Morgunblaðið - 07.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-
Andríki skrifar að bíleigendurberi aðeins ábyrgð á um 6% af
losun gróðurhúsalofttegunda á Ís-
landi en séu látnir greiða tæp 90%
þeirra losunartengdu skatta sem
hér séu innheimtir.
Bíleigendurgreiði
16,6 milljarða
króna af 18,5
milljarða CO2-
losunartengd-
um sköttum.
Og ekki aðeins bíleigendurgreiði langt umfram hlut sinn í
losuninni, hið sama eigi við um sjáv-
arútveginn sem greiði um þriðjung
kolefnisgjaldsins en losi aðeins um
3,5%.
Andríki nefnir að þetta séu þærgreinar sem minnst þurfi á
slíkri grænni skattheimtu að halda:
„Útgerðin hefur minnkað olíu-
notkun um 30% frá 1990 og daglega
koma af færiböndunum nýir bílar
sem eru sparneytnari en áður eða
ganga fyrir nýjum orkugjöfum.“
Og bætir við: „Það er sömuleiðisalltaf spurning hvaða áhrif
svona græn skattlagning á bíleig-
endur hefur í raun. Seinkar hún því
ef til vill að bíleigendur telji sig
hafa efni á að skipta yfir í nýja – og
sparneytnari – bíla?“
Andríki lýkur pistlinum á þess-um orðum: „Þetta fyrir-
komulag var leitt í lög í tíð „hreinu“
vinstristjórnarinnar 2009-2013.
Sömu stjórnar og veitti kolabræðsl-
unni á Bakka ekki aðeins undan-
þágu frá þessum „grænu“ sköttum
heldur ýmis önnur skattfríðindi og
aðra ríkisstyrki.
Ekki hefur verið hnikað við þessu
síðan nema til að hækka kolefnis-
gjaldið.“
6% útblástursins
en 90% skattanna
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsmönnum fjölgaði um 1.730 á
fyrsta fjórðungi þessa árs, eða um
0,5%. Alls bjuggu þá 358.780
manns á Íslandi, 183.920 karlar og
174.860 konur, að því er fram kem-
ur í frétt á vef Hagstofunnar. Á
höfuðborgarsvæðinu bjuggu
229.490 manns, en 129.290 utan
þess.
1.030 börn fæddust fyrsta árs-
fjórðunginn, en 560 einstaklingar
létust. Á sama tíma fluttust 1.260
einstaklingar til landsins umfram
brottflutta. Voru brottfluttir ein-
staklingar með íslenskt ríkisfang
130 umfram aðflutta. Aðfluttir er-
lendir ríkisborgarar voru 1.390
fleiri en þeir sem fluttust frá land-
inu. Þá fluttust fleiri karlar en kon-
ur frá landinu.
Danmörk var helsti áfangastaður
brottfluttra íslenskra ríkisborgara,
en þangað fluttust 160 manns. Alls
fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar
frá landinu og fluttust 310 þeirra
til Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar. Af þeim 940 erlendu ríkisborg-
urum sem fluttust frá landinu fóru
flestir til Póllands, eða 330 manns.
Flestir aðfluttir íslenskir ríkis-
borgarar komu frá Danmörku eða
170, 70 komu frá Noregi og 80 frá
Svíþjóð, sem eru samtals 320 af
alls 470 manns. annaei@mbl.is
Landsmönnum fjölgaði um 0,5%
1.030 börn fæddust á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs en 560 manns létust
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölgun Landsmönnum fjölgaði um
0,5% á fyrsta fjórðungi ársins.
Ingibjörg Kristín Þor-
bergs tónskáld, söng-
kona og fyrrverandi
dagskrárstjóri RÚV er
látin, 91 árs að aldri.
Ingibjörg fæddist í
Reykjavík 25. október
1927 og ólst þar upp.
Foreldrar hennar voru
hjónin Kristjana Sig-
urbergsdóttir húsmóðir
og Þorbergur Skúlason
skósmíðameistari í
Reykjavík. Bróðir Ingi-
bjargar er Skúli Ólafur
Þorbergsson, fæddur
1930.
Ingibjörg lauk prófum frá Tónlist-
arskóla Reykjavíkur með klarinettu-
leik sem aðalgrein 1952 en stundaði
þar jafnframt nám í hljómfræði, pí-
anóleik og tónlistarsögu. Hún lauk
tónmenntakennaraprófi frá KÍ 1957
og fór kynnisferð til Bandaríkjanna í
boði George Washington-háskólans
1956 og söng þá m.a. með stór-
hljómsveitum. Hún dvaldi við nám
við Dante Alighieri-skólann í Róm
1962 og sótti ýmis tónlistar- og
tungumálanámskeið á vegum inn-
lendra og erlendra aðila.
Ingibjörg var skrifstofumaður á
innheimtudeild RÚV 1946-’49, dag-
skrárgerðarmaður í tónlistardeild
RÚV 1949-’81, stjórnaði þættinum
Óskalögum sjúklinga 1952-56, var
aðstoðarþulur 1953-’55, stjórnaði
barnatíma 1966-’77 og
sá um viðtals- og tón-
listarþætti og aðra
dagskrárgerð til 1985.
Hún var stundakenn-
ari við m.a. Miðbæjar-
og Breiðagerðisskóla
1957-’58 og varadag-
skrárstjóri og dag-
skrárstjóri RÚV 1981-
’85.
Ingibjörg starfaði
einnig við blaða-
mennsku og sá m.a.
um tónlistargagnrýni
fyrir Tímann og Vísi
1961 og skrifaði fyrir
barnablaðið Æskuna 1966-’77.
Hún samdi sönglög, dægurlög og
barnalög, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið og
til grunnskólakennslu á Norð-
urlöndum, söng inn á fjölda hljóm-
platna og samdi sjö leikrit fyrir börn
og unglinga sem flutt voru í útvarpi
hér á landi og í Svíþjóð.
Ingibjörg fékk margvíslegar við-
urkenningar fyrir störf sín, m.a.
hlaut hún heiðursverðlaun Íslensku
tónlistarverðlaunanna 2003, hún var
kjörin heiðursfélagi FTT 1996 og var
sæmd riddarakrossi árið 2008 fyrir
framlag sitt til íslenskrar tónlistar.
Ingibjörg giftist 12.8. 1976 Guð-
mundi Jónssyni, f. 13.11. 1929, d.
11.11. 2010, píanóleikara. Hún var
búsett síðustu æviárin á Hrafnistu í
Reykjanesbæ.
Andlát
Ingibjörg Þorbergs