Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
– HENTUGRI PAKKNING FYRIR LÍTIL HEIMILI –
ÍSLENSKUR GÓÐOSTUR
ÁTTA SNEIÐAR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom fyrst hingað í Norð-urfjörð fyrir þremur ár-um en það eru fimm ár fráþví ég kom fyrst til Ís-
lands,“ segir Thomas Elguezabal,
franskur göngugarpur sem hefur tek-
ið ástfóstri við Ísland og eyðir öllum
sínum frítíma á Ströndum, fjarri ys
og þys höfuðborgarinnar, þar sem
hann starfar yfir vetrartímann.
„Þetta er þriðja sumarið mitt
hér á Ströndum, ég kann vel við fá-
mennið og friðsældina. Svo ekki sé
talað um náttúrufegurðina. Ég veit
fátt betra en að ganga dögum saman
einn á fjöllum og ég kom einmitt fyrst
hingað einn gangandi yfir fjöllin frá
Hólmavík. Ég staldraði við í Djúpavík
og hélt áfram yfir fleiri fjöll til Norð-
urfjarðar. Hér ætlaði ég að birgja
mig upp af mat áður en ég færi gang-
andi á Hornstrandir. Til stóð að
staldra hér við í tvo daga en ég
ílengdist og var í tuttugu daga. Ég
kynntist öllu yndislega fólkinu sem
býr hérna og einstöku samfélagi
þess,“ segir Thomas sem á þessum
tíma talaði litla ensku. „En nú er ég
búinn að læra ensku og ég er líka að
læra íslensku, en þið Íslendingar talið
svo hratt og harkalega,“ segir Thom-
as sem strax á þessum fyrstu dögum
á Ströndum tók til við að tína rusl
meðfram strandlengjunni. „Þetta er
mín leið til að gefa til baka til sam-
félagsins, leggja mitt af mörkum til
að halda umhverfinu hreinu.“
Allir tekið mér vel á Ströndum
Þegar Thomas loks lagði upp í
Hornstrandagönguna varð hann
heillaður af landslaginu.
„Ég kann því vel að vera einn úti
í þögninni í óbyggðum. Fólk spyr mig
oft hvort ég hafi séð eða hitt álfa og
tröll, og ég svara alltaf játandi, því
þjóðsögurnar lifna við þegar maður
er einn úti í íslenskri náttúru. Þann
mikla kraft og líf sem býr í náttúrunni
má sannarlega kalla álfa og tröll. Jök-
ull getur verið eins og hægfara
skrímsli þegar hann hreyfir sig og
andar. Á þessum löngu ferðum mín-
um kynnist ég náttúrunni í návígi og
öðlast skilning á Íslandi. Þetta er
óskaplega fallegt land en getur líka
verið mjög erfitt. Ísland er eins og lif-
andi vera, það er enn í sköpun, elds-
umbrot og sífelldar breytingar.“
Thomas segir að honum finnist
hann vera orðinn hluti af samfélaginu
á Ströndum. „Allir hafa tekið mér
opnum örmum og hér líður mér vel.
Ég hvet fólk til að koma hingað, þetta
er eitt fallegasta svæði landsins. Ég
vil leggja mitt af mörkum til að færa
líf í þennan fjörð. Ísland er sann-
arlega land tækifæranna, hér á
Ströndum leiðist engum og það er
ævintýri líkast að keyra malarveginn
um þessa firði. Sem betur fer er ekki
hægt að fara hratt, þá sér fólk meira
og nýtur útsýnisins. Þegar fólk er
umvafið fegurð og nær ekki síma-
sambandi, þá opnast fyrir eitthvað
annað og æðra. Fólk nær tengingu
við sjálft sig og náttúruna. Andrúms-
loftið hér á Ströndum er alveg ein-
stakt. Okkur mannfólkinu líður vel
þegar við finnum að við erum hluti af
náttúrunni. Við megum ekki aftengja
okkur við hana. Mér líður enn eins og
barni á Íslandi, ég er alltaf að upp-
götva eitthvað nýtt.“
Grét í vélinni á leið frá Íslandi
Thomas segir tilviljun hafa ráðið
því að hann valdi að fara til Íslands
fyrst þegar hann kom hingað.
„Þá stóð ég á krossgötum og
mér leið ekki vel. Mér fannst ég vera
þræll kapítalismans, ég vaknaði dag-
lega til þess eins að fara til vinnu þar
sem komið var illa fram við mig. Og
þó að ég legði mig allan fram hvern
einasta dag var það aldrei nóg. Ég
hafði þörf fyrir að freista gæfunnar
og fara á nýjar og framandi slóðir í
sumarfríinu mínu og fyrir tilviljun
fann ég ódýrt flug til Íslands. Ég
greip með mér bakpoka og bókaði
sófagistingu fyrstu næturnar í
Reykjavík. Sá sem þar bjó, Gauti,
reyndist mér vel, því það var nokkuð
sérstakt fyrir mig að koma hingað þar
sem ég skildi ekki orð í tungumáli
heimafólks og talaði litla ensku. En ég
vildi ögra sjálfum mér og ég þráði að
ferðast fótgangandi. Gauti bauð mér
að koma með sér og nokkrum vinum í
Ögur við Ísafjarðardjúp og hjálpa til
við að laga þak á fjölskylduhúsi þar.
