Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
sér mannréttindalöggjöf í
Bandaríkjunum, stundaði rann-
sóknir á sviði mannréttinda við
Universität zu Köln og tók þátt í
ýmsum alþjóðaráðstefnum um
mannréttindi bæði hér á landi og
erlendis. Sem viðurkenningu á
þessu sviði hlaut Björn mann-
réttindastyrk Sameinuðu þjóð-
anna vorið 1971 og 1973 til rann-
sókna á mannréttindalöggjöf og
styrk úr Vísindasjóði til sömu
rannsókna 1977. Hann var fyrsti
formaður Íslandsdeildar Am-
nesty International. Björn var
gæddur ríkri réttlætiskennd og
ég minnist þess vel þegar hann
lagði nótt við dag til að rita bréf
vegna samviskufanga. Við Björn
ræddum oft málefni á sviði
mannréttinda og persónuvernd-
ar, ekki síst hin síðari ár.
Fyrstu kynni okkar Björns
voru sennilega þegar þau Þór-
unn keyptu risíbúð að Fornhaga
hér í borg en ég bjó í kjallaran-
um í sama húsi. Margs er að
minnast á meira en hálfri öld:
veiðiferðir, gönguferðir, seta á
kaffihúsum, endalausar samræð-
ur og hátíðlegar stundir. Björn
var mikill náttúruunnandi og
naut þess að standa við fallega
veiðiá og renna fyrir fisk, skoða
landslagið og njóta stundarinn-
ar. Áhugamál Björns voru mörg
svo sem allt sem varðar land,
sögu, þjóð og tungu – lögfræðin
án takmarkana – samanber nám
hans í alþjóðarétti með flug- og
geimrétt sem sjálfstætt rann-
sóknarsvið. Björn var víðlesinn
og það var ávallt fróðlegt og
gaman að ræða við hann um bók-
menntir. Eftir að hann hætti
störfum var góður tími til þess að
lesa bækur og oft fór hann yfir
efni þeirra bóka sem hann las og
við ræddum það. Það var einnig
einkar fróðlegt að ræða við hann
um aðalgrein hans lögfræðina og
það var gott að geta leitað til
Björns og rætt ýmis lögfræðileg
mál eða lögfræðileg álitaefni ef
slíkt hentaði á spjallfundum okk-
ar í áratugi.
Björn hafði ferðast ótrúlega
mikið bæði innanlands og víða
um lönd. Einu sinni vorum við
Björn og Þórunn í sama hópi sem
fór til Egyptalands. Björn naut
þess einstaklega vel að skoða
sögusvið Gamla testamentisins,
bláa Níl með grænu sefi á bökk-
um, og grafirnar í Konungadaln-
um.
Og nú er för hins víðförla vin-
ar míns heitið á nýjar slóðir og
ég óska honum fararheilla.
Ég og fjölskylda mín sendum
Þórunni, börnum þeirra og fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Björns Þ. Guðmundssonar.
Sverrir Kristinsson.
Kveðja frá lagadeild
Háskóla Íslands
Með Birni Þ. Guðmundssyni
er genginn öflugur liðsmaður
lagadeildar Háskóla Íslands.
Hann var skipaður prófessor við
deildina árið 1978 og gegndi því
starfi um áratugaskeið. Hann
varð í tvígang forseti deildarinn-
ar og var á ýmsan hátt braut-
ryðjandi á sínu sviði. Eftir Björn
liggur fjöldi fræðigreina á sviði
lögfræði sem birtust bæði í ís-
lenskum og erlendum fræðirit-
um. Árið 1973 kom út rit hans
Lögbókin þín, en þar var um að
ræða einstakt verk sem gagnast
lögfræðingum, laganemum og al-
menningi enn þann dag í dag.
Fyrrverandi nemendur
Björns minnast hans sem góðs,
skemmtilegs og framsækins
kennara, sem alltaf hafi verið
gott að sækja ráð og upplýsingar
til. Fyrrverandi og núverandi
starfsmenn lagadeildar minnast
hans jafnframt með hlýhug,
þakka farsæl störf hans í þágu
lagadeildar og votta aðstandend-
um hans innilega samúð. Blessuð
sé minning Björns Þ. Guðmunds-
sonar.
Eiríkur Jónsson,
deildarforseti.
Elsku amma
okkar er farin. Það
er erfiður veruleiki
að horfast í augu við. Hún sem
var svo stór partur af öllu okk-
ar lífi bæði í gleði og sorg. Hún
var alltumvefjandi og svo kær-
leiksrík að við munum allar búa
að því alla okkar tíð og vonandi
ná að skila þeim boðskap áfram
til allra í okkar lífi.
Hún amma var einstaklega
glaðlynd, bros- og hláturmild
með eindæmum. Alltaf var tek-
ið á móti manni með þéttu
faðmlagi og ótal kossum á kinn
og við kvaddar með sama
hætti. Amma var sönn kjarna-
kona, mikið elskuð af okkur öll-
um og það fór ekki á milli mála
þegar hún skildi við að þarna
var ættmóðir að kveðja en á
þriðja tug ættmenna var sam-
ankomið á spítalanum til að
kveðja hana og þó var það nú
bara brot af fjölskyldu hennar.
Skarðið hennar Gógóar
ömmu verður aldrei fyllt og við
munum ávallt minnast hennar
með bros á vör og gleði í
hjarta.
Sárt var að ná ekki að kveðja
þig, elsku amma, en við kveðj-
um með þessum orðum og
fögnum endurfundum þínum
við Jón afa og Kristin frænda.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Ástarkveðjur frá okkur,
Lilja Líndal, Íris Líndal
og Signý Líndal.
Elsku amma Gógó, við syst-
ur ákváðum að minnast þín
saman enda áttum við allar
margar góðar stundir með þér.
Minningarnar eru góðar og að-
allega frá Holtsgötunni og
sumarbústaðnum. Klifra út um
gluggann út á svalirnar á heit-
an pappann eða þegar Heiða
sleppti glugganum því Harpa
var svo lengi að koma sér inn
og glerið smallaðist í hausnum
á henni. Þú varst nú ekki mikið
að kippa þér upp við það amma,
náðir bara í ryksuguna og ryk-
sugaðir glerbrotin úr hausnum
á henni. Í bústaðnum var klifr-
að í klettunum, leikið í læknum
og auðvitað má ekki gleyma
fjörinu um verslunarmanna-
helgarnar. Heimili ykkar afa
var opið hverjum sem var,
mörg okkar barnabarnanna
hafa búið hjá ykkur með for-
eldrum okkar eða án. Þú varst
ekki þessi amma sem var bak-
andi með svuntuna á sér, það
var brauð með kavíar, sardínur
og möndlukaka. Þú gast verið
algjör gribba og skammað okk-
ur krakkana en þú varst ótrú-
lega hjartahlý, faðmaðir mann
vel og lengi og kysstir þrjá
kossa í það minnsta. Þegar við
sjálfar vorum komnar á fullorð-
insár var ótrúlega gaman að
sitja með þér í bústaðnum og
Sigurlaug R.
Líndal Karlsdóttir
✝ Sigurlaug R.Líndal Karls-
dóttir fæddist 26.
september 1932.
Hún lést 15. maí
2019.
Útför Sig-
urlaugar fór fram
24. maí 2019.
þér fannst nú ekki
leiðinlegt að fá smá
pina colada eða
álíka kokteila með
manni. Það var líka
algjört bíó að sitja
með þér og horfa á
góða kvikmynd eða
þátt. Þú lifðir þig
svo inn í atburða-
rásina og talaðir
yfir allar myndir,
ef ekki að lesa
textann upphátt þá að viðra
hugmyndir þínar um hvað
myndi gerast næst.
Þegar mamma hringdi og
sagði að þú værir dáin áttum
við allar erfitt með að meðtaka
það enda enginn fyrirvari, en
þetta er svo sem þín leið, ekk-
ert verið að drolla við þetta.
Elsku amma, við elskum þig
og söknum en huggum okkur
við að nú eruð þið afi saman
aftur.
Þínar
Hrönn, Heiða Kristín,
Harpa Rut og Hrafnhildur.
Amma Gógó er dáin.
Það er ekki bara hvaða
amma sem er, hún var bara
þekkt sem amma Gógó í mínum
heimi. Hún spurði mig einu
sinni þegar ég var lítil af
hverju ég kallaði hana alltaf
ömmu Gógó og ekki bara
ömmu. Ástæðan var sú að hún
bara var ekki hvaða amma sem
er. Svo mikil hetja og alveg
sérstök kona, svo margar minn-
ingar að þær geta ekki allar
komist fyrir hér.
Snemma fór ég að koma til
Hafnarfjarðar á sumrin, einnig
minnist ég tímanna uppi í bú-
stað.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
allar þær stundir sem við höf-
um átt saman og sérstaklega
þær sem hafa verið á síðustu
árum.
Amma Gógó og ég höfum
alltaf haft sérstök tengsl, sem
urðu enn sterkari þegar pabbi
dó fyrir níu árum. Tíminn á
Holtsgötunni á sumrin hefur
líka haft mikil áhrif á það. Að
koma á Holtsgötuna, og seinna
á Hringbrautina, var alltaf
gaman og oft var mikið um að
vera og margt um manninn.
Fjölskyldan er stór, og þykir
mér ótrúlega vænt um hvern
og einn. Sambandið við föður-
systkinin hefur alltaf verið ná-
ið, þykir mér tími okkar saman
afar dýrmætur. Ég minnist
margra stunda þar sem við sát-
um saman við borðið í eldhús-
inu á Holtsgötunni, borðuðum
ristað brauð með kavíar og
fengum kakómjólk, eða fengum
Sanasol sem amma Gógó var
alltaf með í ísskápnum.
Amma Gógó var mikil dugn-
aðarkona. Hún hjálpaði afa á
verkstæðinu, farið var heim í
hádeginu og borðaður heitur
matur. Eftir að við fluttum til
Hafnarfjarðar og ég var í Öldu-
túnsskóla fór ég oft til þeirra í
hádeginu.
Á seinni árum, þegar heilsan
fór versnandi hjá ömmu Gógó,
þótti mér ótrúlega vænt um að
koma heim til Íslands og dekra
við hana, þær stundir voru
ómetanlegar.
Við töluðum um hennar tíma
sem ung stúlka sem fór í vist til
Köben og Jótlands. Henni
fannst tíminn í Danmörku
skemmtilegur og tengsl hennar
við Danmörku eftir það alltaf
sérstök. Einnig töluðum við oft
um gamla tíð, m.a. þegar hún
kynntist afa Hafsteini, þau
eignuðust þrjú börn, hvernig
það var að slíta hjónabandi á
þeim tíma og hvernig ástin
blómstraði á ný þegar hún
kynntist afa Jóni og fengu þau
fjögur börn.
Amma Gógó var svo mikil
hetja, ótrúlega dugleg og seig.
Hún var mikill sælkeri og þeg-
ar það voru kaffiboð vantaði
aldrei neitt. Amma Gógó tók
alltaf á móti fjölskyldu okkar
með opnum örmum. Var ein-
stök og ákveðin, alltaf góð við
okkur systkinin og öll börnin
okkar.
Elsku besta amma Gógó,
takk fyrir allar samverustund-
irnar, spjallið, ferðalögin í Dan-
mörku, bústaðarferðirnar og
ekki síst fyrir að vera bara þú.
Þú varst stoð mín og stytta og
er ég afar þakklát fyrir tímann
okkar saman.
Ég er viss um að pabbi og afi
Jón hafi tekið vel á móti þér.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Kristínar, Köllu,
Gumma, Guðbjargar, Grétar og
Rúnars. Þið eruð í huga mínum
og hjarta.
Kær kveðja, þín
Ragnhildur Líndal.
Nú þegar við kveðjum ömmu
Gógó er okkur þakklæti efst í
huga fyrir að hafa átt hana sem
ömmu og fylgt henni í gegnum
lífið. Amma Gógó var sterkur
karakter og ákveðin kona sem
sagði sínar skoðanir. Hún var
með hlýtt hjarta sem óx og
stækkaði með árunum. Það
lifnaði yfir ömmu í hvert skipti
sem við hittum hana, hún varð
meyr og umhyggjan og brosið
náði langt inn í sálina sem end-
urspeglaðist í augunum hennar.
Við eigum margar góðar
minningar um ömmu, þá er
sumarbústaðurinn á Reyn okk-
ur efst í huga, Réttarás var
sannkölluð paradís fyrir okkur
þar sem við eyddum góðum og
dýrmætum stundum með
ömmu, afa og stórfjölskyldunni.
Það verður skrýtið að sjá ekki
ömmu Gógó að bardúsa í eld-
húsinu með aga á hlutunum en
hlæjandi og brosandi að góðum
stundum. Minningarnar munu
lifa sterkt og haldið verður í
gamlar hefðir að hætti ömmu.
Nú er amma farin í drauma-
landið til afa, við kveðjum hana
með hlýju í hjarta og miklum
söknuði.
Hvíl í friði, elsku amma okk-
ar.
Þínar
Ásdís og Linda.
Elsku amma Gógó er farin.
Amma mín var alltaf hress og
ljómaði ávallt af gleði þegar ég
kom að heimsækja hana með
Amalíu og Erik, amma bauð
alltaf upp á kaffi og meðlæti, og
elskaði okkur öll og við elsk-
uðum ömmu, þín verður sárt
saknað, elsku amma mín.
Einnig passaði hún alltaf
upp á afmælisdagana, hringdi
og kom þegar einhver okkar
krakkanna átti afmæli, hún var
með þetta allt á hreinu.
Amma og afi voru mjög náin,
ferðuðust og áttum við margar
gleðistundir uppi í sumarbú-
staðnum Réttarási sem þau
byggðu.
Elsku amma, ég sakna þín
mjög mikið.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Jón Karl Líndal.
Tíminn líður. Fólkið sem var
sjálfsagður hluti tilverunnar
kveður. Eftir sitja minningar
og spor sem seint fennir í. Ást-
vinir sem mótuðu og leið-
beindu, voru sjálfsagðir horn-
steinar lífsins, hafa lokið sinni
lífsgöngu. Það er með þakklæti
sem við kveðjum kæran vin
okkar, Gógó. Hún var sann-
arlega með stórt hlutverk í lífi
okkar fjölskyldunnar á Vestri-
Reyni.
Jón og Gógó, ætíð nefnd í
einu og sama orðinu, voru lengi
helstu vorboðar okkar. Frá því
að þau reistu sér sumarhús,
Réttarás, var koma þeirra á
vorin alltaf merki um að sum-
arið væri að koma. Það var
gleðilegur vorboði, merki um
að meiri gleði og skemmtun
væri að hefjast. Við þessi tíma-
mót streyma fram minningar
og hjartað fyllist þakklæti fyrir
tryggð þeirra og væntumþykju.
Gógó var þessi sterka og
ákveðna kona, sem hafði kraft
og dugnað. Fátt sem stoppaði
hana og úrræði hennar báru
með sér að hún hafði þurft að
hafa fyrir sínu. Gógó var okkur
sem önnur móðir og amma.
Hún fyllti skarð sem skilið var
eftir. Var börnum okkar ein-
stök og fyrir það er sannarlega
ástæða til að þakka.
Hennar líf var örugglega
ekki alltaf létt. Brotist áfram
af takmörkuðum efnum. Alin
önn fyrir stórum barnahópi.
En uppskera hennar er glæsi-
leg, hún gat sannarlega verið
stolt ættmóðir. Hópurinn henn-
ar er stór og hún naut þess að
hafa þau í kringum sig. Fjöl-
menni í Réttarási var hennar
gleði.
Jón og Gógó voru foreldrum
mínum góðir vinir. Árin þegar
hústjaldinu var tjaldað á flöt-
inni. Sumrin þegar hún bjó um
fólkið sitt í gamlabænum. Öll
árin eftir að Réttarás var reist-
ur voru stundir samveru og
gleði. Gáfu lífinu sannarlega
gildi. Aldrei féll skuggi á.
Það er söknuður á kveðju-
stund. En samt fyrst og fremst
þakklæti fyrir samfylgdina.
Fyrir allt sem hún var okkur.
Fyrir allt sem hún gerði fyrir
okkur.
Elsku Kristín, Kalla,
Gummi, Guðbjörg, Grétar og
Rúnar og fjölskyldur. Ykkar
missir er mikill. Hugur okkar
og samúð er með ykkur á sorg-
arstund.
Haraldur Benediktsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
STEFÁNS FRIÐBJARNARSONAR,
fyrrverandi bæjarstjóra og
blaðamanns,
frá Siglufirði.
Sigmundur Stefánsson Elísabet Kristinsdóttir
Kjartan Stefánsson Guðrún Sigurðardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ellen Árnadóttir
Gunnar Svavarsson Lára Sveinsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, systir og mágkona,
LÁRA HANNESDÓTTIR SCHRAM,
Vennesla, Noregi,
lést í Vennesla 23. maí eftir langvarandi
veikindi. Útför hennar fer fram í
Vennesla-kirkju 29. maí.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Magnús Helgi Hilmarsson
Schram
Vilma
Davíð Hilmarsson
Guðlaug Maggý
Hannesdóttir
Jón Pétur Jónsson
Hafdís Hannesdóttir Stefán Gunnar Stefánsson
Helgi Hannesson Guðmunda Eyjólfsdóttir
Sigmundur Hannesson Birgit Engelsen
og fjölskyldur
Elskulegrar frænku okkar,
LÁRU VIGFÚSDÓTTUR
innanhúsarkitekts,
Sléttuvegi 11, Reykjavík,
verður minnst í minningarathöfn sem fram
fer í Háteigskirkju þriðjudaginn 28. maí
klukkan 13.
Aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, og langafi.
HELGI VILBERG JÓHANNSSON
Arnardrangi
lést 20.maí á krabbameinslækningadeild
LSH.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 29.maí kl.13.
Sigurdís Þorláksdóttir
Ingibjörg Þóra Helgdóttir Róbert Þór Rafnsson
Jóhann V. Helgason Bára Eyland
Kristjana S. Helgadóttir Einar Þ. Sigurgeirsson
Helga Dís Helgadóttir Róbert B. Gíslason
barnabörn og barnabarnabarn