Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Það er mjög
skrýtið að þurfa að
kveðja systur sína,
hana Guðrúnu
Fjólu, sem lést hinn 19. maí síð-
astliðinn á líknardeildinni eftir
erfið veikindi aðeins 47 ára gömul.
Ég ætla að minnast hennar
með nokkrum fátæklegum
orðum. Hinn 27. mars 1972 fædd-
ist Guðrún og við Systa vorum
mjög montin að eignast litla syst-
ur og vildum ólm halda á henni,
sem var nú ekki alltaf leyft, ég sjö
ára og Systa sex ára. Síðan, rúm-
lega ári síðar eða sumarið 1973,
fluttist fjölskyldan til Helsingör í
Danmörku. Þar bjuggum við í um
það bil fjögur ár og man ég að það
fyrsta sem var fjárfest í var kerra
fyrir Guðrúnu. Rauð og hvít kerra
sem var notuð öll árin í Danaveldi.
Þegar Guðrún var tveggja eða
þriggja ára fann hún upp á því að
tína tyggjóklessur af götunni og
stinga upp í sig, mamma var ekki
eins hrifin af þeirri iðju hjá henni.
Guðrún Fjóla
Guðbjörnsdóttir
✝ Guðrún FjólaGuðbjörns-
dóttir fæddist 27.
mars 1972. Hún lést
17. maí 2019.
Útför Guðrúnar
Fjólu fór fram 29.
maí 2019.
Síðan leið tíminn
og eftir nokkrar ferð-
ir á Tívólíið á Bakken
flutti fjölskyldan aft-
ur til Íslands 1977.
Holtsgata 9 í Hafnar-
firði var staðurinn.
Síðan liðu árin eitt
af öðru og svo fermd-
ist þú árið 1986 og
hlustaðir á Duran
Duran og Bryan
Adams. Fljótlega eft-
ir þetta, eða um sumarið, flutti ég
að heiman alveg að verða 22 ára.
Tíminn leið og þú eignaðist
kærasta, hann Hilmar Snæ sem
þú giftist svo og eignaðist tvö ynd-
isleg börn, Arnar Snæ og Ingu
Lilju, sem þurfa nú að sjá á eftir
mömmu sinni eftir mjög erfið veik-
indi.
Við Magga minnumst allra
góðu stundanna sem við áttum
saman, ferðanna þegar við hitt-
umst í Danmörku hjá pabba og
ættarmóta fyrir vestan. Öll matar-
boðin og veislurnar koma líka
sterkt upp í hugann.
Elsku Guðrún mín, þín verður
sárt saknað og megi góður Guð
styrkja elsku börnin þín og okkur
hin á þessum sorgartímum svo við
sjáum ljósið fram undan.
Þinn bróðir,
Guðmundur Guðbjörnsson.
Félagi okkar í
Harmonikkufélagi
Reykjavíkur, Eirík-
ur Sigurðsson, er
fallinn frá. Hann var
einn af stofnendum félagsins og
mjög liðtækur í allri spilamennsku
á vegum þess. Hann spilaði m.a. í
Stórsveit og Léttsveit HR og kom
þar vel fram fagmennska Eiríks,
reyndar í hverju því sem hann tók
sér fyrir hendur.
✝ EiríkurSigurðsson
fæddist 2. október
1933. Hann lést 2.
maí 2019.
Útförin fór fram
10. maí 2019.
Einnig var Eirík-
ur prófarkalesari
Harmonikublaðsins
og lagði mikinn
metnað í það. Eirík-
ur var vel gefinn og
hæfileikaríkur mað-
ur og miðlaði okkur
oft af visku sinni.
Síðustu 10-15 ár
spilaði hann með
okkur í Vitatorgs-
bandinu og viljum
við félagar hans þar þakka Eiríki
fyrir gott samspil og vináttu
sumra okkar nánast frá því félagið
var stofnað, 1986.
Guð veri með þér, kæri vinur.
Vitatorgsbandið,
Guðrún Guðjónsdóttir.
Eiríkur Sigurðsson
Elsku Hekla
Lind, barnabarnið
okkar, er farin frá
okkur.
