Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Síða 12
HEILBRIGÐISMÁL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 Á Landspítala eru gjarnan gerðar flóknari augnaðgerðir en einfaldari aðgerðir er hægt að gera á einkastofum, eins og augasteinaaðgerðir sem um 3.000 manns þurfa á að halda árlega. Þegar biðlistaátakið hófst árið 2016 til að stytta biðlista í augasteinaaðgerðir, tóku Sjón- lag og Lasersjón hluta af þeim aðgerðum. Grunnsamningar hljóðuðu upp á 400 aðgerðir árlega á hvorum stað og í biðlistaátakinu voru gerðar þúsund aukaaðgerðir hjá Sjónlagi og fimm hundruð hjá Laserjón. Eftir að biðlistaátakinu lauk voru áfram grunnsamningar sem nú hafa runnið út. Hjá Sjónlagi eru 600 manns á biðlista og hjá Lasersjón á annað hundrað manns. Vita læknar og stjórn- endur ekki hver næstu skref verða þar sem þeir fá engin svör. Bæði Sjónlag og Lasersjón hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og svörum en ekki fengið. Tölvupóstur frá Sjúkratryggingum Íslands kom á síðustu mínútum vinnudagsins 30. apríl, örfáum klukkustundum áður en samningar runnu út. Að sögn lækna og stjórnenda hefði átt að hefja viðræður fyrir mörgum mánuðum. Þegar haft var samband við SÍ sögðust þau taka undir að það væri bagalegt að ekki skuli vera komnir á nýir samningar um kaup á þessari þjónustu. Benda þau á að hér sé ekki um bráðaþjónustu að ræða og að aðrir veitendur þessarar þjónustu sinna henni eftir sem áður, það er Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, en mikill meirihluti þessarar þjónustu er veittur á þessum tveimur stöðum. „Ríkisendur- skoðun hefur gert athugasemdir við verklag SÍ varðandi innkaup og samninga um kaup á þjónustu og er unnið að úrbótum í samræmi við þær ábendingar. SÍ hafa verið í reglulegum samskiptum við þá augnlækna sem sinnt hafa þessari þjónustu hingað til og þeim var því fullkunnugt um stöðu samningamála og að unnið væri að nýju innkaupaferli í samræmi við lög um opinber innkaup. Hér var því ekki um óvænt samningslok að ræða. Hafi sjúklingar verið bókaðir til aðgerðar eftir að ljóst var að samningar rynnu út 1. maí sl. hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomandi þjón- ustuveitanda,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Í tengslum við ofangreint innkaupaferli hafa SÍ kallað eftir ýmsum gögnum frá þessum augnlæknum en aðeins hluti þeirra hefur borist og hefur þetta valdið töfum á ferlinu. Fyrir liggur að kostnaður hins opinbera af þessari þjónustu hefur verið hærri hjá þessum aðilum en hjá sjúkrahúsunum tveimur sem þessu hafa sinnt. SÍ leita að sjálfsögðu hagkvæmustu leiða við að afla heilbrigðisþjónustu fyrir lands- menn, liður í því er vandað innkaupaferli sem m.a. felur í sér skil á gögnum frá þjón- ustuveitendum,“ segir María. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Óvissa um afdrif sjúklinga Hjá Sjónlagi og Lasersjón, einkareknum augnlæknastofum, hafa verið grunnsamningar um augasteinaaðgerðir. Samningar runnu út 1. maí og hefur þeim reynst ógerlegt að fá svör frá Sjúkratryggingum Íslands. Þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í fjögur þann 30. apríl sendu SÍ tölvupóst þess efnis að hefja ætti viðræður um framhaldið. Ef samið verður aftur gæti samningaferlið tekið langan tíma og á meðan er óvissa um afdrif sex hundruð sjúklinga sem bíða á lista hjá Sjónlagi og á annað hundrað hjá Lasersjón en um 1.500 eru á biðlistum í heildina á öllu landinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Eiríkur Þorgeirsson, augn-læknir hjá Lasersjón, seg-ir sama vera upp á ten- ingnum hjá honum og Sjónlagi; grunnsamningur rann út 1. maí og óvissa ríkir um framhaldið. „Við höfum verið með fjögur hundruð augasteinaaðgerðir á ári í ellefu ár. Svo í biðlista- átakinu bættust við fimm hundr- uð aukaaðgerðir. Grunnsamn- ingurinn rann út á miðvikudaginn og SÍ hafa ekki verið tilbúnar til að segja okkur hvað standi til að gera, þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir síðustu mánuði en bréfum hefur ekki verið svarað. Til að staðfesta að þau fengu póst yfirhöfuð var okkur svarað eftir margar vik- ur. Þann 22. mars var okkur tjáð að forgangs- röðun í heil- brigðisþjón- ustu væri í höndum heil- brigðisráðu- neytisins og þau höfðu ekki hug- mynd um hver stefna ráðuneytisins væri eða samningsmarkmið,“ segir hann. „Þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í fjögur þann 30. apríl kom tölvupóstur um að samningur væri runninn út og jafnframt að þeir myndu hætta greiðsluþátttöku í aðgerðum fyrir hönd sjúklinga,“ segir hann. „Það eru sjúklingar sem eru búnir að bíða á biðlista og fá staðfestingu SÍ á því að þeir upp- fylli skilyrði SÍ til þess að fara í aðgerð með greiðsluþátttöku.“ Hvað ætlar þú að segja við þessa sjúklinga? „Ég veit satt að segja ekki hvað ég á að gera. Það er ekki hægt að ganga á bak orða sinna. Þetta fólk er búið að bíða og er í brýnni þörf. Mín skoðun er að þessir sjúklingar eigi rétt á end- urgreiðslu kostnaðar þótt stjórnvöld hafi ekki leitað samn- inga um þessa þjónustu á réttum tíma. Slæmt er að vita ekki hvað stjórnvöld ætlast fyrir og hvort það gæti hugsanlega tekið marga mánuði uns þau hafa leið- rétt þessi mistök gagnvart sjúk- lingum.“ Búinn að lofa aðgerðum Augnlækirinn Eiríkur Þorgeirsson hjá Lasersjón segir starfsemina í uppnámi því grunnsamningur er runninn út. Hann hefur gert 400 augasteinaaðgerðir á ári í ellefu ár en nú verður bið á framhaldi nema hjá fólki sem borgar úr eigin vasa. Fátt er um svör hjá stjórnvöldum. Eiríkur Þorgeirsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.