Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
✝ Kjartan Gísla-son fæddist í
Reykjavík 9. júlí
1950. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 16. apríl 2019.
Foreldrar hans
voru Gísli Gíslason
frá Haugi í
Gaulverjabæjar-
hreppi, f. 1916, d.
2006, og Ingibjörg
Jónína Níelsdóttir, ættuð úr
Húnaþingi, f. 1918, d. 2013.
Systkini Kjartans eru Kristinn
Hilmar, f. 1945, Halldóra Jenný,
f. 1947, Óskar Sveinn, f. 1951, og
Ingibjörg Sólrún, f. 1954.
Kjartan kvæntist árið 1979
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ólöfu Sigríði Jónsdóttur, f. 1.
janúar 1950. Foreldrar hennar
vinna fyrir sér og starfaði alla
tíð á framkvæmdasviði Reykja-
víkurborgar, lengst af sem
rekstrarstjóri hverfastöðv-
arinnar á Stórhöfða, en hann tók
við því starfi árið 1988. Síðustu
árin starfaði hann sem verkefna-
stjóri á skrifstofu viðhalds og
framkvæmda hjá umhverfis- og
skipulagssviði borgarinnar.
Hann hætti störfum vegna veik-
inda haustið 2015 og hafði þá
starfað hjá borginni í tæp 50 ár
eða frá því í apríl 1968.
Á yngri árum keppti Kjartan í
handbolta með Fram og var alla
tíð mikill áhugamaður um íþrótt-
ir. Hann stundaði hestamennsku
um árabil og vann mikið fyrir
Hestamannafélagið Fák. Hann
var mikill hagleiksmaður og
liggja eftir hann mörg falleg
verk.
Útför Kjartans verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag, 2. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
voru Jón S. Ólafs-
son, f. 1919, d. 1984,
og Erna Ósk-
arsdóttir, f. 1924, d.
2006. Börn Kjartans
og Ólafar eru: 1)
Erna Guðríður, f.
16.11. 1979, gift
Þorbirni Geir Ólafs-
syni og eiga þau tvö
börn: Ólaf Geir og
Ernu Rós. 2) Ingi-
björg Rós, f. 30.12.
1982, maki Björgvin Freyr Vil-
hjálmsson. Ingibjörg á tvö börn,
Birgi Kjartan og Ólaf Erni. 3)
Jón Ólafur, f. 6.7. 1988, í sambúð
með Önnu Kristínu Vilbergs-
dóttur. Þau eiga eina dóttur,
Rannveigu Rós.
Kjartan ólst upp í Vogahverf-
inu í Reykjavík og gekk í Voga-
skóla. Hann byrjaði ungur að
gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið út
og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Elsku pabbi, við þökkum þér
fyrir allt og vonum að þér líði vel.
Hvíl í friði.
Þín börn,
Erna, Ingibjörg Rós
og Jón Ólafur.
Það eru líklega tæp 17 ár síðan
Kjartan bróðir okkar greindist
fyrst með krabbamein og æ síðan
háði hann harða glímu við meinið.
Í veikindunum kom glöggt í ljós
úr hverju hann var gerður því
hann bugaðist aldrei og var stað-
ráðinn í að njóta þeirra góðu
stunda sem gáfust. Það var dæmi-
gert fyrir hann að meira af vilja en
mætti tók hann þátt í ferming-
arveislu elsta barnabarnsins,
Ólafs Geirs, á laugardegi og á
þriðjudegi var hann allur.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki
og verndi pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú
og lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga,
að fara það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skín inn
þá gleður okkur minning þín,
elsku pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
Kjartan var einstaklega fallegt
barn en átti oft erfitt þar sem
hann var fæddur með þrálátt ex-
em sem angraði hann svo mikið að
hann þurfti margsinnis að leggj-
ast inn á sjúkrahús. Á þeim tíma
mátti ekki heimsækja börn á
sjúkrahúsum og eina sambandið
sem hann hafði við okkur var í
gegnum hringlaga glugga á her-
bergishurðinni. Á milli Kjartans
og mömmu var alla tíð mjög sterk-
ur þráður og mamma sagði gjarn-
an í angurværum tón að Kjartan
hefði verið blíðastur af sínum
börnum. Kjartan reyndist henni
líka einstaklega vel síðustu árin
sem hún lifði og varla leið sá dag-
ur að hann kæmi ekki í heimsókn
til hennar.
