Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
✝ Hrefna Ólafs-dóttir fæddist
16. apríl 1923 í
Stóra-Knarrar-
nesi á Vatnsleysu-
strönd. Hún lést
3. maí 2019 á
Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja.
Hún var dóttir
hjónanna Ólafs
Péturssonar út-
vegsbónda í Stóra-Knarrar-
nesi, f. 28. júní 1884, d. 11.
október 1964, og Þuríðar Guð-
mundsdóttur húsfreyju í Stóra-
Knarrarnesi, f. 17. apríl 1891,
d. 25. febrúar 1974. Börn Þur-
íðar og Ólafs urðu 14: Guð-
mundur, f. 1914, d. 2001, Guð-
rún Ingibjörg, f. 1916, d. 1995,
Ellert, f. 1917, d. 1984, Guð-
finna Sigrún, f. 1918, d. 2009,
Guðmundur Viggó, f. 1920, d.
2002, Pétur, f.
1922, d. 1998, Mar-
grét, f. 1924, d.
2012, Ólafur, f.
1926, d. 1940, Guð-
bergur, f. 1927,
Bjarney Guðrún, f.
1928, Áslaug
Hulda, f. 1930, Eyj-
ólfur, f. 1932, d.
2013, Hulda Klara,
f. 1933, d. 1994.
Hinn 10. júní
1970 giftist Hrefna Ólafi
Björnssyni, skipstjóra og út-
gerðarmanni, f. 22.4. 1924, d.
20.7. 2015. Ólafur átti sex börn
af fyrra hjónabandi.
Hrefna nam snyrtifræði í
Danmörku og vann við það
lengst af. Um tíma var hún
með snyrtistofu í Keflavík.
Hrefna var jarðsungin í
kyrrþey frá Kálfatjarnarkirkju
14. maí 2019.
Okkur systur langar til að
minnast frænku okkar Hrefnu
sem lést nýverið 96 ára að aldri.
Hún hefur ekki verið auðveld
lífsbaráttan hjá afa og ömmu í
Stóra-Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd í upphafi tuttugustu
aldar. Húsakynnin voru léleg,
gamall torfbær við opna sjáv-
arsíðuna, en 1927 var þar byggt
steinsteypt hús sem var til mik-
illa bóta fyrir fjölskylduna.
Amma og afi voru dugleg og
sáu til þess að afkomendurnir
liðu aldrei skort. Þau voru með
fáeinar kindur og kýr og stutt
var í sjávarföngin. Þau eign-
uðust 14 börn á 19 árum; sjö
dætur og sjö syni, það fyrsta
árið 1914 en það yngsta 1933.
Hrefna var sjöunda í röðinni. Í
dag eru þrjú systkinanna á lífi.
Hrefna var sjálfstæð kona og
fór snemma að heiman að vinna
og afla sér menntunar. Bjarney
móðir okkar minnist þess oft
hve gjafmild hún var og örlát
við systkini sín. Hún hélt til
Danmerkur að nema snyrti-
fræði sem var nýlunda á þeim
tíma. Þegar heim var komið
vann hún við sitt fag í fjölda-
mörg ár, einkum fótsnyrtingu
og var hún mjög eftirsótt. Hún
bjó í Bandaríkjunum í nokkur
ár og starfaði þar m.a. á heimili
sendiherrahjónanna Thors
Thors og Ágústu konu hans í
Washington. Myndaðist mikill
vinskapur milli Hrefnu og
Ágústu.
Nokkru eftir heimkomuna
kynntist hún Ólafi Björnssyni,
útgerðarmanni í Keflavík, sem
var ekkill. Þau giftu sig 1970.
Hún fluttist þá til Keflavíkur og
bjó þar til dauðadags. Á milli
þeirra hjóna ríkti mikil og gagn-
kvæm virðing.
Stóra-Knarrarnes er enn í
eigu ættarinnar en enginn hefur
þó búið þar í allmörg ár. Íbúðar-
húsið er í ágætu standi og þar
hittast ættingjarnir og fjölskyld-
ur þeirra reglulega. Þar eru
haldin ættarmót og aðrir við-
burðir. Hrefnu var umhugað um
að þangað kæmi fólkið sem oft-
ast og ætti saman góðar stundir.
Samband systkinanna var mjög
náið. Mörg þeirra fluttust til
Keflavíkur en önnur á höfuð-
borgarsvæðið. Þau voru dugleg
að sækja hvert annað heim og
sem dæmi má nefna að varla
leið sú vika að ekki kæmi eitt-
hvert þeirra til móður okkar í
Safamýrina. Var þá gjarnan tek-
ið í spil en Hrefna hafði einstaka
unun af því. Hún sat hnarreist
við spilaborðið og sýndi þar
enga miskunn. Í seinni tíð pútt-
aði hún með eldri borgurum í
Keflavík og þar leyndi keppn-
isskapið sér ekki heldur.
Hrefna var hlý og skemmti-
leg og ættrækin mjög og það
var gaman að umgangast hana.
Að lokum þökkum við Hrefnu
samfylgdina og allar góðu sam-
verustundirnar í gegnum tíðina.
Blessuð sé minning hennar.
Elín, Kristín, Þuríður og
Rós Guðmundsdætur.
Það er með þakklæti og virð-
ingu sem ég kveð Hrefnu móð-
ursystur mína. Alla ævi mína
hefur hún sýnt mér hlýju og
umhyggju. Ég man svo vel þeg-
ar hún kom heim frá Ameríku
og færði mér flottan leðurjakka.
Þegar ég var þrettán ára varð
ég að fara á Ríkisspítalann í
Kaupmannahöfn. Hver önnur en
Hrefna tók á móti okkur
mömmu. Ég þurfti að vera lengi
á spítalanum en mamma varð að
fara heim á undan mér. Þá var
nú gott fyrir áhyggjufullan mál-
lausan dreng á dönsku að geta
hallað sér að hlýja faðminum
hennar Hrefnu. Síðan urðum við
samferða heim með Gullfossi.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
systkinabörnum sínum og var
alltaf að gera eitthvað fyrir okk-
ur. Þegar ég missti sjónina al-
veg var það Hrefna sem stakk
upp á því að ég lærði nudd, en
sjálf var hún bæði nuddari og
fótaaðgerðakona. Þetta varð
mikið gæfuspor og síðan ævi-
starf mitt. Þegar ég eignaðist
sjálfur börn var hún natin við
þau, fór með þau í Bláa lónið,
sem þá var nýtt og öllum opið,
og í gönguferðir. Oftar en ekki
færði hún okkur rauðsprettu
þegar Óli maður hennar fór á
sjó. Mest af öllu unni hún æsku-
heimili sínu, Stóra Knarrarnesi
á Vatnsleysuströnd. Þau systk-
inin voru dugleg að hittast þar,
spila og viðhalda gamla heim-
ilinu. Nú hefur næsta kynslóð
tekið við og alltaf þegar eitthvað
var um að vera, vöfflukaffi eða
hvað sem var, mættu þau Óli
þótt þau væru orðin lasin og síð-
an Hrefna með systkinum sínum
eftir að Óli lést. Hún þurfti mik-
ið að spyrja hvernig börnunum
gengi og hvað þau væru að gera.
Alltaf með umhyggju fyrir öðr-
um. Nú kveð ég þessa flottu og
hlýju konu sem ætíð var fín í
tauinu með trega og þakka fyrir
samfylgdina og alla hjálp.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Ólafur Þór Jónsson
sjúkranuddari.
Þegar ég hugsa um hana
Hrefnu kemur orðið röggsemi
fyrst upp í hugann. Hún var
kvik í hreyfingum og ekkert
mikið fyrir að dútla við hlutina
ef það var betra að hespa þeim
af. Það þurfti ekkert alltaf að
flækja málin og það var gripið
til aðgerða þegar hugmyndir
komu upp. Fyrsta skiptið sem
ég fór í Bláa lónið var til að
mynda með Hrefnu. Við staul-
uðumst yfir hraunið og skelltum
okkur út í þetta himinbláa vatn
sem Hrefna sagði að væri allra
meina bót. Eftir að hafa svaml-
að í lóninu þurrkuðum við það
mesta af okkur og héldum heim
á leið með kísilklístrað hárið út í
loft. Það var ekki búið að setja
upp neina sturtuaðstöðu á
svæðinu og fáir voru líklega
sammála henni á þessum tíma
um að það væri yfirhöfuð eitt-
hvað sniðugt að vera að baða
sig í þessari bláu drullu. Hún
mætti manni brosandi og heils-
aði hlýlega eins og maður skipti
máli og þannig var hún við alla
menn, konur og börn. Hún kom
brosandi til dyra þegar ég
dinglaði á nuddstofunni hjá hon-
um pabba og smellti mér upp á
bekkinn í smá fótanudd ef hún
átti lausa stund. Hún hafði
gaman af því að láta öðrum líða
vel og gefa af sér. Það var
reyndar ekki í neinu uppáhaldi
að láta hana Hrefnu pota í tá-
neglurnar með tækin sín og tól.
Þegar hún var að laga inngrón-
ar neglur þýddi ekkert annað
en harka af sér því Hrefna du-
staði í burtu allt kvabb og
kvein, hélt tánni fastri og vann
sína vinnu hratt og örugglega.
Já, stundum er betra að hespa
hlutina af. Þegar ég var lítil
vorkenndi ég oft Hrefnu að eiga
engin börn en þegar betur er að
gáð átti Hrefna börn úti um all-
an frændgarðinn, börn sem hún
var iðin við að sinna og naut
samvista við. Það þarf ekki
mörg orð um fólk eins og
Hrefnu, það er tilfinningin sem
hún skilur eftir sig sem skiptir
máli. Tilfinningin mín er þakk-
læti. Hrefnu þakka ég fyrir að
kenna mér að stökkva á vit æv-
intýra eins og Bláa lónsins þó
svo að allir hinir séu ekki endi-
lega að gera það sama, að fram-
kvæma hugmyndir, horfa
framhjá erfiðleikunum og
hraðahindrunum en í stað þess
einblína á endamarkið. Ég kveð
Hrefnu með þakklæti í huga og
votta öllum þeim fjölmörgu sem
tengdust henni samúð mína.
Freygerður Anna
Ólafsdóttir.
Hrefna Ólafsdóttir
Fréttir um andlát
Rögnu Matthías-
dóttur komu á óvart.
Það er nokkuð síðan
ég hitti Rögnu síð-
ast, en leiðir okkar skildu þegar
ég lét af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Ístaks fyrir nokkr-
um árum. Þá var Ragna að ganga
í gegnum mjög erfiðan kafla í lífi
sínu, sem voru veikindi mannsins
hennar, sem þá lá fyrir að gætu
aðeins haft einn endi. Hún stóð
eins og klettur við hlið hans í
þessum veikindum.
Tilgangur þessara skrifa er að
minnast Rögnu og þakka henni
fyrir að vera jafn frábær sam-
starfsmaður og hún ávallt var.
Hún var mjög glögg og dugleg,
og leysti allan vanda. Það var allt-
af gott að biðja Rögnu.
Hún brást undantekningar-
laust vel við, og vann sín störf af
mikilli trúmennsku. Páll Sigur-
jónsson var framkvæmdastjóri
Ístaks þegar ég hóf þar störf, og
hann var duglegur að minna á
hvaða gullmola við áttum í Rögnu,
en hún var ritari hans, sem og síð-
ari framkvæmdastjóra. Þetta
reyndust orð að sönnu, og var hún
Ragna
Matthíasdóttir
✝ Ragna Matt-híasdóttir
fæddist 24. sept-
ember 1962. Hún
lést 4. maí 2019.
Útför Rögnu fór
fram 15. maí 2019.
fyrirtækinu mikils
virði.
Ég votta öllum
ættingjum, vinum
og samstarfsfólki
mína innilegustu
samúð og þakka ára-
langt samstarf við
þessa yndislegu
manneskju.
Kolbeinn
Kolbeinsson.
För
Ég fylgi þér eftir
fer ekki með
ekki í dag
í dag
ætlum við skýin
að gráta þig
á morgun
á morgun
munum við minnast þín
sem og þá daga
sem eftir eru
þar til við mætumst
í táraregni tímans
(Kristján Logason)
Guðjón Þór Ólafsson,
Kristján Logason, Guðný
Guðjónsdóttir og fjölskylda.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BIRKIR SKARPHÉÐINSSON
ökukennari,
Aflagranda 40,
lést fimmtudaginn 23. maí á Vífilsstöðum.
Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 5. júní
klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á gjafa- og styrktarsjóð Múlabæjar
(0133-15-380757, kt. 580310-0440).
Elíveig Kristinsdóttir
Elín Bára Birkisdóttir Jens Líndal Ellertsson
Helga Birkisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANHILDUR ÁRNEY
ÁSGEIRSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 31. maí klukkan 13.
Theodóra Á. Svanhildard. Sigmar G. Guðbjörnsson
Aðalheiður Svanhildardóttir Snorri Björn Arnarsson
Tómas Sveinbjörnsson Guðborg Kolbeins
Valtýr Reginsson Ingibjörg Pétursdóttir
Kolbeinn Reginsson Ingveldur M. Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Bergsmára 13, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Lindakirkju í
Kópavogi mánudaginn 3. júní klukkan 13.
Sólveig Margrét Ásmundsdóttir
Ásmundur Óli Gíslason
Aron Freyr Gíslason Katla Sif Friðriksdóttir
Hafdís Gerður Gísladóttir Bjartmar Ingi Sigurðsson
Lilja Björg Gísladóttir Jón Baldvin Jónsson
Erla Guðrún Gísladóttir Finnur Dellsén
Guðmundur Garðar Gíslason
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG EDDA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Didda,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Garðabæ (Ísafold) föstudaginn 24. maí.
Útförin fer fram frá Digraneskrikju þriðjudaginn 4. júní
klukkan 15.
Aldís Búadóttir Heimir Sigursveinsson
Jóhann Búason Eygló Sigtryggsdóttir
Fjalar Sigurðarson Hildur Guðný Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRDÍS GRÍMHEIÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
húsmóðir,
lést laugardaginn 25. maí í faðmi
fjölskyldunnar.
Útför fer fram frá Grensáskirkju 7. júní klukkan 13.
Kristbjörg G. Gunnarsdóttir Ívar Gunnlaugsson
Magnús G. Gunnarsson Steinunn Ástráðsdóttir
Lilja G. Gunnarsdóttir Bjarnleifur Bjarnleifsson
Anna G. Gunnarsdóttir
Gunnar B. Gunnarsson Lulu Andersen
Helga G. Gunnarsdóttir
Birgir Gunnarsson Guðrún Arinbjarnardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn