma. Útför Magdalenu Margrétar verður gerð frá Ytri-Njarð- víkurkirkju í dag, 2. maí 2019, klukkan 13. Benediktsson, f. 24.9. 1946. Magdalena Mar- grét giftist Tyrfingi Tyrfingssyni, f. 23.5. 1929, 1.1. 1956. Þau skildu. Börn Magdalenu og Tyrfings eru Bene- dikt Svavar, f. 13.12. 1955, d. 19.9. 1958, ættleiddur. Svava, f. 2.4. 1960, ættleidd, maki hennar er Jó- hann G. Jóhannsson, f. 7.1. 1959, þeirra börn eru 1. Davíð Ingi, f. 10.2. 1979, maki Jóna Björg Jónsdóttir, f. 21.9. 1980, börn þeirra eru Elva Rún, 11.12. 2002, Íris Björk, f. 12.6. 2007, og Jón Ingi, f. 12.1. 2011. 2. Jóhann Líndal, 13.5. 1982, maki Birgitta Ösp Atladóttir, f. 16.5. 1982. Börn þeirra Óliver Líndal, f. 4.11. 2011, og Jana Líndal, f. 1.8. 2015. 3. Baldvin, f. 19.12. 1986, sambýliskona Sigrún Guðný Halldórsdóttir, f. 28.12. 1986. Börn þeirra Óðinn, f. 10.3. 2012, og Alma Rún 10.8. 2017. 4. Magdalena Margrét, f. 9.7. 1993. Barn þeirra Tyrfingur, f. 2.9. Elsku amma mín er farin. Við amma Malla áttum einstakt sam- band en löngu áður en ég fædd- ist höfðu móðir mín og Tyrfingur móðurbróðir minn ákveðið að fyrsta stúlkubarnið sem fætt yrði inn í fjölskylduna skyldi hljóta nafngiftina Magdalena Margrét, ömmu til heiðurs. Það var því strax við fæðingu sem ör- lög mín voru ráðin en það að bera svo stórt og mikið nafn var ekki fyrir neinar pissudúkkur, að mati ömmu. Allt okkar samband einkenndist af því að allt sem við nöfnurnar gerðum, hvort sem það var gott eða slæmt, mætti kenna nafninu um. Amma var helsti stríðnispúki alheims en í þau ófáu skipti sem ég stríddi henni á móti sagði hún alltaf: „Þú ert alltaf jafn leiðinleg, en það fylgir víst nafninu“ og þá var mér fyrirgefið um leið. Í hvert skipti sem ég mætti til hennar, í jogginggallanum eða í mínu fín- asta pússi, mátti ég heyra hversu glæsileg ég var, en það „fylgdi líka nafninu“. Jafnframt var amma alltaf fyrst allra til að segja ef eitthvað var ekki eins og átti að vera og eftir að hafa klippt hárið á mér stutt fyrir rúmu ári kom hún því reglulega að hversu stranglega bannað það væri að klippa það aftur. Henni þótti það ekki nægilega smart svona stutt og ég skyldi fá að heyra það eins oft og tækifæri gæfist. Amma var hinn mesti húmoristi og spurði reglulega hvenær ég ætlaði að fá föður- ömmu mína til að stoppa í öll þessi göt í gallabuxunum mín- um, þær væru varla nothæfar svona, en ekki ætlaði hún að taka til hendinni sjálf. Ég held ég tali fyrir okkur öll barnabörn- in þegar ég segi að það skemmtilegasta sem við gerðum sem börn var að fara í heimsókn til ömmu og afa Bill í Florida. Þá var alltaf slegið upp heljarinnar veislu og amma og afi alltaf hin hressustu. Amma var alltaf tilbúin að koma með okkur krökkunum í sundlaugina en þó var lykilatriði að vera íklædd marglitum sundbolum með áföstu pilsi og dæræræ‘a svolítið á meðan hún dansaði um sund- laugina. Amma Malla, eins og við barnabörnin kölluðum hana alltaf, byrjaði fljótt að leggja okkur lífsreglurnar og hótaði reglulega að halda „meeting“ ef við höguðum okkur ekki eins og englar. Við vissum það öll að ef kæmi til þess að fundur yrði haldinn með ömmu Möllu vær- um við í djúpum skít og því forð- uðust þá allir. Þegar litið er til baka held ég að fundirnir hafi í heildina verið þrír þar sem henni fannst við oftar en ekki bestu börn í heimi. Amma var hrikaleg tungumálasubba og sletti ís- lensku, ensku og dönsku til skiptis. Hún kunni þó ekki nægi- lega mikið í ensku, þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum í tugi ára, og ekkert í dönsku. Það gef- ur því augaleið að sletturnar voru oftar en ekki áhugaverðar og stundum mjög hlægilegar. Við fjölskyldan eigum í