Morgunblaðið - 27.05.2019, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
✝ Björn Þ. Guð-mundsson
fæddist 13. júlí 1939
á Akranesi. Hann
lést á Landakots-
spítala 16. maí
2019.
Björn var sonur
hjónanna Guð-
mundar Björns-
sonar frá Núpsdals-
tungu í Miðfirði, f.
24. mars 1902, d.
17. nóvember 1989, og Pálínu
Þorsteinsdóttur frá Stöð í Stöðv-
arfirði, f. 28. janúar 1928, d. 13.
október 1999. Systkin Björns
eru: Ormar Þór, f. 2. febrúar
1935, kvæntur Kristínu Valtýs-
dóttur, Gerður Birna, f. 2. apríl
1938, gift Daníel Guðnasyni, Ás-
geir Rafn, f. 18. maí 1942, kvænt-
ur Fríðu Ragnarsdóttur, Atli
Freyr, f. 3. apríl 1948, maki hans
er Þorgerður Jónsdóttir. Björn
kvæntist 20. nóvember 1960 Þór-
unni Bragadóttur, fyrrum deild-
arstjóra í menntamálaráðuneyt-
inu, f. 13. september 1940.
Foreldrar hennar voru Bragi
Sigurjónsson, skáld og alþingis-
maður, f. 9. nóvember 1910, d.
29. október 1995, og Helga Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 28. janúar
1909, d. 18. ágúst 1996. Synir
München 1965-66. Auk þess
lagði hann stund á rannsóknir á
sviði mannréttindalöggjafar í
Bandaríkjunum 1971. Björn var
skipaður fulltrúi hjá yfir-
borgardómaranum í Reykjavík
frá 1966 til 1972. Skipaður borg-
ardómari í Reykjavík frá árinu
1972 til 1979. Björn var settur
prófessor í lögfræði við laga-
deild Háskóla Íslands 1978 og
skipaður prófessor ári síðar. Þar
kenndi hann eignarrétt, veðrétt,
sifjarétt og persónurétt en
lengst af stjórnsýslurétt allt þar
til hann lét af störfum árið 2004.
Björn var bæði varaforseti og
forseti lagadeildar Háskóla Ís-
lands um margra ára skeið.
Björn var varadómari í Hæsta-
rétti Íslands frá 1972 og settur
hæstaréttardómari 1998. Sat
hann í fjölda mála í Hæstarétti,
einkum hin síðari ár. Jafnframt
gegndi Björn ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum Þá var Björn
einn af stofnendum Íslands-
deildar Amnesty International
og fyrsti formaður. Eftir Björn
liggur fjöldi fræðigreina á sviði
lögfræði sem birtust í íslenskum
og erlendum fræðiritum. Björn
var einnig höfundur að For-
málabókinni þinni, útg. 1975, og
Lögbókinni þinni sem gefin var
út 1973 en endurútgefin endur-
skoðuð 1989. Þótti Lögbókin þín
marka tímamót sem einstakt
fræðirit á sviði lögfræðinnar.
Björn verður jarðsunginn frá
Neskirkju í dag, 27. maí 2019,
klukkan 13.
Björns og Þórunnar
eru: 1) Guðmundur,
aðjunkt við Háskóla
Íslands, f. 1960,
kvæntur Heklu
Valsdóttur, f. 1.
ágúst 1968. Þeirra
dætur eru: Auður, f.
14. október 1990, og
Þórunn Birna, f. 29.
ágúst 1999. Dóttir
Guðmundar af
fyrra sambandi er
Fríður, f. 22. apríl 1984. 2) Bragi
Björnsson lögmaður, f. 17. júní
1968, kvæntur Rögnu Björk
Ragnarsdóttur, f. 20. maí 1979.
Þeirra börn eru: Ragnar Björn,
f. 26. janúar 2004, og Helga Sif,
10. september 2007.
