Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Borgarstjóriflaug ásamtnokkrum borgarfulltrúum á ráðstefnu í Ósló á dögunum til að ræða framtíð borga, meðal ann- ars út frá loftslagsmálum. Flugferðir hingað og héðan skila gríðarmiklu af svoköll- uðum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, en bílar til- tölulega mjög litlu. Athygli ráð- stefnugestanna beindist þó af einhverjum ástæðum að bíl- unum og sagði borgarstjóri að vegna ákvarðana í skipulags- málum fyrir nokkrum áratug- um væri borgin mjög miðuð við þarfir bíla. Nú væri komið að því að taka nauðsynlegar en mögulega óvinsælar ákvarð- anir í skipulagsmálum Reykja- víkur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fram- undan væru ár umbreytinga með vaxandi róttækni í lofts- lagsmálum. Þetta eru sérkennileg skila- boð frá manni sem nýlega hefur lagt að baki langt flug til að sækja ráðstefnu, meðal annars þau orð að skipulag hafi verið miðað við þarfir bíla. Nú vill svo til og þarf vart að nefna að bílar aka ekki fyrir sjálfa sig, jafnvel ekki tækniundrin sjálfkeyrandi bílar. Reykjavíkurborg hefur verið skipulögð fyrir íbúa Reykjavíkur og þeirra val hef- ur fyrst og fremst verið að nýta einkabílinn til að komast á milli staða. Þetta á sér ýmsar skýringar, ekki síst þá að á Íslandi er ekki alltaf sól og blíða og þegar fara þarf á milli nokkurra staða hér og þar í borginni, til dæmis að sækja börn í leikskóla, fara í verslanir eða sækja marg- víslega þjónustu, þá getur verið afar óþægilegt og tímafrekt að þurfa að skipta oft um strætó eða ganga langar vegalengdir frá stoppistöð að áfangastað. Í hlýrri löndum og borgum, til dæmis Ósló eða Kaupmanna- höfn, að ekki sé talað um borgir enn sunnar í Evrópu, horfa mál allt öðruvísi við. Borgarfulltrú- ar í Reykjavík verða hins vegar að átta sig á því hvar borgin þeirra er á jarðarkringlunni áð- ur en þeir fara að skipuleggja. Þráhyggja borgaryfirvalda í skipulagsmálum, sem ef til vill mætti kalla „vaxandi róttækni“ eins og borgarstjóri lýsir af- stöðunni til loftslagsmála, hef- ur skilað sér í því að bílaumferð er farin að einkennast af mikl- um töfum á ákveðnum tímum dagsins. Bent hefur verið á hið augljósa, að þessu verði að mæta með greiðari götum, til dæmis mislægum gatnamótum og frekar fleiri akreinum en færri. Borgaryf- irvöld hafa hins vegar brugðist við æ verra ástandi með „vaxandi rót- tækni“ sem sýnir sig meðal annars í því að þrengja göt- ur og hafna því að gerð verði mislæg gatnamót, jafnvel þó að ríkið sé tilbúið að standa straum af kostnaði við þau. Ástæðan fyrir þessu virðist vera sú, engin önnur skýring er möguleg, að borgarfulltrúar meirihlutans séu á móti einka- bílum. Slík farartæki falli ein- faldlega ekki að þeirri vaxandi róttækni sem einkennir stefnu borgaryfirvalda, sem vilja sjá borgarbúa stíga út úr einka- bílnum og inn í strætisvagna, sem bráðlega á að setja á stera og kalla borgarlínu, með tug- milljarða kostnaði hið minnsta. Það sem meirihlutinn í borg- arstjórn hefur rekið sig á er að þrátt fyrir að hann hafi þrengt að einkabílnum sem mest hann má hefur það ekki dugað. Al- menningur vill ferðast um í eig- in farartækjum og ráða því hvenær hann fer og hvert. En borgaryfirvöld hafa fundið nýtt ráð við þessu. Í samtali Morgunblaðsins við formann samgöngu- og skipulagsráðs borgarinnar, en hann flaug einnig til Óslóar í þágu lofts- lagsmála, kom fram að til skoð- unar væri í Reykjavík að leggja veggjöld á bíla. Norðmenn hafi beitt „mengunar- og tafagjöld- um,“ sem hafi þau áhrif að draga úr bílaumferð og nýtist til að „byggja upp innviði fyrir vistvæna fararmáta.