Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 50 ára Friðrik er frá Selfossi en býr í Reykjavík. Hann er með doktorsgráðu í viðskiptafræði. Hann er lektor við HÍ, fram- kvæmdastjóri Brandr og stofnandi alþjóðlegu orkuráðstefnunnar Charge. Maki: Íris Mjöll Gylfadóttir, f. 1973, verk- efnastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Alva. Börn: Elías Ýmir, f. 1997, og Leó Sveinn, f. 2000. Stjúpbörn eru Elma Sól, f. 1997, Njörður Örn, f. 2003, og Gylfi Berg, f. 2008. Foreldrar: Sævar Larsen, f. 1946, d. 2000, kjötiðnaðarmaður, og Sólveig Jó- hannesdóttir, f. 1945, d. 1995, húsmóðir. Friðrik Larsen en hann hefur orðið Snæfellsnes- meistari og Vesturlandsmeistari í tvímenningi og sveitakeppni og er enn að keppa. Hann horfir líka mikið á íþróttir, mest fótbolta og golf. Hann er sérstaklega hrifinn af þýska gullmerki Golfsambands Íslands. „Ég byrjaði eftir fimmtugt að spila golf og það tók mig næstum 25 ár að ná holu í höggi en mér tókst það fyr- ir tveimur vikum,“ en Guðni er með 13,7 í forgjöf. Guðni spilar líka brids, G uðni Eggert Hall- grímsson fæddist 2. maí 1944 á Hálsi í Eyrar- sveit (undir Kirkju- felli). Fjölskyldan flutti inn í Grundarfjörð þá um sumarið. Guðni var sveit á Skógum og Val- þúfu í Dölunum eitt sumar á hvorum stað, og tvö sumur á Berserkseyri í Eyrarsveit hjá Bjarna Sigurðssyni og Ástrós Elísdóttur. Hann var tvö ár sem kúskur á Hvanneyri. Guðni gekk í Barnaskóla Eyrar- sveitar, var eitt ár í Héraðsskólanum á Laugarvatni, lauk sveinsprófi í raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og rafvirkjameistaraprófi frá Tækni- skóla Íslands. Guðni vann fyrst í frystihúsinu í Grundarfirði, stundaði sjó á milli- landaskipum og fór síðan í rafvirkja- nám. Fyrst þegar hann kláraði nám- ið 1969 vann hann í Danmörku og árið 1971-1972 í Quaqortoq á Græn- landi. Síðan hefur Guðni starfað við rafvirkjun í Grundarfirði, fyrst sem starfsmaður og síðan sem eigandi. „Ég gerðist meðeigandi með Júl- íusi Gestssyni, Magnús Pétursson átti fyrirtækið með mér frá 1977 en hætti um áramótin 1979/1980 og ég hef átt fyrirtækið einn síðan. Þegar við vorum tveir þá vorum við lengi með fjóra í vinnu, en síðan var ég með tvo og síðustu árin hef ég verið einn að gaufa. Árið 2006 lenti ég í slæmu slysi og þá var ég nánast kipptur út úr öllu. Var búið að segja við mig að ég gæti ekki stigið í lapp- irnar en ég er enn að vinna en það er orðið miklu minna núna.“ Guðni sat í sveitarstjórn 1982- 1986, var varamaður 1986-1994, og aftur aðalmaður 1994-2006, og var alltaf í meirihluta. Seinni hlutann sem Guðni var í sveitarstjórn var hann annaðhvort forseti bæj- arstjórnar eða formaður bæjarráðs. Hann hefur alla tíð verið meðlimur í Framsóknarflokknum og sat lengi á lista flokksins í alþingiskosningum. Hann var formaður Ungmenna- félags Grundarfjarðar 1962-68, hef- ur starfað mikið með UMFG og spil- aði m.a. fótbolta og körfubolta, og þjálfaði einnig fótbolta. Hann hefur undanfarin 20 ár unnið fyrir Golf- klúbbinn Vestarr og hefur hlotið boltanum eftir að hafa verið þar í nokkra mánuði á árum áður. Fjölskylda Eiginkona Guðna er Bryndís Theodórsdóttir, f. 19. ágúst 1960, Guðni E. Hallgrímsson rafverktaki – 75 ára Bræðurnir Frá vinstri: Hallgrímur, Guðni, Sigurður og Sveinn taka í brids á ættarmóti árið 2017. Fór nýlega holu í höggi Afmælisbarnið Guðni fagnar afmælinu í Póllandi. Golfarinn Guðni nýbúinn að fara holu í höggi, en það gerðist í liðinni dymbilviku. 40 ára Þorbjörg er úr Vesturbænum í Reykjavík en býr í Kópavogi. Hún er iðn- aðarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og er rekstrar- stjóri hjá Activity Stream. Maki: Vignir Snær Vigfússon, f. 1979, tónlistarmaður og upptökustjóri. Börn: Hrafnkell Daði, f. 2004, Arnaldur, f. 2006, og Egill Hrafn, f. 2009. Foreldrar: Sæmundur Rögnvaldsson, f. 1948, fyrrverandi kennari í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, og Ingibjörg Axels- dóttir, f. 1953, námstjóri í Kvennaskól- anum. Þau eru búsett í Reykjavík. Þorbjörg Sæmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hertu upp hugann, því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðugleikum. Ekki færast of mikið í fang þegar kemur að húsa/íbúðakaupum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þú eigir erfitt með að hemja til- finningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Sannleikurinn gerir þig frjálsa/n. Slakaðu á og leyfðu þér að njóta lífsins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engu líkara en að and- stæðir pólar togist á um sál þína. Vinur vill hjálpa en þér finnst það óþægilegt. Ekki bæta gráu ofan á svart með því að svara ekki símtölum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvort sem þér líkar betur eða verr verðurðu að mæta á viðburð sem þú hefur engan áhuga á. Reyndu að gera gott úr hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leitar svara við þeim spurningum sem á þér hvíla. Einhver leikur sér að þér eins og köttur að mús. Ætlarðu að láta það viðgangast? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru alltaf gleðifréttir þegar buddan leyfir þér að fara að kaupa föt! Föt- in skapa jú manninn. Vinur kemur sér í bobba. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuld- bindingar sem kunna að koma þér í koll. Hlutir eru jafn mikilvægir og þú leyfir þeim að vera. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það má gera sér ýmislegt til ánægju án þess að kosta til þess miklu fé. Samband sem byggt er á sandi á ekki langa lífdaga fyrir höndum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert á krossgötum. Notaðu tækifærið og þiggðu alla þá hjálp sem þér býðst, hvort sem það er í gegnum sérfræð- inga eða leikmenn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Njóttu þess að vera með börnum í dag. Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið feykja öllum leiðindum á bak og burt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Handlagni þín er annáluð og ekkert vefst fyrir þér. Eitthvað kemur upp úr dúrnum sem þú áttir ekki von á. Það mun draga dilk á eftir sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú tekur þátt í markverðum sam- ræðum við fólk sem þú vilt hrífa með þér. Dagurinn er upplagður fyrir heimboð. Til hamingju með daginn Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.