Við getum ekki
trúað því ennþá,
maður er dofinn og grætur við
hverja smá upprifjun á gömlum
samverustundum. Við vorum mik-
ið með blessaða unglingana okkar,
þau Hafdísi, Halla og Heklu. Við
áttum alltaf góðar stundir fyrir jól-
in þegar mamma og pabbi þurftu
að fá frí. Við sungum og afi Halli
tók upp sönginn á kameruna.
Gunnar Aron var á fyrsta árinu og
söng og dillaði sér með.
Þegar Lóa frænka Heklu kom
heim úr dýralæknanáminu og fór
að vinna sem héraðsdýralæknir á
Blönduósi fengum við að vera hjá
henni um sumarið. Amma sá um
apótekið og krakkana meðan Lóa
fór í sláturhús og vitjanir. Við
fengum líka að fara með henni út
um allar sveitir að sinna veikum og
slösuðum dýrum, sem var mikið
Hekla Lind
Jónsdóttir
✝ Hekla Lindfæddist 8. mars
1994. Hún lést 9.
apríl 2019.
Útför hennar fór
fram 30. apríl 2019.
ævintýri fyrir krakk-
ana. Þeim fannst sér-
staklega áhugavert
að fá að fylgjast með
aðgerðum í bílskúrn-
um en þá var ýmist
tekið á móti kettling-
um eða hvolpum eða
tekinn keisari á kind-
um og þau stóðu eins
og styttur á meðan
svo þau fengju að
vera með.
Hekla var alla tíð mikill dýra-
vinur, eyddi sumrum á Gauksmýri
í hestamennsku og átti sín gælu-
dýr heima sem henni þótti
óhemjuvænt um. Hún hafði alltaf
mikinn áhuga á læknisfræði og
stefndi þangað eftir stúdentspróf-
ið en lífið tók óvænta stefnu og eft-
ir stöndum við með tómið.
Nú er komið að jarðsetningu
ösku hennar og það hlýjar að vita
af því að Moli kisi fær að fylgja
henni síðustu sporin en hún varð-
veitti ösku hans í fimm ár.
Við afi biðjum góðan Guð að
styrkja Guðrúnu, Jón og Gunna á
þessum erfiðu stundum.
Guð blessi ykkur og varðveiti,
elskurnar okkar.
Amma Guðjóna
og afi Haraldur.
Það er svo óraun-
verulegt að sitja hér
og skrifa minning-
argrein um mína
ástkæru vinkonu og frænku, Sig-
rúnu Pálínu Ingvarsdóttur. Und-
anfarnar vikur hefur hugurinn
sveimað um þau næstum 45 ár
síðan við Pála hittumst fyrst.
Minningarnar eru margar. Fing-
urnir fylgja ekki skipun hugans
og ekki kemur stafur á blað fyrr
en nú þegar hjartað hefur tekið
stjórn, því öllum mínum minning-
um um okkur Pálu fylgja miklar
tilfinningar. Því þannig er Pála.
Við kynntumst í Þroskaþjálfa-
Sigrún Pálína
Ingvarsdóttir
✝ Sigrún PálínaIngvarsdóttir
fæddist 8. nóv-
ember 1955. Hún
lést 2. apríl 2019.
Útför Sigrúnar
Pálínu fór fram 24.
apríl 2019.
skóla Íslands, báðar
um tvítugt og höfum
fylgst að síðan. Pála
hefur alltaf verið
sterkur þroskaþjálfi
og haft sterk áhrif á
svo marga. Hún
lagði alltaf áherslu á
að koma fram við
alla af virðingu,
bæði í starfi sínu og
á öðrum sviðum lífs-
ins; að þora að vera
manneskja og fagmaður í senn.
Eftir útskrift unnum við sam-
an á geðdeild Barnaspítala
Hringsins og reyndi þá á unga
þroskaþjálfa að vera manneskja
og fagmaður í senn. Pála gekk
örugg og sterk inn í þessa ábyrgð
og var mér svo oft mikill og góður
kennari, stundum bara með nær-
veru sinni.
Þarna bundumst við sterkum
vináttuböndum og urðum sam-
ferða í gegn um lífið sem við okk-
ur blasti í öllum litum með ljósi
og skuggum. Þó tími og vega-
lengdir skildu okkur að á stund-
um þá hafa böndin, frá hjarta til
hjarta, aldrei rofnað og og munu
vara um eilífð.
Margar dýrmætar stundir átt-
um við með börnunum okkar í
gegn um tíðina, og tengdust þau
böndum sem mótuðu vináttu
þeirra.
Samverustundir hér á Íslandi,
í Köben, ausandi rigning í
Bendstrup og alltaf endalaust
spjall um lífið og tilveruna.
Kærleikurinn, trúin, vonin og
ekki síst frelsið voru einkennandi
í fari Pálu og aldrei efaðist hún þó
oft reyndi á. Og það reyndi veru-
lega á þegar presturinn hennar
gerði alvarlega tilraun til að
svipta hana frelsi sínu og beitti
hana kynferðislegu ofbeldi. Hún
var svikin. Tíminn sem á eftir
kom var dimmur og og kaldur og
þó það væri sárt að finna sorgina
hennar þá var jafnframt heilandi
að fá að vera nálæg og að fá hlut-
deild í uppgræðslunni. Hún barð-
ist fyrir frelsi sínu til að trúa,
vona og elska. Engin bönd skyldu
nokkurn tíma svipta hana frelsi.
Hún skyldi draga þessi svik út í
dagsljósið, ljós Guðs. Það gerði
hún.
Pála og hamingjan hafa, þrátt
fyrir allt, aldrei yfirgefið hvor
aðra og eftir að Pála og Alli fundu
hvort annað var ljóst að hamingj-
an myndi dansa með þeim til ei-
lífðar.
Trúin var ávallt nærandi um-
ræðuefni. Eitt sinn ræddum við
fyrirgefninguna af mikilli alvöru:
,Ég hef aldrei fyrirgefið neinum
neitt, ætla ekkert að gera það,“
segi ég. Pála reynir að tala um
fyrir mér en svo mætir mér
stríðnisglampinn í þessum djúpu,
bláu augum og hún segir: „Þú
myndir nú samt fyrirgefa mér!“
Þarna nær hún mér. „Já,“ segi
ég. Átta mig svo: „En þú gerir
aldrei neitt af þér.“ „Víst!“ segir
hún og hrifsar af mér ísboxið,
ískrandi af hlátri. Fyrirgefningin
var borðleggjandi.
Elsku Pála mín. Ég kveð þig
þar til leiðir okkar liggja saman á
ný.
Elsku Alli, Elísabet, Sólveig,
Bjarki, Árni, Guðrún og fjöl-
skyldur. Guð veiti ykkur huggun
og styrk í ykkar miklu sorg.
Anna Filippía
Sigurðardóttir.
Margs er að
minnast og margs er
að sakna. Ég kynnt-
ist Ólöfu þegar hún
tók við starfi forstöðumanns á
Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi ár-
ið 1998. Við vorum samstarfskon-
ur í 15 ár og miklir samherjar í
okkar vinnu.
Það var mikill missir að Ólöfu
þegar hún þurfti að hverfa frá
störfum vegna veikindanna árið
2013. Ég sakna samstarfs okkar
enn og hugsa svo oft hvað hefði
Ólöf nú lagt til málanna.
Ólöf Elfa
Leifsdóttir
✝ Ólöf Elfa Leifs-dóttir fæddist
31. janúar 1960.
Hún lést 23. apríl
2019.
Kveðjuathöfn
um Ólöfu fór fram
3. maí 2019.
Það var bæði gott
og gaman að vinna
með Ólöfu að at-
vinnumálum fatlaðs
fólks. Hún var fag-
maður fram í fingur-
góma, hafði mjög
góða yfirsýn og
fylgdist vel með öll-
um kerfisbreyting-
um. Ólöf var fljót að
greina málin með
skarpri sýn iðju-
þjálfans og draga fram mismun-
andi hliðar þeirra. Að þeirri
ígrundun lokinni var hægt að
komast að niðurstöðu mála.