“ Öfugt við það sem var þegar vinstrimenn tóku til við að stjórna Reykjavík eru skattar í hæstu hæðum. Þetta dugar þó ekki til og nú vilja borgaryf- irvöld leggja enn þyngri skatta á borgarbúa. Þessa nýju skatta á að rökstyðja með því að umferðin gangi hægt, en hún gengur einmitt hægt vegna þess að borgaryfirvöld hafa eyðilagt gatnakerfið með „vaxandi róttækni“. Og þessar tafir sem borgarbúar mega þola á hverjum degi fela að sjálfsögðu í sér meiri útblástur en þegar umferðin er greið og bílar þurfa ekki að standa löngum stundum og brenna jarðefnaeldsneyti að ástæðu- lausu. Rétt eins og þarflausar flugferðir borgarfulltrúa valda óþarfa losun gróðurhúsa- lofttegunda. Borgarfulltrúarnir ættu að byrja á því að draga úr óþarfa flakki, sem kostar borgarbúa talsvert fé en skilar þeim minna en engu, og greiða fyrir umferð, áður en þeir fara að hóta frekari skattlagningu. Meirihlutinn í borg- inni hótar enn hærri sköttum vegna um- ferðartafa sem hann bjó sjálfur til} Vaxandi róttækni SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fjöldi erlendra stúdentasem stunduðu nám viðHáskóla Íslands (HÍ),Háskólann í Reykjavík (HR) og Háskólann á Bifröst á síð- asta skólaári var um 1.500. Var langstærstur hluti þeirra í HÍ, 1.278 frá 95 mismunandi löndum, 815 konur og 463 karlar. Flestir er- lendir nemendur á nýliðnu námsári í HÍ komu frá Filippseyjum, alls 171. Bandarískir stúdentar komu þar á eftir en alls stunduðu 144 Bandaríkjamenn nám við HÍ á tímabilinu. Þar á eftir voru þýskir stúdentar en 99 Þjóðverjar voru í námi í HÍ á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum frá HÍ er íslenska sem annað mál mest sótta námið af erlendum nemum. Guðlaug Matthildur Jakobs- dóttir, forstöðumaður skrifstofu al- þjóðaskipta hjá HR, segir að um 150 erlendir nemendur hafi stund- að fullt nám við skólann á síðasta skólaári. „Þá er ég að tala um nem- endur sem eru í meistaranámi og doktorsnámi,“ segir Guðlaug í sam- tali við Morgunblaðið. „Við erum með nám hérna sem heitir Iceland School of Energy sem er nám innan verk- fræðideildar. Uppistaðan í þeim nemendum er útlendingar eða um 95%. Hins vegar erum við að kenna allt meistaranám á ensku og svo dreifast þeir yfir hinar deildirnar. Það eru nokkrir í viðskiptafræði- deild o.s.frv.,“ segir Guðlaug. Sérstök skólagjöld utan EES Erlendir stúdentar innan Evr- ópu borga sömu námsgjöld og Ís- lendingar við HR en þá eru sérstök gjöld fyrir nemendur utan Evrópu í flestum deildum. „Það er dýrara fyrir nemendur utan Evrópu. Við erum náttúrlega með skólagjöld og það er dýrara að koma til okkar en fara í HÍ. Nemendur sem koma frá Evrópu og Evrópusambandinu borga sama og íslenskir nemendur en hinir borga meira. Námið í Ice- land School of Energy er dýrara. Það er lagað að alþjóðlegum mark- aði.“ Kærunefnd útlendingamála úr- skurðaði í síðustu viku að Útlend- ingastofnun hefði ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólk- ið hafði ætlað að hefja nám við skólann á vorönn, en Útlendinga- stofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Taldi stofn- unin hættu á að nemendurnir væru allir að sækja um á röngum for- sendum. Guðlaug segir að HR hafi einnig fengið holskeflu af umsókn- um frá Bangladess, ekki bara Bif- röst. „Við fengum fullt af umsókn- um frá Bangladess en hins vegar völdum við úr. Það gekk ekki eftir þannig að það kom enginn þegar upp var staðið. Það eru margar fyrirspurnir alltaf og ég geri ráð fyrir því að fyrst þetta var svona komi önnur holskefla yfir okkur. Þannig að maður er aðeins að spá í hvernig maður eigi að bregðast við því.