Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019
LÍFSSTÍLL
T418-S
1000W 60V
með hljómflutningstækjum.
440.000 kr.
T408-3
1000W 60V
með hljómflutningstækjum.
370.000 kr.
ehjól ı Austurmörk 4 ı 810 Hveragerði ı sími:415 1690 ı ehjol@ehjol.is ı www.ehjol.is
T408
1000W 60V
með hljómflutningstækjum.
350.000 kr.
2019ÁRGERÐINAF TONGLI VINSÆLU RAFMAGNSHJÓLUNUMER KOMIN.
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA415 1690 EÐA SKOÐIÐ ÚRVALIÐÁWWW.EHJOL.IS.
VERIÐ VELKOMIN Í SÝNINGARSALOKKARAÐAUSTURMÖRK 4 Í HVERAGERÐI.
Staðurinn er afskaplega hlý-legur í útliti og það fylgir þvínotaleg stemning að mæta í
hádegismat þangað. Framsetn-
ingin á matnum er líka óvenjuleg
og reyndar alveg bráðsnjöll, ekki
síst þegar margir eru að koma á
sama tíma og hafa knappan tíma til
að borða. Þannig fer viðskiptavin-
urinn í röð, fær matinn afgreiddan
á disk frá kokknum og raðar síðan
meðlætinu sjálfur á diskinn. Hálf-
gerð sjálfsafgreiðsla sem tryggir
að enginn tími tapast í dýrmætu
hádegishléinu. Einnig er hægt að
panta nokkra rétti beint af mat-
seðli þannig að allir fá eitthvað við
sitt hæfi.
Allt gert frá grunni
Staðurinn er afskaplega rúmgóður
og rúmar fremri salurinn yfir 70
manns í sæti. Jafnframt er annar
minni salur fyrir innan sem er mjög
áhugaverð viðbót en þeir félagar
segja að það komi vel til greina að
vera með veislur eða leigja salinn út
um helgar og á kvöldin. Eldhúsið sé
það stórt og rúmgott að svigrúmið
sé mikið en þetta sé allt á frumstigi
enda staðurinn það nýr. Þegar
blaðamann bar að garði var hádeg-
istörnin rétt að byrja en meðal þess
sem boðið var upp á var snitsel,
steikt langa, ömmubollur, kjúklinga-
strimlar og fiskbollur. Að auki er
alltaf hægt að fá salat, sjávarrétta-
súpu og kjúklingasamloku. Allt er
gert frá grunni og segja þeir félagar
að það skipti þá ákaflega miklu máli.
„Bollurnar koma ekki bara tilbúnar í
hús heldur erum við að laga þær
sjálfir og lemja snitselið. Þetta er
allt okkar verk og þannig viljum við
hafa það. Eins ákváðum við að vera
ekki með hefðbundna meðlætið eins
og grænu baunirnar og rauðkálið
heldur leyfa sköpunargleðinni að fá
lausan tauminn þar,“ segja þeir um
matinn, sem smakkast einstaklega
vel, sem kemur auðvitað ekki á
óvart. Við erum afskaplega sáttir við
viðtökurnar og hingað er að koma
fólk sem hefur komið nær daglega
frá því við opnuðum. Það er ekki
hægt að fá betri kúnna en það,“
segja þeir um viðtökurnar.
Staðurinn er opnaður klukkan
hálftólf og lokað klukkan sex. Til
stendur að bjóða upp á take-away-
þjónustu þannig að hægt sé að panta
matinn fyrr um daginn og sækja
hann á leiðinni heim úr vinnunni.
„Við erum spenntir fyrir þessum
möguleika því þarna er kominn enn
einn möguleikinn. Þetta er ekki það
sem við myndum kalla skyndibita og
þú þarft ekki að elda matinn sjálfur.
Það verður því spennandi að sjá
hvernig viðtökur þessi þjónusta fær.
Eins erum við spenntir fyrir bæði
fyrirtækjunum hér í kring sem og
íbúðabyggðinni og vonum svo sann-
arlega að íbúarnir kíki hingað til
okkar og kanni hvað við höfum upp á
að bjóða.“
Meistarar í matargerð
Þeir félagar eru engir nýgræðingar í
eldamennsku. Þeir voru m.a. hluti af
teyminu á bak við veitingastaðinn
Roadhouse á Snorrabrautinni og
hafa starfað lengi saman. Samtals
eru þeir með áratugareynslu í faginu
og eru báðir með meistarapróf í mat-
reiðslu. „Baldur vildi að við hengd-
um meistaraprófin okkar upp hérna
frammi,“ segir Gunnar hlæjandi en
Baldur stendur fastur á sínu og
finnst nauðsynlegt að flagga þessu.
„Þetta er svo virðulegt,“ segir hann
brosandi og blaðamaður tekur undir
þessi orð enda liggja matreiðslu-
meistarar ekki á lausu og þeir eru
sjálfsagt ekki margir staðirnir þar
sem finna má tvo.
Meistararnir Baldur Haf-
steinn Guðbjörnsson og
Gunnar Davíð Chan hafa
samanlagt áratuga reynslu
af matreiðslu.
Morgunblaðið/Eggert
Huggulegur heimilismatur. Þegar blaðamann bar að garði var hádegistörnin
rétt að byrja en meðal þess sem boðið var upp á var snitsel, steikt langa,
ömmubollur, kjúklingastrimlar og fiskbollur.
Heimilismatur í
hjarta borgarinnar
Við veltum því lengi fyrir okkur hvað okkur fannst vanta og þetta varð nið-
urstaðan, segja þeir Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson og Gunnar Davíð Chan
um nýjasta veitingastað borgarinnar, 108 Matur, sem er til húsa í Fákafeni 9.
„Áherslan er lögð á heimilismat ef svo má að orði komast. Góður matur,
gerður frá grunni úr frábæru hráefni. Við erum með góð grunnstef í gangi
en leyfum okkur að vera aðeins uppátækjasamari í meðlætinu,“ segja þeir
félagar um nýja staðinn, sem fengið hefur frábærar viðtökur.
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is