Morgunblaðið - 07.05.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkjamenn myndu láta meira
til sín taka á norðurslóðum til þess
að stemma stigu við „ágengri hegð-
un“ Kínverja og Rússa á svæðinu.
Ráðherrafundur Norðurskautsráðs-
ins hefst í dag í borginni Rovaniemi
í Finnlandi, en þar eru samankomn-
ir utanríkisráðherrar þjóðanna átta
við norðurheimskautsbaug. Ísland
mun þar taka við formennsku í
ráðinu úr hendi Finna næstu tvö ár-
in.
Deildi hart á Kínverja
Pompeo varaði við því að norð-
urslóðir væru nú orðnar að vett-
vangi „alþjóðlegs valds og sam-
keppni“ vegna þeirra gríðarmiklu
náttúruauðlinda sem þar væri að
finna, einkum í formi olíu og jarð-
gass, steinefna og fiskistofna.
Fordæmdi Pompeo sérstaklega
tilraunir Kínverja til að seilast til
áhrifa á norðurslóðum, en Kína er
áheyrnarríki í Norðurskautsráðinu.
Gagnrýndi Pompeo að Kínverjar
hefðu reynt að lýsa sér sem ríki
sem væri „næstum norðurslóða-
þjóð“. „Það eru eingöngu til norð-
urslóðaríki og ríki sem eru ekki á
norðurslóðum. Það er engin þriðja
skilgreining til, og að halda öðru
fram veitir Kínverjum nákvæmlega
engan rétt,“ sagði Pompeo og bætti
við að fylgjast yrði grannt með um-
svifum Kínverja.
Segir kröfur Rússa ólöglegar
Þá gagnrýndi Pompeo einnig
rússnesk stjórnvöld fyrir kröfur
þeirra um yfirráð yfir nýjum sigl-
ingaleiðum sem nú væru að mynd-
ast á norðurslóðum vegna bráðn-
andi íss. Sagði hann Rússa nú þegar
krefjast þess ólöglega að aðrar
þjóðir bæðu þá um leyfi til að sigla
„Norðausturleiðina“ svonefndu og
að rússneskir lóðsar væru um borð í
þeim skipum sem þar færu um. Þá
hótuðu Rússar að sökkva með her-
valdi þeim skipum sem hlýddu ekki
þeim boðum.
„Þessar ögrandi aðgerðir eru
hluti af ágengri hegðun Rússa á
norðurslóðum,“ sagði Pompeo.
Bætti hann við að Bandaríkin
myndu treysta bæði hervald sitt á
norðurslóðum sem og utanríkissam-
skipti við ríki heimshlutans. Þá
myndu Bandaríkjamenn ráðast í
endurnýjun á ísbrjótum sínum.
Mikilvægt væri að norðurslóðir
yrðu ekki heimshluti þar sem engin
lög ríktu.
Segjast ekki standa í hótunum
Rússar hafa áður sagt að aðgerð-
ir þeirra á norðurslóðum ógni ekki
öryggi annarra ríkja, heldur miði
eingöngu að því að treysta öryggi
Rússlands. „Allt sem við gerum á
norðurslóðum miðast við það, við
erum ekki að hóta neinum,“ sagði
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, á fundi norðurskauts-
ríkjanna í St. Pétursborg í síðasta
mánuði.
Pompeo og Lavrov funduðu í gær
í Rovaniemi og ræddu sérstaklega
þar málefni Venesúela. Sagði Pom-
peo Lavrov að Rússar yrðu að láta
af stuðningi sínum við Nicolas Mad-
uro, forseta landsins, en ástandið í
landinu hefur verið mjög ótryggt
undanfarna daga.
Gagnrýnir ásælni Kínverja
Bandaríkin muni láta meira til sín taka á norðurslóðum til að halda Rússum og
Kínverjum í skefjum Pompeo og Lavrov ræddu málefni Venesúela í gær
AFP
Norðurslóðir Vel fór á með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í upphafi fundar þeirra.
Meghan, hertoga-
ynja af Sussex,
eignaðist son í
gærmorgun.
