Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 17

Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 ✝ Sverrir Þórð-arson fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu 15. maí 2019. Foreldrar hans voru Þórður Þor- grímsson, f. 1910, d. 1989, og Vilborg Jónsdóttir, f. 1905, d. 1944. Stjúpmóð- ir hans var Jónína Eyja Gunnarsdóttir, f. 1920, d. 1959. Bræður hans voru Þor- grímur Þórðarson, f. 1934, d. 2009, Birgir Þórðarson, f. 1938, d. 2015, og Bjarni Val- garður, f. 1940. Hálfsystkini hans samfeðra voru Vilborg Salóme, f. 1946, d. 1946, Þórður, f. 1947, d. 2011, og Alda Særós, f. 1949. Sverrir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Eyrúnu Magnúsdóttur, 12. júlí 1963. Börn þeirra eru: 1) Guðný, f. 1964. Hennar maður er Gunnar Kristján Sigmundsson, f. 1962. Synir þeirra eru Sverrir Franz, f. 1986, d. 2008, og Ari Þór, f. 1990. Unnusta Ara Þórs er Eydís Rut Óm- arsdóttir og eiga þau dæturnar Em- ilíu Ösp, f. 2015, og Ísabellu Eik, f. 2019. 2) Magnús, f. 1966. Börn hans eru Heiðrún Ósk, f. 1987, Leifur Ingi, f. 1989, unn- usta hans er Hekla Tómas- dóttir og börn hans eru Sverrir Þór, f. 2010, og Aría Marey, f. 2019. Agnes María, f. 1990, sambýlismaður hennar er Arn- ar Magnússon. Útför Sverris fer fram frá Akraneskirkju í dag, 27. maí 2019, klukkan 13. Elsku pabbi er farinn og eftir sitja minningarnar og þakklæt- ið fyrir að hafa átt hann að. Pabbi ólst upp við erfiðar að- stæður og lagði því metnað í að búa fjölskyldu sinni öruggt skjól. Hann lærði húsasmíði við iðnskólann á Akranesi, þaðan sem hann útskrifaðist 1966, dyggilega studdur af tengdafor- eldrum sínum, sem skutu skjólshúsi yfir litlu fjölskylduna á meðan á námi stóð. Hann byggði svo hús yfir fjölskylduna sem flutt var inn í 1973. Hann vann þó ekki alltaf við húsasmíðar, því um árabil var hann til sjós, bæði á fiskibátum og síðar á millilandaskipum. Hamarinn var þó aldrei langt undan og var gripið í smíðar inn á milli. Hann var alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóginn við smíðar og viðhald hjá sínum nánustu. Hann átti þó til að lesa vitlaust á tommustokkinn, með allskrautlegri útkomu stundum. Hann hafði gaman af ýmsu, meðal annars veiðum. Þar er minnisstæð veiðiferð með dótt- ur og tengdasyni á Tvídægru þar sem veðrið var slíkt að það þurfti að nota bílinn til að halda tjaldinu á sínum stað. Afastrák- arnir eiga líka skemmtilega minningu úr veiðiferð með afa þar sem bilað fellihýsi og bens- ínlítill bíll komu við sögu. Aflinn var kannski ekki mikill í þess- um ferðum, enda þarf víst þol- inmæði til að bíða eftir að fisk- urinn bíti, en minningarnar eru góðar. Pabbi var mikill ljúflingur, alla jafna rólyndur og einstak- lega barngóður. Barnabörnin áttu alltaf víst skjól í afafangi. Hann var á sjó á millilandaskipi þegar elsta barnabarnið var skírt og fékk nafnið hans. Stolt- ur lét hann það verða sitt fyrsta verk þegar í höfn var komið að finna verslun með barnavörur og kaupa þar fallegasta barna- rúmið sem hann fann. Hann var mikill safnari og engu mátti henda. Það sást vel á því sem safnaðist upp í bíl- skúrnum „það gæti þurft að nota þetta seinna“ og sjaldnast var pláss fyrir heimilisbílinn í bílskúrnum. Síðustu ár starfs- ævinnar vann hann hjá Gámu og maður getur ímyndað sér að það hafi verið erfitt fyrir safn- ara eins og hann að sjá brúkleg- um hlutum hent þar í stórum stíl. Sjónvarpið var helsta afþrey- ing hans síðustu