Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur að breikkun Reykja- nesbrautar í Hafnarfirði, frá Kaldár- selsvegi vestur fyrir Krýsuvíkur- gatnamót, er hafinn hjá verk- takafyrirtækinu Ístaki hf. Samkvæmt upplýsingum Karls Andreassen, framkvæmdastjóra Ís- taks, verður maímánuður notaður til undirbúnings og aðstöðusköpunar. Framkvæmdirnar sjálfar ættu að vera komnar á skrið í lok maí. Vegagerðin og Ístak skrifuðu á föstudag undir samning um verkið. Samhliða var skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu. Samningsupphæðin við Ístak er 2.106.193.937 kr. Fyrri áfangi verksins er breikkun Reykjanesbrautar sunnan Strandgö- tubrúar, og að Krísuvíkur gatnamót- um. Þessi áfangi inniheldur auk þess lengingu á Strandgötubrú og gerð einnar göngubrúar yfir Reykjanes- braut á móts við Hvaleyrarskóla. Fyrsta áfanga á að afhenda í nóvem- ber. Seinni áfangi verksins er breikk- un Reykjanesbrautar milli Strand- götu og að Kaldárselsvegi/brú. Í þeim áfanga á einnig að byggja göngubrú yfir Reykjanesbraut. Verkinu öllu á að vera lokið í nóvember 2020. „Mannfjöldi sem kemur að verkinu verður breytilegur, en á háannatíma munu sjálfsagt um 50 manns koma að verkinu,“ segir Karl. Tækjafjöldi verður breytilegur, en nokkrar gröfur ýtur, trukkar, valtari og hefill munu verða notaðir auk bor- vagns. Nokkrar sprengingar verða í skeringum, þar sem lækka á veginn á stórum köflum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Sam- eiginlegt tilboð Ellerts Skúlasonar ehf., Borgarvirkis ehf. og GT verk- taka ehf. var lægst, eða rúmar 1.864 milljónir króna. Við yfirferð gagna frá lægstbjóðendum kom í ljós að verk- reynsla þeirra fullnægði ekki kröfum. Vegagerðin hafnaði því tilboðinu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu gerðu lægstbjóðendur athugasemdir við þessa ákvörðun. Hins vegar nýttu þeir ekki kærufrest og því var hægt að ganga til samninga við Ístak, sem átti næstlægsta boð. Því verður ekki töf á verkinu, eins og óttast var um tíma. Hefja framkvæmdir í maí  Samið við Ístak um breikkun Reykja- nesbrautar  50 manns vinna við verkið Ljósmynd/Sólveig Gísladóttir Að lokinni undirritun Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Ósk- ar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Útför Atla Heimis Sveinssonar tónskálds fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Patrick Breen jarðsöng. Tónlist fluttu Fífilbrekkuhóp- urinn: Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Hávarður Tryggvason, Sig- rún Eðvaldsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason. Strokkvartettinn Siggi: Helga Þóra Björgvins- dóttir, Una Sveinbjarnardóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Einn- ig Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Hörður Áskelsson organisti og kórinn Schola cantorum. Líkmenn voru Páll Sigurðsson, Árni Blöndal, Markús Friedelsson, Guðni Franzson, Sveinn Lúðvík Björnsson, Kolbeinn Bjarnason, Kjartan Ólafsson og Atli Ingólfsson. Morgunblaðið/Hari Útför Atla Heimis Sveinssonar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það eru þrjú mál inni á borði hjá okkur sem stend- ur, þ.e. flugumferðarstjórar, flugfreyjur Icelandair og mjólkurfræðingar,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara, í samtali við Morgunblaðið, en fundað verður vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra í dag. Á árunum 2019 til 2021 renna fjölmargir kjara- samningar út, en á þessu ári losna 173 kjarasamn- ingar, þar af losnuðu 152 samningar 31. mars síðast- liðinn. Sjö samningar munu losna um miðjan þennan mánuð, einn í júní, tveir í október og tíu í desember. Fjórir samningar munu losna á árinu 2020, einn í lok febrúar, einn í lok mars og tveir í desember. Þá mun einn kjarasamningur renna út í febrúar árið 