Aðeins ár var á milli Kjartans
og Óskars og fram eftir öllum
aldri var annar varla nefndur á
nafn án hins – þeir voru Kjarri og
Skari. Á sumrin skildi þó leiðir
þegar þeir voru sendir í sveit en
Kjartan var mörg sumur á Haugi í
Gaulverjabæjarhreppi og síðar á
Vestri-Hellnum í sömu sveit.
Kjartan rakst ekki vel í skóla,
sem átti rót sína að rekja til þess að
hann var svo greinilega lesblindur
þó að engin slík greining hafi verið
til á þeim tíma. Skólaganga hans
var því styttri en hann hefði sjálfur
kosið. Hann var ekki nema 17 ára
þegar hann réð sig til Reykjavík-
urborgar sem átti eftir að verða
hans starfsvettvangur í 50 ár.
Lengst af var hann rekstrarstjóri
hverfabækistöðvarinnar við Stór-
höfða sem sá um viðhald á austur-
svæðum borgarinnar. Það lék líka
allt í höndunum á honum og hann
var listasmiður. Það kom best í ljós
þegar hann byggði húsið í Frosta-
skjóli frá grunni og lagði metnað
sinn í að vinna hvert einasta verk
sjálfur.
Kjartan æfði handbolta og
keppti með Fram um tíma en auk
þess stundaði hann hestamennsku
með pabba og var mjög laginn við
hesta. Pabbi átti einstaklega fallega
jarpa meri en hún var stríðlynd eins
og eigandinn og átti hann í miklum
brösum með hana. Merin tók hins
vegar miklu ástfóstri við Kjartan og
þegar hún gekk undir honum sýndi
hún alla sína bestu takta.
Árið 1979 stofnaði Kjartan sína
eigin fjölskyldu þegar hann kvænt-
ist Ólöfu og börnin þrjú fæddust.
Eftir það áttu þau hug hans allan og
vildi hann allt fyrir þau gera. Fór
ekki á milli mála hvað hann var
stoltur af börnunum sínum og
barnabörnum og aðeins það besta
var nógu gott fyrir þau. Kjartan var
mjög tilfinninganæmur og þess
vegna kannski dulur en góðvilji
hans og trygglyndi fór ekki framhjá
neinum. Stórt skarð hefur nú verið
höggvið í systkinahópinn en við
kveðjum góðan bróður og yljum
okkur við minningarnar úr Ferju-
voginum. Við sendum Ólöfu, Ernu
Guðríði, Ingibjörgu Rós, Jóni Ólafi
og þeirra börnum innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristinn, Halldóra, Óskar og
Ingibjörg Sólrún.
Kjartan Gíslason
Fleiri minningargreinar
um Kjartan Gíslason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Þórólfur Helga-son fæddist í
Núpsöxl á Laxárdal
í Austur-Húna-
vatnssýslu 27. októ-
ber 1923. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands á Sauðárkróki
16. apríl 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
J. Guðmundsdóttir,
f. 27.11. 1894, d. 3.5. 1983, og
Helgi Magnússon, f. 13.5. 1895,
d. 25.10. 1981. Þórólfur var
þriðji elsti af níu systkinum, elst-
ur var Egill, f. 4.8. 1919, d. 21.6.
2003, næst var Guðríður, f. 16.3.
1921, d. 11.2. 2019, Guðmundur,
f. 30.6. 1926, d. 25.7. 2017, Krist-
ín, f. 23.8. 1927, María, f. 7.4.
1933, Stefán, f. 19.9. 1934, d.
2011, b) Árni, f. 8.8. 2013, og c)
Andrés Þórólfur, f. 5.6. 17, 3)
Gunnar Þór, f. 29.3. 1983, maki
Elisa Saukko, f. 4.11. 1986, og
barn þeirra Óskar Otto, f. 8.12.
2015. Í Tungu bjó einnig seinni
eiginkona föður hans og móðir
Andrésar, Elísabet, f. 13.11.
1912, d. 28.1. 2006.
Þórólfur ólst upp í Núpsöxl til
12 ára aldurs er hann flutti með
foreldrum sínum og systkinum
að Tungu í Gönguskörðum.
Hann bjó á móti föður sínum frá
1950 til 1976 og frá 1976 til 1998
á móti Andrési bróður sínum er
hann hætti búskap. Þórólfur átti
heimili í Tungu til æviloka. Þór-
ólfur sat í hreppsnefnd um ára-
bil, var fjallskilastjóri og forð-
agæslumaður auk þess sem
hann sinnti ýmsum öðrum
félagsstörfum.
Útför Þórólfs fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 2. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
27.2. 2017, Valdís,
f. 10.11. 1935, og
Andrés, f. 27.5.
1954.
Þórólfur var
ókvæntur en fjöl-
skylda hans í
Tungu var hálf-
bróðir hans Andr-
és, f. 27.5. 1954,
maki Ásdís Edda, f.
9.1. 1956, börn
þeirra eru: 1) Ás-
geir Már, f. 11.4. 1978, barn
hans Víkingur Þór, f. 31.12.
2003, úr fyrra hjónabandi, sam-
býliskona Sandra Rós, f. 11.4.
1977, börn þeirra a) Ólafur
Andrés, f. 9.10. 2015, og b) Edda
Sirrý, f. 25.1. 2017. 2) Elísabet
Rán, f. 7.12. 1980, maki Bene-
dikt Egill, f. 2.12. 1980, börn
þeirra eru: a) Elísabet, f. 13.11.
Ævigöngu Þóra bróður er lokið
hér á þessari jörð. Það er komið að
kveðjustund og leita margar
minningar upp í hugann. Þegar ég
var barn gat ég alltaf leitað til
Þóra bróður ef eitthvað bjátaði á,
hann var mitt skjól.
Seinni tíma samfundir fara líka
í minningabankann, það var alltaf
notalegt að hitta Þóra og rifja upp
eitt og annað enda var hann stál-
minnugur, en ég veit að hann var
ekki fyrir orðmælgi og upptalningu
til aflestrar fyrir almenning, svo
margt geymi ég með sjálfri mér. Á
tólfta ári flutti Þóri með foreldrum
okkar frá Núpsöxl á Laxárdal
fremri að Tungu í Gönguskörðum.
Þar ól hann öll sín ár við búskapinn,
fyrst hjá pabba, síðan hjá Andrési
bróður þegar hann tók við jörðinni.
Hann vann öll sín verk af trú-
mennsku og dyggð. Upplifði ótrú-
legustu breytingar á sviði landbún-
aðar allt frá handverkfærum og
allsleysi til nútíma vélvæðingar þar
sem mannshöndin er að verða
óþörf. En dýrin þarfnast oft sér-
stakrar umönnunar og þar stóð
Þóri vaktina. Ég trúi að orfið hans
sé enn til, hann hafði gaman af að
slá í kring, hafa snyrtilegt.
Árið 1981 fórum við tvö í heim-
sókn til Kiddu og Magga í Ástralíu,
sú ferð var fyrsta og eina utan-
landsferðin hans Þóra, hún var
okkur báðum mikil upplifun og æv-
intýri. Við ferðuðumst töluvert um
Suðvestur-Ástralíu og sáum margt
áhugavert og skemmtilegt. Það var
unun hvað Þóri naut sín vel. Mig
grunar að hann hefði alveg kosið að
dvelja lengur, en örlögin gripu í
taumana, við þurftum aðeins að
flýta heimferðinni.
Það er hljótt yfir Gönguskörð-
um í dag. Ég kveð þig, kæri bróðir,
og þakka fyrir allt. Þú hefur sann-
arlega skilað góðu dagsverki.
Valdís Helgadóttir
(Dísa systir).
Elsku frændi, elsku Þóri frændi.
Þegar ég hugsa til þín upplifi ég
mikið þakklæti. Þvílík forréttindi
það voru að fá að alast upp með þér
í Tungu því þú varst fyrirmynd á
svo marga vegu alla þína tíð. Alltaf
tilbúinn að hlusta og segja sögur og
oftar en ekki kom vísa inn á milli.
Þú komst eins fram við alla,
sýndir þolinmæði og gæsku. Það
má með sanni segja að þú værir
maður orða þinna og alltaf stóðst
allt sem þú varst búinn að ákveða
að gera. Sumir myndu segja að
stundum hafi það komið fram sem
þrjóska en ég leyfi mér að segja að
það sé vegna þrautseigju og mik-
ilvægis þess að standa við sitt.
Meðvitað og ómeðvitað tók ég eftir
þessum eiginleikum og reyni að til-
einka mér þá í daglegu lífi. Alltaf
varstu barngóður og sonur okkar
Elísu, hann Óskar Ottó, leitaði mik-
ið til þín, rétt eins og öll hin börnin í
fjölskyldunni.
Ég minnist þín með gleði í hjarta
og á eftir að sakna þín og þeirra
stunda sem við áttum saman í
sveitinni. Það verður skrítið að
koma í Tungu og fá ekki faðmlag og
koss á kinn frá Þóra frænda. Þóra
verður minnst fyrir að vera góður
maður, heiðarlegur, hagsýnn og
farsæll bóndi.
Sagt er að börnin læri það sem
fyrir þeim er haft og því er ómet-
anlegt að hafa alist upp með Þóra
frænda með alla hans góðu eigin-
leika. Megir þú hvíla í friði.
Kveðja,
Gunnar Þór Andrésson.
Elsku bróðir og vinur.
Þakka þér samfylgdina í 65 ár.
Það er komið að kveðjustund og
söknuðurinn er mikill.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningin lifir um góðan mann.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þinn bróðir,
Andrés Helgason.
Þórólfur Helgason
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
PETRÍNA HELGA STEINADÓTTIR,
Sólvangi, Hafnarfirði,
lést 25. apríl á LSH Fossvogi.
Útför verður frá Grensáskirkju föstudaginn
3. maí klukkan 13.
Þeim er vildu minnast hennar er bent á KFUM og K og
Kristniboðssambandið.
Elín Einarsdóttir Guðmundur Ingi Leifsson
Guðmundur Th. Einarsson Þórstína Aðalsteinsdóttir
Rósa Einarsdóttir Ragnar Baldursson
Steinunn E. Egeland Torstein Egeland
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, sonur, stjúpsonur,
bróðir og mágur,
GÍSLI BIRGISSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. apríl.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju
þriðjudaginn 7. maí klukkan 13.
Arnór Blær, Sóley Bára, Aron Darri
Guðfinna Gísladóttir
Birgir Georgsson Dong Qing Guan
Jóhann Birgisson
Georg Birgisson
Viktor Blær Birgisson
Steindór G. Corrigan Marica Corrigan
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEFÁN HAUKUR JAKOBSSON,
Haukur Dúdda,
Múlasíðu 7c,
Akureyri,
lést laugardaginn 27. apríl á Sjúkrahúsi
Akureyrar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 8. maí klukkan 13.30.
Sveinn Ævar Stefánsson Bjargey H. Pétursdóttir
Eiður Stefánsson Dagbjört H. Eiríksdóttir
Matthildur Stefánsdóttir Tómas Ólafsson
Anna Stefánsdóttir Hilmar M. Baldursson
Tinna Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LILJA K. KRISTINSDÓTTIR,
Múlavegi 17, Seyðisfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 24. apríl.
Útför hennar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn
4. maí klukkan 14.
Þeim er vildu minnast hennar er bent á Umhyggju, félag
langveikra barna, og SOS barnaþorp.
Magnús S. Stefánsson
Kristinn G. Magnússon Linda Mae Kirker
Stefán H. Magnússon
Ágúst T. Magnússon Arna Magnúsdóttir
og barnabörn
Faðir minn og bróðir,
EINAR BRAGASON,
Brekkustíg 33a, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
21. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guðmundur Hjörtur Einarsson
Bára Bragadóttir
Baldur Þór Bragason
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR,
lést 16. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
10. maí klukkan 13.
Ágúst Óskar Sigurðsson Anna María Úlfarsdóttir
Anna Þórdís Sigurðardóttir Rainer Lischetzki
Edda Björk Sigurðardóttir Jón Ármann Guðjónsson
og barnabörn
Minningar