árin, enda heilsan farin að bila og hreyfi- getan orðin lítil. Það verður því skrítið að koma keyrandi upp að húsinu og sjá sjónvarpsstól- inn hans tóman inn um gluggann. Guðný Sverrisdóttir og fjölskylda. Sverrir Þórðarson ✝ Magnús HelgiÓlafsson fædd- ist á Ísafirði 4. júlí 1940. Hann lést 20. maí 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Ing- ólfur Magnússon og Kristín Halldóra Gísladóttir. Magnús kvæntist 21. apríl 1962 Hildi Bergþórsdóttur, f. 23. mars 1941. Börn þeirra: 1) Ólafur, f. 24. febrúar 1962, maki Sæbjörg Ingigerður Richardsdóttir, f. 3. ágúst 1962. Börn þeirra: Magnús Addi, f. 11. febrúar 1988, kvæntur Lauru Ann Murphy, f. 17. maí 1991. Richard Helgi, f. 28. nóv- ember 1995. 2) Lára, f. 26. júní 1963, maki Tim Miller, f. 12. júní 1964. Börn Láru: Lonnie Garcia, f. 6. júní 1994, Ari Clift Miller, f. 23. júlí 2001. 3) Rúnar Þór, f. 5. október 1971, maki Gerda Klotz, f. 8. ágúst 1978. Börn Rúnars: Tvíburarnir Ið- dvöldu í Noregi í þrjú og hálft ár við nám og störf. Síðan var haldið til Akureyr- ar, þar sem Magnús stýrði End- urhæfingarstöð Sjálfsbjargar og íþróttakennslu við Mennta- skólann á Akureyri í 10 ár og tvíburarnir Rúnar Þór og Krist- inn Þeyr bættust í fjölskylduna. Magnús var einn af stofn- endum Íþróttasambands fatl- aðra og kynnti m.a. bogfimi og botsía fyrir fatlaða. Hann þjálf- aði einnig margs konar íþróttir fyrir fatlaða og fór á íþróttamót með fötluðum, þ.á m. tvisvar sinnum á Ólympíuleika fatl- aðra. Magnús fór í nám við vinnu- vistfræði í Ósló og jók við það með árunum með ýmsum sér- námskeiðum. Hann var sjálfur með námskeiðshald um allt land í vinnuhagræðingu og líkams- beitingu á ýmsum vinnustöðum bæði til sjós og lands, m.a. kom hann af stað hléæfingum fyrir starfsfólk frystihúsa. Magnús var einn af stofn- endum öldungadeildar í blaki og spilaði blak með vinahópi í nafni Skautafélags Akureyrar í 40 ár samfleytt. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 27. maí 2019, klukkan 15. unn og Bergþóra, fæddar 10. apríl 1995. Benedikt Nói, f. 10. apríl 2015. 4) Kristinn Þeyr, f. 5. október 1971. Börn Krist- ins: Emil Þeyr, f. 27. október 2001, Urður Erna, f. 7. september 2010, Ýmir Atli, f. 18. júní 2013. Magnús ólst upp á Ísafirði. Hann stundaði nám á Núpi í Dýrafirði í tvö ár fyrir lands- próf og fluttist síðan til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og fór þá í Íþróttakenn- araskóla Íslands í eitt ár. Eftir útskrift starfaði hann sem íþróttakennari á Reykja- skóla í Hrútafirði í fjögur ár en þá flutti fjölskyldan til Ósló- ar, þar sem Magnús stundaði nám í sjúkraþjálfun. Þau Fallinn er félagi okkar og vin- ur Magnús Helgi Ólafsson. Fundum okkar Magga bar fyrst saman við 14 til 15 ára ald- urinn í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði þar sem við lukum báðir landsprófi. Tengdumst við þar strax vináttuböndum sem entust ævina langa. Síðan lágu leiðir okkar saman í Menntaskól- anum á Akureyri sem lauk með stúdentsprófi þaðan 1961. Þá skildi leiðir um tíma þegar ég fór í HÍ en Maggi í Íþrótta- kennaraskólann á Laugavatni. Var það vel við hæfi því meiri og betri íþróttamann fann ég aldrei í hópi samnemenda okkar og var þó þar af mörgu að taka. Þegar okkur bar að í MA höfðu þáverandi 5. bekkingar nær einokað allar skólaíþróttirn- ar enda margir góðir í þeim hópi. En sama gilti um okkur nýliðana og fljótlega vorum við einokandi flestar greinarnar. Stóð það svo