Morgunblaðið - 07.05.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ýmis afbrigðiíslenskrarumræðu,
þegar tekist er á
um pólitísk álitaefni, eru vel
þekkt. Eitt er að skilgreina
þann sem hefur gagnstæða
skoðun. Hann er sagður ras-
ískur. Yfirleitt veit ásakandinn
ekki hvað orðið þýðir. Eða hann
er léttfasískur, hvað sem það er
nú sem er létt við fasismann.
Hann er iðulega sagður vera
kvenfjandsamlegur. Mjög óljóst
er hvað það orð þýðir, sérstak-
lega eftir að kynjunum fjölgaði
upp í fjórtán með ákvörðunum
Obama.
Eitt tilbrigðið má eiginlega
fella undir „þrastrix“. Það felst í
því að lýsa öllum þeim áhyggj-
um sem einhver hefur haft uppi
í deilum og segja að þær stað-
festi að minnsta kosti að vafi
ríki um málið. Og þá koma
lausnarorðin sem þekkt eru t.d.
í umræðum um virkjunar/
náttúruverndarmál. „Þarna er
vafi. Náttúran verður að njóta
vafans.“ Þetta er dálítið sniðugt
trix í þröngri stöðu rökleys-
unnar, því þótt andstæðingur-
inn í þannig deilu hafi marg-
vísleg rök fyrir sínum vilja
myndi varla henta að berjast
með slagorðinu: „Virkjunin
njóti vafans.“
Sá sem „vafans skal njóta“
verður að hafa veikburða stöðu.
Vera helst barn gegn þunga-
vigtarboxara eða maríuerla
gegn ógeltum fressketti. Við
þær aðstæður þrælvirkar rök-
semdin, þótt hún sé innistæðu-
lítil. Það eru oftast nær flokkar
á borð við Samfylkingu og
Vinstri-græna, handhafar „góða
fólksins“, sem nota trixið sem
tekur við þegar rökunum slepp-
ir: Þessi málstaður, okkar mál-
staður, á að njóta vafans, en
ekki hinn. Trixið nær ágætum
árangri t.d. í umræðum um
loftslagsmál, sem eru ekki alveg
laus við að hafa orðið ruglanda
að bráð, því miður.
Það virkar einnig vel í öðrum
umræðum, t.d. um hvalveiðar,
þar sem vísindarökin halda ekki
alltaf vatni. Neyðist menn til að
velja um það, eftir lögum tilfinn-
inganna, hvor eigi að njóta vaf-
ans, Keikó kekki hvalur eða
skutull Kristjáns í Hvalnum,
breytist vígstaðan mjög.
Á dögunum kom fróðleiks-
maður um lögfræði á fund utan-
ríkismálanefndar að ræða orku-
pakka. Þeir sem töldu sig geta
haft gagn af þeim vitnisburði,
því maðurinn kann til verka á
sínu sviði, urðu fyrir vonbrigð-
um. Kannski hafði það þau áhrif
að vera kominn fyrir pólitíska
nefnd að hann taldi sig eiga að
viðra þá skoðun eina og skilja
lögfræðina eftir í fatahenginu.
En í vikunni var bætt úr þess-
um lögfræðivanda. Þá mættu
þeir Stefán Már Stefánsson pró-
fessor og Friðrík Á. Friðriksson
Hirst lögmaður til sömu nefnd-
ar og sögðu að „vafi
léki á því hvort
þriðji orkupakkinn
samræmist stjórn-
arskrá vegna valdframsals“.
Leiðinni sem utanríkisráðherra
hefði valið við innleiðingu pakk-
ans væri ætlað að „útiloka
stjórnskipunarvandann að svo
stöddu“.
Þar er sagt með öðrum orðum
að ýta eigi vandamálinu á undan
sér, drepa deilunni á dreif,
þreyta almenning og koma mál-
inu í gegn síðar.
Stefán Már sagði á fundinum
að stjórnarskrá Íslands gæfi lít-
ið svigrúm og að sumt í þessum
orkupakka væri þess eðlis að
það gæti valdið töluverðum
áhyggjum, hvort komið sé fram
yfir brúnina á stjórnarskránni.
„Við fullyrðum ekki að
ákvæði [þriðja orkupakkans]
brjóti í bága við stjórnarskrá,
en segjum að það sé verulegur
vafi á því. Okkar umsögn er nei-
kvæð í þeim skilningi,“ sagði
Stefán.
Það er mikið umhugsunarefni
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
ákveðið að gefa sjálfum sér og
stuðningsmönnunum tvennt í 90
ára afmælisgjöf í þessum mán-
uði. Það fyrra er að neyða atlög-
una að stjórnarskránni niður
um kokið á hvorum tveggja með
góðu eða illu og sanna að þar
hafi menn ekkert lært af óför-
unum í Icesave. Samt segja þeir
að málið sé ekki um neitt. Það sé
ekkert í því. Það taki ekkert
vald af Íslandi og færi ekkert
vald yfir til ESB.