dag mik- ið safn máltækja, sérútbúin af ömmu Möllu, sem munu hlýja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Amma Malla var einn besti karakter sem ég hef kynnst og mun ég sakna hennar óbærilega. Ég lofa að vera þér alltaf til sóma og bera nafn okk- ar með höfuðið hátt. Að lokum segi ég „I love you“ eins og Magdalena Margrét Benediktsd. Wood amma gerði alltaf þegar hún kvaddi okkur. Þín nafna, Magdalena Margrét Jóhannsdóttir. Nú kveð ég ástkæra tengda- móður mína. Það hafa verið for- réttindi að kynnast þessari stór- brotnu konu. Malla missti móður sína Ingibjörgu úr berklum að- eins tveggja ára gömul. Seinna kvæntist Benedikt faðir hennar Svövu sem átti tvö börn og sam- an áttu þau þrjú þannig að Malla ólst upp í fjörugum systkinahópi. Malla giftist Tyrfingi Tyrfings- syni, þau ættleiddu dreng sem lést af slysförum. Skömmu síðar ættleiddu þau Svövu sem var dóttir alsystur Möllu, Ólafar. Ári seinna fæddi Malla Tyrfing. Systkinin voru samrýnd og seinna kom í ljós að þau þurftu á styrk hvort annars að halda. Malla og Tyrfingur slitu samvist- um þegar börnin voru fimm og sjö ára gömul og hún flutti til BNA með hermanni. Sambandið við börnin var lítið framan af en þegar Malla kynntist þriðja eig- inmanni sínum, William Wood, þá styrktist sambandið að nýju. William, eða Bill, var ekkjumað- ur með sjö ára dóttur, Colleen. Með þeim tókust hugástir og var hjónaband þeirra ákaflega far- sælt. Ég heimsótti Möllu og Bill fyrst til Flórída árið 1988. Mót- tökurnar voru höfðinglegar og þarna hófust kynni okkar Möllu. Við áttum hjartnæmt samtal sumarið 1993 þar sem hún bað mig að lofa sér að við kæmum árlega til hennar. Hún sagði „ég var ekki sú mamma sem ég hefði viljað vera en hjálpaðu mér að verða góð amma“. Næstu ár fór- um við á hverju ári til þeirra, þar til öðlingurinn hann Bill dó og hún flutti til Íslands árið 2006. Hún lagði sig eftir börnunum, og þau dáðu hana. Fljótlega kynnt- umst við vinahópnum þeirra, ís- lenskum konum, en þær höfðu eins og hún leitað hamingjunnar í BNA. Þær höfðu allar gengið í gegnum súrt og sætt, töluðu tæpitungulaust, voru hugrakkar og skemmtilegar. Ég hef aldrei kynnst nokkrum sem hafði aðra eins kímnigáfu og Malla. Hún gat gert hversdags- lega hluti sprenghlægilega og gerði góðlátlegt grín að sjálfri sér. Malla var kona lífsnautna, listakokkur, og naut víns og tób- aks. Eftir að hún flutti til Íslands keypti ég stundum tóbak fyrir hana og þá glumdi í hausnum á mér, „elskan, kauptu langar, það tekur því ekki að kveikja í hinum“. Þá var hún alltaf eldfljót í tilsvörum. Eitt skipti sem hún var að fara út í smók á hjúkr- unarheimilinu þá kallaði eldri herramaður á eftir henni: „Magdalena, veistu hvað þú verður hrukkótt af að reykja?“ Hún svaraði um hæl: „Reykir þú?“ Herramaðurinn hnussaði og sagði „nei“. „Nú, af hverju ert þú þá svona fjandi hrukkóttur?“ Síðustu árin átti hún við fóta- mein að stríða og þegar læknir- inn sagði við hana að líklega væri farsælast að taka fótinn af kom svarið: „Nei, það kemur ekki til greina, ég á allt of mikið af há- hæluðum skóm“. Þegar ljóst var að endalokin voru að nálgast reyndum við að ræða hvaða sálma hún vildi hafa í útförinni sinni. Svarið kom strax, „Ólafía hvar Vigga“, og svo kom ómet- anlegt glott. Þriggja ára ömmustelpan mín sagði þegar hún fékk andláts- fréttina: „Er hún kannski komin til regnbogans?“ Ég held svei mér þá að sú stutta hafi átt koll- gátuna, þessi litríka kona hlýtur að vera þar og heldur áfram að vera aðalstjarnan hvar sem hún er. María Einisdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 ✝ Gunnar Krist-inn Hilmarsson fæddist 16. maí 1963 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 16. apríl 2019. Gunnar var son- ur hjónanna Hilm- ars Ólafssonar, f. 18.5.1936, d. 28.12. 