Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvort sem litið er til íbúaþróunar eða viðgangs atvinnulífsins er stíg- andin á Akureyri hæg en jöfn. Á fyrstu þremur mánuðum líðandi árs fjölgaði lands- mönnum um 0,7% en á Akureyri um 0,2%; 30 manns, og eru íbúar sveitarfélagsins nú 18.950. Í at- vinnulífinu er sömuleiðis ágæt- ur gangur; næg vinna hjá fyrir- tækjum og verkefnastaðan fram undan ágæt. Raunar er áberandi á Akureyri að þar eru tiltölulega fá stórfyrirtæki en mörg minni með kannski 10-30 starfsmenn. Hvert fyrirtæki nýtur í raun annars svo úr verður samfélag sem Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir standa vel. Tvöföld búseta algeng „Á Akureyri er stöðugur vöxtur; hægur en öruggur, sem er mjög ákjósanlegt. Hér er mikið byggt, svo sem í Hagahverfi, sem er syðst á Brekkunni. Þar er verið að reisa ein- býlishús, fjölbýli og fleira og áður en langt um líður þarf undirbúningur uppbyggingar í Holtahverfi að hefj- ast,“ segir Ásthildur. „Hvað viðvíkur húsnæðismálum á Akureyri þá segir íbúatalan ekki allt. Hér er tvöföld búseta mjög algeng; það er að fólk með lögheimili á Reykjavíkursvæð- inu eigi hér íbúðir og dvelji hér í frí- tímanum. Orlofsíbúðir í eigu fyrir- tækja og félagasamtaka eru sömuleiðis margar. Í flestu tilliti er þetta ágætt. Í þessum íbúðum dvelst fólk sem nýtir sér þjónustu sem skil- ar peningum inn í bæjarfélagið, þótt útsvarsféð renni annað en til Akur- eyrarbæjar. Þá er hér í bænum yfir vetrartímann mikill fjöldi nema í framhaldssskólum og háskólanum sem leigja hér húsnæði og eru virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta hefur allt sitt að segja.“ Þjónustustigið hátt Um þessar mundir er á vegum Ak- ureyrarstofu verið að hleypa af stokkunum átaki sem miðar að því að styrkja stöðu og ímynd bæjarins í vitund fólks með tilliti til búsetuvals. Sama verkefni á einnig að gera Ak- ureyri að ákjósanlegum kosti þegar velja á nýrri atvinnustarfsemi stað. „Já, við viljum laða fólk til búsetu hér en einnig kynna gæði bæjarins fyrir íbúunum sjálfum. Sjálf hef ég búið hér í níu mánuði og skil ekkert í því hvers vegna íbúarnir eru ekki orðnir 50 þúsund. Veðráttan hér er einstök og þjónustustigið hátt svo við í raun mætum flestu því sem fólk í nútímasamfélgi gerir kröfur um. Hér eru góðir skólar, fín íþrótta- aðstaða og öflugt menningarlíf. Vissulega skiptir máli að hafa góða og trygga atvinnu en í dag gerir fólk bara kröfu um svo margt annað sem ekki var fyrir kannski 20 árum. Þarna get ég nefnt góðar verslanir, kaffihús, menningarlíf, íþrótta- aðstöðu og fleira. Auðvitað er þetta ekki allt á hendi sveitarfélagsins þótt þess sé að skapa skilyrði.“ Erfið samskipi við ríkið Ásthildur Sturludóttir var ráðin bæjarstjóri á Akureyri síðasta sum- ar af meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-ista. Hún var áð- ur um sjö ára skeið bæjarstjóri í Vesturbyggð. Hún segir viðfangs- efnin í bæjarstjórastarfinu lík, sama hver staðurinn sé; það að tryggja að kerfið virki og fólkið fái þjónustuna sem vænst er. Verkefnin séu því fjöl- breytt og áskoranirnar margar. Sér líki vel á Akureyri, en þangað hafði hún ekki komið nema sem ferðamað- ur áður en hún tók við bæjarstjóra- starfinu. „Að frátöldum starfsmannamálum eru samskiptin við ríkið það erfið- asta í starfi bæjarstjóra. Að koma erindum í gegnum opinbera kerfið tekur oft ótrúlega langan tíma og sum mál ná aldrei í gegn. Því miður, hvað sem veldur,“ segir Ásthildur, sem byrjar vinnudaginn jafnan klukkan átta á morgnana. Stundar- fjórðungi síðar hefjast fundir dags- Hægur vöxtur er ákjósanlegur  Akureyringar eru orðnir 18.950  Fjölgunin er undir landsmeðaltali  Mætum kröfum íbúa í nútímasamfélagi  Landsbyggðarhagkerfið snýst hægt  Samskipti við ríkið erfið, segir bæjarstjórinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Syðst á Brekkunni á Akureyri er svonefnt Hagahverfi nú í uppbyggingu, en þar eru göturnar nefndar eftir rithöfundum og góðskáldum Íslendinga sem hafa tengingar við Akureyri eða Norðurland. Þarna er fjölbreytnin ráðandi, það er blokkir, raðhús og einbýli og mannlífið mun blómstra þarna, eins og annars staðar í bænum. Ásthildur Sturludóttir Gagnlegar upplýsingar: Lyngonia fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og ætlað konum eldri en 18 ára. Notkun er 2 töflur 2-4 sinnum á dag og ekki skal nota lyfið lengur en í eina viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun skal hafa samband við lækni. Ekki á að nota Lyngonia ef truflun er á nýrnastarfsemi. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is og á www.florealis.is/lyngonia Einstök lausn án sýklalyfja Florealis býður upp á jurtalyfið Lyngonia sem er eina viðurkennda meðferðin við endurteknum vægum þvagfærasýkingum hjá konum sem ekki er hefðbundið sýklalyf. „Sýklalyfjaónæmi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og er orðin ein stærsta ógnin við heilbrigði sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Núna í maí hafa komið upp allavega þrjú tilfelli á Íslandi um smit af völdum ónæmra baktería,” segir Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri Florealis. „Það er nauðsynlegt að draga úr notkun sýklalyfja eins og hægt er til að stemma stigu við fjölgun ónæmra stofna baktería. Best er að reyna að fyrirbyggja sýkingar eða nota aðrar leiðir til að meðhöndla vægar sýkingar áður en þær komast á það stig að sýklalyfja gerist þörf,” segir Sandra. Jurtalyf eru mikilvægur valkostur. Þau innihalda blöndu virkra efnasambanda sem eru unnin beint úr jurtum, og gera bakteríum erfitt fyrir að mynda ónæmi. „Okkur er mjög umhugað um þetta málefni en til að geta dregið úr notkun sýklalyfja þurfa aðrir öruggir valmöguleikar að vera í boði.” Lyngonia er ætlað konum sem fá endurteknar þvagfærasýkingar þegar læknir er búinn að útiloka önnur alvarleg veikindi. Lyfið vinnur gegn einkennum þvagfærasýkinga svo sem brunatilfinningu og auknum þvaglátum. Lyfið fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart. Það á ekki að nota Lyngonia sem fyrirbyggjandi meðferð. „Þetta er frábær valkostur fyrir þær konur sem eru endurtekið með slíkar sýkingar og geta þá jafnvel komist hjá notkun sýklalyfja,“ segir Sandra að lokum. Lyngonia Lyngonia™ (sortulyngslaufsútdráttur) er valkostur án sýklalyfja fyrir konur með væga þvagfærasýkingu. www.florealis.is/lyngonia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.