Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Aldrei kom til greina að ákæra Do- nald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa staðið í vegi réttvísinnar þar sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna telur að það stríði gegn stjórn- arskrá Bandaríkjanna að ákæra sitj- andi forseta. Þetta kom fram í máli Roberts Muellers, sérstaks saksókn- ara, en hann las upp yfirlýsingu um skýrslu sína í gær þar sem kannaðar voru ásakanir um að framboð Trumps hefði átt í ólöglegu samsæri við rússnesk stjórnvöld til þess að hafa áhrif á kosningarnar 2016. Mueller benti á dómsmálaráðu- neytið hefði lengi verið þeirrar skoð- unar að stjórnarskráin kæmi í veg fyrir ákærur á hendur sitjandi for- seta. Því hefði hann og rannsóknar- teymi hans ekki einu sinni velt þeim möguleika fyrir sér. Tók Mueller þó fram að stjórnarskráin kvæði á um aðrar leiðir til þess að bera fram ásakanir á hendur sitjandi forseta en þar er þinginu falið eftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Sagði Mueller jafnframt að hann óskaði ekki eftir því að bera vitni fyr- ir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en demókratar hafa krafist þess að Mueller verði kallaður fyrir nefndina ásamt fleiri. Sagði Mueller að hann myndi ekki segja meira við slíka vitnaleiðslu en það sem þegar kæmi fram í skýrsl- unni. Mueller ítrekaði að niðurstaða skýrslu sinnar hreinsaði forsetann ekki af þeim ásökunum að hann hefði reynt að hafa áhrif á framgang rétt- vísinnar, né heldur væri hann sak- aður um þann glæp. Þá sagði Muell- er að skýrsla sín hefði leitt í ljós að margar kerfisbundnar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að hafa áhrif á kosningarnar og að það krefð- ist nánari skoðunar. Hóta frekari aðgerðum Yfirlýsing Muellers vakti mikla at- hygli í Washington og vildu háttsett- ir demókratar að Trump yrði ákærð- ur til embættismissis. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúa- deildarinnar, lýsti því yfir á sam- félagsmiðlum að Bandaríkjaþing yrði að svara kallinu fyrst dómsmála- ráðuneytið hefði ekki viljað ákæra Trump. Hét Nadler því að þingið myndi halda áfram að rannsaka ávirðingarnar á hendur forsetanum. Trump sagði hins vegar að ekkert nýtt hefði verið að finna í yfirlýsingu Muellers og að málinu væri lokið. Sagði Trump að ónægar sannanir væru fyrir þeim ásökunum sem sett- ar hefðu verið fram og benti á að í bandarísku réttarkerfi væru menn saklausir uns sekt sannaðist. Ákæra kom aldrei til greina  Mueller tjáir sig um skýrslu sína í fyrsta sinn  Demókratar hóta áframhald- andi aðgerðum gegn forsetanum  Trump segir málinu vera endanlega lokið AFP Rannsókn Yfirlýsingu Muellers var sjónvarpað í beinni útsendingu. Þessi hlaupagarpur er einn af 224 sem þreyttu í gær maraþon-hlaup við rætur Everest-fjalls. Var tilgangur maraþonsins, sem titlað var „hæsta maraþonhlaup heimsins“, sá að minnast þess að 66 ár voru liðin frá því að Tenzing Norgay og Edmund Hillary klifu fyrstir upp á topp Everest-fjalls, sem sagt er hæsti fjallstindur heims. Komu keppendur í maraþoninu frá þrjátíu mis- munandi löndum en ekki fór sögum af úrslitum. AFP Afreksins minnst með maraþonhlaupi Hlaupið í hlíðum Himalajafjalla Breski þingmað- urinn Boris Johnson mun þurfa að mæta til skýrslutöku fyrir rétti vegna ásak- ana um að hann hafi vísvitandi logið til um út- gjöld breska rík- isins til Evrópu- sambandsins í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar 2016. Segja kærendur að með því hafi Johnson gerst sekur um misferli í opinberu embætti. Úrskurðaði dómarinn í málinu að næg gögn væru fyrir hendi til að rétt væri að halda áfram með for- flutning þess og kanna hvort ástæða væri til að fara með málið alla leið í réttarhöld. Lögfræðingur Johnsons mót- mælti ásökununum og velti því fyr- ir sér hvort málið hefði verið kært eingöngu til þess að koma pólitísku höggi á hann, og um leið reyna að draga úr líkunum á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. John- son nýtur nú mests fylgis þeirra, sem boðið hafa sig fram til að taka við leiðtogaembætti Íhaldsflokks- ins eftir að Theresa May sagði af sér. Boris Johnson gert að gefa skýrslu Boris Johnson BRETLAND Evrópusam- bandið sendi í gær viðvörun til ríkisstjórnar Ítalíu um að skuldastaða rík- isins bryti í bága við fjárlaga- reglur sam- bandsins. Krafð- ist fram- kvæmdastjórn sambandsins nánari skýringa frá Ítölum innan tveggja daga. Opin- berar skuldir Ítalíu nema um 132% af þjóðarframleiðslu, en viðmið Evrópusambandsins segja að þær megi ekki vera hærri en 60%. Matteo Salvini, aðstoðarforsæt- isráðherra Ítalíu, lýsti því yfir á þriðjudaginn að hann byggist við því að Evrópusambandið myndi leggja sekt á Ítalíu vegna skulda- stöðu ríkisins sem næmi um þremur milljörðum evra. Gaf Salvini jafn- framt til kynna að hann teldi fjár- lög ríkisstjórnar sinnar nauðsynleg til þess að koma hagvexti aftur af stað. Salvini hét því að hann myndi berjast fyrir því að breyta reglum sambandsins en flokkur hans, Bandalagið, vann stórsigur í Evr- ópuþingskosningunum um liðna helgi. Fá skammir fyrir skuldir frá ESB Matteo Salvini ÍTALÍA Ríkisfjölmiðlar í Kína hótuðu í gær að stjórnvöld þar myndu setja út- flutningsbann á sjaldgæfa jarð- málma til Bandaríkjanna, en þeir eru meðal annars nýttir við fram- leiðslu snjallsíma. Bentu fjölmiðlarn- ir meðal annars á að Xi Jinping, for- seti Kína, hefði fyrr í vikunni heimsótt verksmiðju þar sem unnið var með sjaldgæfa jarðmálma, en Kínverjar sjá um meira en 95% af framleiðslu þeirra á heimsvísu. Yfirlýsingar ríkisfjölmiðlanna komu í kjölfar þess að kínverski tæknirisinn Huawei lagði fram kröfu í Bandaríkjunum um að löggjöf sem meinar bandarískum alríkisstofnun- um að nota tæki frá Huawei yrði felld úr gildi. Mike Pompeo, utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði um hót- anirnar að Bandaríkjamenn hefðu þegar beðið skaða af núverandi tolla- reglum sem giltu um viðskipti milli Kínverja og Bandaríkjamanna, og sagði að markmið Donalds Trumps Bandaríkjaforseta væri að leiðrétta þann halla sem þar hefði orðið á. Þá varði Pompeo löggjöfina gegn Huawei og sagði að mikil og djúp tengsl væru á milli fyrirtækisins og kínverskra stjórnvalda. „Ef raunin væri sú að kínverski kommúnista- flokkurinn vildi fá upplýsingar sem kæmu frá tækni sem Huawei ætti, væri nánast öruggt að Huawei myndi veita þær,“ sagði Pompeo. Fulltrúar Huawei segja löggjöfina hins vegar ekki réttlætanlega, og að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram nein sönnunargögn um að Huawei stofni öryggi landsins í hættu. sgs@mbl.is Útflutningsbanni hótað  Viðskiptaerjur Bandaríkjanna og Kína færast í aukana  Gæti komið niður á framleiðslu bandarískra hátæknivara AFP Verksmiðja Kína framleiðir 95% af sjaldgæfum jarðmálmum heimsins. Óháð nefnd sérfræðinga á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð- anna kallaði eftir því í gær að þrem- ur aðskilnaðarsinnum frá Katalóníu- héraði yrði sleppt þegar í stað úr haldi spænskra stjórnvalda. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að fangelsun mann- anna þriggja, Jordi Cuixart, Jordi Sanchez og Oriol Junqueras, væri byggð á geðþótta frekar en lögum. Þá bryti fangavist mannanna gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mennirnir voru handteknir í októ- ber og nóvember 2017 eftir að leið- togar héraðsins gerðu tilraun til þess að lýsa yfir sjálfstæði þess og hafa þeir verið í haldi spænskra stjórnvalda síðan þá. Sex aðrir leið- togar katalónskra aðskilnaðarsinna eru einnig í haldi en nefndin skoðaði ekki mál þeirra. Réttarhöld eru haf- in í málum aðskilnaðarsinnanna og er gert ráð fyrir að dómur falli 11. júní næstkomandi. Vilja að Katalónum verði sleppt  Segja fangelsunina byggða á geðþótta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.