Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
a.
595 1000
Einn eftirsóttasti áfangastaðurinn
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
Króatía 13. júní í 11 nætur
Verð frá kr.
129.995
Frá kr.
99.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Engir ráðherrar tóku þátt í eldhús-
dagsumræðum á Alþingi í gærkvöld.
Þar fluttu þingmenn 24 ræður.
„Eftir þennan þingvetur er það því
nokkuð sérstakt að ekki hafi verið
komið til móts við sanngjarnar og
eðlilegar kröfur lífeyrisþega um
bætta afkomu,“ sagði Anna Kolbrún
Árnadóttir, þingflokksformaður Mið-
flokksins. Sagði hún það sæta furðu
að enn væri verið að skerða krónu á
móti krónu þrátt fyrir mikla sam-
stöðu í þinginu um afnám skerðing-
arinnar.
„Vissulega er ekki sjálfgefið að
samstarf, líkt og það sem við höfum
nú í ríkisstjórn, gangi upp. Sam-
starfið hefur gengið vel, jafnvel von-
um framar. Þetta nefni ég hér, í því
ljósi að þegar horft er yfir þennan sal
er ekki hægt að sjá að annað mynst-
ur væri mögulegt,“ sagði Haraldur
Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Skaut á forsætisráðherra
Oddný G. Harðardóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
skaut fast á Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra. Dró hún í efa heil-
indi hennar sem vinstrimanns.
Sagði Oddný holan hljóm í mál-
flutningi Katrínar um að vinstri-
flokkar í Evrópu ættu að sameinast
um róttækar lausnir og að marka
þyrfti djarfa, framsýna og samein-
andi stefnu með áherslu á félagslegt
réttlæti, kynjajafnrétti, grænt hag-
kerfi og alþjóðlegar kerfisbreytingar.
„Þegar þessi ríkisstjórn lagði af
stað fyrir rúmu einu og hálfu ári voru
óvissuteikn á lofti. Spennan í þjóðar-
búskapnum dróst hraðar saman en
spár gerðu ráð fyrir, óvissa ríkti á
vinnumarkaði og svo raungerðist það
sem margir höfðu spáð um langa
hríð, að ein stærsta atvinnugreinin
okkar, ferðaþjónustan, stendur nú
frammi fyrir samdrætti,“ sagði
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing-
flokksformaður VG. Hún sagði Ís-
land standa vel og enginn þyrfti að
óttast að við ráðum ekki við skamm-
tímaáföll.
„Á undanförnum mánuðum hafa
hneyksli og áfellisdómar dunið á Al-
þingi hver á eftir öðrum. Aksturs-
greiðslumálið, Klaustursmálið, óvið-
eigandi hegðun þingmanna og
óviðeigandi pólitísk afskipti af siða-
reglumálum,“ sagði Halldóra Mogen-
sen, varaformaður þingflokks Pírata.
Þá ræddi hún sérstaklega traust til
lýðræðislegra stofnana sem hefur
verið fallandi og að traust á stjórn-
málum hefði ekki aukist þrátt fyrir
aukið gagnsæi og meira upplýs-
ingaflæði.
Óverðtryggð lán fyrir alla
Willum Þór Þórsson, varafor-
maður þingflokks Framsóknar, sagði
lausnir á sviði húsnæðismála ofarlega
á dagskrá ríkisstjórnarinnar og
nefndi þar fyrstu kaup, nýtingu sér-
eignarsparnaðar og endurskoðun
verðtryggingar. Þá legði Framsókn-
arflokkurinn sérstaka áherslu á að
óverðtryggð lán yrðu valkostur fyrir
alla.
„Tilraunin með krónuna er full-
reynd,“ sagði Þorsteinn Víglundsson,
þingmaður Viðreisnar. „Við munum
aldrei búa íslenskum tækni- og hug-
verkafyrirtækjum ásættanlegt
rekstrarumhverfi með hana að vopni.