Ólöf byggði upp starfsþjálfun-
ar- og starfsendurhæfingarstað-
inn Plastiðjuna Bjarg – Iðjulund
sem varð til við sameiningu
tveggja vinnustaða fyrir fatlað
fólk á Akureyri. Hún kom inn í
starfið með ferskan andblæ og
endurhæfingarsjónarmið iðju-
þjálfans að leiðarljósi í öllum verk-
um sínum.
Ég var oft með Ólöfu þegar hún
var að taka á móti hópum á Plast-
iðjuna Bjarg – Iðjulund sem voru
að kynna sér starfsemina þar. Og
þá setti Ólöf „spóluna í gang“ eins
og við sögðum.
Það var aðdáunarvert að heyra
Ólöfu lýsa starfsemi vinnustaðar-
ins og tengja hana jafn óðum við
lög og reglur hins opinbera. Ólöf
talaði alltaf blaðalaust og af því-
líkri mælsku og ástríðu um starf-
semina á Plastiðjunni Bjargi –
Iðjulundi og endurhæfingarmark-
mið staðarins.
Í máli sínu gerði Ólöf grein fyr-
ir mikilvægi þess að einstaklingar
sem væru að koma til baka eftir
veikindi og/eða langvarandi at-
vinnuleysi fengju tækifæri til að
byrja í hægum skrefum í starfs-
þjálfun og bæta svo smátt og
smátt við sig vinnustundum.
Á meðan við Ólöf vorum að
vinna saman skiptust við stundum
á mataruppskriftum. Ég varðveiti
dýrmæta uppskrift frá Ólöfu af
hreindýrapaté sem ég geri fyrir
hver jól. Þar ráðleggur hún að
krydda svolítið eftir smekk og
geðslagi, nota vel af rjóma og opna
endilega púrtvínsflöskuna oftar
en einu sinni. Þessar ráðleggingar
hafa reynst mér vel eins og svo
margt annað frá henni komið.
Ólöf sýndi aðdáunarverðan
styrk og hugrýði í veikindum sín-
um. Hún miðlaði öðrum af reynslu
sinni, bæði í ræðu og riti og leið-
beindi einnig öðrum um frum-
skóga kerfisins.
Lýsandi var fyrir hugarfar
Ólafar þegar ég heimsótti hana á
Kristnesi, þar sem aðstandandi
minn var einnig í endurhæfingu.
Þá fór hún strax að spyrja mig út í
hvað hefði komið fyrir, greindi
með skörpu auga iðjuþjálfans og
útlistaði hughreystandi fyrir mér
góða möguleika á bata.
Kæra fjölskylda, Alfreð, Krist-
ín, Axel og fjölskyldur. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ólöf var mér verðmætur og ómet-
anlegur samstarfsfélagi sem hvarf
af vettvangi svo alltof fljótt. Varð-
veitum dýrmætar minningar um
einstaka baráttukonu.
Hulda Steingrímsdóttir.
✝ Guðrún Ás-gerður fæddist
á Patreksfirði 9.
janúar 1926. Hún
lést á Hrafnistu,
Reykjavík, 21. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob
Kristjánsson, f. 5.
september 1869, d.
6. maí 1926, og Júl-
íanna Ásgeirs-
dóttir, f. 20. ágúst 1886, d. 13.
júní 1955.
Guðrún Ásgerður fór fljót-
lega í fóstur til Tálknafjarðar til
Guðrúnar Guðmundsdóttur, f.
25. júní 1880, d. 7. nóvember
1952.
Þann 8. nóvember 1952 giftist
hún Páli Ólafssyni, f. 20. júní
1922, d. 30. apríl 2003, versl-
unarmanni og síðar versl-
unarstjóra hjá Jes Zimsen.
Þann 8. janúar
1953 fæddist þeim
fyrri sonur þerra,
Ólafur og þann 31.
ágúst 1957 sá yngri,
Gunnar Rúnar.
1987 kvæntist
Ólafur, Sigrúnu
Eddu Hálfdán-
ardóttur, f. 1958, og
er dóttir þeirra Val-
gerður Anna, fædd
1994.
1988 kvæntist Gunnar Krist-
ínu Jóhannsdóttur, f. 1955, þau
skildu, og eru dætur þeirra Ás-
gerður Guðrún, f. 1983, og Anna
Kristín, f. 1990.
