Morgunblaðið - 07.05.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Undanúrslit, þriðji leikur:
Selfoss – Valur ...................................... 29:26
Selfoss vann einvígið, samtals 3:0, og
leikur til úrslita við Hauka eða ÍBV.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Skjern – Aalborg ................................. 35:28
Björgvin Páll Gústavsson varði annað
tveggja skota í marki Skjern. Tandri Már
Konráðsson skoraði eitt mark fyrir liðið.
Janus Daði Smárason skoraði fimm
mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magn-
ússon þrjú. Arnór Atlason er aðstoðarþjálf-
ari liðsins.
Staðan: Skjern 6, Aalborg 6, Tvis Hol-
stebro 3, SönderjyskE 2. Aalborg og
Skjern hafa leikið fjóra leiki af sex, hin liðin
þrjá leiki. Tvö efstu fara í undanúrslit.
Svíþjóð
Undanúrslit, þriðji leikur:
Skövde – Sävehof .................................25:28
Ágúst Elí Björgvinsson varði 13 skot í
marki Sävehof.
Staðan er 2:1 fyrir Sävehof.
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, undanúrslit:
Portland – Denver............................ 112:116
Staðan er 2:2.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Nettóvöllur: Keflavík – ÍBV..................... 18
Samsungv.: Stjarnan – HK/Víkingur . 19.15
Jáverkvöllur: Selfoss – Breiðablik...... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Umspil karla, úrslit, fjórði leikur:
Digranes: HK – Víkingur (1:2) ............ 19.30
Í KVÖLD!
Noregur
Viking – Vålerenga ................................. 1:1
Samúel Kári Friðjónsson var í liði Viking
fram á 90. mínútu. Axel Óskar Andrésson
er frá keppni vegna meiðsla.
Matthías Vilhjálmsson var í liði Våler-
enga fram á 90. mínútu.
Staða efstu liða:
Molde 7 5 1 1 17:6 16
Bodø/Glimt 6 4 1 1 15:9 13
Odd 6 4 1 1 9:5 13
Vålerenga 7 3 2 2 10:9 11
Viking 6 3 1 2 9:8 10
Kristiansund 7 3 1 3 7:8 10
Mjøndalen 6 2 2 2 10:11 8
Brann 7 2 2 3 9:10 8
Í LAUGARDAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar leikjadagskrá tímabilsins var
sett upp og ljóst var að Víkingar áttu
að hefja Íslandsmótið í knattspyrnu á
að mæta Val og FH má alveg fyrir-
gefa þeim stuðningsmönnum liðsins
sem sáu ekki fyrir sér stig á töflunni
að tveimur umferðum loknum.
En nú naga leikmenn Víkings sig í
handarbökin yfir því að vera aðeins
með tvö stig í höfn eftir viðureign-
irnar við liðin tvö sem margir telja
þau sterkustu í deildinni í ár. Þeir
gerðu jafntefli við FH, 1:1, á Eim-
skipsvelli Þróttar í Laugardalnum í
gær og misstu niður forystu manni
fleiri. Gegn Val komust þeir þrisvar
yfir, í þriðja skiptið á 88. mínútu.
Engin furða að leikmenn og stuðn-
ingsmenn Fossvogsliðsins gráti það
að vera ekki með fjögur eða jafnvel
sex stig á toppi deildarinnar.
„Að hafa náð forystunni fjórum
sinnum, þrisvar í leiknum gegn Val,
en vera samt bara með tvö stig eftir
tvær umferðir. Ég veit að við vorum
að spila við tvö af bestu liðunum en
við gætum hæglega verið komnir
með sex stig á þessari stundu,“ sagði
Nicolaj Hansen, markaskorari Vík-
ings, við Morgunblaðið.
Færeysku landsliðsmennirnir í
FH, í það minnsta tveir af þremur,
hafa oft átt betri dag. Brandur Olsen
fékk rauða spjaldið rétt fyrir hlé,
braut af sér eftir að hafa fengið gult
spjald og tiltal að auki. Rétt áður
hafði Gunnar landi hans Nielsen
misst boltann klaufalega fyrir fætur
hins danska Nikolajs Hansens sem
þakkaði fyrir auðvelt mark, 1:0.
Ólafur H. Kristjánsson þurfti að
endurskipuleggja FH-liðið í hálfleik
og lék 4-3-2 í seinni hálfleiknum þar
sem liðið dró sig aðeins aftar en
freistaði þess að sækja hratt með
Jákup Thomsen í aðalhlutverki.
Halldór Orri Björnsson kom inná
sem varamaður hjá FH og lagði
strax grunninn að góðri sókn sem
hann batt síðan endahnút á sjálfur
með laglegu skoti, 1:1. Þótt ótrúlegt
megi virðast er þetta fyrsta deild-
armark Halldórs fyrir FH-inga, á
hans þriðja tímabili í Hafnarfirði, eft-
ir að hafa skorað grimmt fyrir
Stjörnuna fram að því.