Við munum heldur ekki skapa fram-
tíðarkynslóðum þessa lands þau
tækifæri sem þær eiga skilið, hag-
nýtingu góðrar menntunar eða sam-
keppnishæf lífskjör með svo kostn-
aðarsaman gjaldmiðil.“
„Hvernig væri það nú að útrýma
saman þjóðarskömminni fátækt og
halda utan um auðlindir okkar,“
spurði Inga Sæland, formaður
Flokks fólksins. Sagðist hún fullviss
um það að ef raunverulegur vilji væri
fyrir hendi gætu allir þingflokkar
tekið höndum saman og tekið á fá-
tækt á Íslandi.
Morgunblaðið/Hari
Eldhúsdagsumræður Guðmundur Andri Thorsson brýndi menn í loftslagsmálum og sagði þau mikilvæg.
Stjórnmálin krufin
Kröfur lífeyrisþega, stjórnarsamstarf og heilindi for-
sætisráðherra sem vinstrimanns rædd á Alþingi
Guðni Einarsson
Freyr Bjarnason
Sala á nýjum fólksbílum hefur dreg-
ist saman um hátt í 40% frá sama
tíma í fyrra, að sögn Jóns Trausta
Ólafssonar, formanns Bílgreinasam-
bandsins. Fyrirtækin þurfa að
bregðast við og í gær sagði t.d. bíla-
umboðið Hekla hf. upp tólf starfs-
mönnum vegna hagræðingar. Hjá
Heklu hf. starfa um 140 manns. Sala
notaðra bíla hefur verið góð og svip-
uð og hún var á sama tíma í fyrra.
Veturinn var þungur
„Þetta hefur verið ansi þungur
vetur og vor,“ sagði Jón Trausti.
Hann sagði að samdráttar í sölu
nýrra bíla hefði strax farið að gæta á
liðnu hausti þegar verkalýðsforingj-
ar gáfu mjög harðar yfirlýsingar um
væntanlegar kjaraviðræður. Í kjöl-
farið fylgdu vandræði í flugrekstri
sem ollu óvissu meðal almennings.
Gjaldþrot WOW air vó þungt en
einnig erfiðleikar Icelandair vegna
Boeing 737 MAX8 flugvélanna sem
voru kyrrsettar. Hvort tveggja hafði
mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Auk
þess er krónan heldur veikari nú en á
sama tíma í fyrra.
„Það eru því samverkandi áhrif
margra þátta sem ollu því að bílasala
gekk fremur rólega í vetur og fram á
vorið,“ sagði Jón Trausti. „Um leið
hefur verið töluverð umræða um
orkuskipti sem þýðir að fólk er farið
að huga að nýjum valkostum. Bíla-
umboðin reyna að bregðast við á
ábyrgan hátt. Það er leitt ef kemur
til uppsagna en það liggur rík skylda
á stjórnendum fyrirtækjanna að
bregðast við markaðnum og laga sig
að aðstæðum. Ég tel að flestir í bíl-
greininni horfi til þess að hagræða
og stilla sinn rekstur í takt við það
sem markaðurinn leyfir.“
Vond ráðstöfun stjórnvalda
Jón Trausti segir að samdráttur í
flugi og komu ferðamanna hafi áhrif
á bílaleigurnar. Bókunarstaða þeirra
er almennt nokkuð góð í sumar en
verri þegar kemur fram á haustið.
„Ofan á allt annað kemur sú vonda
ráðstöfun stjórnvalda að hætta með
niðurfellingu vörugjalds af bílaleigu-
bílum,“ sagði Jón Trausti. „Þetta er
mjög slæmt fyrir bílaleigurnar og
bílamarkaðinn almennt. Einnig er
þetta slæmt fyrir ferðaþjónustuna
úti á landi sem nú á undir högg að
sækja. Bílaleigubílar eru mikilvæg
tæki til að dreifa ferðamönnum um
landið.“ Hann sagði að stjórnvöld
yrðu að bregðast við þessari nei-
kvæðu þróun.