Ásgerður Guðrún er í sambúð
með Alexander Roberts og eru
börn þeirra Frida Margret, f.
2014, og Tomas Gunnar, f. 2016.
Útför Guðrúnar Ásgerðar fór
fram frá Langholtskirkju 13.
maí 2019.
Að kvöldi páskadags kvöddum
við elsku ömmu okkar með stóra
hjartað. Minningarnar úr Álf-
heimum ylja okkur á þessum
sorgartímum og hverri einustu
fylgja yndislegar stundir.
Við glöddumst alltaf að komast
ekki í skólann því þá fengum við
að fara til ömmu og afa. Þau
höfðu búið sér einstaklega fallegt
heimili þar sem við vorum alltaf
velkomnar. Þau áttu óteljandi
upptökur af ýmsu sjónvarpsefni
sem amma passaði svo vel að afi
tæki upp á spólur fyrir okkur,
kenndi okkur að leggja kapal og
þreyttist aldrei að spila veiði-
mann. Af öllu því sem amma
miðlaði til okkar eru hógværð,
vinnusemi og nægjusemi líklega
efst á blaði. Hún var dugleg að
segja okkur frá fyrri tímum og
var aðdáunarvert að heyra sög-
urnar úr bragganum, hvernig
þau afi spöruðu hverja krónu svo
pabbar okkar liðu ekki skort.
Amma var einstaklega fær í
höndunum og skilur eftir sig gull-
fallega hluti sem við munum
varðveita vel.
Við minnumst þess ekki að
amma hafi nokkurn tímann reiðst
eða skammað okkur, í mesta lagi
hnussað yfir gati á sokkunum og
var þá ekki lengi að grípa nál og
tvinna. Þrátt fyrir að 20 ár séu
síðan við gistum hjá ömmu og afa
munum við enn þá lyktina af ný-
straujaða sængurverinu og hvað
það var notalegt að vakna í seríos
með þremur slettum af strásykri,
alveg eins og amma gerði. Ynd-
islegar minningar fylgja líka bíl-
túrum til vina ömmu og afa á sól-
ríkum dögum. Hún var
einstaklega umhyggjusöm gagn-
vart vinum sínum og þeirra börn-
um, passaði að allir fengu gjafir
og gerði aldrei upp á milli.
Veislurnar í Álfheimum voru
sér á báti og pönnukökurnar
„Ásupönnukökur“ kláruðust allt-
af. Hún var listakokkur og sýndi
ást sína í gegnum matseld. Kjöt-
bollur með kartöflumús, heima-
gerðu fiskibollurnar, skonsurnar,
fransbrauðið, sjerrífrómasinn –
allt var betra þegar amma eldaði
það. Það var alltaf ljúft að koma í
hádegismat til ömmu og afa,
hlusta á Rás 1 og fara yfir daginn
og veginn með þeim.
Við héldum að amma væri að
kveðja okkur síðasta sumar. Eft-
ir þau veikindi sagðist hún hafa
fengið „eitthvað helvítis kvef“
sem er svo ótrúlega lýsandi fyrir
hana – það var alltaf óþarfi að
gera mikið úr hlutunum. Síðustu
mánuðir voru dýrmætir til að
geta sagt henni hversu þakklátar
við erum fyrir að hafa átt svona
góða ömmu og rifjað upp stund-
irnar í Álfheimum. Síðustu dag-
ana svaf hún að mestu og erum
við fjölskyldan innilega þakklát
yndislegu viðmóti starfsfólks
Hrafnistu sem hugsaði svo fal-
lega um hana.
Þrátt fyrir viðbúið andlát er
það okkur óskaplega sárt að
kveðja. Samband ömmu og afa
var einstakt og er það huggun í
sorginni sem fylgir missinum að
vita af þeim saman – og sjá hana
fyrir sér hlæja að bröndurunum
hans aftur.
Við elskum þig alltaf. Hvíl í
friði, elsku amma.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ásgerður Guðrún, Anna
Kristín og Valgerður Anna.
Guðrún Ásgerður
Jakobsdóttir