Ég sló til og þetta var frábær ferð. Ég
fór í nokkurra daga göngu um svæðið
og það var stórfenglegt. Á lokakvöld-
inu kveiktu þau eld í fjöruborðinu og
við sungum saman og allir voru svo al-
mennilegir við mig mállausan útlend-
inginn. Þetta var stundin sem ég varð
virkilega ástfanginn af Íslandi. Og sú
ást hefur vaxið stöðugt síðan.“ Thom-
as segir að fyrsta Íslandsheimsóknin
hafi haft mjög góð áhrif á líðan hans.
„Mér fannst ég loksins vera á lífi, var
fullur lífskrafts og hafði endurnýjað
kynni mín við náttúruna. Það var erf-
itt að snúa aftur heim til Frakklands
til þess lífsmunsturs sem ég hafði ekki
lengur löngun til. Ég grét í flugvélinni
á leiðinni frá Íslandi,“ segir Thomas
sem er að hálfu Baski.
„Ég er ekki Baski og ég er ekki
Frakki, heldur lít ég fyrst og fremst á
mig sem jarðarbúa. En í mér rennur
Baskablóð og ég er stoltur af því, það-
an hef ég virðinguna fyrir náttúrunni
og tengsl við hið einfalda líf. En ég er
líka mjög franskur, ég elska franska
menningu og sögu landsins míns, jafn-
vel þó að ég sé gagnrýninn á margt
þar í nútímanum. Mér finnst reyndar
mikill skyldleiki með Böskum og Ís-
lendingum, kannski þess vegna sem
ég finn fyrir svona sterkri tengingu
við landið ykkar?“
Kröfur um meira og hraðar
Thomas kom öðru sinni til Ís-
lands níu mánuðum eftir að hann fór
héðan í fyrsta sinn, og þá til að vera.
„Gauti útvegaði mér íbúð og
vinnu á veitingastað. Ég hafði engu
að tapa, engin tækifæri biðu mín
heima í Frakklandi. Ég tala of mikið
og er of einlægur fyrir mína þjóð, ég
passa ekki þar. Í frönsku samfélagi er
ætlast til að fólk hafi stjórn á öllu, líka
tilfinningum. Ég nenni ekki að þykj-
ast vera einhver annar en ég er eða
passa að ég segi það rétta. Á Íslandi
get ég verið ég sjálfur, ég kann vel við
hvað allir eru afslappaðir og fólk opið.
Ég hef þroskast mikið og lært margt
frá því ég kom hingað. Ég hef endur-
uppgötvað sjálfan mig og öðlast
sjálfstraust. Sjálfstraustið brotnar
smám saman í samfélagi þar sem
endalaust eru gerðar kröfur um
meira og hraðar. Sá þáttur í vestræn-
um samfélögum étur allt upp innan-
frá, bæði manneskjur og kerfið. Við
sjáum þetta í því hvað kvíði er al-
mennur og kulnun í starfi. Ókunnugt
fólk er hætt að bjóða góðan dag, örfá-
ir gefa sér tíma til þess að líta upp og
brosa. Allir eru með andlitið ofan í
símanum, algerlega úr tengslum við
fólkið í kringum sig. En þið hafið enn
tíma hér á Íslandi til að snúa þessu
við, og kannski get ég hjálpað með því
að deila reynslu minni af því hversu
dýrmætt er að búa í litlu samfélagi
þar sem allir þekkja alla og spyrjast
fyrir um náungann, eins og hér í
Norðurfirði. Við getum hegðað okkur
eins og manneskjur þó að við búum í
borg. Við verðum að hætta að hlaupa
á eftir tíma og peningum, það rýfur
tenginguna á milli okkar og við okkur
sjálf.“
Biti af hjarta mínu í kökum
Thomas hefur mikla ástríðu fyrir
bakstri og segir móður sína vera sinn
helsta áhrifavald.
„Ég var alltaf í eldhúsinu hjá
mömmu þegar ég var strákur og
fylgdist með henni elda og baka. Ég
er mikil tilfinningavera en í frönsku
samfélagi er litið á það sem veikleika.
Að baka var því hér áður mín leið til
að deila ást minni og viðkvæmni með
öðru fólki í gegnum mat. Færa fólki
hamingju. Fyrir mér er matur menn-
ing og ég tel mig hafa hæfileika á
þessu sviði. Ég baka súkkulaðiköku
handa því fólki sem ég vil sýna ást,
það fær þannig bita af hjarta mínu.
Þannig verður kaka miklu meira en
kaka. Draumurinn er að opna lítið
bakarí á Íslandi, litla kaffistofu,“ seg-
ir Thomas og tekur fram að nú sé
hann hættur að fela tilfinningar sínar
eða skammast sín fyrir þær.
Á Íslandi get ég verið ég sjálfur
Hann hafði fengið nóg af
því að vera þræll kapítal-
ismans í Frakklandi þeg-
ar hann fór til Íslands til
að ganga einn á fjöll.
Thomas segir Ísland vera
land tækifæranna.
Norðurfjörður Thomas nýtur þess að bjóða vinum upp á franskar kræs-
ingar. Elías strandveiðimaður, Sunna Ósk og Elín Agla hafnarstjóri njóta.
Náttúrubarn Thomasi líður vel á Ströndum. Hann bakaði súrdeigsbrauð og sætabrauð og bar fram í útieldhúsi.