„Þau verða að örva endurnýjun á
íslenska bílaflotanum sem er orðinn
mjög gamall. Það er hagkvæmt að
endurnýja gamla bíla, kannski 12-18
ára, með nýrri bílum sem menga
minna og eru öruggari. Stjórnvöld
geta haft mikil áhrif á þennan mark-
að nú. Til lengri tíma tel ég að menn
séu almennt ágætlega bjartsýnir en
það verður að bregðast við núver-
andi aðstæðum.“
Erfiður markaður
„Þessi markaður sem við störfum
á hefur verið erfiður síðustu mán-
uði,“ sagði Friðbert Friðbertsson,
forstjóri Heklu, vegna uppsagnanna.
„Því miður eru ekki aðrir kostir í
stöðunni þó að það sé erfitt að sjá á
eftir góðu starfsfólki, fólki með
reynslu og getu til þess að sinna sín-
um störfum, en því miður er þetta
staðan.“ Þeir sem sagt var upp hafa
starfað í ýmsum deildum Heklu hf.
Bílasala hefur dregist mikið saman
Hátt í 40% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla Bílaumboðin hagræða Hekla hf. sagði upp 12 starfs-
mönnum í gær Stjórnvöld verða að bregðast við ástandinu, segir formaður Bílgreinasambandsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýir bílar Margir samverkandi
þættir drógu úr bílasölunni.
Ísland ætlar að vera í farabroddi í
aðgerðum til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmis og stjórnvöld ætla
að beita sér fyrir því að komið verði í
veg fyrir dreifingu matvæla sem í
greinast sýklalyfjaónæmar bakterí-
ur. Ríkisstjórnin boðaði til blaða-
mannafundar í gær þar sem aðgerðir
til að draga úr útbreiðslunni voru
kynntar.
Haft var eftir Katrínu Jakobsdótt-
ur forsætisráðherra á mbl.is í gær að
aðdragandi aðgerðanna væri sú
mikla áhersla sem ríkisstjórnin hefði
lagt á mótun matvælastefnu. „Við er-
um að fá þau tíðindi að þetta sé ein sú
stærsta vá sem heimurinn og al-
þjóðasamfélagið stendur frammi fyr-
ir. Hún snýst auðvitað ekki bara um
matvæli. Hún snýst um fleiri þætti,
til að mynda aukna ferðaþjónustu og
för fólks landa á milli,“ sagði Katrín.
Meðal helstu tillagna um aðgerðir
sem ríkisstjórnin ætlar að beita sér
fyrir er að myndað verði teymi fimm
sérfræðinga þvert á stofnanir sem
helgi sig vörnum gegn sýklalyfja-
ónæmi. Setja á á fót „Sýklalyfja-
ónæmissjóð“. Hlutverk hans verði
m.a. að greiða fyrir skimun og vökt-
un á sýklalyfjaónæmi í dýrum, mat-
vælum, umhverfi og fóðri. Þá á að
uppfæra gagnagrunninn Heilsu sem
heldur utan um skráningar dýra-
lækna á notkun sýklalyfja í búfé.
Skipaðir verða tveir starfshópar
sérfræðinga sem m.a. útbúa við-
bragðsáætlanir er fylgja ber þegar
sýklalyfjaónæmar bakteríur grein-
ast í dýrum, sláturafurðum og mat-
vælum og útbúa leiðbeiningar um
skynsamlega notkun og val á sýkla-
lyfjum fyrir dýr.
Verkefni af stað á þessu ári
Tryggja á samvinnu ráðuneyta í
stefnumótun vegna aðgerða til að
minnka áhættu á dreifingu sýkla-
lyfjaónæmra baktería með ferða-
mönnum. Fram kom í gær að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra og
heilbrigðisráðherra muni verja 45
milljónum kr. til að koma þessum
verkefnum af stað strax á þessu ári.
Sýklalyfjaváin er
ein sú stærsta
Ríkisstjórnin boðar átaksaðgerðir