þar til við yfirgáfum skólann. Þarna fór Maggi fremstur í okk- ar flokki enda afburðamaður á flestum sviðum. Hermann Stefánsson íþrótta- kennari við MA trúði mér fyrir því að nú félli hann í þá freistni að gefa 10 á stúdentsprófi í íþróttum í fyrsta og sennilega um leið eina skipti sem hann gerði það. Hann var sannfærður um að þar kæmi enginn sam- bærilegur Magga aftur í MA. Svo skildi leiðir um tíma vegna starfa og náms heima og erlendis. Við tókum báðir að leggja lag okkar við þá íþrótt á efri árum sem aftur leiddi okkur saman í leik. Á Hlíðarvelli hitti ég fyrir tilviljun fjóra Vestfirðinga og gamla Núpsverja, þá Snæja, Kára og Geira ásamt Magga. Hófst þar golfsamvinna okkar sem stendur enn. Maggi gerðist fljótt ástríðufullur golfari. Þarna vorum við farnir að leika okkur aftur saman eins og áður fyrr og fagnaði ég því mjög. Maggi gerðist fljótt foringi hópsins að því leytinu til að hann lagði mikið kapp á að allir væru upplýstir, hélt skrá yfir alla leiki. Farið væri í kaffi saman að leik loknum og kótilettukvöld einu sinni til tvisvar á ári var ómiss- andi. Þetta var lýsandi fyrir hann. Við lékum golf saman til þess síðasta. Á haustmánuðum lékum við meðan veður og aðstæður leyfðu. Alltaf fækkaði holunum sem við fórum og undir lokin sameinuðumst við um eina kerru til þess að létta honum róðurinn enda bar hann þá orðið með sér súrefni. Ég dáðist að þrautseigju hans og einurð. „Við stöndum meðan stætt er,“ sagði hann og vitnaði til vestfirska upprunans sem hann var stoltur af. Í síðustu heimsókn til hans sagði ég honum frá því að búið væri að fella tvö tré á áttundu braut sem sífellt þvældust fyrir kúlunum okkar. Fögnuðum við þessu sameiginlega en þegar ég sagðist mundu minnast hans þegar ég færi framhjá þessum föllnu trjám þá brosti Maggi og sagði að venja væri að gróður- setja tré til minningar um menn eða málefni en ekki fella. Húm- orinn var aldrei fjarri. Nú er þeirri baráttu lokið. Sá slyngi sláttumaður fór holu í höggi og vann leikinn endanlega. Við höfum misst góðan leik- bróður og vin en trúum því að ef það eru golfvellir hinum megin og þegar okkar tími kemur þá verði hann búinn að skrá rástím- ann eins og alla jafna. Far þú vel bróðir og vinur. Þín verður saknað innan vallar sem utan. Steinarr. Þegar eilífðarsleggjan hamrar stálið á steðja lífsins, sindrar í tóminu. Gneistarnir hefja sinn feril og ljóma skært uns yfir lýk- ur. Lífsferlar okkar Magnúsar snertust fyrst einn kaldan vor- dag árið 1985 á Akureyri og ég veit fyrir víst að það hafði áhrif á stefnu míns neista eftir það. Erindið við Magnús var að fá upplýsingar um vinnuvernd og rétta líkamsbeitingu til birtingar í UGGA, málgagni fiskverkafólks á Akureyri, sem var gefinn út í Salthúsi Útgerðarfélags Akur- eyringa. Magnús brást vel við, útvegaði efnið og svaraði öllum mínum spurningum, bæði um vinnuverndina og einnig mennt- un sína og starf. Hann var sjúkraþjálfari og á þeim tíma voru fáar karlfyrirmyndir í fag- inu. Þarna sáði hann fræi sem spíraði og óx og næst þegar leiðir okkar lágu saman um miðjan tí- unda áratuginn, unnum við sam- an, tveir sjúkraþjálfarar ásamt hópi fagfólks, við vinnuvernd og ráðgjöf hjá félaginu Mætti - vinnuvernd. Þegar ljósið slokknar er eft- irlifendum gjarnt að draga fram spariminningarnar til að varpa ljósi á þann látna en mínar end- urminningar um góðan dreng eru allar á einn veg. Magnús var líf- legur og kvikur á fæti, hlýr í fasi