Morgunblaðið - 27.05.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
HANDBOLTI
Þýskaland
Kiel – Minden ....................................... 39:19
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. Gísli Þor-
geir Kristjánsson er frá keppni vegna
meiðsla
Füchse Berlín – RN Löwen ................ 34:33
Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir
Füchse.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk
fyrir Löwen. Alexander Petersson er frá
keppni vegna meiðsla..
Ludwigshafen – Bergischer .............. 23:22
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 1 mark
fyrir Bergischer.
Bietigheim – Lemgo............................ 25:23
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Staðan: Flensburg 60, Kiel 58, Magde-
burg 50, RN-Löwen 50, F.Berlin 38, Mel-
sungen 38, Bergischer 36, Göppingen 34,
Erlangen 28, Lemgo 26, Leipzig 25, Wetzl-
ar 25, Minden 25, H-Burgdorf 24, Stuttgart
23, Gummersbach 13, Bietigheim 13, Lud-
wigshafen 10. Tvær umferðir eru eftir.
B-deild:
Hüttenberg – N-Lübbecke ................. 27:29
Ragnar Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir
Hüttenberg.
Spánn
Huesca – Barcelona............................. 27:47
Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Barcelona sem tapaði ekki leik og fékk 59
stig af 60 mögulegum. Bidasoa varð í öðru
sæti með 45 stig.
Alcobendas – Valladolid..................... 27:38
Stefán Darri Þórsson skoraði 1 mark
fyrir Alcobendas sem varð neðst í deildinni
með 9 stig og féll.
Danmörk
Undanúrslit, annar leikur:
Bjerringbro/Silkeborg – Aalborg .... 32:34
Janus Daði Smárason skoraði 10 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 6.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari.
Aalborg vann, 2:0.
Skjern – GOG ....................................... 31:30
Björgvin Páll Gústavsson varði ekki skot
marki Skjern. Tandri Már Konráðsson
skoraði ekki mark fyrir liðið.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark
fyrir GOG.
Staðan er jöfn, 1:1.
Ungverjaland
Seinni úrslitaleikur:
Pick Szeged – Veszprém .................... 27:27
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 2
mörk fyrir Pick Szeged.
Veszprém er ungverskur meistari 2019,
62:51 samanlagt.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan ............... 18
Origo-völlur: Valur – Selfoss ............... 19.15
Würth-völlur: Fylkir – HK/Víkingur . 19.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Það er mikill léttir að sæti í efstu
deild á næstu leiktíð er í höfn. Við
ætlum ekki að láta þar við sitja held-
ur vinna deildina. Til þess verðum við
að sigra í tveimur síðustu leikjunum.
Þannig að við erum ekkert að fara að
slaka á strax,“ sagði handknattleiks-
maðurinn Oddur Gretarsson léttur í
bragði í samtali við Morgunblaðið í
gær. Balingen, lið hans, tryggði sér
um helgina sæti í 1. deildinni á næsta
keppnistímabili eftir tveggja ára dvöl
í 2. deild.
„Ég hlakka til að leika í deild
þeirra bestu á næsta vetri. Þar vil ég
vera og var ástæðan fyrir að ég yf-
irgaf Emsdetten á sínum tíma og
samdi við Balingen, það er að leik í
efstu deild. En því miður þá féll Bal-
ingen úr fyrstu deildinni vorið áður
en ég kom til félagsins,“ sagði Oddur
sem lék með Emsdetten í 1.deildinni
veturinn 2013/2014. Emsdetten
staldraði aðeins eitt tímabil í deild-
inni.
„Þess utan er gaman að upplifa þá
stemningu sem ríkir í kringum Bal-
ingen nú þegar okkur vegnar vel.
Mikil handboltahefð ríkir í Balingen
og góð aðsókn á leiki okkar. Ég því
alveg viss um að það verður stemn-
ing á heimaleikjum á næsta keppn-
istímabili í efstu deild,“ sagði Oddur.
Balingen hefur nánast verið í efsta
sæti deildarinnar frá því að keppni
hófst í haust en verið í harðri baráttu
við Nordhorn, Coburg og Hamm um
efstu tvo sætin. Tvö síðarnefndu liðin
hafa gefið eftir þess vegna er nú leið-
in greið fyrir Balingen og Norhorn.
„Við höfum setið í efsta sæti frá í
desember en aldrei náð að hrista hin
liðin almennilega af okkur, ekki síst
vegna þess að við höfum tapað stig-
um af og til á útivelli,“ sagði Oddur.
Meðal markahæstu
Oddi hefur gengið afar vel með
Balingen-liðinu á tímabilinu og
markahæsti leikmaður þess með 201
mark, þar af 100 úr vítaköstum.
Hann er í sjötta sæti á lista yfir
markahæstu leikmenn 2. deildar og
um leið markahæsti leikmaður síns
liðs. „Ég nýt mín afar vel hjá Bal-
ingen-liðinu þar sem ég hef stórt
hlutverk og er einn af reyndari
mönnum liðsins,“ sagði Oddur sem
framlengdi samning sinn við Bal-
ingen í vetur fram til vorsins 2021.
Að minnsta kosti átta íslenskir
handknattleiksmenn munu leika í
þýsku 1. deildinni á næsta keppn-
istímabili í stað fimm á þeirri sem nú
stendur yfir. Auk Odds munu Bjarki
Már Elísson, Alexander Petersson,
Arnór Þór Gunnarsson, Gísli Þorgeir
Kristjánsson, Ragnar Jóhannsson,
Elvar Ásgeirsson og Viggó Krist-
jánsson leika með liðum í deildinni.
„Það er gaman að Íslendingum fjölg-
ar í deildinni,“ sagði Oddur Gret-
arsson við Morgunblaðið.
Mikill léttir að
sæti er í höfn
Oddur hlakkar til næsta tímabils
Átta Íslendingar í efstu deild
Ljósmynd/Balingen
Markaskorari Oddur Gretarsson hefur skorað yfir 200 mörk á leiktíðinni
og er á meðal markahæstu leikmanna 2. deildar í Þýskalandi.
Emil Hallfreðsson lauk erfiðu
keppnistímabili á jákvæðum nótum
í gær þegar hann skoraði annað
mark Udinese í sigurleik á Cagliari
á útivelli, 2:1, í lokaumferð ítölsku
A-deildarinnar í knattspyrnu.
Emil misst af stórum hluta tíma-
bilsins vegna meiðsla.
Emil kom til Udinese í byrjun árs
lék samtals aðeins níu deildarleiki á
tímabilinu með Udinese og áður
Frosinone. Udinese endaði í 12.
sæti með 43 stig, en liðið gat enn
fallið fyrir umferðina í gær, hefði
allt farið á versta veg.
Lauk tímabilinu á
jákvæðum nótum
Morgunblaðið/Eggert
Mark Emil Hallfreðsson reimaði á
sig skotskóna fyrir lokaleikinn.
Finnar urðu í gærkvöldi heims-
meistarar í íshokkíi karla í þriðja
sinn í sögunni eftir að þeir unnu
Kanadamenn, 3:1, í úrslitaleik
heimsmeistaramótsins í Slóvakíu.
Sigur Finna á mótinu þykir óvænt-
ur þótt vitað væri að þeir væru með
eitt af betri liðum mótsins.
Rússar hrepptu bronsið á mótinu.
Þeir unnu Tékka í vítakeppni eftir
að staðan var jöfn, 2:2, að loknum
venjulegum leiktíma og marka-
lausri framlengingu. Rússar skor-
uðu úr tveimur vítum en Tékkar
ekki. iben@mbl.is
Finnar óvæntir
sigurvegarar
AFP
Meistarar Glaðbeittir landsliðs-
menn Finna með sigurlaunin á HM.
Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR bar sigur úr býtum
á Egils Gull mótinu í golfi, en leikið var á Þorláks-
hafnarvelli. Dagbjartur lék á átta höggum undir pari.
Fyrir lokahringinn var Sigurður Arnar Garðarsson
úr GKG í forystu en hann fékk tvöfaldan skolla þegar
sex holur voru eftir. Þeir Dagbjartur voru því jafnir
fyrir 18. og síðustu holuna en þar fékk Sigurður
skolla og par tryggði því Dagbjarti sigurinn. Þess ber
að nefna að þeir eru báðir fæddir árið 2002. Þetta var
fyrsti sigur Dagbjarts á GSÍ mótaröðinni. Ragnar Már
Ríkarðsson úr GM endaði mótið á fjórum fuglum á síð-
ustu átta holunum og varð hann því jafn Sigurði í
öðru sæti á sjö höggum undir pari.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss sigraði í kvenna-
flokki en hún lék á alls fjórum höggum undir pari. Þetta er hennar
fyrsti sigur á ferlinum á mótaröðinni. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG
og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK voru í 2.-3. sæti, báðar á pari.
sport@mbl.is
Dagbjartur og Heiðrún efst
Dagbjartur
Sigurbrandsson
Stefán Rafn Sigurmannsson og fé-
lagar hans í Pick Szeged máttu
gera sér að góðu silfurverðlaunin í
ungversku 1. deildinni í handknatt-
leik. Jafntefli, 27:27, í síðari úrslita-
leiknum við Veszprém í gær dugði
skammt eftir 11 marka tap í fyrri
viðureigninni á dögunum á heima-
velli Veszprém.
Stefán Rafn skoraði tvö mörk
fyrir Szeged í gær. Szeged var
ríkjandi meistari. Liðið vann bik-
arkeppnina á leiktíðinni og varð
deildarmeistari. iben@mbl.is
Silfur í Ung-
verjalandi
Ljósmynd/pickhandball.hu
Silfur Stefán Rafn og samherjar
náðu ekki að verja titilinn.