Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 56
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 SUMAR & SÓL GILBERT garðstóll. Svartur. 15.900 kr. Dansk-íslenska tríóið NOR fagnar útgáfu plötunnar The six of us með tónleikum í Edinborgarhúsinu í kvöld kl. 20. Tríóið skipa Richard Andersson á kontrabassa, Óskar Guðjónsson á saxófón og Matthías Hemstock á trommur. Tríóið leikur síðan í Alþýðuhúsinu á Siglufirði annað kvöld kl. 21. Platan er óður til fjölskyldulífsins. NOR leikur í Edinborg- arhúsi og Alþýðuhúsi FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sigurkarl Jóhannesson var hetja ÍR- inga í þriðja úrslitaleik Íslands- mótsins í körfuknattleik gegn KR og hann segir að stemningin fyrir fjórða leik liðanna í kvöld sé gríðar- lega góð og spennan mikil. ÍR myndi með sigri í kvöld verða Ís- landsmeistari í fyrsta skipti í 42 ár en KR þarf sigur til að fá oddaleik um titilinn á heimavelli. »45 Gríðarleg stemning og spennan er mikil ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Prins Póló heldur í stutta tón- leikaferð norður í land. Fyrstu tónleikarnir verða á Pöbbnum á Hvanneyri í dag, fimmtudag. Þeir næstu hjá Gísla Eiríki Helga á Dalvík annað kvöld og loks á Gamla Bauk á Húsavík laugardag- inn 4. maí. Prins- inn kemur fram einn síns liðs með gít- arinn að vopni, slær á létta gítar- strengi og svarar frammíköllum úr sal. Miða- sala er á tix.is og við hurð. Prins Póló í stutta tón- leikaferð á Norðurlandi Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Árleg Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst. Meðal helstu viðburða Sæluviku er sýning Leikfélags Sauð- árkróks, sem sýnir nú nýtt leikrit, Fylgd, eftir heimamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Leikritið vísar til hins hugljúfa lags sem Diddi fiðla samdi við ljóð Guðmundar Böðvarsson og er m.a. þekkt í flutn- ingi Pálma Gunnarssonar. Einnig eru flutt nokkur ný lög eft- ir skagfirska laga- og textahöfunda. Meðal þeirra er Geirmundur Valtýsson, sem við setn- ingu Sæluvikunnar fékk Samfélags- verðlaun Skagafjarðar í ár. Auk Fylgdar hafa tvö önnur lög í leikritinu heyrst áður. Annað þeirra er Kveðjustund, sem móðir Ægis, Fjóla Guðbrandsdóttir, samdi við texta Guðrúnar Gísladóttur. Tók lag- ið þátt í Dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks árið 1963 og fékk aukaverðlaun. „Það skemmtilega við lagið hennar mömmu er að hún samdi það með mig í maganum,“ segir Ægir og hlær en hann kom í heiminn á Sauðárkróki 9. desember 1963, nokkrum dögum áður en keppnin sjálf fór fram. Fjallar leikritið um fimm manna fjölskyldu, vini hennar og sveitunga í litlu samfélagi á landsbyggðinni. Um tilurð þessa leikrits segir Ægir að lík- lega megi rekja hana til þess þegar hann og Árni Gunnarsson skrifuðu leikritið Tifa tímans hjól árið 2013, með lögum eftir Geirmund. Leikfélag Sauðárkróks sýndi verkið, sem fékk fádæma góðar viðtökur. Upp úr því kom formaður félagsins að máli við Ægi og hvatti hann til að skrifa meira. „Ég var búinn að gera grind að leikriti þegar brotist var inn í bíl hjá okkur fjölskyldunni, þegar við vorum í ferðalagi á Spáni, og tölvunni minni stolið. Ég þurfti því að byrja upp á nýtt,“ segir Ægir en hann fór á fullt eftir að hafa heyrt flutning á lag- inu Fylgd. Upp frá því spannst sögu- þráður og fékk Ægir nokkra laga- og textahöfunda til liðs við sig. Brugðust þeir skjótt og vel við beiðninni og úr varð leikrit með sönglögum. Sjálfur á Ægir tvö lög og fimm texta en hann er einnig leikstjóri, hannar leikmynd- ina og sér um lýsinguna. Alls taka 40 manns þátt í uppfærslunni, þar af 25 leikarar. Auk þeirra Geirmundar eiga lög og texta í verkinu þau Úlfar Ingi Har- aldsson, Eiríkur Hilmisson, Fjóla Guðbrandsdóttir, Gunnar Rögnvalds- son, Sigfús Arnar Benediktsson, Skarphéðinn Ásbjörnsson, bróðir Ægis, Árni Gunnarsson og Guðrún Gísladóttir. Leikritið er sýnt í Félagsheimilinu Bifröst, tvær sýningar eru að baki en alls eru tíu sýningar áformaðar, sú síðasta 12. maí nk. Sýnt er við þröng- an kost í Bifröst, eða eins og Ægir bendir á að endingu í samtalinu: „Við erum að keppa við stærri fé- lagsheimili og menningarhús í kring- um okkur, sem eru betur í stakk búin til að setja upp leikrit, eins og í Varmahlíð, á Hofsósi og Skaga- strönd. Það er mikið búið að tala um nýtt menningarhús á Sauðárkróki en tími er kominn á framkvæmdir.“ Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir Sæluvika Leikarar í leikritinu Fylgd sem sýnt er núna á Sæluviku Skagfirðinga. Á myndina vantar formann Leik- félags Sauðárkróks, Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, sem einnig stígur á svið í Félagsheimilinu Bifröst. Í maga móður sinnar er eitt lagið var samið  Nýtt leikrit, Fylgd, sýnt á Sæluviku Skagfirðinga í ár Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.