og hláturmildur, góður í sam- starfi og allri viðkynningu og nærvera hans var upplífgandi og hvetjandi. Dauðinn greip þennan gneista en í mínu hugskoti mun minning um mætan mann lýsa björt. Magnús Ólafsson lifir. Blessuð sé minning hans. Lárus Jón Guðmundsson sjúkraþjálfari. Við Magnús kynntumst haust- ið 1956; vorum byrjendur og skólabræður í MR í Reykjavík í nokkra mánuði. Við vorum ekki í sama bekk en áttum samleið í leikfiminni þar sem við vorum ásamt þriðja manni að undirlagi leikfimikennarans þjálfaðir til að koma upp sirkusatriði til sýning- ar og skemmtunar fyrir skóla- systkini okkar í einni selsferð nemenda eins og þá tíðkaðist. Upp úr þessu þróaðist vinátta sem hefur haldist óslitið í tæp 63 ár og verður óbreytt til eilífðar- nóns. Fyrstu árin hittumst við sjald- an en síðustu 45 ár hafa sam- skiptin verið tíð og regluleg gegnum öldungablakið. Magnús var einn af örfáum upphafsmönn- um öldungablaksins á Íslandi. Undanfarna mánuði treystust vináttuböndin enn frekar vegna baráttu við sameiginlegan and- stæðing, sem varð öllum öðrum lúmskari og erfiðari; krabbann. Síðasta viðureign Magnúsar við illkynja sjúkdóm endaði í oddahrinu, þar sem hann laut í lægra haldi. Dómarinn mikli hafði kveðið upp sinn úrskurð. Áður hafði Magnús oftar en einu sinni sigrað í tvísýnni baráttu við þennan sama andstæðing og mátað í leiðinni sjálfa læknis- fræðina. En baráttuhugur vinar míns allt til hinstu stundar verð- ur mér ógleymanlegt aðdáunar- efni. Hann gat jafnvel slegið á létta strengi í símtali skömmu fyrir andlátið og vissi þó vel að hverju dró. Ef ætti að gefa vitnisburð eða dæma um kjark og æðruleysi, var Magnús heljarmenni. Ég er ekki viss um að geta leikið það eftir, þegar minn tími kemur. Magnús var tæplega meðal- maður á hæð, vöðvastæltur og samsvaraði sér óvenjuvel að vexti og líkamsbyggingu. Hann var fjölhæfur íþróttamaður. Hann var ekki fyrirferðarmikill í opinberu lífi, einbeitti sér að kennslu, sjúkraþjálfun og vinnu- vernd. Samt var hann frum- kvöðull á ýmsum sviðum, má nefna íþróttir fatlaðra á lands- vísu, uppbyggingu sjúkraþjálf- unar og endurhæfingar á Akur- eyri, bakskóla á Akureyri, sem þróaðist í öldungablak, og hann þýddi eða samdi og gaf út bók um nýjungar á sviði vinnuvernd- ar, svo eitthvað sé nefnt. Hér verður að lokum aðeins drepið á öldungablakið. Þar komu leiðtogahæfileikar hans best í ljós, þegar Blakdeild Skautafélags Akureyrar sendi öldungalið í keppni á Íslands- mótum áratugum saman. Magn- ús kenndi blakið, stjórnaði æf- ingum, stýrði liðinu í keppni, undirbjó keppendur og var einn- ig oftast allt í öllu inni á vellinum. Eftir því sem keppni á Ís- landsmótum varð stærri þáttur með árunum, var meira og meira lagt upp úr liðsanda og sálfræðin jafnvel tekin í gagnið fyrir liðs- heildina og til að temja keppn- isskapið. Mikið var lagt upp úr því að standa saman undantekn- ingalaust í meðbyr og mótbyr. Þetta skilaði sér. Svo var kveðskaparlistin og gleðin virkjuð í þágu íþróttarinn- ar. Þá var kveðið: Aldrei skammast innan liðs, þó ei sé rammur gaur til friðs, annars hrammur höggi smiðs hittir kjamma þinn án griðs. Að lokum er rétt að þakka fyr- ir sig og kynnin við ógleyman- legan samtímamann og vin. Geymi þig almættið, elsku drengurinn. Ástvinum Magnúsar vottum við okkar innilegustu samúð, með kveðju frá gömlu „Skautun- um“. Brynjólfur Ingvarsson. Á 40 ára afmælisári Íþrótta- sambands fatlaðra 2019 var leit- ast við að ná til þeirra sem ruddu brautina og hófu vegferð íþrótta fatlaðra á Íslandi. Einn af þeim sem þar fóru fremstir í flokki var vinur okkar Magnús Helgi Ólafsson sjúkraþjálfari. Það er mikilvægt í dag að eiga til viðtöl sem tekin voru nýlega þar sem hann sagði söguna og hvatti okk- ur jafnframt til að halda starfinu áfram og vinna betur að því í gegnum íþróttastarfið að rjúfa félagslega einsemd og einangr- un. Árið 1974 fór Magnús að heimsækja Norðurlönd og Eng- land þar sem hann var í tvo og hálfan mánuð til að kynna sér íþróttastarf fatlaðra, þýða regl- ur og kynna sér áhöld og tækja- búnað. Við komu til Íslands hóf hann að kynna boccia, bogfimi og krullu og á þessum tíma voru stofnuð fyrstu íþróttafélög fatl- aðra á Íslandi. Hann var með kynningar um allt land og m.a. árið 1981 fyrir nemendur Íþróttakennaraskóla Íslands, sem hafði örlagarík áhrif á nú- verandi framkvæmdastjóra þró- unarsviðs ÍF. Magnús kom að kynningar- starfi ÍF í fjölda ára og var alla tíð boðinn og búinn að aðstoða við útbreiðslu íþrótta fatlaðra, dómgæslu á mótum og önnur verkefni ÍF. Fyrir tveimur árum kom hann á skrifstofu ÍF til að leita samstarfs við að kynna eldri borgurum í Grafarvogi boccia og það leið ekki á löngu þar til hann var búinn að setja á fót boccia- æfingar fyrir eldri borgara í Spönginni, Grafarvogi. Þetta starf þróaðist hratt og veikindi höfðu ekki áhrif á eldmóð hans í útbreiðslustarfinu sem hann sinnti af miklum áhuga þar til krafta þraut. Það er óhætt að fullyrða að hugmyndir hans í gegnum árin hafi orðið að fjölbreyttum verk- efnum þar sem sköpuð voru ný tækifæri í íþróttastarfi fatlaðra. Lífsganga Magnúsar Helga Ólafssonar hefur sannarlega haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið og gefið mörgum margt. Að láta gott af sér leiða er mikilvægt í lífinu. Við erum mörg sem eigum Magnúsi Helga Ólafssyni mikið að þakka og Íþróttahreyfing fatlaðra kveður ómetanlegan liðsmann. Í huga okkar er þakklæti fyrir góða vináttu og einstakt sam- starf. Þín er sárt saknað, Maggi minn. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. F.h. starfsfólks og stjórnar ÍF, Anna K. Vilhjálmsdóttir Þórður Árni Hjaltested. Magnús Helgi Ólafsson Grétar Þór var fyrsta barn Frigga móðurbróður okk- ar og Gurrýjar á Höfða. Fæddur viku á eftir frænku sinni í Lyngholti. Þannig fjölgaði síðan á víxl í barnahópunum og tengslin voru ræktuð með heimsóknum eftir föngum. Það var alltaf gaman að hitta frændsystkin- in, leika við þau og vera með þeim á æskuslóðum mömmu okkar á Höfða. Á fullorðins- árum komum við saman á ár- vissu þorrablóti, Höfðahátíð- um og við önnur tækifæri. Grétari var þá einstaklega lag- ið að færa tímann aftur á bak Grétar Þór Friðriksson ✝ Grétar ÞórFriðriksson fæddist 16. júní 1959. Hann lést 12. maí 2019. Útför Grétars Þórs fór fram 24. maí 2019. þegar hann lét frásagnargáfuna njóta sín við að rifja upp atburði og sögur og við- halda þannig minningunum. Við eigum honum að þakka skemmtilegar myndir af ýmsu sem tengist móð- urfólki okkar og umhverfi þess. Nú er Grétar dáinn og landslagið breytt í frændgarð- inum. Við þökkum þér sam- verustundirnar, kæri Grétar frændi. Innilegar samúðarkveðjur til Andra Þórs, Söndru Rúnar og Ingvars Þórs, Gurrýjar mömmu þinnar, systra þinna og fjölskyldna þeirra. Hjördís, Björn Friðrik, Einar, Jón, Guðmundur Anton og Steinunn Guðbjörg frá Lyngholti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.