1986, og Rann- veigar Hrannar Kristinsdóttur, f. 12.6. 1937. Bræður Gunnars eru þeir Hilmar Örn Hilmarsson, f. 23.4. 1958, og Orri Hilmarsson, f. 16.5. 1963. Gunnar var kvæntur Ingi- björgu H. Hjart- ardóttur, f. 29.3. 1963, og saman áttu þau fimm börn; Hilmar Má Gunnarsson, f. 4.10.1982, stúlku f. 28.11. 1986, d. 28.11. 1986, Hrannar Má Gunnarsson, f. 5.4. 1988, Hrafn- kel Má Gunnarsson, f. 18.4. 1994, og Hildi Maríu Gunnars- dóttur, f. 14.8. 2002. Dóttir Hilmars er Katla Röfn Hilmars- dóttir, f. 31.1. 2012, og dóttir Hrannars er Sóley Inga Hrann- arsdóttir, f. 17.6. 2015. Gunnar gekk í Breiðagerðis- skóla, Réttarholtsskóla og Menntaskólann við Sund áður en hann lærði til ljósmyndara, en hann vann sem slíkur stærst- an hluta ævinnar. Hann starfaði m.a. sem verslunarstjóri hjá Hans Petersen, rak eigin ljós- myndastofu og var gæðastjóri hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Útför Gunnars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. maí 2019, klukkan 13. Það er margt í lífinu sem okkur finnst ekki sanngjarnt. Gunnar Kristinn var á svipuðum aldri og börnin okkar. Nei, þetta á ekki að vera svona, en samt er það þannig að við ráðum litlu. Gunnar okkar lærði ljósmyndun hjá Ljósmyndaranum í Mjóddinni. Hann kom inn á ljósmyndastofuna, ungur, fallegur og geislandi af kímnigáfu. Hann var einstaklega góður starfsmaður, tæknilega mjög vel að sér og fylgdist vel með því sem var að gerast í ljósmyndun, sem og mörgu öðru, sem gerðist í hinu daglega lífi í kringum okkur. Á ljósmyndastofunni var oft mikið fjör, mikið hlegið og var það oftast Gunnar, sem var miðpunktur gleðinnar enda frásagnargáfa hans einstök. Inga og Gunnar eiga fjögur börn og þegar Hrafnkell (nr. 3) fæddist var hann drifinn í myndatöku í „stúdíóið“ áður en hann fór heim með foreldrum sínum og birtist myndin síðan á forsíðu tímaritsins Heilbrigðismál. Ingu, sem var nýbúin að fæða, fannst þetta alveg sjálfsagt. Þetta rifjuðum við upp þegar við heimsóttum Ingu um páskana eftir að Gunnar yfirgaf þennan heim. Við höfum fylgst með baráttu Gunnars og Ingu úr fjarlægð og syrgjum Gunnar okkar. Við, ásamt Láru dóttur okkar, sendum Ingu, börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Ása Finnsdóttir og Jóhannes Long. Við Gunnar áttum einstaklega ljúft og árangursríkt samstarf um árabil hjá Hans Petersen. Gunnar var lærður ljósmyndari og tók að sér umsjón með þeim verslunum sem buðu upp á úrval af ljós- myndavörum fyrir áhugamenn og ljósmyndara. Þegar ég hugsa til Gunnars kemur orðið snillingur upp í huga mér. Hann hafði ein- hvern veginn dýpri skynjun á líf- ið, tilveruna og umhverfið en flestir aðrir. Auk þess að hafa sterka útgeislun og hlýja nær- veru. Sem ljósmyndari var hann góður fagmaður en lét þó enn bet- ur að vinna með fólki og hans náð- argáfa var að lesa í aðstæður og skapa ný tækifæri. Þegar staf- rænar lausnir fóru að skipa sér sess á ljósmyndamarkaðinum og breyta þannig landslagi hans var Gunnar sjálfskipaður í nýtt starf hjá Hans Petersen þar sem hann leiddi nýsköpun og fann ýmis ný tækifæri sem mörg hver komust í framkvæmd. Það voru forréttindi að fá að vinna með Gunnari og sér- staklega eru mér minnisstæðir fundir með erlendum birgjum okkar. Það var sama hvort við vor- um í samskiptum við Japani eða Breta; umræðurnar komust oft á ótrúlegt flug og þeir skynjuðu yf- irburðaþekkingu Gunnars á markaðinum og ljósmynda- tækninni. Fyrir um ári heimsótti ég Gunnar á hjúkrunarheimilið i Mörkinni. Það var mjög gott að spjalla við hann sem fyrr