2021. Mikið um fundarhöld á næstunni „Viðræður eru að fara á fullt við opinberu félögin og þau félög á almenna markaðnum sem eru í samn- ingaviðræðum við sveitarfélög, ríki og Reykjavíkur- borg. Það er allt saman eftir, en þetta eru t.a.m. öll BSRB-félögin, öll BHM-félögin og mörg félög á al- menna markaðinum,“ segir hún. Spurð hvort hún viti til þess að menn séu einhvers staðar að landa kjarasamningi kveður hún nei við. „En það hafa verið viðræður á milli aðila sem þó hafa ekki farið fram í húsi hjá okkur svo ég veit ekki ná- kvæmlega stöðuna,“ segir hún. Þrjú kjaramál eru nú inni á borði Ríkissáttasemjara  Búast má við að viðræður hjá fjölmennum stéttarfélögum fari brátt á fullan skrið Kjarasamningar » Alls losna 173 kjarasamningar á þessu ári, þar af losnuðu 152 samningar í lok mars sl. » Enn fleiri kjarasamningar losna á næsta ári og árið 2021. » Þrjú mál eru á borði Ríkissáttasemjara um þessar mundir, þ.e. kjaradeila flugumferðar- stjóra, flugfreyja hjá Icelandair og mjólkur- fræðinga, og má búast við stífum funda- höldum á næstunni. Embætti héraðssaksóknara telur „12 vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar […] algjörlega óraunhæft og á sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norður- landa,“ að því er fram kemur í umsögn embættisins vegna frumvarps ríkis- stjórnarinnar um aukna skilvirkni og samræmingu málsmeðferðarreglna. Frumvarpið leggi til jákvæðar breyt- ingar á ýmsum þáttum er snúa að gæsluvarðhaldi, en að samhliða þeim breytingum sé ástæða til þess að veita heimild til lengra gæsluvarðhalds. Ekki er tilgreint í umsögninni hvert nýtt hámark ætti að vera. Flókin sakamál Þá segir að þær kröfur sem eru gerðar til rannsóknar sakamála geri þær mjög flóknar og tímafrekar „og þegar um er að ræða skipulagða brota- starfsemi er auk þess sífellt algengara að brotin teygi sig til fleiri landa“. Jafnframt taka fjármála- og tækni- rannsóknir mikinn tíma, ekki síður samskipti við erlend löggæsluyfirvöld. „Í stórum og flóknum sakamálum er einfaldlega ekki hægt að klára rannsókn innan þess tíma og ef sak- borningur í slíkum málum sætir gæsluvarðhaldi þarf annað hvort að sleppa honum úr gæslu eða takmarka rannsóknina til muna sem stefnir gæð- um á rannsókn í hættu,“ segir í um- sögninni. Bent er á að þetta geri lög- gæsluyfirvöldum erfiðara að „ná utan um mál í heild sinni eða ná til allra meintra gerenda.“ Eina úrræðið sem hægt er að beita í dag umfram gæsluvarðhald er far- bann og segir embættið að reynst hafi erfitt að halda þeim sem sæta farbanni í landinu. Einnig sé farbann erlendum sakborningum þungbært, sérstaklega ef þeim sé gert að sæta farbanni í lengri tíma þar sem sá tími komi ekki til frádráttar refsingu . gso@mbl.is Vilja heimila lengri gæslu- varðhaldsvist  Rannsóknir taka lengri tíma en 12 vikur Morgunblaðið/Júlíus Varðhald Tólf vikur eru ekki taldar nægur tími til rannsóknar. „Hann hefur þá stöðu enn að vera grunaður um sam- verknað,“ sagði Anja Mikkelsen Indbjør, lögmað- ur og handhafi ákæruvalds Finnmerkurlög- reglunnar í Nor- egi, þegar mbl.is ræddi við hana í gær og spurði út í réttarstöðu manns sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi á fimmtudaginn vegna morðsins á Gísla Þór Jó- hannssyni í bænum Mehamn í Norð- ur-Noregi. Lögmannsréttur Há- logalands taldi ekki að rökstuddur grunur lægi fyrir um samverknað mannsins. Jens Bernhard Herstad, verjandi mannsins, sagði í samtali við mbl.is á laugardaginn að hann mæti stöð- una svo, að skjólstæðingur hans ætti ekki von á ákæru. Indbjør sagði að báðir hinna grunuðu hefðu skýrt mál sitt fyrir lögreglu, málið væri í rannsókn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig. Enn grunaður um samverknað Anja Mikkelsen Indbjør

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.