“ Vilhjálmur Egilsson, rektor við Bifröst, segir skólann vera með allt að tuttugu erlenda nemendur á hverju ári ásamt 30 til 40 skipti- nemum. „Við höfum verið að reyna að byggja það upp sem stoð í skól- anum að fá til okkar fullgreiðandi nemendur erlendis frá til að skjóta fleiri stoðum undir skólann og efla hann,“ segir Vilhjálmur. Hann seg- ir skólann hafa verið að fá þýska og rússneska nemendur, þá sér- staklega á námskeið sem eru hald- in á sumrin. Nemendur utan Evr- ópu borga þá einnig hærri skólagjöld við Bifröst. „Við nálg- umst það þannig að þeir greiði mun hærri skólagjöld. Þannig að þetta verður algjörlega sjálfstæð eining óháð framlögum frá ríkinu. Það er okkar stefna og við erum að byggja þetta upp á þeim for- sendum.“ Um 1.500 erlendir stúdentar hérlendis Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Langflestir erlendir stúdentar sem stunduðu háskóla- nám hérlendis á síðasta skólaári voru í Háskóla Íslands. Háskólinn á Bifröst ákvað árið 2017 að styrkja stöðu skólans faglega og fjárhagslega með því að sækja meira í erlenda nemendur. Í kjölfarið var boðið upp á erlendar námsleiðir og fundið út hvernig skólinn ætti að sækja námsmenn að utan. Leifur Runólfsson, lögmaður Háskólans á Bif- röst, segir í samtali við mbl.is að farið hafi verið inn á Asíumarkað, sér- staklega á Bangladess-markað, í ljósi þess að margir höfðu sótt um skólavist frá Asíu. Það leiddi til 50 umsókna frá Bangladess fyrir síðustu vorönn. Umsóknir um skólavistina koma í gegnum umboðsmenn sem skólinn er með, m.a. í Bangladess, sem hafa milligöngu um að aðstoða fólk við að fá skólavist. Bifröst á Asíumarkað ERLENDIR STÚDENTAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Æ vilíkur landsmanna hafa aukist verulega á und- anförnum áratugum og þjóðin er að eldast. Sam- hliða hafa áskoranir vegna ýmissa lífsstílstengdra og langvinnra sjúkdóma farið vaxandi og leitt til aukins álags á heilbrigðiskerfið. Góð heilsa er okk- ur öllum dýrmæt og er það sameiginlegt verkefni okkar allra að leita leiða til að stuðla að og viðhalda henni. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin skilgreinir heilbrigði sem líkamlega, andlega og félagslega vel- líðan en ekki einungis það að lifa án sjúk- dóma og örorku. Með því að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og auðvelda fólki að velja heilbrigðan lífsstíl má draga úr líkum á því að það búi við slæma heilsu síðar á æviskeiðinu eða seinka því að heilsunni hraki. Embætti landlæknis hefur á undanförnum árum stuðlað markvisst að heilsueflingu í samfélaginu með- al annars í samstarfi við sveitarfélög. Árangur þess samstarfs hefur verið góður því í dag búa yfir 80% landsmanna í sveitarfélögum sem uppfylla skilyrði Embættis landlæknis um heilsueflandi samfélag. Mikilvægt er að vinna að heilsueflingu allra aldurs- hópa en sérstaklega mikilvægt er að koma í framkvæmd aðgerðum sem efla heilsu aldraðra og gera þeim kleift að búa lengur á eigin heimili. Íslendingar verja 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu til heimahjúkr- unar sem er tíu sinnum lægra hlutfall en í nágrannalöndunum. Heimahjúkrun er ódýrasta og besta úrræðið til að gera öldr- uðum kleift að búa heima þegar heilsu fer að hraka. Það er brýnt að ríki og sveitar- félög komi sér saman um fyrirkomulag þessa mikilvæga málaflokks. Til að stuðla að því samþykkti ríkisstjórnin fyrir skemmstu stofnun starfshóps með fulltrú- um frá heilbrigðisráðuneyti, forsætisráðu- neyti, fjármálaráðuneyti, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og Embætti landlæknis. Starfshópurinn hefur það hlut- verk að gera tillögu um samstarfsverkefni sem fjalli um heilsueflingu og aðgerðir sem gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og mögulegt er. Það er tímabært að breyta um kúrs og forgangsraða fjármunum til verkefna sem stuðla að bættri heilsu og auknum lífsgæðum alla ævi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilsuefling alla ævi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.