Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 6.900 Str. S-XXL 2 litir Túnikur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott sumarföt, fyrir flottar konur Str. 38-58 „Það er gaman að búa í Þorláks- höfn af því að ég á margar ömm- ur og afa hér. En frændur mínir eiga samt heima á Selfossi,“ segir Markús Alex, ungur Þorlákshafn- arbúi sem leggur áherslu á að þrátt fyrir frændurna á Selfossi sé miklu betra að eiga heima í Þor- lákshöfn. Móðir Markúsar Alex, Erla Sif Markúsdóttir, og Svanlaug Ósk Ágústsdóttir eru ánægðar með fyrirhugaða uppbyggingu í Ölfusi. Þær segja gott að búa í Þorláks- höfn. „Það er gott að vera með börn í Þorlákshöfn, stutt í allt og allt í göngufæri. Það vantar hins vegar fleiri atvinnutækifæri á svæðið,“ segja Erla og Svanlaug sem báðar hafa atvinnu í Þorkákshöfn. ge@mbl.is Erla Sif Markúsdóttir, Markús Alex Jónsson og Svanlaug Ósk Ágústsdóttir Á margar ömmur og afa í Þorlákshöfn „Strandeldi hefur verið starfrækt í Ölfusi með hléum frá því upp úr 1985. Eldisstöðin Ísþór hefur verið starfrækt þar frá 1985, en frá 2010 í núverandi mynd sem strandeldis- stöð fyrir laxaseiði. Framkvæmdir standa yfir og verið er að stækka stöðina til að nýta betur núverandi rekstrarleyfi, ásamt því að fara í gegnum umhverfismat með það fyrir augum að sækja um stærri rekstrarleyfi til strandeldis,“ segir Þórarinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Ísþórs. Að sögn Þórarins er Ísþór enn stærsti einstaki framleiðandi laxa- seiða hérlendis. Hann segir fram- tíðar útflutningsverðmæti seiða, sem fari frá Ísþór, á bilinu 10 til 12 miljarða á ári þegar laxinum er slátrað. Síðustu árin hefur Ísþór framleitt í kringum þrjár milljónir laxaseiða árlega. Laxaseiðin sem framleidd eru í Ölfusi fara í sjókví- ar sem eru bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. ge@mbl.is Þórarinn Ólafsson Stærsta strandeldisstöðin fyrir laxaseiði Félagarnir Jón Arason og Kjartan B. Sigurðsson voru á bryggjunni í Þorlákshöfn að huga að bátum sín- um. Þeir eru ósáttir með stöðu sjávarútvegs í Þorlákshöfn og fyrirkomulag strandveiða. Jón er á kvótalausum bát á strandveiðum og rekur gistihús en Kjartan segist útlægur úr Þorláks- höfn og sé á sæbjúgnaveiðum aust- anlands. Félagarnir segja að moka þurfi peningum í höfnina til þess að lag- færa hana frekar eftir stækkunina. Mikil ókyrrð hafi verið í henni í vetur og bátar slitnað frá í slæmum veðrum sem nóg hafi verið af. Jóni og Kjartani líst ágætlega á þá uppbyggingu sem framundan er en vilja að hætt verði að tala og farið að framkvæma. Þeir segja það mistök að Suðurstrandarvegur skyldi ekki lagður í gegnum þorpið loksins þegar hann kom. Sveitarfé- lagið þurfi að taka sér tak og ákveða annaðhvort að loka Þor- lákshöfn fyrir ferðamönnum eða taka vel á móti þeim. Jón og Kjartan segja einn góðan veitingastað kominn í bæinn sem geri það gott en nýta þurfi betur sandströndina austur af þorpinu. Þar sé náttúruperla með klett- unum vestan við og besti sörf- staður á Íslandi. Þar þurfi hins vegar sveitarfélagið að taka sér tak og útbúa vegi og gönguleiðir. ge@mbl.is Jón Kjartansson og Kjartan B. Sigurðsson Hætta að tala og fara að framkvæma Dagrún Inga Jónsdóttir, starfs- maður í Sundlaug Þorlákshafnar, er ánægð með stöðuna í Þorláks- höfn og fyrirhugaða uppbyggingu í stækkandi bæjarfélagi. Hún segir komu Mykanesins til Þorláks- hafnar góða þar sem atvinnutæki- færi fyrir fleiri hafi skapast við komu þess. ,,Það er mjög fínt að búa í Þor- lákshöfn sem er þægilegt bæj- arfélag. Hér þekki ég alla, á marga vini og gott að fá vinnu t.d. í fiskiðnaði og í þjónustu,“ segir Dagrún Inga sem bendir á að margir íbúar í Þorlákshafnar sæki vinnu til Reykjavíkur og keyri á milli. Hún segir góða íþrótta- aðstöðu og félagslíf á staðnum. Ungt fólk stundi íþróttir, sé með vinum sínum og lifi venjulegu lífi. ge@mbl.is Dagrún Inga Jónsdóttir Líst vel á fyrirhugaða uppbyggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.