Morgunblaðið - 27.05.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Hillukerfi
Nethyl 3-3A, 110 Reykjavík | www.hillur.is | s 535 3600
Super 1-2-3
Léttavörukerfi fyrir fyrirtæki og heimili
Superbuild
Brettarekkakerfi fyrir stór og lítil fyrirtæki
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Tími hægri- og vinstrisinnaðra miðju-
flokka virðist liðinn undir lok innan
Evrópuþingsins samkvæmt bráða-
birgðatölum sem birtar voru í gær-
kvöldi eftir að kosningum til þingsins
var lokið í öllum ríkjum álfunnar.
Slíkir flokkar hafa verið í meirihluta
þingsins síðan 1979. Evrópski þjóð-
arflokkurinn og Bandalag sósíalista
og demókrata voru í meirihluta á síð-
asta kjörtímabili en tölur, sem birtar
voru rétt áður en Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi, bentu til þess að
meirihlutinn væri fallinn.
Evrópusinnaðir umhverfissinnar,
frjálslyndir og þjóðernissinnar and-
snúnir Evrópusambandinu bæta allir
við sig sætum, ef marka má bráða-
birgðaniðurstöðurnar.
Meirihlutinn tapar 87 sætum
Evrópski þjóðarflokkurinn verður
vissulega áfram stærsti flokkurinn en
tapar 43 þingmönnum. Samstarfs-
flokkur hans, Bandalag sósíalista og
demókrata, fær 147 þingsæti miðað
við bráðabirgðaniðurstöðurnar en
tapar 44 þingsætum. Meirihlutinn
tapar því 87 sætum ef bráðabirgða-
niðurstöðurnar standast.
Þingmenn geta boðið sig fram fyrir
hönd stjórnmálaflokka í heimalandi
sínu eða sem sjálfstæðir þingmenn.
Þó svo að þeir séu kosnir í hverju að-
ildarríki fyrir sig skipa þeir sér í fylk-
ingar eftir stjórnmálastefnum á
sjálfu þinginu en átta skilgreindar
fylkingar eru innan þess.
Bráðabirgðaniðurstöðurnar byggj-
ast á núverandi flokkafyrirkomulagi
á þinginu, sem gæti tekið breyting-
um.
Bandalag frjálslyndra og demó-
krata hreppir 101 þingsæti, sam-
kvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum.
Græningjar/Evrópska frelsis-
bandalagið hlýtur 70 sæti, eða tæp
10% og bætir flokkurinn 18 sætum
við sig frá síðustu kosningum.
Flokkarnir Evrópskir íhaldsmenn
og umbótasinnar, Evrópski þjóðar-
flokkurinn, Evrópa þjóðanna og
frelsisins og Evrópa frelsis og beins
lýðræðis hljóta allir svipað mörg
þingsæti eða um 60 hver. Evrópski
vinstri flokkurinn fær einungis 42
sæti ef marka má bráðabirgðatölurn-
ar.
Auknu fylgi flokka sem eru efins
um Evrópusambandið hefur verið
spáð í aðdraganda kosninganna.
Bráðabirgðatölurnar sýna fram á að
flokkar sem styðja Evrópusambandið
haldi þó velli innan þingsins. Efa-
semdamenn, sem finnast t.a.m. í
Evrópu frelsis og beins lýðræðis
annars vegar og Evrópskum íhalds-
mönnum og umbótasinnum hins veg-
ar, og öfgahægriflokkar, eins og Evr-
ópa þjóðanna og frelsisins, bæta
örlítið við sig samkvæmt bráða-
birgðatölunum en skipa þó einungis
tæplega fjórðung þingsæta.
Hvað þjóðbundna flokka varðar þá
tekur hægriöfgaflokkur Marine Le
Pen, Rassemblement National,
23,53% franskra þingsæta ef marka
má bráðabirgðaniðurstöðurnar, en
þingsæti Frakka eru 74 talsins.
„Erum búin að kjósa“
Þjóðernissinnar á Ítalíu vinna stór-
sigur í kosningunum samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðunum. Flokkur
þjóðernissinna, Lega Salvini Pre-
mier, hlýtur um 30% atkvæða sam-
kvæmt tölunum. Þetta er í fyrsta
skipti sem flokkurinn er sá stærsti í
ítölsku kosningunum til Evrópu-
þingsins.
Bráðabirgðaniðurstöður frá Bret-
landi voru ekki fyrir hendi þegar
Morgunblaðið fór í prentun en á þeim
svæðum þar sem atkvæði höfðu verið
talin hafði Brexit-flokkurinn fengið
stærstan hluta atkvæða. Bretar hafa
samþykkt að ganga úr Evrópusam-
bandinu en munu þó taka sæti á
þinginu þar til útgangan er endanleg.
Fjöldinn allur af atkvæðaseðlum í
Bretlandi var dæmdur ógildur vegna
krots í tengslum við Brexit. Krot eins
og „Brexit núna“ og „Við erum búin
að kjósa um þetta“ var á ófáum kjör-
seðlum.
Sósíaldemókratar taka flest þing-
sæti Dana, sem eru 13 talsins, sam-
kvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum.
Afdráttarlausar niðurstöður kosn-
inganna verða kynntar í dag eða á
morgun en síðustu kjörstöðunum var
lokað í gærkvöldi.
Tími miðjuflokka virðist liðinn
Bráðabirgðaniðurstöður í kosningum til Evrópuþings benda til þess að núverandi meirihluti falli
Græningjar og Bandalag frjálslyndra demókrata hástökkvarar Mikið fylgi Brexit-flokksins
AFP
Himinlifandi Marine Le Pen, forseti franska hægriöfgaflokksins Rassemblement National, var í skýjunum með
bráðabirgðaniðurstöðurnar en flokkur hennar fær 23,73% franskra þingsæta samkvæmt þeim.