Morgunblaðið - 27.05.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.05.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þriðji orkupakkinn svonefndi er fyrsta mál á dagskrá þingfundar í dag og sem fyrr eru Miðflokksmenn einir á mælendaskrá. Umræður um málið hafa staðið yfir fram á morgun undanfarna daga. Á föstudag hófst umræða um málið klukkan 15.31 síð- degis og stóðu umræður yfir til klukkan 10.26 að morgni laugardags, eða í um nítján klukkustundir. Athugasemdir Miðflokksmanna varða meðal annars þær að ekki hafi verið teiknuð upp fullnægjandi sviðs- mynd af því hvernig fari ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur og sæstrengur sem flytur rafmagn frá Íslandi verði síðan lagður í framtíð- inni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þetta áhyggjuefni. „Við teljum að það sé ekki búið að ræða heildaráhrifin þeg- ar markmiðin með þriðja orkupakk- anum eru komin fram, þ.m.t. tenging við evrópska raforkumarkaðinn. Það er lítið búið að svara því hvernig ástandið verður þegar búið er að tengja landið við þennan raforku- markað. Við teljum þessa innleiðingu vera lið í því,“ segir Sigmundur Davíð og nefnir að Ísland hafi fengið und- anþágu hjá sameiginlegu EES- nefndinni gagnvart svokölluðum jarðgashluta. „Hví skyldum við ekki fá undanþágu á raforkuhliðinni, ef menn sæju ekki fyrir sér að þetta myndi enda með tengingu?“ segir hann. Sigmundur nefnir einnig Noreg í samhengi við innleiðingu þriðja orku- pakkans. Hann segir að átta fyrirvar- ar við innleiðingu regluverksins þar í landi hafi verið forsenda meirihluta- stuðnings norska þingsins. „Innihald þessara fyrirvara hefur ekki verið rætt eða hvers vegna íslensk stjórn- völd gera þá ekki sams konar fyrir- vara. Þeir virðast margir ganga gegn því sem í raun er verið að innleiða,“ segir Sigmundur og nefnir einnig að ekkert hafi verið rætt um viðbrögð ESB við fyrirvörum Norðmanna sem hafi verið engin þrátt fyrir fyrir- spurnir Norðmanna. „Maður veltir fyrir sér hvort það sé ekki verið að bíða eftir því að öll löndin klári að inn- leiða til þess að það sé hægt að segja að einhliða fyrirvarar hafi ekkert gildi, enda væri það einsdæmi í EES- samstarfinu að einhliða fyrirvarar fengju gildi,“ segir hann og vísar til þess að margt sé óljóst um þá fyr- irvara sem ráðgert er að verði við innleiðingu regluverksins hér, m.a. hvar þá nákvæmlega sé að finna. Sig- mundur Davíð segir ljóst að slíkir fyrirvarar séu marklausir. „Það voru færð mjög skýr rök fyrir því í um- ræðunni að ef þingið samþykkti að innleiða þriðja orkupakkann, þá yrði þingið að innleiða hann eins og hann leit út í sameiginlegu EES-nefndinni árið 2017, þ.e. löngu áður en umræða um nokkurn fyrirvara byrjaði,“ segir hann. Leggja mat á innleiðingu Norðmanna Norski stjórnlagadómstóllinn mun að sögn Sigmundar Davíðs taka af- stöðu til þess 23. september nk. hvort innleiðing þriðja orkupakkans þar í landi samrýmist stjórnarskrá. „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niður- stöðu að innleiðingin samrýmist ekki norsku stjórnarskránni, þá væri mjög bagalegt að vera búin að inn- leiða þriðja orkupakkann. Það myndi ekki aðeins þýða að við værum búin að innleiða hann, hugsanlega án þess að hann standist íslensku stjórnar- skrána, heldur einnig koma í veg fyr- ir að Noregur og EFTA-löndin gætu samræmt innleiðinguna sínum stjórnarskrám,“ segir hann. „Jafnvel þótt niðurstaðan væri sú að innleiðingin stæðist ekki, myndi það ekki koma í veg fyrir innleiðingu. Þá yrði vísað í að norska þingið hefði aflétt stjórnarskrárlegum fyrirvara og ætlast til þess að öll EFTA-löndin innan EES myndu láta innleiðinguna gilda. Eitt af meginatriðunum í þessu, sem okkur finnst vera ósvarað ennþá en okkur finnst alveg skýrt, er að ef menn innleiða að fullu eins og þetta er lagt upp, þá muni ekki