Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 42

Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 50 ára Friðrik er frá Selfossi en býr í Reykjavík. Hann er með doktorsgráðu í viðskiptafræði. Hann er lektor við HÍ, fram- kvæmdastjóri Brandr og stofnandi alþjóðlegu orkuráðstefnunnar Charge. Maki: Íris Mjöll Gylfadóttir, f. 1973, verk- efnastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Alva. Börn: Elías Ýmir, f. 1997, og Leó Sveinn, f. 2000. Stjúpbörn eru Elma Sól, f. 1997, Njörður Örn, f. 2003, og Gylfi Berg, f. 2008. Foreldrar: Sævar Larsen, f. 1946, d. 2000, kjötiðnaðarmaður, og Sólveig Jó- hannesdóttir, f. 1945, d. 1995, húsmóðir. Friðrik Larsen en hann hefur orðið Snæfellsnes- meistari og Vesturlandsmeistari í tvímenningi og sveitakeppni og er enn að keppa. Hann horfir líka mikið á íþróttir, mest fótbolta og golf. Hann er sérstaklega hrifinn af þýska gullmerki Golfsambands Íslands. „Ég byrjaði eftir fimmtugt að spila golf og það tók mig næstum 25 ár að ná holu í höggi en mér tókst það fyr- ir tveimur vikum,“ en Guðni er með 13,7 í forgjöf. Guðni spilar líka brids, G uðni Eggert Hall- grímsson fæddist 2. maí 1944 á Hálsi í Eyrar- sveit (undir Kirkju- felli). Fjölskyldan flutti inn í Grundarfjörð þá um sumarið. Guðni var sveit á Skógum og Val- þúfu í Dölunum eitt sumar á hvorum stað, og tvö sumur á Berserkseyri í Eyrarsveit hjá Bjarna Sigurðssyni og Ástrós Elísdóttur. Hann var tvö ár sem kúskur á Hvanneyri. Guðni gekk í Barnaskóla Eyrar- sveitar, var eitt ár í Héraðsskólanum á Laugarvatni, lauk sveinsprófi í raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og rafvirkjameistaraprófi frá Tækni- skóla Íslands. Guðni vann fyrst í frystihúsinu í Grundarfirði, stundaði sjó á milli- landaskipum og fór síðan í rafvirkja- nám. Fyrst þegar hann kláraði nám- ið 1969 vann hann í Danmörku og árið 1971-1972 í Quaqortoq á Græn- landi. Síðan hefur Guðni starfað við rafvirkjun í Grundarfirði, fyrst sem starfsmaður og síðan sem eigandi. „Ég gerðist meðeigandi með Júl- íusi Gestssyni, Magnús Pétursson átti fyrirtækið með mér frá 1977 en hætti um áramótin 1979/1980 og ég hef átt fyrirtækið einn síðan. Þegar við vorum tveir þá vorum við lengi með fjóra í vinnu, en síðan var ég með tvo og síðustu árin hef ég verið einn að gaufa. Árið 2006 lenti ég í slæmu slysi og þá var ég nánast kipptur út úr öllu. Var búið að segja við mig að ég gæti ekki stigið í lapp- irnar en ég er enn að vinna en það er orðið miklu minna núna.“ Guðni sat í sveitarstjórn 1982- 1986, var varamaður 1986-1994, og aftur aðalmaður 1994-2006, og var alltaf í meirihluta. Seinni hlutann sem Guðni var í sveitarstjórn var hann annaðhvort forseti bæj- arstjórnar eða formaður bæjarráðs. Hann hefur alla tíð verið meðlimur í Framsóknarflokknum og sat lengi á lista flokksins í alþingiskosningum. Hann var formaður Ungmenna- félags Grundarfjarðar 1962-68, hef- ur starfað mikið með UMFG og spil- aði m.a. fótbolta og körfubolta, og þjálfaði einnig fótbolta. Hann hefur undanfarin 20 ár unnið fyrir Golf- klúbbinn Vestarr og hefur hlotið boltanum eftir að hafa verið þar í nokkra mánuði á árum áður. Fjölskylda Eiginkona Guðna er Bryndís Theodórsdóttir, f. 19. ágúst 1960, Guðni E. Hallgrímsson rafverktaki – 75 ára Bræðurnir Frá vinstri: Hallgrímur, Guðni, Sigurður og Sveinn taka í brids á ættarmóti árið 2017. Fór nýlega holu í höggi Afmælisbarnið Guðni fagnar afmælinu í Póllandi. Golfarinn Guðni nýbúinn að fara holu í höggi, en það gerðist í liðinni dymbilviku. 40 ára Þorbjörg er úr Vesturbænum í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er iðn- aðarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og er rekstrar- stjóri hjá Activity Stream. Maki: Vignir Snær Vigfússon, f. 1979, tónlistarmaður og upptökustjóri. Börn: Hrafnkell Daði, f. 2004, Arnaldur, f. 2006, og Egill Hrafn, f. 2009. Foreldrar: Sæmundur Rögnvaldsson, f. 1948, fyrrverandi kennari í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, og Ingibjörg Axels- dóttir, f. 1953, námstjóri í Kvennaskól- anum. Þau eru búsett í Reykjavík. Þorbjörg Sæmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hertu upp hugann, því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðugleikum. Ekki færast of mikið í fang þegar kemur að húsa/íbúðakaupum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þú eigir erfitt með að hemja til- finningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Sannleikurinn gerir þig frjálsa/n. Slakaðu á og leyfðu þér að njóta lífsins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engu líkara en að and- stæðir pólar togist á um sál þína. Vinur vill hjálpa en þér finnst það óþægilegt. Ekki bæta gráu ofan á svart með því að svara ekki símtölum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvort sem þér líkar betur eða verr verðurðu að mæta á viðburð sem þú hefur engan áhuga á. Reyndu að gera gott úr hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leitar svara við þeim spurningum sem á þér hvíla. Einhver leikur sér að þér eins og köttur að mús. Ætlarðu að láta það viðgangast? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru alltaf gleðifréttir þegar buddan leyfir þér að fara að kaupa föt! Föt- in skapa jú manninn. Vinur kemur sér í bobba. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuld- bindingar sem kunna að koma þér í koll. Hlutir eru jafn mikilvægir og þú leyfir þeim að vera. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það má gera sér ýmislegt til ánægju án þess að kosta til þess miklu fé. Samband sem byggt er á sandi á ekki langa lífdaga fyrir höndum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert á krossgötum. Notaðu tækifærið og þiggðu alla þá hjálp sem þér býðst, hvort sem það er í gegnum sérfræð- inga eða leikmenn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Njóttu þess að vera með börnum í dag. Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið feykja öllum leiðindum á bak og burt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Handlagni þín er annáluð og ekkert vefst fyrir þér. Eitthvað kemur upp úr dúrnum sem þú áttir ekki von á. Það mun draga dilk á eftir sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú tekur þátt í markverðum sam- ræðum við fólk sem þú vilt hrífa með þér. Dagurinn er upplagður fyrir heimboð. Til hamingju með daginn Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.