Víkingsliðið hefur komið mörgum
á óvart í byrjun móts, bæði fyrir
frammistöðuna gegn tveimur sterk-
um liðum og svo þá staðreynd að
flestir virtust telja liðið á leið í harða
fallbaráttu. Arnar Gunnlaugsson hef-
ur greinilega búið sína menn vel und-
ir mótið. Þeir virka samstilltir, skipu-
lagðir og kraftmiklir og ættu eftir
þessa ágætu byrjun að vera með all-
þokkalegt sjálfstraust. Nokkrir ungir
strákar eru í stórum hlutverkum,
með Sölva Geir Ottesen sem leiðtoga
í vörninni. Markvörðurinn Þórður
Ingason var þó þeirra besti maður í
gærkvöld en hann varði í þrígang
glæsilega frá FH-ingum í leiknum.
Það er talsvert betri bragur á FH-
ingum í fyrstu leikjunum á þessu
tímabili en í fyrra. Liðsheildin virðist
sterkari og einstakir leikmenn virð-
ast njóta sín betur, eins og t.d. Krist-
inn Steindórsson á miðjunni og svo
Guðmundur Kristjánsson sem er
orðinn gríðarlega öflugur miðvörður
og hefur farið vel af stað á þessu
tímabili. Hann var bestur FH-inga í
gær og steig aldrei feilspor í vörn-
inni.
Stutt frá sex
stigum en eru
bara með tvö
Tíu FH-ingar jöfnuðu gegn Víkingum
sem hafa komið á óvart í byrjun móts
Morgunblaðið/Hari
Jafnt Jónatan Ingi Jónsson og Erlingur Agnarsson á ferð í Laugardal í gær.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason náði þeim
stóra áfanga á sunnudaginn að skora sitt 100.
mark í deildakeppni á ferlinum þegar KR vann
ÍBV 3:0 í annarri umferð Pepsi Max-deildar
karla í knattspyrnu í Vesturbænum.
Pálmi Rafn, sem er 34 ára gamall, hóf meist-
araflokksferilinn 15 ára gamall með Völsungi
árið 2000 og skoraði 15 mörk fyrir Húsvíkinga í
43 leikjum í 2. og 3. deild þrjú fyrstu árin. Hann
fór þaðan í KA, lék tvö ár í úrvalsdeild og eitt í 1.
deild þar sem hann gerði 6 mörk í úrvalsdeild-
inni og 10 í 1. deildinni.
Þaðan lá leiðin í Val þar sem Pálmi varð Ís-
landsmeistari 2007 og skoraði 17 mörk í deild-
inni á þremur árum.
Eftir það lék Pálmi í norsku úrvalsdeildinni í
sex og hálft ár, með Stabæk og Lilleström, og
skoraði þar 32 mörk í 166 leikjum.
Pálmi hefur leikið með KR frá 2015. Hann er
búinn að skora í fyrstu tveimur leikjum tímabils-
ins, skoraði 11 mörk í fyrra og er alls kominn
með 20 mörk í 86 leikjum fyrir Vesturbæinga í
úrvalsdeildinni.
Pálmi Rafn skoraði hundraðasta
markið gegn Eyjamönnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundrað Pálmi Rafn Pálmason hefur gert eitt
hundrað mörk í deildakeppni Íslands og Noregs.
1:0 Nikolaj Hansen 40.
1:1 Halldór Orri Björnsson 71.
I Gul spjöldÁgúst, Davíð Örn og Atli
Hrafn (Víkingi), Brandur og Davíð
Þór (FH).
I Rauð spjöldBrandur (FH) 44.
M
Þórður Ingason (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Halldór S. Sigurðsson (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Logi Tómasson (Víkingi)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Jákup Thomsen (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Kristinn Steindórsson (FH)
VÍKINGUR R. – FH 1:1
Víkingur: (4-5-1) Mark: Þórður Inga-
son. Vörn: Davíð Örn Atlason, Sölvi
Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðs-
son, Logi Tómasson. Miðja: Ágúst
Eðvald Hlynsson, Júlíus Magnússon,
Erlingur Agnarsson (Atli Hrafn
Andrason 46), Mohamed Didé Fof-
ana (Viktor Andrason 66), Rick ten
Voorde. Sókn: Nikolaj Hansen.
FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen.
Vörn: Pétur Viðarsson, Guðmann
Þórisson, Guðmundur Kristjánsson,
Hjörtur Logi Valgarðsson. Miðja:
Brandur Olsen, Björn Daníel Sverr-
isson, Kristinn Steindórsson (Davíð
Þór Viðarsson 78). Sókn: Jónatan
Ingi Jónsson (Halldór Orri Björnsson
65), Jákup Thomsen, Atli Guðnason
(Þórir Jóhann Helgason 46).
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 7.
Áhorfendur: 1.280.