Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Síða 11
5.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 muna ágætlega eftir þeim viðureignum. „Best man ég eftir leiknum 1973. Hann fór 5:0,“ rifjar hann upp og bætir svo sposkur við: „Fyrir okk- ur!“ Þjóðirnar léku raunar annan leik þetta sama sumar og honum lauk með 8:1-sigri Hollend- inga. Við erum ekkert að rifja það upp úr því Neeskens er svo almennilegur að muna ekki eftir þeim leik. Töpuðu „aðeins“ 5:0 „Þetta var auðvitað ójafn slagur. Getustig okk- ar í hámarki á þessum tíma en íslenska liðið nær alfarið skipað áhugamönnum. Við mynd- um aldrei sjá úrslit af þessu tagi í dag,“ segir hann, eins og til að biðjast velvirðingar á glæpnum. Ekki svo að skilja að Íslendingum hafi verið brugðið, þvert á móti. „Það er segin saga að þegar sízt er búizt við góðum árangri hjá ís- lenzkum knattspyrnumönnum, þá standa þeir sig með mestum sóma,“ skrifaði Ágúst I. Jóns- son blaðamaður frá Amsterdam í Morg- unblaðið daginn eftir 5:0-tapið. „Þannig var það í viðureign Íslendinga við Hollendinga í gær- kvöldi, en íslenzku leikmennirnir léku þar yf- irleitt eins og þeir bezt gera og sluppu vel frá leiknum. Hann endaði að vísu með hollenzkum sigri, en „aðeins“ 5:0.“ Spurður hvort hann muni eftir einhverjum íslenskum leikmönnum frá áttunda áratugnum veltir Neeskens rétt sem snöggvast vöngum. „Það kemur einn upp í hugann; hann lék bæði í Belgíu og Þýskalandi.“ – Ásgeir Sigurvinsson? „Já. Einmitt. Sigurvinsson. Hann var magn- aður miðvellingur.“ Neeskens lék sinn 49. og síðasta landsleik ár- ið 1981. Í þeim skoraði hann 17 mörk sem er dá- gott fyrir miðvelling. „Í dag þættu 49 landsleikir ekki merkilegt á tíu árum en var ágætt á þeim tíma enda mun minna um landsleiki. Félagsliðin þurftu til dæmis ekki að losa okkur í vináttuleiki. Ég á bjartar minningar frá landsliðsferli mínum og get kinnroðalaust sagt að ég hafi alltaf fyrst og síðast verið liðsmaður. Mér var slétt sama hver skoraði og fékk mesta lofið svo fremi sem við unnum.“ Gúdí er drengur góður Eftir að hann yfirgaf Barcelona árið 1979 lék Neeskens um fimm ára skeið með New York Cosmos í Bandaríkjunum og ferlinum lauk formlega í Sviss árið 1991, þegar hann var að verða fertugur. Þá sneri Neeskens sér að þjálf- un og var meðal annars aðstoðarþjálfari hol- lenska landsliðsins um tíma, auk þess að stýra hollenska liðinu NEC í Nijmegen um fjögurra ára skeið. Árið 2006 gerði Frank Rijkaard Neeskens að aðstoðarmanni sínum hjá Barcelona. „Það var dásamlegt að koma aftur til Barcelona,“ rifjar hann upp. „Ég gjörþekkti félagið auðvitað og komst að því mér til mikillar gleði að hug- myndafræðin hafði ekkert breyst. Það sem hafði hins vegar breyst var að liðið naut mun meiri velgengni en þegar ég lék með því; hafði til að mynda unnið Evrópubikarinn þá um vor- ið. Ég var þarna í tvö ár og fékk tækifæri til að vinna með sumum af bestu knattspyrnumönn- um í heimi; Lionel Messi; Ronaldinho, Xavi, Andrés Iniesta og Thierry Henry. Algjört draumastarf.“ – Og svo var íslenskur leikmaður hjá Barce- lona á þessum tíma? „Já, Eiður Guðjohnsen kom til félagsins á sama tíma og ég; frábær leikmaður og drengur góður. Ábyggilega sá besti sem þið hafið átt. Auk mikilla hæfileika er Gúdí fagmaður fram í fingurgóma og féll strax vel inn í hópinn. Hann spilaði töluvert, sérstaklega fyrsta árið sem hann var hjá Barcelona, en hefði átt skilið að spila ennþá meira. Hafa ber þó í huga að hann var ekki að keppa við neina aumingja um stöðu í liðinu; Iniesta, Deco og þessa kappa.“ Þolinmæði þrautir vinnur allar Árangur íslenska landsliðsins á umliðnum ár- um hefur ekki farið framhjá Neeskens, frekar en öðrum sparkspekingum í heiminum. „Ísland hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir vaska framgöngu, bæði á EM og HM. Við erum að tala um 350 þúsund manna þjóð. Í því ljósi er um fáheyrt afrek að ræða. Það gleður mig líka að nokkrir af þessum leikmönnum hafa skólast til í Hollandi. Nú er þessi gullkynslóð ykkar að eldast og fyrir vikið eru úrslitin ekki alveg eins góð núna og fyrir tveimur til þremur árum. Þetta er alveg það sama og gerðist hjá hollenska landsliðinu, þeg- ar síðasta gullkynslóð, Robben, van Persie og þeir, fór yfir hæðina. Nú er næsta kynslóð hins vegar að hasla sér völl og eins og við þá þurfið þið Íslendingar að bíða þolinmóðir. Í knatt- spyrnunni gengur þetta allt í bylgjum; oft þarf að fara niður á við til að komast upp aftur.