Björn ólst upp á Akranesi en
að loknu námi bjó hann með eft-
irlifandi eiginkonu sinni fyrst í
Reykjavík en síðan á Seltjarn-
arnesi þar sem þau hjónin reistu
sér hús sem þau bjuggu í frá
1990. Björn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1959 og embættisprófi, cand.
juris, frá Háskóla Íslands 1965.
Þá stundaði Björn framhalds-
nám í alþjóðarétti með flug- og
geimrétt sem sjálfstætt rann-
sóknarsvið við Ludwig-
Maximilians-Universität í
Við eigum eftir að sakna sagn-
anna og spjallsins þar sem við
töluðum um allt milli himins og
jarðar. Einnig skákanna og fót-
boltans sem þú dáðir og kenndir
okkur að meta. Allar sögurnar
sem þú sagðir okkur og við hugs-
uðum með okkur að við vildum
vera eins og þú. Allt sem við
lærðum af þér og sama hvað
gerðist, þú stóðst alltaf með okk-
ur. Allar ísferðirnar, hláturinn
og litlu leikirnir sem við spilum
enn. Ekki varstu bara það sem
allir geta óskað sér í afa heldur
varstu miklu meira en það. Við
vitum að þú verður alltaf okkur
við hlið. Hvíldu í friði, afi.
Ragnar Björn Bragason,
Helga Sif Bragadóttir.
Björn mágur minn lést 14. maí
sl. eftir langvinn veikindi. Kvöld-
ið fyrir andlátið hringdi Gerður
systir hans í hann á spítalann og
var Björn þá hinn hressasti.
Andlátsfregnin kom því nokkuð
á óvart.
Mín fyrstu kynni af Birni voru
þegar við Gerður fórum að horfa
á knattspyrnuleik í unglinga-
flokki milli Vals og ÍA hér í
Reykjavík. Björn var í framlín-
unni hjá ÍA og stóð sig með
prýði.
Björn og konan hans Þórunn
luku stúdentsprófi frá MA 1959
og eiga þau hjón því 60 ára stúd-
entsafmæli á þessu ári. Eftir
stúdentspróf hóf Björn nám við
lagadeild HÍ og lauk embættis-
prófi í lögfræði 1965.
Björn hóf störf hjá Borgar-
dómaraembættinu skömmu eftir
útskrift úr lagadeildinni. Með-
fram starfinu þar hóf hann að
skrifa vísindagreinar um lög-
fræðileg málefni og samdi auk
þess tvær bækur um sama efni,
Formálabókin þín, sem hafði að
geyma „sýnihorn hverskonar
samninga og annarra löggern-
inga“ eins og segir í formála, svo
og Lögbókin þín, sem var í senn
hugsuð sem lögfræðiorðabók og
lögfræðihandbók bæði fyrir al-
menning og löglærða.
Björn hafði mikinn áhuga á
veiðiskap og var það árviss við-
burður hjá okkur mágum að fara
í Miðfjarðará til veiða. Guð-
mundur tengdafaðir minn var
ávallt með í þessum ferðum og
hann notaði tækifærið og heim-
sótti ættingja og vini í sveitinni
sinni meðan við vorum við veið-
ar. Þessar ferðir í Miðfjörðinn
voru mikið tilhlökkunarefni hjá
okkur og ekki minnst hjá Guð-
mundi. Einn góður veiðistaður í
Miðfjarðará, Kattarpollur, er við
túnfótinn í Núpsdalstungu,
æskuheimili Guðmundar. Hann
fylgdist vel með veiðimönnum og
þegar hann loks sá okkur Bjössa
við Kattarpoll kom hann gang-
andi niður túnið í Núpsdalstungu
og fylgdist með okkur. Þetta var
hápunktur ferðarinnar.
Björn og Þórunn ferðuðust
mikið um hálendi Íslands og
gaman var að hlusta á ferðalýs-
ingar þeirra.
Björn og langafabarn hans,
Ragnar Björn, voru báðir miklir
fótboltaáhugamenn og horfðu oft
saman á enska boltann. Það kom
ekki að sök þótt þeir héldu hvor
með sínu liðinu. Björn hélt með
Arsenal en Ragnar Björn var
„púlari“.
Að leiðarlokum vil ég þakka
mági mínum fyrir ljúfar minn-
ingar og óska honum velfarnaðar
í nýjum heimkynnum. Við Gerð-
ur sendum Þórunni, sonum
þeirra og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Gerður og Daníel.
Friður hefur færst yfir mig.
Dásamlegur friður. Nú get ég
farið, þegar þú kallar, og hvert
sem þú kallar mig. Því þú hefir
tekið þjáningu mína burtu.
Og þjáning þeirra sem ég
elska mun að engu verða í þinni
hendi.
Svo segir ljóðmælandinn í
hugunum Sigurjóns Friðjóns-
sonar, Skriftamálum einsetu-
mannsins, bók sem mágur minn,
Björn Þ. Guðmundsson, fv. pró-
fessor, mat mikils. Björn andað-
ist á Landakoti að morgni dags
16. maí tæplega áttræður að
aldri. Hann fékk hægt andlát eft-
ir langvarandi veikindi.
Björn var fæddur og uppalinn
á Akranesi þar sem faðir hans
var barnakennari. Hann ólst upp
í stórum systkinahópi. Var send-
ur í sveit til ættingja bæði norður
í Húnaþingi og austur í Breiðdal,
eins og þá var títt með unga
drengi. Seinna var hann kaupa-
maður á Hvanneyri. Þegar hann
var að alast upp voru Akurnes-
ingar með eitt besta knatt-
spyrnulið landsins og Björn varð
snemma liðtækur knattspyrnu-
maður, þjálfaði yngri flokka, og
hafði alla tíð brennandi áhuga á
fótbolta.
Björn gekk í Menntaskólann á
Akureyri og lauk stúdentsprófi
úr máladeild. Var góður náms-
maður og og hafði ekki síst yndi
af íslenskunámi. Lagði hann sig
alltaf fram um að vanda málfar
sitt. Þau voru bekkjarsystkin,
Björn og Þórunn, systir mín, og í
MA tókust kynni með þeim. Eft-
ir stúdentspróf rugluðu þau sam-
an reytum sínum, Björn byrjaði
að nema lögfræði og Þórunn hóf
störf í menntamálaráðuneytinu,
enda var þá engin námslán að fá.
Eftir að Björn lauk kandídats-
prófi dvöldust þau einn vetur í
Þýskalandi við nám. Við heim-
komuna var Björn skipaður
fulltrúi yfirborgardómara í
Reykjavík 1966 og síðan borgar-
dómari frá 1972-1979. Björn var
fyrst settur prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands 1978 en
skipaður í það embætti árið 1979.
Starfaði hann sem prófessor við
skólann þar til hann fór á eftir-
laun.
Björn dvaldist oft við fram-
haldsnám og rannsóknir erlendis,
ekki síst á sviði mannréttinda,
stjórnsýsluréttar og flug- og
geimréttar. Björn var fyrsti for-
maður Íslandsdeildar Amnesty
International. Hann sat í Flug-
slysanefnd í fjölda ára. Björn tók
virkan þátt í stjórnsýslu innan
Háskólans, var deildarforseti
lagadeildar og formaður prófess-
orafélagsins. Þá sat hann í stjórn
hugvísindadeildar Vísindasjóðs.
Meðal ritverka hans eru Lögbók-
in þín og Formálabókin þín.
Björn var fróður um landsins
gagn og nauðsynjar og fylgdist
vel með öllum fréttum eftir að
hann vann á dagblaðinu Tíman-
um á háskólaárum sínum.
Hann hafði mjög gaman af að
ferðast bæði innan lands og utan
og þau Þórunn fóru víða. Oft
komu þau Þórunn á æskuheimili
okkar á Bjarkastíg 7 á Akureyri
meðan foreldrar okkar lifðu.
Nutu þau að ræða við Björn um
menn og málefni. Ekki síður naut
faðir minn þess að fara með þeim
Þórunni á fjöll norðanlands og
austan.
Björn var heimakær. Hafði þó
gaman af að umgangast annað
fólk ef þannig lá á honum. Höfð-
ingi heim að sækja. Ég þakka
honum góðar mágsemdir í sextíu
ár. Veri hann kærst kvaddur, eins
og tengdamóðir hans hefði sagt.
Úlfar Bragason.
„Öllu er afmörkuð stund og
sérhver hlutur undir himninum
hefur sinn tíma.“ Þessi orð úr
Prédikaranum koma upp í hug-
ann á kveðjustund góðs frænda,
Björns Þ. Guðmundssonar.
Bernskan og æskan eiga sannar-
lega sinn tíma, tíma sem er mót-
andi og ógleymanlegur og dýr-
mætur. Við Bjössi frændi minn
vorum bræðrabörn, bræðurnir
Guðmundur faðir hans og Björn
pabbi minn voru líka bestu vin-
irnir, hvor öðrum svo innilega
góðir alla tíð. Þessi bræðrakær-
leikur smitaði sannarlega fjöl-
skyldurnar sem þeir svo stofnuðu
annar á Akranesi og hinn í
Reykjavík. Fjölskyldan á Akra-
nesi var bæði fjölmenn og fjörug.
Bjössi átti fjögur yndisleg systk-
in. Gerður Birna eina systirin og
þrír bræður, Ormar Þór, Ásgeir
Rafn og Atli Freyr. Það sem mér
fannst þau öll skemmtileg en
fremstur í flokki í mínum minn-
ingum er Björn frændi minn,
hann skar sig úr með sitt fallega
rauðbrúna hár og breiða fallega
bros. Eiginlega fannst mér hann
alltaf brosandi. Þegar von var á
fjölskyldu Guðmundar og Pálínu,
hans ljúfu konu, til borgarinnar
var hátíð í bæ á Dyngjuveginum.
Við yngstu krakkarnir fengum að
sofa í hrúgu í hjónarúminu, sem
þótti ekki leiðinlegt. Sama var um
ferðir upp á Skaga; árvisst var
haldið norður í Miðfjörðinn í sum-
arfríinu þar sem rætur föður-
fólksins lágu og ávallt komið við á
Jaðarsbrautinni. Ekkert nema
gleði fylgdi þessum heimsóknum.
Tíminn leið og pabbi minn kvaddi
rúmlega fimmtugur, þá breyttist
margt. Pálína og Guðmundur,
elskulegir foreldrar Bjössa, buðu
mig velkomna til dvalar á hverju
vori eftir skóla. Það var þá sem ég
verulega kynntist mínum hlýja
bjarta frænda, alla daga þegar
hann kom heim úr sumarvinn-
unni var hann með eitthvað
skemmtilegt á prjónunum. Hann
sagði mér sögur og brandara og
endalaust virtist hann eiga af gát-
um. Heilu kvöldin sátum við uppi
í risi, hópur ungmenna, og
skemmtun okkur – aðallega
Bjössa frænda að þakka. Hann
stýrði kvöldvökunum, hans létti
andi réð ríkjum. Líka er gaman
að minnast borðhaldsins á
Jaðarsbrautinni. Á kvöldin var
lagt fallega á borð í borðstofunni,
Guðmundur föðurbróðir minn sat
fyrir endanum, hamingjusamur
með hópinn sinn, og Pálína hans í
lúgunni milli eldhúss og borð-
stofu, færandi okkur kræsingarn-
ar. Mikið spjallað saman um hvað
á daginn hafði drifið hjá hverju og
einu okkar, Guðmundur frændi,
barnakennarinn góði, að fræða
okkur, mikið gaman, enginn að
flýta sér. Í þessum gefandi jarð-
vegi ólst Björn upp með yndisleg-
um foreldrum og kátum systkin-
um. Hann hélt svo af stað út í
heiminn, menntaði sig, lögfræðin
varð hans fag. Hann náði miklum
árangri, skrifaði lögbók og varð
prófessor við Háskóla Íslands,
glæstur ferill. Ég kveð þennan
kæra frænda minn, Björn Þ. Guð-
mundsson, og þakka honum allar
dásamlegu æskuminningarnar
sem hann gaf mér með lífsgleði
sinni og elsku. Veri Bjössi, minn
skemmtilegi frændi, góðum Guði
falinn. Guð blessi minningu góðs
drengs.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Dalvík.
Nú hefur Björn, eiginmaður
Þórunnar frænku minnar, kvatt
þetta líf. Björn var greindur mað-
ur og skemmtilegur. Hann var
kannski ekki allra og sumum gat
jafnvel fundist hann köntóttur.
Það var þó ekki mín upplifun af
Birni því mér var hann ætíð góð-
ur. Hann var sterkur persónu-
leiki sem lá ekki á skoðunum sín-
um og stóð gjarnan fast á sínu.
Sjaldan var þó langt í skopskynið.
Við Bragi, sonur hans, erum ekki
aðeins frændur heldur einnig
nánir vinir og samstarfsmenn.
Fyrir þær sakir hafa tengsl mín
við fjölskylduna á Fornhaga og
síðar Bakkavör orðið enn nánari
en ella.
Ég kynntist ekki aðeins fjöl-
skyldumanninum Birni heldur
einnig háskólakennaranum.
Björn var frábær kennari við
lagadeildina og var þar altalað,
þegar ég var þar við nám, að fyr-
irlestrar hans væru hinir
skemmtilegustu og líflegustu.
Hann var vel skipulagður og lagði
mikið í kennsluna. Fyrirlestrarn-
ir byrjuðu alltaf klukkan tíu á
morgnana en aldrei klukkan átta.
Hann sagðist ekki kenna á nótt-
unni. Sökum fjölskyldutengsla
gat ég ekki skrifað ritgerð undir
leiðsögn Björns á lokaári mínu en
ávallt gat ég þó leitað til hans.
Alltaf var mér jafn vel tekið.
Björn hafði gríðarlegan áhuga á
knattspyrnu eins og margir góðir
menn og lét fáa alvöru leiki fram
hjá sér fara í sjónvarpi. Því
áhugamáli deildi ég með honum.
Síðustu árin voru Birni erfið sök-
um vanheilsu. Naut hann þess þá,
sem áður, að vera einstaklega vel
kvæntur. Þórunn, föðursystir
mín, var honum ætíð hin besta
stoð og stytta sem og synir hans,
Guðmundur og Bragi. Þá naut
hann þess jafnframt að búa undir
sama þaki og fjölskylda Braga og
hafa barnabörnin í kringum sig
daglega.
Á kveðjustund votta ég Þór-
unni og fjölskyldunni allri samúð
mína.
Börkur Hrafnsson.
Björn var borgardómari í
Reykjavík á árunum 1972-1979
en síðan settur prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands árið
1978 og skipaður prófessor árið
eftir. Síðar varð hann forseti
lagadeildarinnar um nokkurra
ára skeið. Hann var vel þekktur
og átti að baki langan feril á sviði
rannsókna og framhaldsmennt-
unar í lögfræði. Framhalds-
menntun hans fór einkum fram í
Þýskalandi en einnig í Banda-
ríkjunum og Hollandi. Hann tók
þátt í ýmsum alþjóðaráðstefnum
og fundum hérlendis sem erlend-
is auk þess sem hann hlaut styrki
og naut viðurkenningar fyrir
framlag sitt á sviði lögfræði.
Hann tók virkan þátt í fé-
lagsmálum og var meðal annars
um skeið formaður Dómara-
félags Reykjavíkur. Ritverk og
lögfræðirannsóknir Björns
liggja einkum í stjórnsýslurétti
en á því sviði var hann lengi einn
helsti sérfræðingur hér á landi.
Hér skal því sérstaklega haldið
til haga að árið 1973 gaf hann út
bókina „Lögbókin þín“, sem er
lögfræðileg handbók rituð fyrir
almenning og raunar einnig fyrir
laganema og lögfræðinga. Bók
þessi hefur ávallt notið viður-
kenningar sem meistaraverk.
Árið 2009 var svo gefið út veg-
legt afmælisrit honum til heið-
urs. Allt lék í höndunum á Birni
þegar hann vildi það við hafa.
Við Björn kynntumst þegar
við unnum saman sem fulltrúar
yfirborgardómarans í Reykja-
vík. Með okkur myndaðist fljót-
lega afar sterkt vináttusamband
sem átti eftir að endast lengi,
lengi. Sameiginlegt áhugamál
okkar var einkum útivist og veið-
ar, auk lögfræðinnar. Við fórum
títt í ferðir í mörg ár ýmist tveir
saman eða með félögum okkar.
Þessar ferðir voru okkur ávallt
ofarlega í huga og mikill tími fór
ávallt í skipulagningu og fram-
kvæmd.
Björn var einstakur maður,
skemmtilegur og trygglyndur.
Hann var afar vel lesinn, minn-
ugur með afbrigðum og lá aldrei
á pólitískum eða lögfræðilegum
skoðunum sínum. Hann gat verið
harður í horn að taka í einstökum
málum en í annan tíma var hann
afar ljúfur og sáttfús. Gilti þetta
bæði í umræðum um þjóðfélags-
mál og persónuleg mál. Skoðanir
sínar setti hann oftlega fram
með gamansömum hætti en
einnig hárbeitt. Þetta gaf tilefni
til að takast hart á en þó aðallega
til að treysta vináttubönd. Björn
var nánast alls staðar vel heima.
Það gilti um bókmenntir, þjóð-
félagsmál, lögfræði, tungumál og
svo framvegis. Allt þetta hafði
hann áreynslulaust í hendi sér.
Ég minnist tíðra samskipta
okkar í starfi og leik. Um langan
tíma átti ég engan traustari vin.
Vinátta okkar hélst ávallt en
Björn var veikur um langan
tíma. Því dró smám saman úr
samskiptum okkar. Minning mín
um hann er bæði hrein og falleg.
Ég kveð góðan vin um langa
lífsleið. Fjölskyldu hans færi ég
samúðarkveðjur.
Stefán Már Stefánsson.
Á kveðjustund minnist ég
Björns Þ. Guðmundssonar vinar
míns með þakklæti. Við Björn Þ.
kynntumst fyrir liðlega hálfri öld
og þau kynni urðu að tryggri vin-
áttu sem við ræktum vel alla tíð.
Eftir nám í lagadeild Háskóla
Íslands aflaði Björn sér víðtækr-
ar þekkingar á ýmsum sviðum
lögfræði og fleiri greina í erlend-
um háskólum og á alþjóðlegum
sem innlendum ráðstefnum.
Þekking hans var víðtæk og vel
grundvölluð og hefur án efa
reynst honum vel sem dómara,
prófessor í lögfræði og fræði-
manni. Eitt af því sem einkenndi
Björn var gríðarleg nákvæmni.
Gerhygli og agi hefur eflaust
komið sér vel við öll ritstörfin.
Björn hafði einstaklega gott vald
á íslensku máli og lagði áherslu á
gott mál í ræðu og riti. Eitt af
mörgum áhugamálum Björns
voru mannréttindi. Hann kynnti
Björn Þ.
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
(Úr Hávamálum)
Bragi Björnsson,
Guðmundur Björnsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG NJÁLSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. maí.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 31. maí klukkan 13.
Helga Gísladóttir Stefán Kristjánsson
Kristín Gísladóttir
Njáll Gíslason Íris Stefánsdóttir
Sigurður Gíslason Guðný Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn