Morgunblaðið - 27.05.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9-12.30 - ATH SÍÐASTI TÍMINN
FYRIR SUMAFRÍ í Kraftur í KR kl.10.30, rúta fer frá Vesturgötu kl.10.10
og frá Aflagranda kl.10.20 - Félagsvist kl.13. - Kaffi kl.14.30-15.20 -
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9 -12.
Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45.
Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt og 18 holur útipúttvöll.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Mánudagur: Félagsvist kl. 13. Vatnsleifimi kl. 14.30.
Spjallhópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30.
Bútasaumshópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-16. Línudans kl. 10. Ganga
kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl.
13. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Hugmyndabankinn er alltaf opin kl. 9-16.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Furugerði 1 Mánudagur: Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11,
hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl.
14.30-15.30. Annan hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir
botsía. Annan hvern mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda / opin
fjöliðja frá kl. 10-16.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30.
Liðstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í
Kirkjuhv kl. 16.15 síðasti tíminn fyrir sumarfrí.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8:15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30.
Liðstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í
Kirkjuhv kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Leikfimi maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu
Ben 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9 handavinna, kl. 9. Boccia, kl. 10.50 Jóga,
kl. 13.15 Canasta.
Gullsmári Mánudagur: Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30,
handavinna/ Bridge kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20.
Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13. félagsvist
Hjallabraut, kl. 10-16 Fjölstofan.
Korpúlfar Ganga kl. 10. gengið frá Grafarvogskirkju og Borgum,
prjónað til góðs og gefið til líknarmála kl. 13. í dag í Borgum allir vel-
komnir og félagsvist kl. 13. í dag í Borgum. Við minnum á vorsýningu
Fjölnis á Uppstigningardag 30. maí í Egilshöll, Korpúlfar taka þátt í
sýningunni kl. 12. miðar seldir hjá Fjölni, á netinu og við innganginn,
allir velkomnir.
Seltjarnarnes Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Athugið að engin
dagskrá verður í salnum á Skólabraut þessa viku vegna uppsetningu
á handverkssýningunni sem hefst nk. fimmtudag 30. maí, uppstig-
ningardag kl. 13. Sýninginn verður opin til laugardags milli kl. 13. og
17. Á morgun þriðjudag verður púttað úti á golfvelli kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Al-
lir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Spænska-námskeið kl. 13.30. Kennarar frá
Spænskuskólanum Háblame
Smáauglýsingar
Antík
Víðissett frá 1960
Bólstrað með vönduðu efni
árið 2013.
Mjög vel með farið.
Verð 190.000 kr.
Nánari upplýsingar
í síma 893 7875.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
✝ GuðmundurÖrn Njálsson
fæddist á Ak-
ureyri 31. mars
1955. Hann lést á
heimili sínu á
Akureyri 19. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Sjöfn Ósk-
arsdóttir hús-
móðir, f. 25. mars
1937, d. 3. sept-
ember 2008, og Njáll Friðrik
Bergsson sjómaður, f. 12. mars
1935, d. 29. október 2006.
Systkini Guðmundar eru: Haf-
dís, f. 2. janúar 1958, Guðný
Sif, f. 29. janúar 1963, Hulda,
f. 20. mars 1965, Haukur, f.
20. mars 1965, Bergþóra, f. 28.
júlí 1966 og Linda, f. 19. des-
ember 1968, d. 25. janúar
1969.
Guðmundur trúlofaðist
Hönnu Halldóru Karlsdóttur,
f. 10. desember 1958. Þau slitu
samvistum. Dóttir þeirra er 1)
Katrín Lind, f. 22. september
1975. Maður hennar var Jó-
hann Guðmundur Eyþórsson,
f. 8. október 1977. Þau slitu
samvistum. Þau eiga tvo syni.
Guðmundur kvæntist Krist-
jönu Kristjánsdóttur, f. 14.
janúar 1958. Þau slitu sam-
vistum. Dætur þeirra eru: 2)
Sjöfn, f. 16. maí
1978, maður henn-
ar Sigurður Áki
Eðvaldsson, f. 19.
maí 1973. Þau
eiga fjögur börn.
3) Anný Rós, f. 14.
júlí 1982, maður
hennar Birkir
Freyr Stefánsson,
f. 11. ágúst 1982.
Þau eiga tvær
dætur. 4) Lilja, f.
20. september 1984, d. 1. maí
2006.
Guðmundur kvæntist 30. júlí
1997 Guðrúnu Birnu Jóhanns-
dóttur, f. 28. september 1962.
Dætur þeirra eru: 5) Sigríður
Ásta, f. 10. maí 1988 og 6)
Dagný, f. 14. janúar 1998.
Guðmundur fór ungur á sjó,
lærði síðar vélstjórn og starf-
aði á sjó í 41 ár. Hann stund-
aði sjómennsku meðal annars
hjá G.Ben á Árskógssandi, á
eigin bátum á Flateyri, hjá
Vísi í Grindavík og á Frosta
frá Grenivík. Árið 2011 stofn-
aði Guðmundur eigið fyrir-
tæki, Kæliþjónustu Akureyrar
ehf., þar sem hann starfaði út
árið 2018.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Akureyrarkirkju í
dag, 27. maí 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku hjartans vinurinn minn,
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndið mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
Svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli,
og söngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei hvað lífið var fagurt,
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði ég að unna þér
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfri mér.
Ást mín fær aldrei fölnað,
því eilíft líf mér hún gaf.
Aldirnar hrynja sem öldur
um endalaust tímans haf.
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð – og við.
(Sigurður Nordal)
Þín
Guðrún.
Elsku pabbi minn.
Kenndu mér klökkum að gráta,
kynntu mér lífið í svip.
Færðu mér friðsæld í huga,
finndu mér leiðir á ný.
Veittu mér vonir um daga,
vertu mér hlýja og sól.
Láttu mig læra af reynslu,
leyfðu mér áttum að ná.
Gefðu mér gullin í svefni,
gættu að óskum og þrám.
Minntu á máttinn í sálu,
minning er fegurri en tár.
Og sjáðu hvar himinn heiður,
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný.
(Sigmundur Ernir Rúnarsson)
Þín dóttir,
Dagný.
Guðmundur Örn
Njálsson
✝ Ólöf Haralds-dóttir fæddist
í Hafnarfirði 10.
janúar 1923. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli
13. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Haraldur
Þórðarson sjómað-
ur, f. 11.3. 1897, d.
2.12. 1941, og
Guðmundína
Sigurborg Guðmundsdóttir
húsmóðir, 21.7. 1899, d. 14.6.
1981. Systkini Ólafar eru
Ragnhildur, f. 10.1. 1923, d.
19.9. 2013, Ingveldur, f. 25.6.
1924, d. 17.3. 1988, Helga, f.
6.1. 1927, d. 25.6. 2008, Guð-
1946, maki Ingibergur Gunn-
ar Jónsson. Börn þeirra eru
Magnús, Þráinn og Elvar. 4)
Guðmunda Sæunn Magnús-
dóttir, f. 1948, maki Har-
aldur Sigurðsson. Börn
þeirra eru Jóhann Lúðvík,
Hafsteinn Þórir, Ólöf og Jón-
as Randver. 5) Bjarni Magn-
ússon, f. 1949, kona Ólína
Helgadóttir. Barn Víðir Arn-
ar.
Barnabörnin eru 13,
barnabarnabörn 32 og lang-
ömmubörn eru 9.
Ólöf vann margvísleg störf
um ævina, t.d. fiskvinnslu og
í íþróttahúsi Víðistaðaskóla.
Hún var mikil hannyrðakona,
hafði einnig yndi af blóma-
og trjárækt.
Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag,
27. maí 2019, klukkan 13.
björg, f. 5.12.
1928, d. 27.9.
1992, og Guð-
bjartur, f. 5.9.
1930, d. 23.3.
2015. Eiginmaður
Ólafar var Magn-
ús Bjarnason, f.
17.1. 1928, d. 9.1.
2019. Börn Ólafar
eru: 1) Sigurborg
Skjaldberg, f.
1941, maki Bald-
ur Snæhólm. Börn þeirra eru
Katrín Snæhólm, Ólöf Snæ-
hólm og Davíð Snæhólm. 2)
Garðar Olgeirsson, f. 1944,
maki Anna Ipsen. Börn þeirra
eru Karl Olgeir og Ásgeir Ey-
þór. 3) Júlía Magnúsdóttir, f.
Það var í janúar á þessu ári að
afi Magnús kvaddi og það tók
virkilega á ömmu. Þau voru búin
að vera saman í yfir 70 ár, höfðu
gengið í gegnum súrt og sætt.
Þau voru búin að vera trú hvort
öðru, höfðu elskað, staðið saman,
barist fyrir og séð fyrir þeim sem
þeim þótti vænst um.
Amma Lóa er nú farin heim,
hún var í raun tilbúin að fara. Hún
kvaddi með frið í hjarta, var sátt
við guð og menn.
Þegar ég hugsa til ömmu Lóu
þá koma upp minningar frá Suð-
urgötunni í Hafnarfirði og einnig
úr sumarbústaðnum við Apavatn.
Afi og amma bjuggu lengst af á
Suðurgötu 64 og þaðan minnist ég
jólanna. Amma var í eldhúsinu að
undirbúa jólamatinn, og hún hafði
greinilega lagt mikla vinnu í und-
irbúninginn, það var vel hugsað
fyrir öllu, nægur matur ásamt
meðlæti.
Amma var handlagin, hún var
góð saumakona og stundaði út-
saum og mátti sjá verk hennar
stór og smá prýða heimili þeirra.
Þær voru ófáar ferðirnar aust-
ur í sumarbústaðinn. Þar áttu afi
og amma sínar bestu stundir og
var tekið vel á móti öllum sem
komu í heimsókn.
Amma spurði alltaf frétta af
sínu fólki, hún vildi fylgjast með
og það var ljóst að henni þótti
vænt um börnin sín. Hún kom
hreint fram, var hreinskilin og
óhrædd við að koma sinni skoðun
á framfæri.
Amma Lóa, ég mun sakna þín,
takk fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman. Nú ert þú
komin heim til Drottins.
Drottinn blessi minningu þína.
Þinn
Magnús Gunnarsson.
Ólöf Haraldsdóttir, elskuleg
amma okkar, er látin. Hún hefur
alltaf verið stór hluti af lífi okkar
systkinanna, gætti okkar alla tíð
og fylgdist með lífi okkar af
áhuga. Við fengum líka að vera
virkir þátttakendur í lífi hennar
og afa. Við tókum upp kartöflur
með henni, tíndum rifsber í garð-
inum og bláber í sveitinni og
amma gerði sultu. Við tíndum líka
fjallagrös og fengum fjallagrasa-
mjólk. Hún tók slátur og við
hreinsuðum lambaspörð úr görn-
um og grettum okkur yfir fullum
bala af blóði og mör.
Amma var alltaf að. Hún var
saumakona og saumaði glæsikjóla
og dragtir fyrir konur úti í bæ,
jólakjóla og skinnhúfur á okkur
og dúkkurnar okkar voru reglu-
lega dressaðar upp í heimasaum-
uð föt úr efnisafgöngum sem féllu
til í saumaskapnum. Og úr
prjónavélinni komu peysur og alls
kyns annað fínerí. Hún bakaði
líka bestu brúnterturnar og hélt
stór jólaboð. Heimili hennar og
afa var alltaf hreint og fínt; hún
vildi hafa fallegt í kringum sig og
lagði líka áherslu á að vera sjálf
alltaf vel til fara og vel tilhöfð.
Amma var náttúrubarn. Hún
hlustaði eftir vindinum í trjánum,
horfði á „túllið“ eins og hún kall-
aði tunglið, elskaði trén, fuglana,
blómin, lækinn og ljósin frá Laug-
arvatni sem spegluðust í vatninu.
Hún var fyndin og elskaði
skemmtilegar sögur. Ef sá gállinn
var á henni hló hún svo tárin láku
niður kinnarnar og þá var ekki
annað hægt en að hlæja með. Og
hún elskaði tónlist. Hún raulaði
með útvarpinu við heimilisverkin
og tók danssporin með afa fyrir
framan sjónvarpið í holinu á Suð-
urgötunni þegar spilað var síð-
asta lag fyrir fréttir.
Allt í kringum ömmu var
gróska. Blómin sem hún gróður-
setti í garðinum og gróðurhúsinu
á Suðurgötunni, trén sem hún og
afi settu niður sem græðlinga í
kringum sumarbústaðinn við
Apavatn, kartöflurnar í kartöflu-
garðinum í Hafnarfirði og svo allt
grænmetið sem þau ræktuðu fyr-
ir austan. Hún hlúði að og gerði
sitt til að skapa góðar aðstæður
fyrir vöxt og þroska, hvort sem
um var að ræða tré, blóm eða fólk;
ættbogann stóra sem hún skilur
eftir sig.
Amma var ættmóðirin og það
er stórt skarð höggvið nú þegar
amma og afi eru bæði farin. Afi dó
í janúar á þessu ári og amma var
verulega sorgmædd vegna þess,
enda voru þau búin að fylgjast að í
meira en sjö áratugi. Það var eng-
in amma án afa og enginn afi án
ömmu. Þau voru eitt. Og það er
gott að vita að nú er hún komin til
hans eftir nokkurra mánaða að-
skilnað. Reyndar trúum við að
þau hafi farið á besta staðinn sinn,
upp í sumarbústaðinn við Apa-
vatn sem þau elskuðu af öllu
hjarta og þar sem þau áttu sínar
bestu stundir.
Söknuðurinn er sár en eftir
stendur þakklæti fyrir allt sem
elsku besta amma Ólöf gaf okkur;
velviljann, hlýjuna og umhyggju
hennar fyrir okkur öllum. Það
sem hún gaf okkur lifir áfram. Við
kveðjum hana með þessari litlu
vísu sem hún kenndi okkur og við
rauluðum oft saman á Suðurgöt-
unni.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á
hlað?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Katrín, Ólöf og Davíð.
Ólöf Haraldsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar