Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi að lögum mun það þynna út áhættumat Hafrannsóknastofnunar. Þetta er mat Óðins Sigþórssonar sem sat fyrir hönd veiðiréttareig- enda í starfshópi sjávarútvegsráð- herra um stefnu- mörkun í fiskeldi. Hópurinn var skipaður í desem- ber 2016 og skil- aði niðurstöðu til ráðherra sumarið 2017. Með áhættu- mati er lagt mat á áhættu af sjókvíaeldi í fjörðum. Nán- ar tiltekið vegna mögulegrar erfða- blöndunar milli eldislaxa og náttúru- legra laxastofna á Íslandi. Matið var gefið út í júlí 2017 og var niðurstaðan að óhætt væri að ala hér við land 71.000 tonn af frjóum laxi „Það var mikið rætt um það í starfshópnum hvernig bregðast ætti við þessum gríðarlegu stækkunaráformum í fiskeldi sem voru þá metin upp á 180 til 200 þúsund tonn. Niðurstaða starfshópsins var sú að láta vísindin ráða og láta vinna svonefnt áhættu- mat. Menn urðu sammála um það að lokum að fela Hafrannsóknastofnun þetta verk og að stofnunin fengi til liðs við sig erlenda sérfræðinga af hæstu gráðu. Þegar samkomulagið er gert vissu menn ekki hver yrði niðurstaða áhættumatsins,“ segir Óðinn um feril málsins. Gerði ráð fyrir áhættumatinu „Þegar áhættumatið kemur fram voru menn misjafnlega ánægðir með það eins og gengur og gagnrýndu það fram og til baka. Eigi að síður setti Kristján Þór [Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra,] fram frumvarp í fyrravetur sem ger- ir ráð fyrir nákvæmlega því sem við sömdum um í starfshópnum; að Haf- rannsóknastofnun myndi fram- kvæma áhættumat og það yrði lagt til grundvallar því magni sem mætti framleiða af frjóum laxi í sjó hverju sinni. Þetta frumvarp kom mjög seint fram og dagaði uppi og ráð- herra tók málið til sín aftur. Ráðherra leggur svo fram nýtt frumvarp í vetur, eftir að hafa kynnt það í samráðsgátt, en með þeim breytingum að það er að okkar mati búið að grafa undan áhættumatinu,“ segir Óðinn og tekur dæmi af eftir- farandi texta í frumvarpinu. „Í áhættumati erfðablöndunar skal tekið tillit til mótvægisaðgerða sem draga úr mögulegri erfða- blöndun, m.a. ljósastýringar og stærðar seiða og netpoka. Hafrann- sóknastofnun skal leita eftir tillögum eldisfyrirtækja að slíkum mótvæg- isaðgerðum,“ segir þar orðrétt. Getur breyst með tímanum Óðinn telur þessa breytingu „mjög sérstaka“. Verkefni Hafrann- sóknastofnunar hafi einfaldlega verið að vinna og birta áhættumat fyrir ákveðið svæði sem geti síðan breyst eftir því sem tímar líða, bæði til hækkunar eða lækkunar þess eldismagns sem má vera. „Þær breytingar geta byggst á reynslu af þeim mótvægisaðgerðum sem fyrirtækin hafa gripið til. En að kalla eftir mótvægisaðgerðum í upp- hafi máls og byggja áhættumat á þeim, án þess að komin sé reynsla, segir ákveðna hluti. Hér er verið að setja inn leiðbeiningar í lögin um hvernig Hafrannsóknastofnun á að vinna sína vinnu,“ segir Óðinn. „Með því er eggið að koma á undan hænunni. Grundvöllur nátt- úruverndarlaganna er varúðar- reglan, að náttúran njóti vafans. Áhættumatið var gefið út og hljóðar upp á 71 þúsund tonn. Það er mikið rými fyrir fyrirtækin til að auka framleiðsluna á næstu árum, enda hefur framleiðslan ekki verið nema um 10 þúsund tonn í sjó. Það verður eitthvað meira á þessu ári. Samt er ekki beðið eftir því að það komi reynsla af því að hafa áhættumat upp á 71 þúsund tonn. Það blasir við að í þessu frumvarpi liggja fyrir ský- laus fyrirmæli til Hafrannsókna- stofnunar um að gefa út tillögu að nýju áhættumati innan tveggja mán- aða frá gildistöku laganna. Hvað er langt síðan áhættumatið var gefið út? Það eru aðeins tæp tvö ár síðan og því engin reynsla komin á áhættumatið. Það er augljóst hvert allt þetta leiðir. Það er verið að eyði- leggja áhættumatið sem samið var um. Það er ekkert flóknara.“ Leitað verði í veiðiám Annað dæmi um breytingar á frumvarpinu sem Óðinn telur lýs- andi fyrir þá sviðsmynd sem dregin er upp í nefndaráliti og breytinga- tillögum atvinnuveganefndar og varðar eftirfarandi klausu: „Fiskistofu er heimilt, að fengnu samþykki stjórnar veiðifélags eða veiðiréttarhafa, þar sem veiðifélag hefur ekki verið stofnað, að mæla fyrir um að leitað verði að slíkum fiski í nærliggjandi veiðiám, eða vötnum, og hann fjarlægður,“ segir Óðinn og setur þetta í samhengi. „Áhættumatið í dag gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að ala frjóan fisk í Ísafjarðardjúpi. Þessi ákvæði eru að mínu mati beinlínis sett inn til þess að sveigja þann hluta áhættumats- ins,“ segir Óðinn. Vegna þessara og annarra breyt- inga sé mikið vantraust á vinnu ráðuneytisins. Frumvarpið sé orðið hálfgerð hrákasmíð. Það hafi enn versnað í meðförum atvinnuvega- nefndar. Það sjáist best á því að ekki sé einu sinni fullt samræmi milli þess sem segir í nefndaráliti og laga- textanum sjálfum, t.d. varðandi gildi og niðurfellingu umsókna um fisk- eldi. Til að mynda eigi að koma inn í lögin ný málsgrein um að ráðherra skipi samráðsnefnd um fiskeldi til fjögurra ára í senn. Orðrétt segir í frumvarpinu um nefndina: „Nefndin er stjórnvöldum til ráð- gjafar vegna málefna fiskeldis og skal taka til umfjöllunar hvaðeina sem málaflokkinn snertir. Í því felst m.a. að leggja mat á forsendur og úr- vinnslu þeirra gagna sem áhættu- mat erfðablöndunar byggist á.“ Lítil þekking á málinu Óðinn telur að hér séu lögð fram ákvæði um samráðsnefnd sem „skip- uð sé leikmönnum og eigi að fjalla um vísindalega hluti sem samráðs- nefndarmenn hafa eðli málsins sam- kvæmt ekkert vit á“. Hann bendir á að þótt ráðherra eigi í orði að vera bundinn af áhættu- matinu geti hann engu að síður alltaf synjað nýju áhættumati. „Þá skal ráðherra einnig skipa nefnd sérfræðinga sem fara yfir áhættumatið og eiga að skila tillög- um og áliti til ráðherra. Hér er því sótt að Hafrannsóknastofnun frá öll- um hliðum,“ segir Óðinn. Áhættumatið þynnt út  Fulltrúi í starfshópi sjávarútvegsráðherra varar við lagabreytingum í fiskeldi  Áformað sé að grafa undan mati Hafrannsóknastofnunar á fiskeldi í fjörðum Morgunblaðið/Kristinn Atvinnugrein Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu áratugum. Óðinn Sigþórsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Borist hafa 47 erindi og umsagnir vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Meðal þeirra sem skiluðu umsögn er Landssamband veiðifélaga. Félagið rifjar upp að starfshópur um stefnumörkun í fiskeldi hafi skilað tillögum í ágúst 2017. „Starfshópurinn var skipaður fulltrúum hagsmunaaðila og fulltrúum frá atvinnuvegaráðu- neyti og umhverfisráðuneyti. Sér- stakt samkomulag var þar undir- ritað um hvernig fara skuli með áhættumat erfðablöndunar og lög- festingu þess. Þá var einnig lögð fram sérstök yfirlýsing sem stjórn- armenn Landssambands fiskeldis- stöðva undirrituðu þar sem þeir hétu því að styðja tillögur starfs- hópsins,“ segir í álitinu. Frumvarp hafi dagað uppi en ráðherra tekið það til sín og lagt fram á ný í ger- breyttri mynd hvað áhættumat erfðablöndunar varðar. Telur Landssamband veiðifélaga „aug- ljóst að í drögum að fyrirliggjandi frumvarpi [sé] að finna breytingar sem samræmast hugmyndum for- svarsmanna fiskeldisfyrirtækja“. Fólk úr hagsmunasamtökum Í umsögn Hafrannsóknastofn- unar er vikið að áformum um sam- ráðsnefnd um fiskeldi: „Þegar kem- ur að hlutverki nefndarinnar er því lýst svo að hún sé stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fisk- eldis … Þar sem nefndin verður skipuð fólki tilnefndu af hagsmuna- samtökum er vart hægt að ætlast til þess að það geti lagst í mikla fræði- lega vinnu um áhættumatið auk þess sem hagsmunir geta haft áhrif á mat þess,“ segir þar m.a. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á sama atriði í umsögn sinni: „Að hafa ráðgjafanefnd um mál- efni fiskeldis er eðlileg ráðstöfun að mati Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar gegnir öðru máli ef nefnd sem er ekki skipuð sem fag- nefnd/vísindanefnd, heldur sem nefnd ólíkra hagsmunaaðila, fari að hlutast til um og gefa ráð um áreið- anleika eða gæði, í þessu tilfelli rannsókna og fagvinnu Hafrann- sóknastofnunar.“ Benda á hagsmunatengsl  Landssamband veiðifélaga, Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands lögðu fram athugasemdir NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, sendi umsögn vegna áformaðra breytinga. „NASF gagnrýnir harðlega hugmyndir sjávarútvegsráðu- neytisins að koma á fót … sam- ráðsvettvangi um fiskeldi til að endurskoða áhættumat Haf- rannsóknastofnunar sem er byggt á vísindalegum for- sendum. Í ofanálag á ráðherra svo að hafa lokaorðið um bæði burðarþolsmat og áhættumat. Hér er verið að búa í haginn fyrir sterk öfl í þjóðfélaginu að beita öllum sínum mætti til þess að breyta vísindalegu mati Hafrannsóknastofnunar sér í vil með því að beita ráðherra póli- tískum þrýstingi.“ Þrýst verði á ráðherrann ÁHYGGJUR NASF Formannaráðstefna Lands- sambands lögreglumanna krefst þess í ályktun að ríkisvaldið vakni af þyrnirósarsvefni sem það hafi sofið undanfarinn áratug eða leng- ur og vísar í því sambandi til nýút- kominnar skýrslu greiningar- deildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Þegar í stað verði farið í gagngera skoðun á fjárheimildum þeim sem veittar eru til lögreglunnar og þar verði á öllum sviðum bætt verulega í. Ef ekki verði tekið á þessum vanda, sem stjórnvöldum hafi verið ljós um áratugaskeið, sé ljóst að löggæsla á Íslandi muni lenda í sama vanda og sjá hefur mátt í hinum norrænu löndunum. Formannaráðstefnan krefst þess einnig að niðurskurði til löggæslu- mála verði þegar í stað hætt og far- ið í raunverulega aukningu fjár- heimilda til löggæslumála. Þá er þess krafist að laun lögreglumanna verði þegar í stað leiðrétt. Lög- reglumenn hafi dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum sínum og laun þeirra komi engan veginn til móts við álagið sem sé á stétt- inni. Ríkisvaldið vakni af þyrnirósarsvefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.