Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
✝ Hallbjörn Eð-varð Þórsson
fæddist í Reykja-
vík 15. júní 1970.
Hann lést 15. maí
2019 á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands á Húsavík.
Foreldrar hans
eru Helga Hall-
björnsdóttir, f. 20.
febrúar 1951, gift
Eyjólfi Magnússyni
Scheving, f. 1. mars 1942, og
Þór Ottesen Pétursson, f. 26.
júlí 1950. Albróðir Hallbjörns
er Ágúst Þór, f. 9. desember
1972, d. 1. október 2000.
Systkini hans samfeðra eru:
Anna Lovísa, f. 28. október
mæðra er Fjóla Helgadóttir, f.
22. apríl 1983, maki Kristinn
Viðar Jónasson, f. 15. ágúst
1984, börn þeirra eru Kristín
Helga, f. 29. janúar 2010, og
Karen Heiða, f. 5. október
2013.
Hallbjörn var í sambúð með
Önnu Maríu Magnúsdóttur, f.
29. júní 1976, og eignuðust
þau tvær dætur, Eydísi Öglu,
f. 28. mars 2002, d. 12. janúar
2015, og Heru Karín, f. 3.
október 2003. Þau slitu sam-
vistum. Eiginkona Hallbjörns
er Helena Eydís Ingólfsdóttir,
f. 15. júlí 1976. Dóttir þeirra
er Arna Júlía, f. 10. apríl
2013.
Hallbjörn ólst upp í Reykja-
vík og bjó bæði þar og í Fær-
eyjum en fluttist til Húsavíkur
árið 2012 og bjó þar síðustu
æviár sín.
Hallbjörn verður jarðsung-
inn frá Húsavíkurkirkju í dag,
30. maí 2019, klukkan 14.
1977, maki Gareth
John O’Sullivan, f.
29. nóvember
1969, börn þeirra
eru Liam Óli, f. 14.
júlí 2007, og Tóm-
as Gene, f. 29.
mars 2011; Áslaug,
f. 20. júní 1981,
maki Viktor Örn
Guðlaugsson f. 20.
nóvember 1987,
barn þeirra er
Arnar Þór, f. 26. mars 2014;
Brynja, f. 11. júní 1987; Bjarki,
f. 3. desember 1991, maki
Hildur Valdís Gísladóttir, f. 15.
október 1991, barn þeirra er
Brynhildur Erla, f. 28. október
2018. Systir Hallbjörns sam-
Hinsta kveðja frá mömmu.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hvíl í friði elsku sonur minn.
Þín mamma,
Helga Hallbjörnsdóttir.
Elsku Bjössi okkar.
Það er ótrúlega skrítið að
sitja hérna og reyna að setja
einhver orð á blað enda er þetta
allt svo óraunverulegt. Það er
erfitt að trúa því að þú sért far-
inn frá okkur en þetta gerðist
allt svo hratt og eftir sitjum við
með brotið hjarta.
Við áttum kannski ekki hefð-
bundið systkinasamband enda
ólumst við ekki upp saman og
eru árin á milli okkar þónokkur.
Þegar við hugsum til baka erum
við svo þakklátar fyrir hvað
þetta samband jókst með árun-
um og þá kannski sérstaklega
eftir fráfall Gústa bróður og
þegar yndislegu stelpurnar þín-
ar komu í heiminn.
Þegar við rifjum upp æskuár-
in og hvernig þú hafðir áhrif á
okkur þá er það fyrsta sem
kemur upp í huga hversu ótrú-
lega töff okkur fannst að eiga
svona stóran bróður. Við gátum
montað okkur af því að eiga
bróður sem væri fullorðinn enda
voru 11 ár á milli þín og Áslaug-
ar og 17 ár á milli þín og Brynju.
