Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Annast liðveislu við bókhaldslausnir
o.þ.h..
Hafið samband í síma 831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Aðalfundur SES
Við minnum á að aðalfundur Samtaka eldri
sjálfstæðismanna, SES, verður haldinn
á morgun, miðvikudaginn 8. maí kl.
12:00 í Valhöll.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Með kveðju,
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Gönguhópur kl. 10.15.
Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl. 13. Bíó í mið-
rými kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Brids kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handa-
vinnuhópur kl. 12-16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir
innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 13. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Yngingar jóga með
hláturívafi kl. 9-9.50. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20.
Hjúkrunarfræðingur kemur kl. 11. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Les-
hópur kl. 13. Kaffibrúsakarlar kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Qi-gong kl. 17.30-18.30.
Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn
kl. 13, það verða grillaðar pylsur og við syngjum inn sumarið.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir
stundina á vægu verði. Sr. Kristinn Ágúst heldur erindi um hamingj-
una. Verið hjartanlega velkomin í gott og nærandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, hópþjálfun
með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, bókband kl. 13-17, frjáls spilamenn-
ska kl. 13-16.30, silkimálun í handverksstofu kl. 13-15.30. Kaffisala frá
kl. 14.30-15.30. Velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450.
Furugerði 1 Opin fjöliðja með leiðbeinanda frá kl. 10-16, leikfimi kl
11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl.
14.30-15.30, samsöngur kl. 15.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Karlaleikfimi Ásgarði kl.
12. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Qi gong Sjálandi kl. 9. Botsía
Ásgarði kl. 12.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður / smíði í Smiðju kl. 9/13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.00 hreyfi- og
jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar.
Grafarvogskirkja Við minnum á að farið verður í ferð eldri borgara
í dag kl. 10. Ferðin er jafnframt lokaviðburðurinn á þessum vetri og
hefst starfið að nýju aftur í haust.
Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin!
Gullsmári Myndlistar hópur kl. 9, botsía kl. 9.30, málm-/silfursmíði /
kanasta kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Bónus-
bíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel kl. 9, dansleikfimi kl. 10, qi-gong kl. 13, brids, Sólvangs-
vegur 1, kl. 9 handmennt Hjallabraut 33, kl. 13 fjölstofan.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, helgistund
kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, botsía kl. 10 og 16
í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Sundleikfimi kl. 13.30 í Graf-
arvogssundlaug. Hálfsdagsferð í Hellisheiðarvirkjun og í Elliðaárdal
og endað í Bæjarhálsi á vegum ferðanefndar Korpúlfa, þátttökugjald
3.000 kr. og þátttökuskráning, lagt af stað kl. 13 stundvíslega frá
Borgum og áætluð heimkoma kl. 16. Heimanámskennsla kl. 16.30 í
Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13, sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur kemur
í heimsókn og segir t.d. frá því hvernig var að synda í Jökulsárlóni!
Kaffiveitingar og söngur!
Norðurbrún 1 Morgunleikími kl. 9.45, Upplestur kl. 11-11.30, tré-
útskurður kl. 9-12, opin listasmiðja án leiðbeinanda kl. 9-12/13-16,
samverustund með djákna kl. 13, kaffihúsaferð kl. 14.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Lomber í króknum á Skólabraut kl. 13.30. Brids í Eiðis-
mýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath.
breyting á dagskrá: Bingó nk. fimmtudag 9. maí og vorhátíð í salnum
á Skólabraut fimmtudaginn 16. maí. Skráningarblöð vegna vorhátíðar
liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13 allir velkomnir í hópinn.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smá- og raðauglýsingar
✝ Angela Bald-vins fæddist 7.
maí 1931 í San
Diego, Kaliforníu.
Hún lést 25. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurbjörg
Lárusdóttir, f. 12.1.
1909, d. 20.5. 1999,
og Baldvin Ein-
arsson, f. 31.5.
1901, d. 19.10.
1979. Stjúpfaðir hennar var
Bragi Matthías Steingrímsson,
f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971.
Systkini hennar sammæðra
Grímhildur, f. 1937, Baldur
Bárður, f. 1939, Halldór, f. 1941,
Steingrímur Lárus, f. 1942,
Kormákur, f. 1944, Matthías, f.
1945, Þorvaldur, f. 1948, og
Kristín, f. 1949, d. 2013.
Systkini hennar samfeðra
Einar, f. 1932, Sigurður, f. 1938,
d. 2018, og Baldvin, f. 1945.
Eftirlifandi eiginmaður er
Stefán Valur Pálsson, f. 1. júlí
1929, en þau giftu sig á Ak-
ureyri 17. júní 1950.
Dætur þeirra eru 1) Erna, f.