Harry prins, eig-
inmaður hennar,
tilkynnti fæð-
inguna um hádeg-
isbilið og sagði að
móður og barni
heilsaðist mjög
vel. „Þetta hefur
verið ótrúlegasta lífsreynsla sem ég
get ímyndað mér,“ sagði Harry enn-
fremur, en hann var viðstaddur fæð-
inguna. „Hvernig nokkur kona getur
gert það sem þær gera er ofar öllum
skilningi,“ sagði Harry ennfremur.
Í tilkynningu frá konungshöllinni
sagði að drengurinn hefði fæðst kl.
5.26 að staðartíma, en Harry og
Meghan völdu að láta fæðinguna
fara fram á heimili þeirra við Frog-
more Cottage, sem er á landareign
Windsor-kastala. Barnið vó rúmlega
16 merkur, en það er sjöunda í erfða-
röð bresku krúnunnar.
Þá kom fram að móðir hertogaynj-
unnar, Doria Ragland, væri himinlif-
andi með fyrsta barnabarn sitt, og að
hún dveldi nú með hinum nýbökuðu
foreldrum.
Viðbót í
konungs-
fjölskylduna
Meghan
Markle
Sonur Meghan og
Harry fæddist í gær
Mannkynið er að sóa náttúruauð-
lindum jarðarinnar, samkvæmt
nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu
þjóðanna sem kynnt var í gær. Vara
höfundar skýrslunnar við því að um
ein milljón tegunda dýra og plantna
sé nú í útrýmingarhættu vegna lakr-
ar umgengni mannkynsins við nátt-
úruna.
Í skýrslunni er varað við því að
aukinn fjöldi útdauðra tegunda geti
ýtt undir fyrsta fjöldadauða jarðar-
innar síðan risaeðlurnar dóu út fyrir
um 65 milljón árum. Þá myndi það
kalla á stórfelldar breytingar á fram-
leiðslu og neyslu nánast allra þeirra
vara sem mannkynið notar í dag, til
þess að snúa þeirri þróun við.
Robert Watson, fyrrverandi yfir-
maður IPBES, stofnunar Samein-
uðu þjóðanna um fjölbreytni lífríkis
og vistkerfis, kynnti útdrátt úr
skýrslunni í gær, en hún er 1.800
síðna löng. Sagði Watson ógnina sem
að mannkyninu steðjaði af ofnýtingu
náttúruauðlinda vera að minnsta
kosti jafnmikla og þá sem stafaði af
hlýnun jarðar.
„Við erum að vega að sjálfum
grundvelli hagkerfa, atvinnu, fæðu-
öryggis, heilsu og lífsgæða um allan
heim,“ sagði Watson og bætti við að
ríki heims þyrftu að fara að huga að
öðrum þáttum en bættum hagvexti í
efnahagsstjórn sinni.
Helst í hendur við hnatthlýnun
Í skýrslunni er rakið hvernig
minnkandi fjölbreytni í lífríkinu og
hlýnun jarðarinnar haldist í hendur.
Þannig hafi breytt nýting landsvæð-
is á síðustu 50 árum ýtt undir aukna
losun gróðurhúsalofttegunda og
hvort tveggja sett fjölda tegunda í
útrýmingarhættu.
Þá er bent á að 93% helstu fiski-
stofna séu í hnignun eða nýtt um-
fram það sem sjálfbært er, þrátt fyr-
ir tilraunir stjórnvalda til þess að
koma böndum á ofveiði.
Helsta ráðleggingar skýrslunnar
eru þær að stemma þurfi stigu við
eyðingu hitabeltisskóga, draga úr
neyslu kjöts og hætta ríkisstyrkjum
til orkufreks iðnaðar og framleiðslu
kolefniseldsneytis.
Milljón tegundir
sagðar í hættu
Ný skýrsla SÞ um náttúruumgengni
AFP
Heimur á heljarþröm Kóralrif eru á meðal þess sem er nefnt í skýrslu Sam-
einuðu þjóðanna en þeim hefur farið mjög hnignandi á síðustu áratugum.