Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 20
Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir fasteignamiðlun 533 4200 159.000.000 kr. - 725,2 m² Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í 515 m² á jarðhæð með tvennum innkeyrsluhurðum og hárri lofthæð, og 210 m² á efri hæð, sem henta vel fyrir skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði á lóð. 99.500.000 kr. - 374,9 m² Gott 375 m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð sem er 256 m² með hárri og góðri innkeyrsluhurð, lofthæð ca. 4,3m Skrifstofur, kaffistofa og snyrting á efri hæð, eru 119 m² allt í mjög góðu ástandi. 59.000.000 kr. - 148,3 m² Falleg og mikið endurnýjuð efri sérhæð í tvíbýlishúsi, með bílskúr. Nánari lýsing: Eldhús með vandaðri sérsmíðaðri innrét- tingu og góðum tækjum. Uppþvottavél í innréttingu fylgir. Tvö bílastæði fylgja eign- inni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðustu ár. Ný gólfefni og loftaklæðning í allri íbúðinni. 74.000.000 kr. - 154,2 m² Til sölu einstaklega vandað sumarhús neðan við 11. brautina á einum fallegasta golfvelli landsins, Kiðjabergi. Húsið er á skjólsælum og fallegum útsýnisstað. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi með sturtu. Sér geymsla. Hiti er í öllum gólfum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og vandaðar. Lóðin er 11.000. m² eignarlóð. Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Dragháls 10, 110 Reykjavík Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík Þinghólsbraut 28, 200 Kóp. Kiðjaberg lóð 9, 801 Selfoss 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Jólasveinarnir í Dimmuborgum prófuðu Vaðlaheiðargöng, eða „gatið“ eins og þeir kalla það, síðastliðinn mánudag og voru þeir hæstánægðir með göngin. „Við vorum nokkuð sammála um að okkur leist ljómandi vel á gatið en okkur fannst það að vísu svolítið langt,“ segir Hurða- skellir. Í mynd og á myndbandi sem Jólasveinarnir í Dimmuborgum birtu á fésbókarsíðu sinni virtust þeir hafa ætlað sér að ganga í gegnum göngin en sú varð að vísu ekki raunin. „Við fáum stundum far með bílum. Við erum ekki þjófóttir en fáum stundum lánað svo við fengum lánaðan bíl í þetta ferða- lag á flugvöllinn á Akureyri.“ Jólasveinarnir voru á leið- inni til Reykjavíkur. „Það var ferðalag á okkur, við fengum far með flugvél til Reykjavíkur,“ segir Hurðaskellir. Undarlegt verður að teljast að jólasveinar séu á faraldsfæti svo snemma árs en tilefnið var alveg sérstakt. „Við vorum að hitta hóp af börnum. Það var starfsmanna- ferð hjá stóru fyrirtæki frá Bandaríkjunum til Íslands og starfsmennirnir tóku fjölskyld- una sína með. Við vorum reyndar ekki nema fjórir saman á ferð í göng- unum en það voru allir þrettán bræðurnir sem hittu krakkana þarna á mánudagskvöld á Grand Hotel,“ segir Hurðaskellir sem bætir því við að jólaþema hafi verið á þessu fjölskyldukvöldi. „Ég veit ekki hvernig það kom til svona í sumarbyrjun en við sögðum svona af sjálfum okk- ur og svo sungum við svolítið fyrir þau og enduðum á því að dansa í kringum jólatré.“ Aðspurður segir Hurðaskell- ir að bræðurnir þrettán séu ekki allir sammála um uppátæki sem þessi. „Sumir eru alltaf til í allt og það örlar á dálítilli athyglissýki hjá þeim. Aðrir eru feimnir en láta glepjast að fylgja með í ým- islegt.“ Jólasveinarnir í Dimmuborgum fóru í smáferðalag og eru ljómandi glaðir með „gatið“ Sveinar könnuðu Vaðlaheiðargöng Ljósmynd/Hurðaskellir Ferðalag Jólasveinarnir í Dimmuborgum brugðu sér af bæ og eru hér komnir í Vaðlaheiðargöng. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fimmaurabrandarafjelagið, 20.000 manna hópur á Facebook, sendi ný- verið frá sér bók sem inniheldur vandlega valda fimmaurabrandara sem birtir hafa verið í hópnum. „Þetta er fyrst og fremst til gam- ans gert, til að hlæja að einhverju sem er ekkert fyndið,“ segir Krist- ján B. Heiðarsson, forseti félagsins. Hann hefur sagt fimmaurabrand- ara alla tíð. „Það hefur stundum ver- ið þannig með mig að ég hef lagt mig fram við að segja svo slæma brand- ara að ég gæti frekar hlegið að við- brögðum þeirra sem heyra þá en bröndurunum sjálfum,“ segir Krist- ján sem er þungarokkari með meiru og vill meina að fimmaurabrandarar séu jafnvel fyrir hörðustu rokkara. „Þetta passar dásamlega saman. Þungarokkarar eru engin skrímsli eins og stereótýpan var oft, þetta eru allt saman brandarakarlar.“ Spurður um skilgreiningu á fimm- aurabrandara segir Kristján: „Þeg- ar stórt er smurt verður …“ og blaðamaður botnar: „fátt um smjör.“ Fimmaurabrandarafjelagið mun styrkja Krabbameinsfélagið um tvær milljónir vegna útgáfunnar. „Maður veit aldrei hvar fimm- aurabrandari byrjar svo það er í raun enginn einn höfundur.“ Af þeim sökum rennur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins í stað eigin- legs höfundar. Morgunblaðið/Hari Styrkur Gunnar Kr. Sigurjónsson og Kristján B. Heiðarsson frá Fimmaura- brandarafjelaginu afhentu Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur styrkinn góða.  Gefa út úrval brandara úr Fimmaurabrandarafjelaginu  Styrkja Krabbameinsfélagið um tvær milljónir vegna útgáfunnar  Forseti félagsins er þungarokkari sem segir rokkara brandarakarla Að hlæja að því sem er ekkert fyndið  Fólk með bótox segir varir sín- ar ekki sléttar.  Hver í ósköpunum er þessi Anna Eftirspurn sem alltaf er verið að tala um í útvarpinu?  Ef þú límir dauða vespu í lóf- ann á þér, þá geturðu slegið yf- irmann þinn eins fast í hnakk- ann og þú vilt … og þóst hafa bjargað honum. Á bráðavaktinni: „Hvar er þessi sem þarf að sauma saman?“ „Hann fór heim. Sárið var gró- ið.“  Hvað heitir litla borgin við hliðina á Varsjá? Smásjá.  Eru streptókokkar ekki bestir í að búa til spítalamat?  Ég bý nærri kirkjugarði. Það er rólegt nábýli.  Ég er með ellefu konur sem heita Anna í vinahópnum mínum á Facebook Það lítur út fyrir að ég sé frekar Önnum kafin.  Hvernig er það með sjósunds- fólkið? Fær það ekki sæstrengi?  Hafiði heyrt um verðtryggðu lánin? Þau eru alveg óborganleg.  Ég fór í mjög skemmtilega ferð til Gdansk í fyrra. Nú er ég að velta fyrir mér hvort það gæti ekki verið gaman að skreppa til Gnorsk eða Gsvensk í ár.  Menn sem ganga mikið á staðnum geta orðið stað- göngumóðir. Frumlegir fimmaurar NOKKUR SÝNISHORN ÚR BÓKINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.