Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 6.900
Str. S-XXL
2 litir
Túnikur
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Str.
38-58
„Það er gaman að búa í Þorláks-
höfn af því að ég á margar ömm-
ur og afa hér. En frændur mínir
eiga samt heima á Selfossi,“ segir
Markús Alex, ungur Þorlákshafn-
arbúi sem leggur áherslu á að
þrátt fyrir frændurna á Selfossi sé
miklu betra að eiga heima í Þor-
lákshöfn.
Móðir Markúsar Alex, Erla Sif
Markúsdóttir, og Svanlaug Ósk
Ágústsdóttir eru ánægðar með
fyrirhugaða uppbyggingu í Ölfusi.
Þær segja gott að búa í Þorláks-
höfn.
„Það er gott að vera með börn í
Þorlákshöfn, stutt í allt og allt í
göngufæri. Það vantar hins vegar
fleiri atvinnutækifæri á svæðið,“
segja Erla og Svanlaug sem báðar
hafa atvinnu í Þorkákshöfn.
ge@mbl.is
Erla Sif Markúsdóttir, Markús Alex Jónsson og Svanlaug Ósk Ágústsdóttir
Á margar ömmur og afa í Þorlákshöfn
„Strandeldi hefur verið starfrækt í
Ölfusi með hléum frá því upp úr
1985. Eldisstöðin Ísþór hefur verið
starfrækt þar frá 1985, en frá 2010
í núverandi mynd sem strandeldis-
stöð fyrir laxaseiði. Framkvæmdir
standa yfir og verið er að stækka
stöðina til að nýta betur núverandi
rekstrarleyfi, ásamt því að fara í
gegnum umhverfismat með það
fyrir augum að sækja um stærri
rekstrarleyfi til strandeldis,“ segir
Þórarinn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Ísþórs.
Að sögn Þórarins er Ísþór enn
stærsti einstaki framleiðandi laxa-
seiða hérlendis. Hann segir fram-
tíðar útflutningsverðmæti seiða,
sem fari frá Ísþór, á bilinu 10 til 12
miljarða á ári þegar laxinum er
slátrað. Síðustu árin hefur Ísþór
framleitt í kringum þrjár milljónir
laxaseiða árlega. Laxaseiðin sem
framleidd eru í Ölfusi fara í sjókví-
ar sem eru bæði á Austfjörðum og
Vestfjörðum. ge@mbl.is
Þórarinn Ólafsson
Stærsta strandeldisstöðin fyrir laxaseiði
Félagarnir Jón Arason og Kjartan
B. Sigurðsson voru á bryggjunni í
Þorlákshöfn að huga að bátum sín-
um. Þeir eru ósáttir með stöðu
sjávarútvegs í Þorlákshöfn og
fyrirkomulag strandveiða.
Jón er á kvótalausum bát á
strandveiðum og rekur gistihús en
Kjartan segist útlægur úr Þorláks-
höfn og sé á sæbjúgnaveiðum aust-
anlands.
Félagarnir segja að moka þurfi
peningum í höfnina til þess að lag-
færa hana frekar eftir stækkunina.
Mikil ókyrrð hafi verið í henni í
vetur og bátar slitnað frá í slæmum
veðrum sem nóg hafi verið af.
Jóni og Kjartani líst ágætlega á
þá uppbyggingu sem framundan er
en vilja að hætt verði að tala og
farið að framkvæma. Þeir segja
það mistök að Suðurstrandarvegur
skyldi ekki lagður í gegnum þorpið
loksins þegar hann kom. Sveitarfé-
lagið þurfi að taka sér tak og
ákveða annaðhvort að loka Þor-
lákshöfn fyrir ferðamönnum eða
taka vel á móti þeim.
Jón og Kjartan segja einn góðan
veitingastað kominn í bæinn sem
geri það gott en nýta þurfi betur
sandströndina austur af þorpinu.
Þar sé náttúruperla með klett-
unum vestan við og besti sörf-
staður á Íslandi. Þar þurfi hins
vegar sveitarfélagið að taka sér
tak og útbúa vegi og gönguleiðir.
ge@mbl.is
Jón Kjartansson og Kjartan B. Sigurðsson
Hætta að tala og fara að framkvæma
Dagrún Inga Jónsdóttir, starfs-
maður í Sundlaug Þorlákshafnar,
er ánægð með stöðuna í Þorláks-
höfn og fyrirhugaða uppbyggingu
í stækkandi bæjarfélagi. Hún segir
komu Mykanesins til Þorláks-
hafnar góða þar sem atvinnutæki-
færi fyrir fleiri hafi skapast við
komu þess.
,,Það er mjög fínt að búa í Þor-
lákshöfn sem er þægilegt bæj-
arfélag. Hér þekki ég alla, á
marga vini og gott að fá vinnu t.d.
í fiskiðnaði og í þjónustu,“ segir
Dagrún Inga sem bendir á að
margir íbúar í Þorlákshafnar sæki
vinnu til Reykjavíkur og keyri á
milli. Hún segir góða íþrótta-
aðstöðu og félagslíf á staðnum.
Ungt fólk stundi íþróttir, sé með
vinum sínum og lifi venjulegu lífi.
ge@mbl.is
Dagrún Inga Jónsdóttir
Líst vel á fyrirhugaða uppbyggingu