Þó að umgangurinn á þessum
árum hafi ekki verið mikill vor-
um við samt alltaf afar stoltar af
því að geta sagt frá því að við
ættum stóran bróður sem við
litum mikið upp til þótt við
kannski hittum þig alltof sjald-
an.
En sem betur fer þá jókst
sambandið með árunum og er-
um við svo þakklátar fyrir að
það yndislega samband sem við
áttum og að við náðum að kynn-
ast upp á nýtt á seinni árum og
búa þannig til nýjar minningar
sem lifa áfram.
Á þessum síðustu árum hefur
þú svo sannarlega sýnt það og
sannað hversu sterkur þú varst
og það gerir okkur svo ótrúlega
stoltar.
Í dag getum við ennþá mont-
að okkur yfir duglega stóra
bróður okkar sem barðist svo
hetjulega gegn þessum sjúk-
dómi ávallt með von í hjarta allt
fram á síðasta dag.
Á þessum erfiða tíma yljum
við okkur við yndislegar minn-
ingar, stundirnar sem við áttum
saman fjölskyldan og stoltið sem
býr í hjarta okkar.
Við vitum að þú ert nú kominn
á betri stað, laus við alla verki og
ert í góðum höndum með Eydísi
þinni, mömmu Brynhildi og hon-
um Gústa okkar.
Ástvinir munu þér aldrei gleyma,
meðan ævisól þeirra skín.
Þú horfin ert burt til betri heima.
Blessuð sé minning þín.
(Theodór Einarsson)
Þar til við hittum þig aftur.
Þínar systur,
Brynja Þórsdóttir,
Áslaug Þórsdóttir.
Í dag kveðjum við Bjössa
bróður með sorg í hjarta. Milli
okkar bræðranna voru rúmlega
21 ár og hann hefði því auðveld-
lega getað verið pabbi minn, en
alltaf hefur bróðir minn komið
fram við mig sem jafningja og af
gagnkvæmri virðingu og sam-
band okkar verið gott. Fyrstu ár
ævi minnar var umgengni milli
okkar ekki mikil, en það breyttist
í kjölfar sviplegs fráfalls bróður
okkar árið 2000. Ég á fallega
minningu í hjarta mér frá þeim
tíma. Í eitthvert sinn vorum við
samankomin nánasta fjölskyldan
hjá móðursystur Bjössa, ég
stend úti á pallinum hjá henni og
er að virða fyrir mér útsýnið,
Bjössi kemur út og tekur um axl-
irnar á litla bróður og við eigum
gott spjall. Við ákváðum þar og
þá að við ætluðum að styrkja
samband okkar og standa saman
og það stóð frá þeim degi. Upp
frá þessu jukust samskipti okkar
bræðra og þá sérstaklega eftir að
Eydís Agla og Hera Karín fædd-
ust, en þær voru báðar mikið hjá
okkur í Kögurselinu. Sumarið
2006 styrktust svo bræðraböndin
enn frekar þegar Bjössi bauð
mér að koma og vinna og búa hjá
sér í Færeyjum, sem ég og þáði
og var í Færeyjum tvö sumur.
Þetta var frábær tími og einn
af hápunktum unglingsára
minna, ekki bara vegna þess að
ég fékk að vinna alvöruvinnu fyr-
ir alvörulaun, lærði að taka
ábyrgð og standa undir trausti,
heldur líka það einstaka tækifæri
að fá að búa með stóra bróður og
kynnast honum almennilega. Við
brölluðum ýmislegt saman, ferð-
uðumst um eyjarnar, borðuðum
góðan mat, horfðum á óteljandi
kvikmyndir og þáttaraðir og nut-
um selskapar hvor annars. Ég
verð Bjössa ævinlega þakklátur
fyrir þetta tækifæri sem hann
gaf mér og þátt hans í því að ég
þroskaðist frá barni til manns.
Lífið hefur ekki alltaf farið um
bróður minn mjúkum höndum og
þau spil sem honum voru gefin
verða seint talin sanngjörn.
Bróðir minn hefur gengið í gegn-
um áföll sem myndu brjóta hina
sterkustu menn, en hann gekk
keikur í gegnum þessi áföll og
reis upp á afturlappirnar í hvert
sinn. Ég er og verð stoltur af
bróður mínum. Ég er stoltur af
pabbanum sem var vakinn og
sofinn yfir velferð langveikrar
dóttur, bisnessmanninum sem
rak fyrirtæki sitt af krafti,
manninum sem eltist við ástina á
norðurhjara, manninum sem
flaug milli landa aðra hverja
helgi til að sinna dætrum sínum,
naglanum sem barðist við krabb-
ann af reisn, manninum sem átti
drauma og þrár og bróðurnum
sem gaf litla bróður tækifæri til
að þroskast undir sínum vernd-
arvæng.
Að lokum sendi ég bróður
minn út í eilífðina með söngnum
sem sameinar „Poolara“ og á svo
vel við á þessari kveðjustund:
Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð
hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans
ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og
regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Óskar Ingimarsson)
Bjarki Þórsson.
Það er sorgmædd lítil systir
sem skrifar hér fátækleg orð um
besta stóra bróður í heimi. Því
ég á ekki nógu stór orð til að lýsa
bróður mínum og okkar góða
sambandi. Hann var 13 árum
eldri en ég og þurfti oftar en
ekki að hafa þessa litlu systur
með sér í eftirdragi, sækja mig á
leikskólann eða passa mig eftir
skóla og ef ég var mjög heppin
kom fyrir að ég fékk að fara með
á völlinn. Ekki það að ég hafi
haft hundsvit á fótbolta þá, en
það var bara ekkert sem ég gat
hugsað mér betra í heiminum en
að fá að vera með stóru bræðr-
unum.
Ég get auðvitað ekki minnst á
æsku mína án þess að nefna
Ágúst bróður okkar, sem lést í
bílslysi fyrir tæpum 19 árum.
Mér fannst þeir stundum vera
litlu pabbarnir mínir enda höfðu
þeir alveg sínar skoðanir þegar
kom að uppeldi litlu systur,
hvort sem það voru litlar eða
stórar ákvarðanir sem þurfti að
taka. Þeir voru til dæmis ekki al-
veg tilbúnir til þess að taka
hjálpardekkin af hjólinu mínu
þegar ég kom hlaupandi eftir
leikskóla og sagðist sko vera bú-
in að læra að hjóla! Ætli þeir hafi
ekki frekar verið til í að bæta
fleiri hjálpardekkjum á hjólið.
Það vafðist heldur ekki fyrir
þeim að útskýra fyrir mér melt-
ingarkerfið, skattaumhverfið á
Íslandi og sitthvað fleira þegar
sá gállinn var á þeim. Mér finnst
ég hafa verið heppnust allra að
hafa átt bestu stóru bræður í
heiminum, og þótt mér sé fyrir-
munað að skilja af hverju þeir
eru báðir farnir frá mér er ég
óendanlega þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum saman, þótt
alltof stuttur hafi verið.
Bjössi var einstaklega
skemmtilegur og fyndinn
strákur. Hann var með svartasta
húmor sem ég hef kynnst, kald-
hæðinn fyrir allan peninginn og
algjör frasakóngur. Ég vil meina
að það sé honum að þakka, nú
eða kenna, að ég er eins og ég er,
það er eins og kaldhæðnin sé
okkur í blóð borin. Ég hef staðið
mig að því undanfarna daga að
hugsa eitthvað fyndið eða kald-
hæðið og í sekúndubrot ætlað að
segja Bjössa frá því áður en hug-
urinn stoppar mig af.
Við Bjössi vorum perluvinir og
í stóra bróður átti ég minn helsta
stuðningsmann. Hann var óspar
á hrósið til mín og sagði mér oft
hvað hann væri stoltur af litlu
sys. Þau orð geymi ég hjá mér og
reyni eftir megni að halda áfram
að gera stóra bróður stoltan.
Þótt aðdragandinn að þeirri
stund sem óumflýjanlega rann
upp á sjúkrahúsinu á Húsavík
hafi verið langur er ekkert sem
býr mann undir það þegar að því
kemur að kveðja stóra bróður
sinn. Jafnvel þótt maður hafi
staðið í þeim sporum áður.
Heimsmynd mín verður aldrei sú
sama.
Elsku besti Bjössinn minn í
öllum heiminum, takk fyrir að
gæta mín, kenna mér á lífið og
gefa mér af tíma þínum. Ég elska
þig og mun alltaf sakna þín. Ég
verð að trúa því í hjarta mínu að
Eydís Agla taki hlaupandi á móti
pabba sínum og þeir bræður séu
loks sameinaðir þarna hinum
megin. Við hittumst öll aftur.
Lokaorðin hér finnst mér jafn
viðeigandi og þegar Bjössi skrif-
aði þau í minningarorðum til
Ágústar árið 2000.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín litla systir,
Fjóla.
Frændi minn Bjössi er fallinn
frá og verður hans sárt saknað.
Við Bjössi vorum eins og bræður
á yngri árum. Við frændurnir
Bjössi, Ágúst Þór og bróðir minn
Pétur lékum okkur saman þegar
við vorum yngri og hélst vinátta
okkar til æviloka. Ég á góðar
minningar m.a. frá því við vorum
hjá Ágústu ömmu á Neshaga og
Hagamel. Þegar við vorum eldri
fluttum við báðir utan en gættum
þess að rækta frændgarðinn þeg-
ar tækifæri gafst.
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa átt góða stund með Bjössa á
fallegu heimili hans og Helenu á
Húsavík í febrúar. Bjössi eldaði
mat handa mér og var hann góð-
ur að elda og hafði hann gaman
af því. Þetta var síðasta máltíðin
okkar sem hann eldaði. Bjössi
hefur orðið fyrir stórum höggum
í lífinu og missti dóttur og
bróður. Hann fann hamingjuna
þegar hann kynntist Helenu Ey-
dísi og sagði hann við mig að
hann hefði aldrei getað verið án
hennar í baráttunni við veikind-
in. Hugur minn er hjá þér Hel-
ena mín á þessum erfiðu tímum
og dætrunum Heru og Örnu.
When I think of angels
I think of you
My heart’s full of sorrow
I won’t let it show
I’ll see you again
when it’s my time to go
(KK)
Kjartan Hauksson.
Bjössi var elsta barn elstu
systur minnar hennar Helgu og
fyrsta barnabarn foreldra minna.
Hann var skírður Hallbjörn Eð-
varð alveg eins og pabbi. Auga-
steinn allra frá upphafi – eða
svona, mér fannst hann taka
óþarflega mikla athygli frá mér
enda ég bara fjögurra ára þegar
hann fæddist. Ég spurði mömmu
reglulega hvort hann þyrfti nú
ekki að fara að drífa sig heim til
sín, ætlaði hann bara að vera allt-
af? Í minningunni var þetta nú
ekki langur tími sem ég hafði
áhyggjur af stöðu minni innan
fjölskyldunnar. Ég sá að það
væri gott að þykja svolítið vænt
um þennan fallega frænda.
Í fjölskylduboðum átti hann
sviðið. Eftirhermur og þá Laddi
aðallega flugu um stofuna á
Lynghaganum, nokkuð viss um
að einhverjir brosi núna. Text-
arnir sem hann gat farið með,
þeir bókstaflega runnu upp úr
honum.
Í minningunni var líka alltaf
gott veður og aldrei rok í Vest-
urbænum. Minningar eru dýr-
mætar. Nú þegar ég hugsa til
baka og minnist Bjössa og okkar
samskipta var ég „mother sis-
ter“. Þegar við kvöddumst á
Húsavík í vor sagði hann: „Við
grillum svo í sumar mother sist-
er.“ „Já“, sagði ég, „mikið væri
ég til í það.“
Minning um góðan strák lifir.
Öllum sem þekktu og þótti vænt
um Bjössa votta ég samúð.
Lilja Hallbjörnsdóttir.
Þegar Bjössi fæddist varð ég
móðursystir sem var gríðarlega
stórt hlutverk að mínu mati, auk
þess var hann fyrsti strákurinn
sem fæddist í fjölskyldunni okk-
ar. Þetta var ótrúlega spennandi
allt saman, fyrsta barnabarnið og
ekki skemmdi fyrir að Bjössi var
sérstaklega fallegt barn, þessi
stóru augu og þessi líka löngu
augnhár. Ég man eftir því að
hafa montin farið með hann til að
hitta vinkonur og hvað þær dáð-
ust að þessum fallega frænda
mínum, ég var afar montin.
Bjössi óx og dafnaði og var
skemmtilegur gutti sem elskaði
fótfolta.
Ágúst fæddist tveimur árum á
eftir Bjössa og urðu þeir fljótt
óaðskiljanlegir, góðir vinir þrátt
fyrir að vera mjög ólíkir bæði í
sér og í útliti. Í huga okkar í fjöl-
skyldunni var „Bjössi og Ágúst“
nánast eins og eitt orð. Einstak-
lega fallegt og náið samband á
milli bræðranna. Svo fæddist
Fjóla sem var augasteinn stóru
bræðra sinna.
Heilmargt brölluðum við sam-
an fjölskyldurnar, fórum í útileg-
ur, sumarbústaði og alltaf var
fótbolti til staðar.
Bjössi vann um tíma hjá Ás-
geiri í Bókavirkinu og áttum við
því talsverð samskipti bæði inn-
an fyrirtækisins og utan. Bjössi
bjó yfir mikilli kímnigáfu þrátt
fyrir að dagsdaglega þætti hann
e.t.v. vera fremur alvarlegur.
Líklega myndu margir kalla
þetta gálgahúmor. Hvað við gát-
um hlegið oft á tíðum þegar hann
var í essinu sínu.
Lífið er stundum óskiljanlegt.
Ágúst dó í bílslysi 1. október
2000 og þá fannst mér eins og
hluti af Bjössa hefði dáið með
honum. Hann stóð sig samt eins
og hetja í öllu og var mömmu
sinni og systur mikill styrkur og
stoð.
Lífið hélt áfram og Bjössi
eignaðist frumburðinn sinn hana
Eydísi Öglu, svo komu Hera
Karín og Arna Júlía. Hann bjó
um tíma í Færeyjum en síðustu
árin á Húsavík.
Krabbinn kom líka. Við von-
uðum og trúðum að Bjössi myndi
sigra hann eins og svo margt
annað í lífinu en þrátt fyrir bar-
áttu og lífsvilja tapaði Bjössi.
Í miðri baráttunni þurfti
Bjössi að kveðja frumburðinn
sinn hana Eydísi Öglu sem hafði
alla tíð háð harða baráttu fyrir
lífi sínu.
Það er margt sem ég ekki skil.
Stóra systir mín hún Helga
hefur þurft að sjá á bak tveimur
sonum og barnabarni, það er
mikið að takast á við. Sorgin er
ólýsanleg en ég veit að Ágúst,
Bjössi og Eydís eru þarna vak-
andi yfir þér elsku Helga og veita
þér styrk.
Elsku Helga mín og Fjóla og
fjölskyldur, Helena og Arna Júl-
ía, Hera Karín og Þór og fjöl-
skyldur og aðrir ástvinir, ég bið
Guð að veita ykkur og okkur öll-
um styrk í sorginni.
Ég kveð þig elsku frændi með
þessum orðum sem þér voru svo
kær.
„You’ll never walk alone.“
Sjáumst síðar,
Erla Hallbjörnsdóttir.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
(Jónas Hallgrímsson)
Mér var hugsað til þessara
orða skáldsins er ég frétti af and-
láti þínu. Dauðinn er alltaf jafn
sár, sérstaklega þegar maður
kveður góðan vin. En þú Bjössi
minn varst tilbúinn að berjast til
hinstu stundar, frá því að þú
greindist með krabbamein fyrir
sjö árum. Þar sýndir þú úr
hverju þú varst gerður. Þú barð-
ist sannarlega fyrir lífi þínu.
Lífsvilji þinn og þróttur var
aðdáunarverður, þú lifðir með
vonina að vopni vegna þíns og
þinna. Þótt þú hafir gert þér
grein fyrir hvert stefndi fyrir
löngu. – Þú varst búinn að taka
„höggið“ út sagðir þú mér. Það
er margs að minnast en of langt
er að telja upp í örstuttri minn-
ingargrein. Ég minnist sérstak-
lega þegar þú komst til okkar
mín og móður þinnar í Engihjall-
ann frá Færeyjum, en þar rakst
þú fyrirtæki með Hödda vini þín-
um.
Þú komst á tveggja vikna
fresti til þess að heimsækja og
vera með dætrum þínum yndis-
legu, Eydísi og Heru en Eydís
var fjölfötluð. Þar birtist sann-
arlega þín ræktarsemi, um-
hyggja og hjálpsemi til þeirra og
móður þinnar, er aldrei féll
skuggi á.
Fyrir mér voru þetta gleði-
stundir, með þér, dætrum og
stórfjölskyldu þinni.
Við vorum báðir miklir frétta-
fíklar. Skipt var um rásir á sjón-
varpinu í tíma og ótíma, til þess
að missa ekki af neinn frétt, en
móður þinni var á stundum eigi
skemmt.
Bjössi minn, kallaði mig alltaf
„Gamla“. – Hvernig hefur Gamli
það var það fyrsta sem hann
sagði eftir að hann hafði sagt sæl
móðir. Þetta voru mikil heiðurs-
orð fyrir okkur bæði.
Þegar þú komst alkominn frá
Færeyjum leigðir þú íbúð mína í
Arahólum. Þá kom það tímabil í
lífi þínu er þú varst mjög van-
sæll, enda tilfinningamaður og
viðkvæmur fyrir öllu er lífsand-
ann dró.
Ég kynntist líka æskuvinum
þínum um þetta leyti. Þeir stóðu
sannarlega þétt við bakið á þér
og eiga þeir sannarlega þakkir
skildar fyrir það góða verk sem
og stórfjölskyldan þín.
Bjössi fluttist til Húsavíkur
árið 2012 eftir að hafa kynnst
konu sinni Helenu Eydísi og
eignuðust þau saman yndislega
stúlku, Örnu Júlíu, sem nú er sex
ára gömul.
Á Húsavík átti hann að mörgu
leyti mjög góð ár þrátt fyrir erfið
veikindi. Helena tók dætrum
Bjössa mjög vel en hann missti
Eydísi Öglu árið 2015. Fjöl-
skylda hennar reyndist honum
vel í hvívetna.
Bjössi kynntist mörgu góðu
fólki gegnum vinnu sína og einn-
ig frábæran félagsskap er hjálp-
aði honum til nýs lífs. Hafi þeir
þökk fyrir.
Missir margra er mikill við
fráfall hans, sérstaklega hjá
móður sem nú sér á eftir öðrum
syni sínum í gröfina. Eins er
missir Helenu og dætra hans
mjög þungbær, sem og Fjólu
systur hans. Sá missir hlýtur að
vera hverjum manni óbærilegur,
sem og föðurfólki hans.
Í Spámanninum segir:
Hallbjörn Eðvarð
Þórsson