Morgunblaðið - 07.05.2019, Page 22

Morgunblaðið - 07.05.2019, Page 22
22 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 50 ára Sigurður Freyr er Reykvíkingur og er með BS-gráðu í stærð- fræði frá HÍ og MS- gráðu í trygginga- stærðfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla. Hann er sérfræðingur í þjóðhagsvarúð hjá Fjármálaeftirlitinu. Maki: Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, f. 1968, doktorsnemi í sagnfræði. Börn: Skarphéðinn Ísak, f. 1996, og Helena Rós, f. 2000. Foreldrar: Jónatan Þórmundsson, f. 1937, prófessor emeritus, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 1945, fyrrverandi grunnskólakennari í Hvassaleitisskóla. Stjúpfaðir er Magnús Marísson, f. 1947, verslunarmaður. Sigurður Freyr Jónatansson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Ef þú vilt geta haldið stjórn þarftu að hægja ferðina. 20. apríl - 20. maí  Naut Traust þitt er af skornum skammti í dag. Ástarsamband er í uppnámi og best væri að draga sig í hlé til að hugsa málið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar að fagna því að hafa lokið stóru verkefni. Samstarfsfélagarnir þurfa að skilja forgangsröðina hjá þér, sem er fjölskyldan í fyrsta sæti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér hefur tekist að koma fjármál- unum í rétt horf og hefur því efni á að verðlauna sjálfa/n þig. Líttu í eigin barm áður en þú dæmir aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að gleðja einhver nákominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. Smávægilegar tafir verða á verkefnum hjá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þýðir ekkert að láta hugfall- ast þótt eitthvað bjáti á. Nú þegar þú þarft sjálf/ur stuðning máttu ekki loka þig af. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki taka mikilvægar ákvarðanir tengdar ástamálum. Góðlátlegt grín og skemmtilegt spjall fær þig til að brosa aftur. Hláturinn lengir lífið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einkalífið ætti að verða ein- faldara og viðráðanlegra á næstunni. Hækkaðu í tónlistinni og keyrðu með op- inn glugga, það hressir þig við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér liggur eitthvað á hjarta sem þig langar að miðla. Gerðu áætlun um það hvernig þú getur best unnið að heilbrigðri sál í hraustum líkama. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt gjarnan komast upp úr hjólfarinu í dag. Reyndu að ná tökum á göllum þínum svo þú getir hrósað sigri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er tilvalinn dagur til að skipta eignum og ganga frá lausum end- um. Slepptu því sem ekki virkar fyrir þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum virðist allt vera á móti manni og þá er gott að flýja á vit dag- draumanna. Reyndu að láta mótlætið hafa sem minnst áhrif því þú ert ekki á rangri leið. sameiginlega upp starfsferil hans.“ Sigurjóna seldi íbúðina þeirra 1988 og fór með Kristjáni og Sverri, yngsta syninum, á milli borga þar sem Kristján söng. Víkingur bættist við 1989 og 1991 keyptu þau húsnæði í Desenzano del Garda og fjölskyldan eignaðist fastan samastað. „Við fjöl- skyldan höfðum fram að því búið í þrjú ár í ferðatösku.“ Fjölskyldan bjó síðan á Ítalíu til 2009 en það ár, í ágúst, flutti hún til Íslands, þegar Sigurjóna hóf MBA nám við Háskóla Íslands og lauk hún náminu 2011. Sigurjóna giftist Kristjáni Jó- hannssyni óperusöngvara 27.12. 1986, en þau kynntust um áramótin 1984 í Reykjavík. Í september 1987 fór Sigurjóna út með Kristjáni og þar hófst nýr starfsferill hennar, sem hans helsti ráðgjafi og samstarfsaðili. Hún sá um samskiptin við umboðs- menn hans lengst framan af og um markaðssetninguna á óperusöngv- aranum Kristjáni. „Við unnum saman að hlutverkum, ég fylgdist með á æfingum og við ræddum saman um æfingarnar og hlutverkið. Við byggðum því S igurjóna Sverrisdóttir fæddist á spítalanum á Ísafirði 7. maí 1959, á uppstigningardegi. „Ég var í pössun hjá Sigríði föðurömmu fyrstu þrjú árin á Ísa- firði, í góðu atlæti, enda föðursystk- inin á öllum aldri, allt frá Kristínu sem var ári yngri en ég og mikil vin- kona – en pabbi er elstur í systkina- hópnum. Foreldrar mínir voru barn- ung, hvorugt orðið tvítugt þegar ég fæddist.“ Jóna, eins og hún var kölluð, flutt- ist með foreldrum sínum til Noregs 1963 þá 4 ára og bjó þar næstu þrjú árin meðan Sverrir faðir hennar klár- aði tæknifræðinám frá OTH. „Á öðru ári námstímans varð litla fjölskyldan ólétt, ekki bara mamma samkvæmt því sem mér fannst, og fæddist lang- þráður Orri bróðir 1965.“ Þegar fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands var leigumarkaðurinn ótryggur og því var flutt oft á stutt- um tíma. „Ég var bókaormur, lokaði mig af til að fá frið með bókina mína, safnaði leikaramyndum og gerði hvað sem var til að komast í 3-bíó. Ég lék síðan helstu senurnar úr myndinni á eftir.“ Fjölskyldan flutti aftur til Noregs í þrjú ár og kom alveg heim þegar Jóna var 12 ára. Jóna gekk í Víghóla- skóla og síðar útskrifaðist hún sem stúdent úr Menntaskólanum í Kópa- vogi 1979. „Bíóáhuginn hafði ekkert dvínað með árunum og í miðjum stúdentsprófum sótti ég um inn- göngu í Leiklistarskóla Íslands og komst inn.“ Sigurjóna lék í nokkrum sýningum eftir útskrift 1983, meðal annars píu í Gæjum og píum í Þjóðleikhúsinu og Beggu í Gættu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur og tók við hlutverki Gógóar í Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson. Með Alþýðu- leikhúsinu lék hún meðal annars Viv í Tom and Viv, Lóu í Undir teppinu hennar ömmu eftir Nínu Björk Árna- dóttur og Gríshildi góðu/Dúddu í Klassapíum. Hún lék í sjónvarps- myndinni Draugasögu eftir Viðar Víkingsson, sem er frá árinu 1985 og RÚV framleiddi, en myndin gerðist að miklum hluta í gamla sjónvarps- húsinu. Sigurjóna hóf störf hjá Ráðstefnu- borginni Reykjavík (Meet in Reykja- vík) í maí 2012 og hefur starfað þar síðan sem verkefnastjóri. Hún tekur við sem framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík 1. ágúst næstkomandi. „Helstu áhugamál mín eru eftir sem áður leikhús, bíómyndir og ekki síst óperusýningar, ferðalög og menning annarra þjóða. Svo hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að góður matur og vín eru einnig of- arlega á lista yfir áhugamál. Auðvitað hefur síðan ráðstefnu- og hvata- ferðamarkaðurinn á Íslandi átt hug minn undanfarin sjö ár. Ég hafði eng- an áhuga á íþróttum sem barn, en sótti alla fótboltaleiki sem drengirnir mínir spiluðu á Ítalíu í 10 ár. Var ötull stuðningsmaður þeirra en vissi lítið meira en að boltinn átti að fara í ann- að netið.“ Sigurjóna sat í menningarnefnd Garðabæjar frá 2010 -2014 og er í Fé- lagi kvenna í atvinnulífinu og Exedra. „Ég hef aldrei tekið mikinn þátt í fé- lagslífi og klúbbum en ætli ég láti ekki það verða áskorun næsta ára- tugarins – meira félagsstarf.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigurjónu er Kristján Jóhannsson, f. 24.5. 1948 óperu- söngvari. Foreldrar hans voru hjónin Fanney Oddgeirsdóttir, f. 14.9. 1917 á Grenivík, d. 4.5. 2009 á Akureyri, starfsmaður á geðdeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, og Jóhann Konráðsson, f. 16.11. 2017 á Akur- eyri, d. 27.12. 1982 í Glasgow á leið- inni heim til Akureyrar, en hann hafði verið um jólin hjá Kristjáni að hlusta á hann syngja Tosca. Jóhann var einn ástsælasti söngvari síns tíma og sá einnig um geðdeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri en hann varð fyrstur karla til að útskrifast sem sjúkraliði hérlendis. Börn Sigurjónu og Kristjáns eru Sverrir Kristjánsson, f. 4.8. 1987, þrí- víddarhönnuður hjá Sanzaru Games, bús. í San Francisco Maki: Bryndis Lillian Hafþórsdóttir listfræðingur hjá California College of the Arts; 2) Víkingur Kristjánsson, f. 22.8. 1989, ráðgjafi og sölufulltrúi hjá Ferðavef- um. Maki: Harpa Finnsdóttir, förð- unarsérfræðingur fyrir leikhús og Sigurjóna Sverrisdóttir verkefnastjóri – 60 ára Afmælisbarnið Sigurjóna uppi á Langjökli síðastliðið haust. Bjó í ferðatösku í þrjú ár Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjónin Sigurjóna og Kristján á tónleikum í Hörpunni árið 2014. 40 ára Fríða er Reyk- víkingur og er með BS-gráðu í landfræði og MS-gráðu í um- hverfis- og auðlinda- fræði frá HÍ. Hún er umhverfisfræðingur hjá Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Maki: Matthew James Roberts, f. 1976 í Staffordshire á Englandi. Hann er hóp- stjóri vatns og jökla og yfirverkefnastjóri áhættumats hjá Veðurstofu Íslands. Systkini: Birgir Þór, Lárus, Guðrún og Ómar Örn. Foreldrar: Ómar Örn Anderson, f. 1945, vinnur hjá Bílaleigu Hertz, og Sigríður Lárusdóttir, f. 1947, fv. starfsmaður Skattstofunnar, bús. í Rvík. Málfríður Ómarsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Ólivía Styff fæddist 11. september 2018 kl. 20.52. Hún vó 4.064 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Valey Ýr Mörk Val- geirsdóttir og Sigurður Styff. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.