þýða að vísa í einhverja fyrirvara eða efa- semdir íslenskra stjórnvalda vegna þess að það verði dæmt eins og það sé búið að innleiða í heild. Það eru engin fordæmi fyrir einhliða fyrirvörum, heldur er þvert á móti skýrt útlistað í þeim reglum sem gilda um EES- samninginn, að þegar menn innleiða, þá innleiða þeir að fullu,“ segir hann og nefnir að eini valkosturinn sé að fá varanlega undanþágu hjá sameigin- legu EES-nefndinni. Ráðherraráð ESB samþykkti í síð- ustu viku fjórða orkupakkann svo- nefnda. Sigmundur Davíð segir und- arlegt að í umræðu um þriðja orkupakkann sé ekki rætt um þann fjórða í ljósi þess að þriðji orkupakk- inn hafi verið talinn framhald og af- leiðing af fyrsta og öðrum orkupakk- anum. „Með þeim rökum mætti ætla að fjórði orkupakkinn yrði rökstudd- ur sem eðlilegt framhald af þeim þriðja. Okkur finnst fyrir vikið eðli- legt í því samhengi og í ljósi þessarar röksemdafærslu að menn ræði þá hvað sé í vændum, þ.e. ef sá þriðji er bara liður í einhverju ferli,“ segir hann. Þáttur í tengingu orkukerfa „Það hefur margt nýtt komið fram í þessari umræðu sem við viljum fá svör við. Eins og þetta horfir við okk- ur núna er þessi innleiðing bara þátt- ur í því að ESB nái þeim markmiðum sem það lýsir skýrt. Markmiðin eru tenging orkukerfa Evrópu og aukinn aðgangur að endurnýjanlegri orku. Okkur þykir ljóst að þessi markmið muni ýta mjög undir það að Ísland verði tengt við þennan markað enda eru menn þegar farnir að spá í fram- hald orkuvinnslu á Íslandi með það í huga að selja orkuna út,“ segir Sig- mundur og vísar til umræðu hérlend- is um vindmyllugarða. „Við sjáum að þegar ESB hefur einhver meginmarkmið, þá er mik- ilvægt að skoða þau markmið af því reglugerðirnar eru bara tæki til að ná þeim markmiðum. Þetta á einnig við um markmið sem eru léttvægari en í orkuiðnaði, t.d. í matvælaframleiðslu. Þar töldum við okkur hafa fyrirvara um innflutning á ófrosnu kjöti og ógerilsneyddum matvælum. Síðan kom í ljós að sá fyrirvari hefði ekki gildi því markmiðið um sameiginleg- an markað var sterkara. Þegar um er að ræða annað af stóru forgangs- verkefnum ESB, sem eru fjármála- markaðurinn og peningamarkaður- inn annars vegar og orkumálin hins vegar, þá teljum við einhliða fyrir- vara léttvæga enda eru engin dæmi um að slíkir fyrirvarar hafi haldið,“ segir Sigmundur Davíð, en Miðflokk- urinn talar fyrir því að málinu verði vísað aftur til sameiginlegu EES- nefndarinnar og þar verði beiðst und- anþágu vegna raforkuhluta þriðja orkupakkans. „Telji menn að þetta hafi ekki svo mikil áhrif án tengingar, þá hljóta þeir að telja það tiltölulega auðvelt að fá slíka undanþágu. Ef hún fengist ekki, þá væri það skýr vísbending um að menn teldu að þetta myndi hafa áhrif á Íslandi og jafnvel veruleg áhrif,“ segir hann. „Séu menn ekki tilbúnir að senda málið þangað, þá leggjum við til að málinu verði frestað fram á haust. Þá gefst tækifæri til að bíða eftir nið- urstöðu norska stjórnlagadómstóls- ins, tækifæri til að vinna betur í mál- inu í utanríkisþjónustunni og taka mið af öllu því sem menn hafa ekki tekið með í reikninginn, t.d. norsku fyrirvörunum og fjórða orkupakkan- um,“ segir Sigmundur Davíð. Svör vanti um heildaráhrifin  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur innleiðingu þriðja orkupakkans lið í að tengja Ísland evrópska raforkumarkaðnum  Vill fresta málinu fram á haust  Beðið úrskurðar norska stjórnlagadómstólsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðustól. „Það liggur allt fyrir sem þarf að liggja fyrir um sæstreng, sem er sú staðreynd að ákvörðun um að leyfa eða leggja streng er alfarið á okkar valdi,“ segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, formaður utanríkis- málanefndar og þingmaður Sjálfstæðis- flokks, í skrif- legu svari og vísar til skýrslu verkefnis- stjórnar sæ- strengs frá því í júlí árið 2016. Spurð út í fyrirvara Norðmanna segir hún þá hafa gert fyrirvarana með pólitískri yfirlýsingu. „Við göngum lengra, bæði með laga- breytingu um að strengur verði ekki lagður nema með samþykki Al- þingis og með sameiginlegum yfir- lýsingum með bæði framkvæmda- stjóra orkumála hjá ESB og hinum EFTA-ríkjunum í EES.