1950, eiginmaður Peter Ro-
berts, þau skildu. Dóttir þeirra
er Angela Georg-
ina. 2) Inga, f.
1953, eiginmaður
Tryggvi H. Her-
mannsson, þau
skildu. Dóttir
þeirra er Svanhvít
gift Georg Holm,
dætur þeirra eru
Salka, Elena og Ið-
unn. Sambýlismað-
ur Ingu er Júlíus
Þorbergsson.
3) Hulda, f. 1962, gift Sverri
Ólafssyni, synir þeirra eru Stef-
án og Jökull.
Angela bjó á ýmsum stöðum á
landinu sem barn og unglingur,
þar sem stjúpfaðir hennar var
dýralæknir, lengst af bjó hún þó
á Egilsstöðum. Hún fór í Hús-
mæðraskólann á Akureyri 1949
og bjó síðan fyrstu búskaparár
sín á Akureyri, eða til 1959. Eft-
ir það fluttist hún til Reykjavík-
ur og bjó alla tíð í Hvassaleitinu,
fyrir utan sl. tvö ár á Hrafnistu.
Hún starfaði hjá Pósti og síma
mestallan sinn starfsaldur.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag á afmælisdegi
hennar, 7. maí 2019, klukkan
13.
Frá því ég fyrst man eftir
mér var stóra systir mín, Ang-
ela, eða Naný, eins og hún vildi
láta kalla sig, mín helsta fyr-
irmynd og leiðtogi. Öll æskuár
mín var hún vakin og sofin í að
gæta mín og leiðbeina mér og
okkur systkinunum og eigum
við henni margt að þakka.
Systkinahópurinn var stór, auk
Naný vorum við átta og gat oft
verið strembið að hafa aga á öllu
liðinu. Naný leit alltaf á það sem
skyldu sína að leiðbeina okkur
yngri krökkunum og reyna að
koma okkur til manns. Hún að-
stoðaði móður okkar alltaf mjög
mikið við húsverkin og með
börnin. Pabbi var dýralæknir,
lengst af á Austurlandi, og
þurfti því mikið að ferðast, en
samt gaf hann okkur börnunum
alltaf góðan tíma, ræddi við okk-
ur og sagði okkur sögur. Stund-
um fengum við að fara með í
lækningatúra.
Mamma var mikil listakona,
málaði og teiknaði og tálgaði oft
fyrir okkur krakkana alls kyns
dýr og fígúrur, úr ýsubeinum
eða litlum þurrum trjábútum úr
skóginum á Egilsstöðum. Naný
erfði þessa listrænu hæfileika
hennar og teiknaði og málaði,
sérstaklega með vatnslitum, og
var mjög hæfileikarík. Einnig
var hún einstakur listamaður
þegar fatasaumur var annars
vegar. Hún hafði yndi af fagurri
tónlist, og söng alla ævi af hjart-
ans lyst. Þegar hún var níu og
tíu ára áttum við heima á Ísa-
firði og var hún þá í barnakór
hjá Jónasi Tómassyni tónskáldi.
Naný fór í Eiðaskóla og út-
skrifaðist þaðan sem gagnfræð-
ingur. Hún var þar í heimavist
og man ég alltaf hvað ég saknaði
hennar sárt þegar hún fór.
Haustið 1949 fór hún norður til
Akureyrar í Húsmæðraskólann
þar. Námið gekk mjög vel.
Þennan vetur kynntist hún Stef-
áni Val Pálssyni loftskeyta-
manni. Þau giftu sig sumarið
1950. Naný og Stefán bjuggu
sér fallegt og hlýlegt heimili á
Akureyri. Erna og Inga, eldri
dæturnar tvær, fæddust á Akur-
eyrarárunum en Hulda eftir að
þau voru flutt til Reykjavíkur.
Stefán var lengi loftskeytamað-
ur á skipum SÍS og var í lang-
siglingum en fór svo að vinna í
landi nokkru eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur.
Þegar ég var orðin unglingur
fór ég til náms í Menntaskól-
anum á Akureyri og fékk að
vera hjá Naný og Stefáni, fyrst
bæði í fæði og húsnæði, en síðari
árin í fæði. Þetta voru góð ár og
kynntumst við systurnar nú
ennþá betur. Dæturnar á heim-
ilinu, Erna og Inga, voru ynd-
isleg börn og gaman að fylgjast
með þeim þroskast. Það var allt-
af mikil gleði þegar Stefán kom í
land og oft kom hann með eitt-
hvað fallegt og spennandi frá út-
löndum, sem ég naut einnig.
Stundum fór Naný í siglingu
með Stefáni, sérstaklega ef siglt
var til Suðurlanda. Það voru
miklar ævintýraferðir.
Þegar Naný og Stefán fluttu
til Reykjavíkur keyptu þau sér
íbúð í Hvassaleiti sem þau inn-
réttuðu mjög fallega og var allt-
af frábært að koma til þeirra.
