Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 ✝ Reynir CarlÞorleifsson fæddist 25. sept- ember 1952 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Landspítalan- um í Reykjavík 25. apríl 2019. Foreldrar hans voru Þorleifur Bragi Guðjónsson, f. 23. júlí 1922, d. 9. nóvember 2010, og Erika Minna María Guðjónsson, f. 22. mars 1912, d. 10. ágúst 2007. Reynir Carl var eina barn þeirra. Hinn 25. september 1976 gift- ist Reynir Jenný Þóru Eyland at- vinnurekanda, f. 10. ágúst 1955. Foreldrar hennar voru Henry Juul Eyland, f. 21. júní 1922, d. 21. febrúar 1984, og Þórey Gunn- laug Petra Þorsteinsdóttir, f. 11. desember 1924, d. 26. desember um frá 13-18 ára aldurs árin 1974-1979. Reynir ólst upp í Vestmanna- eyjum og flutti í gosinu 1973 til Reykjavíkur, bjó þar til 1979 og flutti þá í Kópavog. Í rúm tuttugu ár bjó Erika móðir Reynis hjá þeim í kjallaranum. Reynir hóf nám í bakaraiðn árið 1969 hjá Sigmundi Andr- éssyni bakarameistara í Magn- úsarbakaríi. Hann kláraði námið í Snorrabakaríi í Hafnarfirði árið 1973. Hann starfaði ætíð við bak- araiðnina, á tímabili sem sölu- maður og bakari hjá Efnagerð Laugarness og einnig til margra ára bakari í Bernhöftsbakaríi. Þá gegndi hann störfum til margra ára hjá Landssambandi bakara- meistara og var þar formaður 2004-2007. Reynir var einnig fé- lagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. Reynir og Jenný stofnuðu fyr- irtækið Reynir bakari ehf. árið 1994 á Dalvegi 4 og síðar opnuðu þau útibú í Hamraborg 14. Eru bakaríin starfandi enn í dag. Útför Reynis fer fram frá Digraneskirkju í dag, 7. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. 1974. Börn þeirra eru: 1) Þorleifur Karl, bakari, f. 29. september 1974, maki Helena Rós Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur. Börn þeirra eru Sylvía Mist, Aníta Sif og Daníel Darri. 2) Anna María, kennari, f. 12. ágúst 1977, maki Kristinn Þór Ingvason kerfisfræðingur, börn þeirra eru: Alex Leó, Reyn- ir Elí og Ingvi Þór. 3) Henrý Þór, bakari, f. 17. febrúar 1980, maki Elísa Örk Einarsdóttir hár- snyrtir, barn þeirra er Reynar Erik. 4) Einnig á Reynir soninn Magnús Þór, f. 13. janúar 1987, maki Erna Dís Eriksdóttir og á hann tvær dætur, Lilju Marý og Ylfu Rún. Bára Millard, systir Jennýjar, ólst upp hjá þeim hjón- Elsku afi minn er látinn og er það mikil sorg. Ég man vel eftir því þegar ég var í heimsókn hjá þér þegar ég var yngri og ég var svo heillaður af bassahæfileikun- um þínum. Ég hef síðan stundum fengið að koma í bakaríið til þín að hjálpa til, til dæmis á bolludögum. Ég mun ekki geta fengið tækifæri til þess að sýna þér fyrsta bílinn minn, menntaskólann sem ég fer í og fleira sem ég geri í framtíðinni og það eru sorgleg tíðindi. Ég er stoltur af því að litli bróð- ir minn hafi verið skírður í höfuðið á þér þótt það særi mig að hann muni ekki geta kynnst þér betur. Ég tek því persónulega ábyrgð á að passa upp á að litlu bræður mínir gleymi þér ekki. Þín verður sárt saknað afi. Alex Leó Kristinsson. Elsku afi okkar er látinn. Það kom okkur mjög á óvart þegar mamma sagði okkur að afi okkar væri farinn. Við urðum leiðir og sorgmæddir. Núna getum við aldrei aftur hlaupið til þín í bakaríinu, kall- andi afi afi yfir alla búðina og sjá þig að störfum. En elja þín og dugnaður hefur skilað sér í besta bakaríi landsins, eða það finnst okkur allavega. Við getum heldur aldrei sagt þér frá fótboltamótum eða frá einhverjum ofurhetjum eða bara því sem við myndum vilja segja þér. Við munum aldrei geta farið með