“ Spurð út í íslensku fyrirvarana segir Áslaug Arna að þeir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Hirst, sem lögðu hann til, telji eng- an lögfræðilegan vafa vera á því að leiðin við innnleiðingu orkupakkans í íslenskan landsrétt sé í samræmi við stjórnarskrá. Þá sé ósennilegt FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR „Öllum steinum verið velt“ að ESA muni gera athugasemd við þá leið. „Þá hafa EFTA-ríkin í EES gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem sérstaða Íslands hvað varðar innri raforkumarkað ESB var áréttuð. Stefán Már Stefánsson hefur sagt að slíkar yfirlýsingar hafi ,,verulegt gildi og þýðingu“ í þessu samhengi,“ segir hún. „Fjórði orkupakkinn var ekki samþykktur fyrr en fyrir örfáum dögum af hálfu stofnana ESB. Ekki hefur verið lögð fram tillaga af hálfu ESB um hvort og þá hvaða gerðir hafi þýðingu fyrir EES- samstarfið, en það er síðan í hönd- um sameiginlegu EES-nefndarinnar að meta hvort nýjar gerðir varði efnissvið EES-samningsins og hvernig aðlögun skuli þá háttað,“ segir Áslaug Arna, og tekur sem dæmi samningaviðræður ESB og sameiginlegu EES-nefndarinnar vegna þriðja orkupakkans sem stóðu yfir frá 2009 til 2017. Hún segir utanríkismálanefnd munu verða upplýsta um fjórða orkupakk- ann í haust og reglulega í framhaldi af því. Það sé á vettvangi EFTA sem Íslandi gefist færi á að koma að beiðnum um undanþágur og aðlag- anir. „Sú vinna er ekki hafin af hálfu EFTA enda pakkinn nýsamþykktur hjá ESB. Gera má ráð fyrir að sú vinna EFTA hefjist í haust,“ segir hún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Við höfum ekki séð svipað ástand síð- an á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðv- arnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfús- son, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni. Atli segir að í stað 1.000 fugla séu 150 fugl- ar komnir. Yann Kolbeinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands segist hafa heyrt að æðarfuglinn sé sums staðar seinna á ferð en vanalega. En Náttúrustofan hafi ekki tekið það sérstaklega til skoðunar. Hann telji ólíklegt að æðar- fuglinum fækki um 85% í einu. Tveir möguleikar geti verið í stöðunni: Raunfækkun vegna þess að fuglinn sé í það slæmu ástandi að hann hafi ekki þrek til að verpa eða að fuglinn sé í slæmu ástandi og enn að byggja sig upp. Yann vonast til þess að síðari möguleikinn sé niðurstaðan og fugl- arnir haldi sig úti á sjó á grunnsævi þar til þeir séu tilbúnir. Næstu tvær vikur skeri hins vegar úr um það. Breiðafjörður og Hólmavík í lagi Jón Einar Jónsson, hjá Rannsókn- arsetri Háskóla Íslands, á Snæfells- nesi segir æðarvarp ekki vera í skoðun en hann hafi heyrt að varp á Skaga á Norðurlandi og í Vopnafirði fari seint af stað. Það sé vonandi vegna þess að fuglinn sé seinna á ferð. Í Breiðafirði og á Hólmavík hafi varpið farið eðli- lega af stað. Jón Einar segir áhuga- vert að sjá hvað gerist í sumar. Rann- sóknir hafa sýnt að æðarfuglar skila sér illa í varp þegar loðna hafi verið í lágmarki. Gunnþór Kristjánsson, æðarbóndi í Núpskötlu á Melrakkasléttu, telur að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni en tvö síðustu ár en hann láti það ekki slá sig út af laginu og enn sé von á að fuglinn komi. Óvissa um æðarvarp í ár  Æðarstofninn annaðhvort hruninn eða seinna á ferð Æðarvarp Egg í Bíldsey á Breiða- firði þar sem mikið er af æðarfugli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.