Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 24
Almar segir að markmið nýju sam- takanna (INLUS) sé að reyna að laða að fleiri Íslendingafélög í Bandaríkjunum. Flest þeirra séu byggð á aðild seinni tíma innflytj- enda, sem ef til vill telja sig ekki endilega eiga samleið með félags- skap sem byggist á tengslum við gamla tímann. „Þetta þýðir ekki að INL liðist í sundur,“ segir Almar. „Áfram verða sterk samtök í Kanada og síðast en ekki síst er starf Þjóð- ræknisfélagsins á Íslandi að eflast mjög og á sinn hátt ætti félagið okk- ar hér heima að vera límið í þríhliða nánu samstarfi þjóðræknisfélaganna þriggja. Þannig sé ég ný tækifæri en ekki ógnanir í breyttu skipulagi.“ Fremsta verkefni samtakanna er, að mati Almars, endurnýjun og að- lögun að nýjum tímum. Þau eigi sína merku 100 ára sögu sem byggð er á áhuga fyrstu og annarrar kynslóðar vesturfara að fylkja liði og efla tengslin við Ísland. Afkomendurnir hafi fylgt eftir á sömu braut, en fyrir 25 árum hafi staðan verið sú að lítil nýliðun hafi verið í þjóðræknisdeild- unum og meðalaldur félagsmanna farið ört hækkandi. Unga fólkið hafi ekki laðast að félögunum. Bylting með Snorraverkefninu „Þannig var staðan fyrir 21 ári þegar ég kom fyrst á samkomur vestra,“ rifjar Almar upp. „Þá var kynnt ný hugmynd sem leiddi til stofnunar Snorraverkefnisins, sem enn er í blóma 20 árum síðar, og fljótt urðu breytingar. Unga fólkið sem tók þátt í því var upp til hópa mjög snortið eftir sex vikna dvöl á Ís- landi og fór að setja mark sitt á starf félaganna og heildarsamtakanna INL.“ Snorraverkefnin hafa notið vin- sælda og segir Almar að þau nái mun betur til fjöldans en þjóðræknisdeild- irnar. „Við sem ýttum þeim úr vör höfðum á fyrstu stigum samband við sendiráð og kjörræðismenn og báð- um um liðsinni við að kynna þetta til- boð. Einnig voru heimsótttar af- skekktari og fámennari byggðir til að kynna starfið. Það skilaði árangri og Ísland límið í þríhliða samstarfi  Ályktun um stofnun þjóðræknisfélags í Bandaríkjunum samþykkt  Almar Grímsson fékk við- urkenningu á hátíðarfundinum fyrir að styrkja tengsl Íslands við afkomendur Íslendinga vestra INL 100 ára Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru heiðursgestir á afmælisfundinum í Winnipeg. Með þeim á myndinni eru Mallory Swanson frá Minnesota, Brad Hirst frá Selkirk og Almar Grímsson til hægri. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á aðalfundi Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Vesturheimi (INLofNA) í Winnipeg í Kanada á dögunum var ályktun um stofnun INL í Banda- ríkjunum (INLUS) samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Breytinga er því að vænta á skipulagi samtak- anna og segir Almar Grímsson, fyrr- verandi formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga (ÞFÍ), að tímabært hafi verið að endurskoða uppbyggingu INL. „„Að öllu samanlögðu er það Ísland sem sameinar okkur og er grunnurinn að okkar starfi,“ sagði glöggur maður vestra og ég tek und- ir hans orð,“ segir Almar. INL var stofnað í Kanada fyrir rúmri öld og fór fyrsta ársþingið fram í Winnipeg 1919. Almar leggur áherslu á að samtökin hafi verið kanadísk fyrstu árin en eftir að þjóð- ræknisdeildir nyrst í Bandaríkjunum og næst landamærum Kanada hafi gengið til liðs við þau hafi INL Norð- ur-Ameríku orðið til. „Ákveðin tregða hefur verið til breytinga, en ýmsar aðstæður, þar á meðal forms- atriði í samskiptum Bandaríkjanna og Kanada, krefjast þess að breyta þarf uppbyggingunni,“ segir hann. Í þessu sambandi bendir hann á að allt fram til 2001 hafi verið auðveldara fyrir Kanada- og Bandaríkjamenn að fara milli landanna og lengi nægt að sýna nafnskírteini eða ökuskírteini. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Uppblásin fortjöld og hjólhýsahreyfar (mover) Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com og á netfangið kriben@simnet.is hjolhysi.com • Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16 Við aðstoðum þig við að flytja inn Hobby hjólhýsi beint frá Þýskalandi TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining TRIGANO Lima 300 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining Hjólhýsa mover - 3 stærðir 18501 Semi Aut Mover 2WD TRIGANO Bali XL Getur staðið eitt og sér. L 300 • d 310 • h 250-280 159.000 129.000 110.000 Frábært verð TILBOÐSVERÐ frá 169.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.