Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Bezt áflest er gæðakrydd sem hentar vel með
flestummat. Kryddið inniheldur meðal annars
hvítlaukspipar, sítrónupipar, papriku og salt.
Kryddblandan er án allra aukaefna.
BEZTÁFLEST
Hvítlaukskryddblanda
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nauðsynlegt er að gera heildstætt
áhættumat í Öræfasveit og á nær-
liggjandi slóðum með tilliti til
slysahættu og náttúruhamfara.
Rútuslys sem varð nærri Skafta-
felli á dögunum hvetur til þessa.
Einnig sá fjöldi slysa og óhappa
sem orðið hefur á þessum slóðum
á síðustu árum, það er óvant fólk
er á ferð í framandi aðstæðum.
Þetta segir Helga Árnadóttir á
Höfn í Hornafirði, þjóðgarðsvörð-
ur á suðusvæði Vatnajökuls-
þjóðgarðs.
„Keðja þeirra sem aðstoð
veita á þessu svæði er sterk, það
er björgunarsveita, lögreglu,
hjúkrunarfólks og eins kemur
starfsfólk þjóðgarðsins að mörg-
um útköllum. Við sem á svæðinu
störfum erum í samtali um hvern-
ig má gera betur í þessum efnum
og ég held að engum dyljist að í
Skaftafelli þarf að vera stöðug við-
vera lögreglu, hjúkrunarliðs og
annars björgunarfólks.“
Brýn uppbygging
Skaftafell er einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins. Ný-
legar tölur um gestakomur á
svæðið eru þó umhugsunarverðar.
Á staðinn komu í mars síðast-
liðnum 37.020 manns samanborið
við 50.296 í mars í fyrra, sem er
fækkun um ríflega fjórðung milli
ára. Fækkun bíla sem ekið er inn á
svæðið er í sama takti. Þeim sem
koma að Jökulsárlóni á Breiða-
merkursandi fer hins vegar fjölg-
andi yfir veturinn og þar ræður
meðal annars að margir leggja nú
leið sína að jökulhellunum á svæð-
inu sem þykja áhugaverðir.
„Hér á suðursvæði bíða brýn
verkefni,“ segir Helga Árnadóttir.
Þar tiltekur hún að bæta þurfi inn-
viði í Skaftafelli, stækka þjón-
ustubyggingar, breyta tjald-
svæðum, bæta gönguleiðir og
aðstöðu starfsmanna og koma frá-
rennslismálum í lag. Við Jökuls-
árlón, sem varð hluti af Vatnajök-
ulsþjóðgarði fyrir tveimur árum,
þurfi sömuleiðis að fara í upp-
byggingu sem nú sé verið að und-
irbúa með gerð deiliskipulags og
stjórnunar- og verndaráætlunar
fyrir Breiðamerkursand.
Starfsfólki fjölgað
Fjárveitingar til Vatnajökuls-
þjóðgarðs hafa verið auknar á síð-
ustu misserum, sem Helga segir
að mikil þörf hafi verið á. Í ár
verði ársverkin á suðursvæði þjóð-
garðsins 27 en þau voru 18 í fyrra.
Er meðal annars verið að fjölga
heilsársstörfum landvarða.
„Landverðir vinna að því að
koma fræðslu um náttúru og sögu
til skila. Svo er líka mjög áhuga-
vert að í sumar verður boðið upp á
þrjár fræðslugöngur á dag í
Skaftafelli. Fræðsla er einn af lyk-
ilþáttum í öllu starfi þjóðgarða,“
tilgreinir Helga sem segir náttúru
og umhverfi við sunnanverðan
Vatnajökul breytast hratt þessi ár-
in með undanhald jöklanna.
Rannsaka stóra samhengið
„Fyrir vísindamenn er áhuga-
vert að fylgjast með þessari fram-
vindu og væntanlega kemst þjóð-
garðurinn enn betur á kortið fái
hann samþykki á heimsminjaskrá
UNESCO, eins og vonir standa til.
Í umsókninni er sérstaklega vikið
að samspili elds og íss og rann-
sóknir á slíku eru áhugaverðar.
Þegar er til staðar verkefnið Hop-
andi jöklar, sem er samstarf þjóð-
garðsins, Veðurstofu Íslands,
Náttúrustofu Suðausturlands og
fleiri,“ segir Helga og að lokum:
„Nú þegar eru komnar ýmsar
afurðir af þessu verkefni svo sem
aðgengilegt fræðsluefni um jökla
á vefsíðu þjóðgarðins, kynningar-
bæklingur, fræðsluefni fyrir leið-
sögumenn, hönnun nýrra göngu-
leiða og fleira. Þá er ótalin sú
þekking sem vísindamenn afla og
nýta sér til að rannsaka hið stóra
samhengi í náttúrunni.“
Öryggismál í brennidepli í starfi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðgarðsvörður Fræðsla um náttúru og sögu, segir Helga Árnadóttir
Áhugaverð framvinda
Helga Árnadóttir er fædd
1979. Hún nam við HÍ og lauk
meistaranámi í líf- og lækna-
vísindum árið 2006.
Hefur starfað hjá Vatnajök-
ulsþjóðgarði frá 2008, fyrst á
norðursvæði með aðsetur í Ás-
byrgi en síðari árin á suð-
ursvæði, sem nær frá Lóni í
Skaftafell. Þjóðgarðsvörður frá
síðasta ári.
Hver er hún?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfis- og samgöngunefnd Al-
þingis leggur til að fallið verði frá
áformum um að lækka leyfilegt há-
marksmagn vínanda í blóði öku-
manns og gera það refsivert ef
magn vínanda í blóði mælist meira
en 0,2 prómill. Mælt er með því að
núverandi verklag lögreglu gildi
áfram.
Í stjórnarfrumvarpi til nýrra um-
ferðarlaga er lagt til að leyfilegt
hámarksmagn vínanda í blóði öku-
manns verði lækkað úr 0,5 í 0,2
prómill. Þó þannig að ökumaður
verði ekki sviptur ökurétti við
fyrsta brot þótt áfengismagn
mælist minna en 0,25 prómill.
Brotin yrðu tvöfalt fleiri
Í nefndaráliti umhverfis- og sam-
göngunefndar sem allir nefndar-
menn standa að kemur fram að allt
að helmingur þeirra ökumanna sem
lögregla hefur afskipti af vegna ölv-
unaraksturs sé með minna en 0,5
prómilla áfengismagn í blóði.
Breytingin myndi því auka vinnu
fyrir lögregluna vegna væntan-
legrar fjölgunar brota og hærra
flækjustigs. Bent er á að sam-
kvæmt núverandi verklagi lögreglu
væri ökumanni sem mældist með
yfir 0,29 prómilla áfengismagn en
undir 0,45 gert að hætta akstri en
ekki aðhafst frekar. Þeir sem
mældust með 0,29 prómill eða
minna fengju að halda för sinni
áfram.
Nefndin tekur undir það mark-
mið sem lá að baki frumvarpsins að
breyta hegðun ökumanna og leggja
áherslu á að áfengi og akstur fari
undir engum kringumstæðum sam-
an. Nefndin bendir þó á að gæta
þurfi meðalhófs við refsingar og að
ganga ekki lengra en þörf sé á.
Niðurstaðan nefndarinnar er sú að
rétt sé að halda framkvæmd lög-
reglu vegna þessara brota
óbreyttri, það er að segja að brot á
þessu bili séu skráð í málaskrá lög-
reglu og ökumanni gert að hætta
akstri og hámarksmörkin verði
áfram við 0,5 prómill.
Fleirum skylt að nota hjálm
Nefndin leggur til ýmsar fleiri
breytingar. Nefna má að í frum-
varpinu er ákvæði um skyldu barna
yngri en 15 ára til að nota hjálm
við hjólreiðar. Er þar verið að lög-
festa gildandi reglu sem sett var
með reglugerð fyrir 20 árum.
Í áliti nefndarinnar er fjallað um
þetta öryggismál og hvort slík
skylda gæti orðið til að draga úr
hjólreiðum. Ekki eru taldar liggja
fyrir afgerandi rannsóknir um að
svo sé en aftur á móti hafi verið
sýnt fram á að hjálmar veiti vernd
gegn höfuðáverkum. Niðurstaðan
var að herða á reglunum og láta
hjálmaskylduna ná til allra ein-
staklinga undir lögaldri, það er að
segja til 18 ára aldurs.
Í frumvarpinu er lagt til að létt
bifhjól í flokki I verði undanþegin
skráningarskyldu. Þar er átt við
bifhjól sem komast einungis í 25
km hraða á klukkustund og heimilt
er að aka á gangstéttum. Nefndin
leggur til að þessi hjól verði skrán-
ingarskyld, eins og önnur létt bif-
hjól og raunar öll ökutæki. Því er
jafnframt beint til Samgöngustofu
að framfylgja skyldu um skráningu
sem hún hefur ekki treyst sér til.
Viðmið ölvunar
verði óbreytt
Hámarksmagn vínanda ekki lækkað
Eftirlit Vinna lögreglu við minni
brot hefði að óbreyttu aukist mjög.
Mikil fundahöld hafa verið að und-
anförnu í húsnæði Ríkissáttasemj-
ara, bæði í kjaradeilum sem vísað
hefur verið til sáttameðferðar og í
deilum sem ekki eru komnar á það
stig. Þannig hafa
samninganefndir
ríkisins og sveit-
arfélaga fundað
með sínum við-
semjendum og
Samtök atvinnu-
lífsins með fé-
lögum flug-
umferðarstjóra,
flugmanna, flug-
freyja og mjólk-
urfræðinga.
„Við höfum átt í góðu samtali
við alla okkar viðsemjendur á síð-
ustu dögum og vikum og því miðar
vel áfram,“ segir Sverrir Jónsson,
formaður samninganefndar rík-
isins. Stærstu hóparnir eru innan
samflots BHM, BSRB, Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og Fé-
lags íslenskra framhaldsskólakenn-
ara en Sverrir segir að einnig hafi
verið rætt við félög sem eru utan
þessara bandalaga, svo sem sam-
tök lækna.
„Okkur miðar hægt en miðar
samt áfram,“ segir Þórunn Svein-
bjarnardóttir, formaður BHM.
Hún segir að þeir samningar sem
gerðir voru á almennum vinnu-
markaði henti félagsmönnum
BHM illa. Þeir þjappi saman
launatöflum og séu illsamrým-
anlegir þeim markmiðum BHM að
meta menntun til launa. Því hafi
hugmyndum samninganefndar rík-
isins um launalið væntanlegra
samninga á þeim grunni verið
hafnað. Viðræður hafi eigi að síður
haldið áfram.
Tekur lengri tíma
Sverrir segir að samninganefnd
ríkisins sé vongóð um að það sjái
fyrir lokin á samningum við ríkis-
starfsmenn áður en mjög langt um
líður, nánar tiltekið áður en langt
er komið fram á sumarið.
„Samninganefnd ríkisins hafði
þær væntingar þegar viðræður
hófust að hægt væri að ljúka þeim
á mjög skömmum tíma. Ég get
ekki séð að það gangi eftir. Það
þarf örugglega að ræða málin fram
á sumar og jafnvel lengur. Við not-
um þann tíma sem við þurfum til
að fá almennilega samninga,“ segir
Þórunn. helgi@mbl.is
Reiknað með við-
ræðum í sumar
Fundað um kjör ríkisstarfsmanna
Þórunn
Sveinbjarnardóttir