og minntumst við margra góðra stunda og gleði og gamans sem fylgdu störfum okkar fyrir rösk- um tuttugu árum. En hann sagði mér líka hvað hann var stoltur af fjölskyldu sinni og sérstaklega sínum duglegu og vel menntuðu börnum. Ég er ekki í vafa um að hann hefur haft mótandi áhrif á uppeldi barna sinna og gefið þeim mikið út í lífið. Ég kveð Gunnar með þakklæti fyrir einstaklega ánægjuleg kynni sem ég lærði mikið af. Ingu og fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hildur Petersen. Minn kæri vinur er fallinn frá. Við Gunni kynntumst á ung- lingsaldri, gengum saman í Rétt- arholtsskóla og síðar í Menntaskól- ann við Sund og vorum í sameiginlegum vinahópi. Við náð- um fljótt vel saman og urðum góðir vinir. Við hjálpuðumst stundum að við lærdóminn, það fór þó oft frek- ar út í að spila saman, t.d. Stratego. Við unnum saman í girðingar- vinnuhópi Reykjavíkur í nokkur sumur og styrktist þá vinskapur- inn. Ég áttaði mig þá enn betur á því hvað hann var verklaginn, hafði góða hæfileika til að vinna með öðrum og sem leiðtogi. Gunnar var skarpgreindur og fróður, ráðagóður, handlaginn og fjölhæfur. Hann var m.a. góður skíðamaður. Hann lærði ljósmynd- un og fyrir utan störf á því sviði starfaði hann við ýmislegt tengt tölvuvinnu, gæðamálum o.fl. Bón- góður var hann, ef mig vantaði t.d. hjálp á tæknisviðinu. Þegar hann komst á flug í frásögn af mönnum og málefnum, sem hann hafði iðu- lega sterkar skoðanir á, þá gat ver- ið erfitt að komast að og betra að hlusta og leyfa honum að njóta sín, enda var hann mælskur og frábær sögumaður, stálminnugur á liðna atburði og hafði góðan húmor. Hann hafði litla þolinmæði fyrir óheiðarleika og tækifærismennsku og gat verið óvæginn í gagnrýni. Ég gat yfirleitt rætt við hann um hugðarefni mín því okkar áhuga- svið lágu vel saman, t.d. tengd sagnfræði, pólitík og málefnum líð- andi stundar. Oft vorum við þó ósammála, en varð þó sjaldan sundurorða, við virtum skoðanir hvor annars. Hann var ekki mikið fyrir það að bera tilfinningar sínar á torg, það var ekki hans háttur. Engan annan betri eða traustari vin var hægt að hugsa sér. Við hjónin upplifðum margt skemmtilegt saman gegnum árin, fórum í útilegur og sumarbústaða- ferðir með börnin, m.a. í bústaði fjölskyldna foreldra hans á Suður- landi og stunduðum útivist. Þann- ig gengum við Gunni t.d. saman Leggjabrjót og á ýmis fjöll, m.a. á Sveinstind og í gosinu 2010 á Fimmvörðuháls. Þá fóru fjöl- skyldurnar saman í yndislega ferð til Krítar árið 2005. Gunni og Inga heimsóttu okkur reglulega þau ár sem við bjuggum í Connecticut 1995-2000 og við verðum þeim æv- inlega þakklát fyrir það. Ég heimsótti hann reglulega undir það síðasta og rifjaði þá gjarnan upp liðna atburði og ræddum við m.a. um börnin og um barnabörnin, sem hann talaði allt- af um með stolti. Gunni mun alltaf eiga stað í huga mér. Oft á dag verður mér hugsað til hans vegna einhvers sem ég heyri eða sé sem vekur gamlar minningar, líf okkar hefur verið það samofið í áratugi. Ég sé fyrir mér tilfinningahitann, ein- beitt augnaráðið og hárbeitta ádeiluna þegar honum var misboð- ið og brosið, hláturinn og glettnina í svipnum þegar lá vel á honum og hann var hrókur alls fagnaðar, sem hann var svo oft og allt þar á milli. Ég hugsa til hans með hlýju og óendanlegum söknuði, en reyni að hugga mig við það að ég mun alltaf eiga minninguna um góðan vin. Hugur okkar Ástu eiginkonu minnar og barnanna okkar, sem þótti líka svo vænt um hann, er hjá Ingu og börnum þeirra, barna- börnum og öðrum nákomnum. Ég þakka fyrir samfylgdina. Tryggvi Egilsson. Gunnar Kristinn Hilmarsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.