Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 1

Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  106. tölublað  107. árgangur  MEGHAN OG HARRY EIGN- UÐUST SON BRAGÐ HÆTTULEGT BÖRNUM BERGLIND RÓS BEST Í FYRSTU UMFERÐINNI RAFRETTUR 11 ÍÞRÓTTIR 24-27SJÖUNDI Í ERFÐARÖÐINNI 28 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ástandið er síst betra en í fyrra, það er alvarlegur skortur á hjúkr- unarfræðingum hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Það er einnig tilfinnanlegur skortur á sjúkraliðum. Við könnuðum ástandið í nágrannasjúkrahúsunum og á Akranesi sem hefur ekki gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingar,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, að- stoðarmaður forstjóra Landspítala. Hún segir að fundað hafi verið um stöðuna í gær og hvernig spítalinn gæti brugðist við öðruvísi en með því að loka deildum og draga úr þjón- ustu. Anna Sigrún segir að það sé eðli- legt að draga úr starfsemi og loka deildum á sumrin, t.d. skurðdeildum sem ekki sinna bráðaþjónustu. Það sama eigi við um göngudeildir sem fólk nýti minna að sumri til. „Á móti kemur að við fáum annars konar sjúklingahóp til okkar á sumr- in. Þar má nefna ferðamenn og sjúkl- inga sem fengið hafa þjónustu hjá stofnunum sem telja sig hafa getu til að loka á sumrin,“ segir Anna Sigrún og nefnir sem dæmi fæðingarþjón- ustuna í Reykjanesbæ sem hingað til hefur dregið úr þjónustu á sumrin. „Við erum að skipuleggja sumarið þessa dagana og róum að því öllum árum að draga sem minnst úr nauð- synlegri starfsemi og sinna því hlut- verki sem Landspítala ber. Sumum deildum er einfaldlega ekki hægt að loka eða draga úr þjónustu,“ segir Anna Sigrún. Gengur illa að manna stöður  Allra leiða leitað til þess að uppfylla hlutverk Landspítala  Skortur á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum ekki minni en í fyrra  Annar sjúklingahópur á sumrin Staðan á Landspítala » Alvarlegur skortur á hjúkr- unarfræðingum og sjúkralið- um. » Ekki hægt að skerða þjón- ustu eða loka sumum deildum. » Ferðamenn og sjúklingar annarra stofnana auka álag á Landspítalanum á sumrin. „Þarna er dregin upp mjög alvar- leg mynd,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráð- herra um niður- stöður nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) sem kynntar voru í gær. Þar er greint frá því að vistkerfum jarðar hraki nú hraðar en dæmi eru um. „Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vist- kerfanna sem við byggjum afkomu okkar á,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann sagði að eyðilegging á bú- svæðum fjölda lífvera og vistkerfum ætti stærstan þátt í þessari hnignun, en bein nýting og loftslagsbreyt- ingar hefðu einnig áhrif og eins mengun og ágengar framandi teg- undir. Guðmundur Ingi sagði að tíma- setning skýrslunnar væri ekki til- viljun. Á næsta ári þyrfti að taka ákvarðanir um markmið alþjóðlegs samnings um vernd lífríkisins og líf- fræðilegrar fjölbreytni til ársins 2030. Skýrslan væri mikilvægt inn- legg í þá umræðu. Norðurlöndin hafa beitt sér fyrir metnaðarfullum markmiðum að frumkvæði Íslend- inga. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á fundi norrænu umhverfis- ráðherranna í Reykjavík í apríl. „Það er mikilvægt að ráðast í að- gerðir þar sem við tryggjum frekari vernd búsvæða og vistkerfa, sjálf- bæra nýtingu auðlinda og endur- heimt fyrri gæða vistkerfanna. Þetta er leiðarstefið sem þarf að hafa í huga þegar við horfum til markmiðs- setningar fyrir árið 2030,“ sagði Guðmundur Ingi. »13 „Mjög alvarleg mynd“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson  Svört skýrsla um ástand vistkerfanna Sala álfsins, sem er mikilvægasta fjáröflunarleið SÁÁ, hefst í dag og lýkur 12. maí. Álfurinn, sem í ár skartar myndarlegu yfirvaraskeggi, fagnar nú stórafmæli, en þetta er 30. árið í röð sem hann er til sölu. Féð, sem aflað er með sölunni, er notað til að greiða fyrir meðferð fyrir ungt fólk og fyrir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eiga foreldra með fíknisjúkdóm. Um 1.300 börn hafa þegar fengið slíka þjónustu hjá SÁÁ. Heimir Bergmann hjá SÁÁ seldi Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands fyrsta álfinn í ár og bauðst forsetanum að kaupa álf í yfirstærð. Guðni forseti fékk þrítugan álf í yfirstærð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Jafnréttisstofu er skylt sam- kvæmt lögum að sinna eftirliti með framkvæmd jafnréttislaga og veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði jafn- réttismála. Þá er sérstaklega kveð- ið á um að stofnuninni er skylt að vinna gegn launamisrétti, en henni er ekki veitt innsýn í þá tölfræði sem snýr beint að ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki,“ svarar Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, spurð hvort stofan fái tölfræðilegar upplýsingar út- tektarinnar. Hún segist ekki reikna með að stofnunin muni kalla eftir umræddum upplýsingum. »14 Fær ekki tölurnar  „Mér finnst ég hafa átt mjög stöð- ugt og gott tímabil. Ég skoraði ekki mörg mörk en stend bæði líkam- lega og andlega betur að vígi en til dæmis eftir síðasta keppnistímabil. Ég er ánægð með stöðuna á mér og vil meðal annars þakka það breytt- um æfingum að einhverjum hluta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, sem á sunnudaginn varð þýskur meistari með Wolfsburg þriðja árið í röð. Á dögunum vann hún líka þýska bikarinn þriðja árið í röð með félaginu. „Krafan er sú að liðið sé eitt það besta í heiminum. Eitt markmiðið er að vinna Meistaradeild Evrópu; með þann leikmannahóp sem liðið hefur úr að spila í dag eigum við að geta unnið Meistaradeildina,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Íþróttir »24-27 Krafa að liðið sé eitt það besta í heiminum Ljósmynd/Wolfsburg Wolfsburg Sara Björk Gunn- arsdóttir er mjög sigursæl.  Búast má við stífum fundahöldum hjá Ríkissáttasemjara á næstunni, en alls losna 173 kjarasamningar í ár, þar af 152 fyrir rúmum mánuði. Sjö samningar munu losna um miðj- an þennan mánuð, einn í júní, tveir í október og tíu í desember. Nú eru þrjú mál á borði sátta- semjara, en það eru kjarasamn- ingar Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, flugfreyja Icelandair og mjólkurfræðinga. Fundað verður í deilu flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia í dag og á morgun verður fundur í máli Flugfreyju- félags Íslands og SA vegna Ice- landair. Elísabet Ólafsdóttir, skrif- stofustjóri embættisins, segir að viðræður séu að fara á fullt við op- inberu félögin og þau félög á al- menna markaðnum sem eru í við- ræðum við ríki og sveitarfélög. »4 Búist við önnum hjá Ríkissáttasemjara Morgunblaðið/Golli Ríkissáttasemjari Nú eru þrjú mál á borði embættisins og fundað verður í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.