þér á þínar æskuslóðir í Vestmannaeyjum, mamma hefur sagt okkur mikið frá uppvaxtar- árum þínum í Vestmannaeyjum, hvernig þú hékkst í ljósastaurum við blaðaútburð til að fjúka ekki á haf út og hvernig þú þurftir að flýja eldgosið. Við stefnum á að fara í sumar til Vestmannaeyja og fá að sjá söguna beint í æð. Við munum aldrei fá að sjá þig spila á bassann þinn, en okkur þykir mikið til þess koma að þú hafir verið í hljómsveit og spilað á böllum og tónleikum. Við erum mikið þessa dagana að hlusta á Eyþór Inga syngja Ég á líf sem á ótrúlega vel við núna, því við eig- um svo sannarlega líf út af þér. Elsku afi, við höfum ennþá hana Jenný ömmu okkar og við skulum svo sannarlega sjá til þess að henni leiðist ekki þegar við er- um nálægt henni. Við vonum svo sannarlega að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna. Mamma mun passa að við gleymum þér aldrei. Reynir og Ingvi. Okkur systur langar að minn- ast Reynis sem hefur verið hluti af okkar lífi alla tíð þar sem hann er maður Jennýjar systur mömmu og fjölskyldan lítil og mjög náin og alltaf í góðu sam- bandi og hefur alltaf verið gert mikið saman. Eigum við því margar góðar minningar um hann úr sumarbú- staðaferðum, einnig fórum við til Spánar og ekki síst í bakaríinu þar sem okkar fyrsta starf á vinnumarkaðnum var hjá þeim. Reynir var skipulagður og góður vinnuveitandi og húmoristi sem vildi öllum vel. Ekki áttum við von á að þurfa að kveðja hann svo fljótt. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar á liðnum árum. Sam- úðarkveðjur til Jennýjar, Þor- leifs, Önnu Maríu, Henrýs, tengdabarna og barnabarna. Þórey, Telma, Íris og fjölskyldur. Erfitt er að kveðja góðan vin og mág og að fá ekki að skapa fleiri minningar með þér. Á tímamótum sem þessum fer hugurinn ósjálfrátt í gegnum lið- inn tíma og samverustundir sem svo sannarlega eru dýrmætar, ljúfar og ómetanlegar. Gegnum árin gerðum við systurnar og makar nánast allt saman bæði í sorg og gleði og þá var gott að geta hjálpast að. Reynir reyndist okkur alltaf svo vel og var einstaklega hjálp- samur. Aldrei bar skugga á vin- áttu okkar. Hugurinn reikar til ársins 1971 þegar Jenný systir kynnist Reyni. Hann var mikill húmoristi, skemmtilegur og hreinskilinn. Reynir kunni vel að meta góða tónlist, hafði verið í hljómsveit í Vestmannaeyjum og spilað á bassa. Fyrir nokkrum árum var sett saman hljómsveit bakara til að spila á skemmtun, þar naut Reynir sín vel, að taka upp gamla takta og spila á bassann. Hann var svo stoltur af þeim viðburði þegar hann sagði okkur frá. Stundum fengum við að heyra hann spila á bassann þegar við komum við á Helgubrautinni. Síðari ár stundaði Reynir golf- ið þegar færi gafst og fór í nokkr- ar golfferðir innanlands og utan. Einnig var hann félagi í Kiwanis. Það var ykkar gæfa að kynnast svona ung og hafið þið staðið sam- an eins og klettar í gegnum árin. Saman settuð þið á stofn bakarí og byggðuð það upp frá grunni, og unnuð saman að því. Þá var gjafmildi ykkar á veitingum til alls konar góðgerðarmála ekki lít- ils virði fyrir þá sem það hlutu. Dætur okkar byrjuðu sína fyrstu vinnu í bakaríinu og lærðu þar góða vinnusiði sem nýtast þeim vel. Reynir var mjög stoltur af börnum og barnabörnum og fylgdist vel með því sem þau voru að gera. Veikindi þín reyndust meiri en okkur grunaði og því kom fráfall þitt mjög á óvart. Jenný og börnin stóðu þétt með þér í þessum erf- iðu veikindum. Þín verður minnst með söknuði og hlýju og þökkum við fyrir sam- fylgdina í gegnum öll árin. Það