“ Spurður hvort hann þekki einhverja íslenska leikmenn með nafni dæsir Neeskens. „Þarna ferðu illa með mig. Fyrst- ur kemur upp í hugann síðhærði kantmaðurinn sem lék með Basel [Birk- ir Bjarnason]. Svo eigið þið þrælgóðan leikmann í Everton á Englandi [Gylfa Þór Sigurðsson] og svo er einn bráðefnilegur hjá AZ Alkmaar [Albert Guðmundsson]. Er þetta ekki nóg?“ Hann skellir upp úr. Spurður hvort hann sjái Hollendinga hampa heimsbikarnum í nánustu framtíð grettir Nee- skens sig. „Það verður erfitt. Þessi nýja kyn- slóð okkar hefur að vísu heilmikla burði en sama máli gegnir um margar aðrar þjóðir. Við komumst að því á áttunda áratugnum að það er enginn hægðarleikur að verða heimsmeistari í knattspyrnu og það hefur ekkert breyst.“ Meira en bara þjálfari Neeskens þjálfaði síðast í Suður-Afríku en frá árinu 2012 hefur hann verið heimsþjálfari; ferðast vítt og breitt til að breiða út erindið. Hægt er að hugsa sér verri menn í verkið. Nee- skens gerir út frá Sviss, þar sem hann hefur búið seinustu árin. „Þetta hefur verið ofboðslega gefandi og ánægjulegt; ég er búinn að koma til 29 landa á þessum tíma. Starfið felst ekki aðeins í því að hlúa að ungum leikmönnum innan vallar, held- ur ekki síður utan hans. Félagslegi þátturinn vegur þungt í okkar starfi og við leggjum mikla áherslu á að vernda þetta unga fólk fyrir glæp- um, fíkniefnum og slíku. Það getur verið svo stutt á milli feigs og ófeigs í þessu lífi og mik- ilvægt að allir hafi tækifæri til að fá útrás fyrir hæfileika sína. Við erum stöðugt að greina vanda og leita úrræða, þannig að þetta er miklu meira en þjálfun.“ Hugmyndafræðin inni á vellinum er alltaf sú sama, alsparkið. „Ég legg áherslu á sömu grunnatriði og ég lærði hjá Ajax fyrir bráðum hálfri öld; pressum hátt, verum hreyfanlegir, spilum út frá aftasta manni og stjórnum leikn- um. Komist andstæðingurinn ekki í boltann vinnur hann þér ekki tjón. Ég legg líka mikið upp úr leikgreiningu; hvað fór úrskeiðis, hve- nær og hvers vegna? Hvar liggur ábyrgðin? Til þess að bæta sig þurfa allir knattspyrnumenn að læra að axla ábyrgð.“ Ajax er mitt lið! Ekki er hægt að sleppa Johan Neeskens án þess að spyrja hann út í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu enda gæti farið svo að liðin hans tvö, Ajax og Barcelona, mættust í úrslita- leiknum 1. júní næstkomandi. „Það yrði auðvitað geggjaður úrslitaleikur; tvö frábær fótboltalið sem byggja á sömu hug- myndafræðinni. Liverpool og Tottenham eru hins vegar bæði mjög sterk lið og ómögulegt að segja fyrir um niðurstöðuna í undanúrslit- unum. Smáatriðin munu ráða úrslitum og tvö bestu liðin fara áfram,“ svarar Neeskens en tekið skal fram að hvorug viðureignin í fyrri umferðinni hafði farið fram þegar ummælin féllu. – En fari svo að Ajax og Barca glími, með hvoru liðinu muntu halda? „Ajax,“ svarar Neeskens strax og horfir beint í augun á mér. „Ég hef auðvitað sterkar taugar til Barcelona en hjá Ajax hófst þetta ævintýri mitt fyrir alvöru og Ajax verður alltaf mitt lið. Þess utan hefur Barcelona verið mjög duglegt að safna titlum á umliðn- um árum og er ekki röðin bara komin að Ajax núna?“ Það skyldi þó aldrei vera! Neeskens á fleygiferð með knöttinn í úrslitaleik HM gegn Argentínu sumarið 1978. Neeskens þjálfaði Eið Smára Guð- johnsen hjá Barcelona fyrir rúmum áratug og ber honum afar vel söguna. Reuters Morgunblaðið/RAX ’Holland og Ísland mætt-ust nokkrum sinnum ááttunda áratugnum og Nee-skens kveðst muna ágætlega eftir þeim viðureignum. „Best man ég eftir leiknum 1973. Hann fór 5:0,“ rifjar hann upp og bætir svo sposkur við: „Fyrir okkur!“ Johan Neeskens og nafni hans Cruyff á Ajax-árunum. Neeskens segir nafna sinn hafa verið besta leikmann heims á þessum tíma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.