En hvers vegna þá? Hvers
vegna að ulla á allt þetta fólk og
það út af engu? Það getur ekki
eingöngu verið gert í tilefni
dagsins.
Eina svarið og það sem á að
duga til að efna til átaka við
almenning er að ella muni samn-
ingurinn um EES hanga á blá-
þræði og það sé „skemmdar-
verk“ að stofna til þess. Af
hverju mundi hann hanga á
bláþræði út af máli sem er ekki
um neitt og snýst ekki um neitt?
Samningurinn um EES gerir
beinlínis ráð fyrir því að aðildar-
ríki hans geti hafnað slíkum til-
skipunum. Væru ekki slíkir fyr-
irvarar hefði samningurinn ekki
staðist stjórnarskrá. Sé það rétt
að slíkir fyrirvarar séu ómark er
ljóst að meirihluti þingsins
braut stjórnarskrána 1993.
Stefán Már var spurður um
það í gær af „RÚV“ hvort rétt
væri að yrði látið undan ótta
almennings færi EES-samning-
urinn í uppnám. Prófessorinn
brosti góðlátlega og gat ekki séð
hvernig það fengi staðist.
Fyrst rökleysan virðist komin
að endamörkum stendur sú
spurning ein eftir hvort Junck-
er, Tusk og „uppnámið“ eigi að
njóta vafans en ekki stjórnar-
skráin.
Hin gjöfin verður kannski
rædd síðar.
Uppnám gufar upp}Lýst er eftir uppnámi
S
tuttu eftir að ég byrjaði á þingi fékk
ég kennslustund í hvernig pólitík
virkar. Hver veitti mér þessa
kennslustund skiptir hér minna
máli og læt því duga að segja að hún
kom frá áhrifamiklum stjórnmálamanni í öðr-
um flokki sem ég bar mikla virðingu fyrir.
Áður en ég miðla þessari miklu lexíu áfram
til lesenda langar mig að minnast á fyrstu tvær
greinarnar í grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun
og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í
ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð
því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða
ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð
því hverjir talsmenn hennar eru.
Þetta er grunnstefið í allri minni vinnu á
þingi. Ég spyr mig stöðugt, í öllum málum, hvort rökin
gangi upp. Það má ekki skipta máli hver leggur rökin fram
og það verður að skoða þau í samhengi hlutanna. En snú-
um okkur aftur að lexíunni.
Umrædd kennslustund var stutt og hnitmiðuð og hljóm-
aði svona: „Við veljum bara þau rök sem henta okkar mál-
flutningi.“ Ég verð að viðurkenna að þarna varð ég orðlaus
því auðvitað getur slík rökleysa aldrei gengið upp. Þarna
var lagt upp með að flokkarnir gætu bara valið sér rök úr
umræðunni og í kjölfarið væru kappræður um hvaða rök
ynnu almenningsálitið. Ekkert um það hvort rökin stæð-
ust skoðun, rýni eða ættu við staðreyndir að styðjast. Ég
var smátíma að púsla því saman sem ég lærði
þarna, að svona virkaði pólitíkin. Ekki stað-
reyndamiðuð. Ekki rökræðumiðuð. Ekki
gagnadrifin. Heldur geðþóttamiðuð, sérhags-
munadrifin og forheimskandi.
Þessi lexía hefði ekki átt að koma mér á
óvart. Hún gerði það í raun og veru ekki en
það er eitt að gruna þetta og annað að heyra
þetta sagt beint út. Síðan þá hef ég séð ótal
dæmi um hvernig svona pólitík raungerist og
enginn einn er saklaus í því. Markmiðið með
þessum pistli er ekki að benda á dæmi heldur
miðla þessari lexíu þannig að fólk geti kannski
betur gert sér grein fyrir því hvenær stjórn-
málamenn eru í nákvæmlega þessari keppni,
um hvaða rök hljóma best. Ekki hvaða rök eru
rétt. Keppni í áróðri. Þegar slík keppni er í
gangi er best að taka öllu með heilbrigðum fyr-
irvara, frá öllum málsaðilum. Stundum taka allir þátt í
þeirri keppni nefnilega, stundum enginn. Stundum er ein-
hver að nota réttu rökin án þess að vita það og stundum
hafa allir rétt fyrir sér eða allir rangt fyrir sér.
Það er ekki til nein töfralausn sem segir manni hvenær
hentisemin eða sérhagsmunirnir ráða för í pólitík. Sér-
staklega ekki þegar traust á Alþingi og stofnanir er eins
lítið og það er. Það er erfitt að sjá hver hefur rétt fyrir sér,
sérstaklega þegar hávaðinn er mikill.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Stutt saga um næstum því allt
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Frumvarp um breytinga álögum um jafna stöðu ogjafnan rétt kvenna ogkarla var samþykkt á Al-
þingi í ársbyrjun 2017. Fylgdi
frumvarpinu krafa um að fyrirtæki
eða stofnun með 25 eða fleiri
starfsmenn myndu þurfa að öðlast
staðfestingarskírteini eða svokall-
aða jafnlaunavottun í samræmi við
kröfur staðalsins ÍST 85 í kjölfar
úttektar. Þá er Jafnréttisstofu
gert, samkvæmt reglugerð, að
birta lista yfir þá aðila sem hafa
hlotið jafnlaunavottun og hafa 79
fyrirtæki og opinberar stofnanir
hlotið vottunina, samkvæmt upp-
lýsingum á vef Jafnréttisstofu.
Samkvæmt lögum skal skila
Jafnréttisstofu afriti af vott-
unarskírteini ásamt niðurstöðu út-
tektar, en rekstraraðila er ekki
skylt að veita tölfræðilegar upp-
lýsingar úttektar vottunaraðila um
kynbundinn launamun innan við-
komandi fyrirtækis eða stofnunar.
Tölur um kynbundinn launamun
eru aðeins í höndum viðkomandi
rekstraraðila og þurfa yfirvöld og
hagsmunafélög að reiða sig á
launakannanir verkalýðsfélaga og
útreikninga Hagstofu Íslands á
kynbundnum launamun.
Jafnréttisstofu er skylt sam-
kvæmt lögum að sinna eftirliti
með framkvæmd jafnréttislaga og
veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði
jafnréttismála. Þá er sérstaklega
kveðið á um að stofnuninni er
skylt að vinna gegn launamisrétti,
en henni er ekki veitt innsýn í þá
tölfræði sem snýr beint að ákvæð-
um laga um jafna meðferð á vinnu-
markaði.
Myndu vera gagnlegar
„Þetta eru upplýsingar sem
við fáum ekki,“ svarar Katrín
Björg Ríkharðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu,
spurð hvort stofan fái töl-
fræðilegar upplýsingar úttekt-
arinnar
„En vissulega eru svona upp-
lýsingar gagnlegar þegar unnið er
að launajafnrétti,“ segir Katrín en
segist ekki reikna með að stofn-
unin muni kalla eftir umræddum
upplýsingum.
„Þegar við erum að skoða
launajafnrétti erum við fyrst og
fremst að styðjast við tölur frá
Hagstofunni, sem eru teknar sam-
an reglulega og eru þá sambæri-
legar frá ári til árs og þannig
fylgst með þróuninni.“ Spurð
hvort tölur úttekta fyrirtækjanna
og stofnana séu ekki áreiðanlegri
segir hún það líklegt. „Þetta er
samt ekki eitthvað sem við höfum
rætt hér hjá okkur.“
Þrífst í skjóli leyndar
„Við erum alveg hlynnt því að
þetta sé gegnsærra,“ segir Marí-
anna Traustadóttir, sérfræðingur í
jafnréttis- og umhverfismálum hjá
Alþýðusambandi Íslands, innt álits
á því hvort sambandið telji gagn-
semi í að upplýsingar úr úttekt-
unum verði gerðar aðgengilegar.
„Að sjálfsögðu viljum við hafa all-
ar upplýsingar varðandi laun sem
gegnsæjastar og það er grunn-
forsenda þess að vinna bug á þess-
ari meinsemd sem kynbundinn
launamunur er. Vegna þess að við
vitum það og allar kannanir hafa
sýnt fram á það, að kynbundinn
launamunur þrífst í skjóli leynd-
ar.“
Hún segir að eins og málum
sé nú háttað sé launakönnun Hag-
stofunnar undirstaða þess að mæla
árangur af innleiðingu skyldu til
jafnlaunavottunar og að það sé
eini mælikvarðinn sem til sé til
þess að mæla árangur jafn-
launavottunar.
Styðjast við Hagstofuna
Hún segir að samkvæmt gild-
andi lögum geti ASÍ ekki stuðst
við aðrar upplýsingar, eins og
gögn úr umræddri úttekt. „Við hjá
Alþýðusambandinu höfum engar
heimildir til þess að fara inn í
fyrirtæki og kalla eftir töl-
fræðilegum upplýsingum. Lögin
segja ekkert til um að við getum
kallað eftir þessum upplýsingum.“
Könnun Hagstofunnar er þess
vegna þýðingarmesti þátturinn í
kortlagningu kynbundins launa-
munar, að sögn Maríönnu. Einnig
hafa til að mynda VR og Starfs-
greinasambandið látið framkvæma
kannanir.
Hagstofan hefur upplýsingar
frá tilteknum fjölda fyrirtækja
sem taka þátt í launakönnun stofn-
unarinnar, en Hagstofan hefur
ekki upplýsingar frá öllum þeim
aðilum sem fara í gegnum jafn-
launavottun með tilheyrandi út-
tekt, að sögn Maríönnu. Þá telur
hún líklegt að eftir því sem fleiri
fái vottun, muni áhrifin birtast í
launakönnun Hagstofunnar.
Hafa enga tölfræði úr
jafnlaunavottuninni
Morgunblaðið/Golli
Launajafnrétti Bundnar eru miklar vonir við að jafnlaunavottun muni
skila auknu launajafnrétti. Gögnin eru ekki afhent Jafnréttisstofu.