verður erfitt fyrir Jenný, börnin þín, tengdabörn og barnabörn að sjá á eftir ástríkum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa en minningarnar munu ylja þeim um ókomna tíð. Guð blessi þig elsku Reynir. Svava og Elías. Reynir æskuvinur okkar er all- ur. Við félagarnir áttum saman æskuna og unglingsárin í Eyjum. Í nýbyggðu hverfi vestast í bæn- um, tveir af Brimhólabrautinni og hinir tveir af nærliggjandi götum. Vorum þrír af sama árgangi, ól- umst upp í hverfinu, gengum saman í skóla, lékum okkur í hrauninu, fórum í Betel á sunnu- dögum og í bíó á eftir. Heimur okkar var agnarsmár, en bíómyndirnar opnuðu þó glugga að framandi ævintýraver- öld einhvers staðar í víðáttunni. Reyndar voru það útvarpstækin sem rifu þennan heim okkar upp á gátt, þegar okkur bárust tor- kennileg hljóð í gegnum brak og bresti frá erlendum útvarpssend- ingum. Bítlaæðið var hafið, og það leysti af hólmi Roy og Trigger í einni svipan! Við félagarnir soguðumst með húð og hári inn í heim Bítlatónlist- ar, og ekkert annað komst að. Fyrr en varði vorum við búnir að stofna hljómsveit eins og fleiri strákar á okkar aldri. Í hönd fóru dýrðardagar. Við eignuðumst hljóðfæri og æfðum af kappi. Enginn kunni neitt í byrjun, en við vorum eins og arfinn í kál- görðunum og þurftum ekkert nema aðgang að tónlist til þess að vaxa. Slitróttir tónar hljóðfær- anna urðu að hljómum, sem um- breyttust svo okkur til furðu í ljómandi laglínur! Fljótlega vor- um við gjaldgengir á skólaböllin, á stúkufundi hjá Imbu og fengum að spila í pásum hjá Logum. Við æfðum á ýmsum stöðum í bænum og oft langt fram á nætur. Eftir góða æfingu var venjan að fara á rúntinn, kaupa ís og síðan var haldið heim til þess að ræða um tónlist og hlusta á plötur. Þetta var dásemdarlíf, eflaust á meðal okkar bestu ára. Allt of snemma skildi leiðir, og þessir hamingju- tímar voru að baki. Tengsl okkar félaga rofnuðu þó aldrei, þótt áratugirnir liðu. Við hittumst stundum á vinnustað Reynis, og ekki fór á milli mála að hann hafði náð góðu valdi á ýmsu öðru en hljóðfæraslætti unglings- áranna. Hafði gerst einn af frum- byggjum í landi Smáralindar í Kópavogi og reist þar fyrirtæki í miðri auðninni. Var orðinn þekkt- ur borgari fyrir hugkvæmni sína, bjartsýni, atorku og kraft. Hafði eignast fjölskyldu, konu og mann- vænleg börn sem tóku þátt í starf- semi föður síns. Ekki var hægt annað en að dást að velgengni vin- ar okkar. Hann sem á uppvaxt- arárum sínum varð að standa á eigin fótum allt of snemma eftir að einstæðrar móður naut ekki lengur við. Á fundum okkar var ávallt stutt í gamanmálin, sögur og eft- irhermur úr Eyjum voru Reyni sérlega tamar, og við fundum, hve æskuböndin eru sterk. Reynir er sá þriðji úr gömlu hljómsveitinni sem er kvaddur á brott. Við vinirnir eftirlifandi sjáum á bak honum með miklum trega. Í samskiptum okkar á seinni árum kviknaði alltaf glóð æsku- og unglingsáranna, sem kveikti bál ljúfra endurminninga. Við átt- um sameiginlega þann sjóð sem virtist eilíf uppspretta vináttu og væntumþykju. Reyni kveðjum við með miklu þakklæti í hjarta fyrir einstaklega skemmtilega samleið á okkar mótunar- og þroskaárum. Eiginkonu og börnum vottum við, gömlu félagarnir hans úr Eyj- um, okkar dýpstu samúð. Hafsteinn og Birgir Þór (Haddi og Biggi). Reynir bakari stofnaði sam- nefnt bakarí við Dalveg í Kópa- vogi í nóvember 1996 og gerðist aðili að Landssambandi bakara- meistara fljótlega upp úr því. Reynir tók virkan þátt í starfi fé- lagsins frá upphafi og var kosinn í stjórn þess á