Þar fæddist Hulda og var mikill
gleðigjafi.
Um leið og ég nú kveð Angelu
systur mína í þökk sendi ég
Stefáni mági mínum og dætr-
unum Ernu, Ingu og Huldu og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur frá okkur
Hauki og fjölskyldu okkar, með
þökk fyrir allt gott fyrr og síðar.
Grímhildur Bragadóttir.
Angela Baldvins
Óraunveruleikinn
er allsráðandi, allt er
stopp. Mig sem
sjaldan skortir orð
finnst þau vera svo
máttlaus og fátækleg. Finnst eins
og ég geti ekki fundið nægilega
sterk orð til að útskýra hversu
dýrmæt þú varst mér.
Samband okkar systra var ein-
stakt. Þrátt fyrir níu ára aldurs-
mun var einhver sérstök tenging á
milli okkar. Þegar ég var lítil og
vaknaði á nóttunni fór ég ekki upp
í til mömmu og pabba. Nei, ég fór
upp í til þín. Ég get nú ekki sagt að
ég hafi stutt þig mikið þegar fyrsti
Helga
Hafsteinsdóttir
✝ Helga Haf-steinsdóttir
fæddist 5. júlí 1967.
Hún lést 14. apríl
2019.
Útför Helgu fór
fram 2. maí 2019.
kærastinn kom til
sögunnar. Því það
þýddi að ég mátti
ekki koma upp í þeg-
ar hann gisti. Enda
gekk það samband
ekkert upp.
Æskuminning-
arnar eru litaðar
skrautlegum mynd-
um. Þegar þú lést
mig kitla þig á bak-
inu og ég fékk borg-
að fyrir að kitla í 10 mínútur nema
þú faldir klukkuna og lést mig
kitla þig miklu lengur. Ljóti karl-
inn sem þú hræddir mig á lifir enn
– ég er fyrir löngu búin að segja
börnunum mínum frá honum. Þú
sagðir mér líka að aðeins mjög
hraust fólk væri með freknur eins
og þú, og ég óskaði þess heitt, svo
heitt, að fá freknur. Þú hefur nú
aldeilis sannað þessa kenningu
þína, þvílíka hetjan sem þú varst.
Alltaf var þessi sérstaki streng-
ur á milli okkar. Við vorum eins og
tvíburasálir. Enda kallaði pabbi
okkur oft tvíbbana. Alltaf gátum
við leitað hvor til annarrar. Þar
fundum við stuðninginn og vænt-
umþykjuna.
Aðaleinkennin þín voru kímni-
gáfan, umburðarlyndið, fordóma-
leysið, góðvildin og sköpunargáf-
an. Kæruleysið og athyglis-
bresturinn voru heldur aldrei
langt undan. Jákvæðni og aðlög-
unarhæfni voru áberandi þættir í
fari þínu. Það var alveg sama
hverju þú mættir á lífsleiðinni, öllu
tókst þú sem verkefni sem þurfti
að vinna. Í veikindunum komu
þessir eiginleikar vel í ljós ásamt
hugrekki og æðruleysi.
Síðustu vikur voru virkilega
erfiðar. Að horfa upp á líkama
þinn hægt og rólega missa mátt-
inn og getuna. En húmorinn þinn
fór ekki neitt. Þú fékkst tækifæri
til að setja fingraför þín á þína eig-
in jarðarför. Varst sjálf búin að
tala við prestinn og einhverja af
söngvurunum. Hvað getur maður
sagt um þig? Já, þú varst einstök.
Elsku systir, þvílík forréttindi
að fá að vera systir þín. Takk fyrir
alla hlátrana og sameiginlegu æv-
intýrin. Takk fyrir stelpurnar þín-
ar þrjár – þvílíkar gersemar sem
þær eru. Takk fyrir að vera alltaf
þú en samt hluti af mér. Tengsl
okkar eru órjúfanleg.
Ég veit að pabbi og Kjarri hafa
tekið vel á móti þér og það hafa ef-
laust orðið fagnaðarfundir. Þar til
við sjáumst næst …
Skugginn kom og ég sá þig ekki lengur,
sorgin hún nístir, fæturnir brotlenda.
Enn á ný brostinn er einn strengur,
ég ykkar mun sakna ævina á enda.
(Þórunn Hafsteinsdóttir)
Ég elska þig mest.
Þín litla systir Todda.
Þórunn.
Elskuleg sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
BRYNJA INGIMUNDARDÓTTIR
ritari,
andaðist á Grund sunnudaginn 28. apríl.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Sigurður Jónsson
Ólafur Örn Jónsson Guðrún Arna Björnsdóttir
Kjartan Ingi Jónsson
og sonardætur