aðalfundi í febrúar árið 2000. Reynir gegndi þeim trúnaðarstörfum sem honum voru falin innan félagsins af mik- illi trúmennsku og var hvers manns hugljúfi í umgengni. Hann skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð sem fólst í að taka við for- mennsku í félaginu þegar eftir því var leitað og var kosinn formaður á aðalfundi þess árið 2004. Reynir var ekki gefinn fyrir sviðsljósið en tókst á við þá at- hygli sem fylgdi því að vera í for- svari fyrir Landssamband bak- arameistara af virðingu og reisn. Reynir gegndi formennsku í landssambandinu til ársins 2007 er hann lét af því embætti að eigin ósk vegna vaxandi umfangs í eig- in rekstri. Hann sagði þó ekki skilið við stjórnina heldur var virkur varamaður í stjórn allt fram til ársins 2011. Ég tók við af Reyni sem for- maður og hann reyndist mér ein- staklega vel. Þó svo að Reynir hafi verið hlédrægur og rólegur áttum við margar góðar stundir og hlógum mikið saman og þeir sem þekktu hann vita hversu hress og skemmtilegur Reynir var. Ég á eftir að sakna þess að hann hringi ekki framar í mig til að fara yfir hvað er í gangi hverju sinni í bakarastéttinni, í lok sím- talsins sagði hann alltaf: „Jæja Jói minn, vil ekki vera að trufla þig lengur,“ en oftast stóðu sím- tölin yfir í allt að þrjátíu mínútur. Því miður get ég ekki verið við- staddur jarðarförina en ég lofa því að setjast niður og lyfta glasi Reyni til heiðurs eins og við gerð- um svo oft saman. Félagar í Landssambandi bak- arameistara þakka fyrir ómetan- legt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og votta Jennýju og öðr- um ástvinum Reynis dýpstu sam- úð. F.h. Landssambands bakara- meistara, Jóhannes Felixson, formaður. Reynir Carl Þorleifsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALUR BALDVINSSON, Krókeyrarnöf 24, Akureyri, er látinn. Úför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. maí klukkan 13.30. Okkar innilegustu þakkir til Nickolas Cariglia, stúlknanna í Heimahlynningu og starfsfólksins á lyflækningadeild SAk fyrir alúðleg störf og hlýhug. Bernharð Valsson Elva María Káradóttir Hilmir Valsson Gunnhildur Magnúsdóttir Vala Valsdóttir Jóhann Grímsson Breki og Starri Bernharðssynir Hugi, Selma, Hrund, Harpa og Hrafn Hilmisbörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA SIGURJÓNSDÓTTIR, Lindargötu 33, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 4. maí. Friðþjófur Björnsson Ágústa Hrönn Axelsdóttir Haukur Friðþjófsson Rannveig Gylfadóttir Sigurjón Friðþjófsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA JÓNA THEÓDÓRSDÓTTIR, lést föstudaginn 3. maí á hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjalti Garðar Lúðvíksson Theódór Lúðvíksson Sigríður Einarsdóttir Laxness Halldór E. Laxness Margrét E. Laxness Einar E. Laxness og fjölskyldur Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR BJARNAR SIGVALDASON myndlistamaður, Skeljagranda 3, Reykjavík, lést á heimili sínu 25. apríl. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 13. Hildur Garðarsdóttir Jón Viðar Sigurgeirsson Kolbeinn Tómas Jónsson Tinna Sigríður Jónsdóttir Ástkær móðir okkar og frænka, MARIA SALOME LIMBAGA YEE, lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. apríl. Útförin fór fram fram fimmtudaginn 2. maí. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu. Raymund Constantin Limbaga Yee Rosamund Hillarie Limbaga Yee Honeyly A. Limbaga Þórhallur F. Þórhallsson Kristófer L. Þórhallsson Margrét J. L. Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.