Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019 Grasrótin hefur vægi Fjölmenningarráð Reykjavíkur-borgar hitti borgarstjórn áfundi þann 30. apríl og lagði þar fram fimm tillögur sem varða málefni innflytjenda. Tillögurnar voru allar sendar áfram innan borg- arkerfisins, ýmist beint til borgar- ráðs eða til frekari umfjöllunar og greiningar í ráðum borgarinnar. Að sögn Sabine Leskopf, for- manns fjölmenningarráðs, hafa til- lögurnar, sem allar miða að því að bæta hag borgarbúa sem hafa annað móðurmál en íslensku, fengið já- kvæð viðbrögð nú þegar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöl- menningarráð leggur fram tillögur með þessum hætti á fundi með borg- arstjórn en hún telur að það fyrir- komulag sé gott. „Við undirbjuggum þessar tillögur vel og höfum átt sam- töl við fólk á ýmsum sviðum borgar- innar. Tillögunum var vel tekið og þeim hefur nú verið vísað áfram í fagráð,“ segir Sabine. Valdeflandi starf Fulltrúar grasrótarhreyfinga sem vinna að hagsmunum innflytjenda eiga sæti í fjölmenningarráði auk þeirra sem borgarstjórn tilnefnir. Sabine segir það mjög jákvætt að hafa fulltrúa grasrótarhreyfinga í ráðinu. „Þetta er mjög valdeflandi því fulltrúar grasrótarinnar eru í mjög virku hlutverki í fjölmenning- arráðinu og það skilar sér í fjöl- breyttum áherslum ráðsins.“ Fimm tillögur voru lagðar fram að þessu sinni sem allar miða að því að bæta hag borgarbúa sem hafa annað móðurmál en íslensku. Meðal þess sem ráðið leggur til er að ráðist verði í auglýsingaherferð á mörgum tungumálum þar sem frístundakort er kynnt, en að sögn Sabine hefur það lengi verið þannig að foreldrar barna af erlendum uppruna eru ólíklegri til að nýta frístundastyrk- inn. Þá er lagt til að svonefndum brúarsmiðum verði fjölgað í grunn- skólum borgarinnar en þeir veita ráðgjöf og fræðslu til foreldra og kennara og eru stuðningur við börn af erlendum uppruna. Þá leggur ráðið til að farið verði í átak gegn fordómum, rafræn gátt verði stofn- uð til að veita innflytjendum upplýs- ingar og starfsmenn borgarinnar af erlendum uppruna fái menntun sína viðurkennda. „Við höfum nú þegar fengið já- kvæð viðbrögð við þessum tillögum og ég geri ráð fyrir að við fylgjum þeim eftir með frekari kynningum innan fagráðanna,“ segir Sabine um næstu skref fjölmenningar- ráðs. Fjölmenningarráð hefur lagt fram tillögur um málefni innflytjenda fyrir borgarstjórn. Myndin er frá árlegri fjöl- menningargöngu í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frístundakortið þarf að kynna betur fyrir foreldrum af erlendum uppruna og fjölga ætti brúarsmiðum í grunnskólum, að því er fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar leggur til. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is  Tillaga um frístundakort Reykjavíkurborgar fjallar um hvernig skuli upplýsa Reykvíkinga með annað móðurmál en íslensku um það með hvaða hætti megi nýta frístundakort.  Tillaga um rafræna upp- lýsingagjöf fyrir innflytj- endur í gegnum rafræna gátt þar sem fyrirspurnum á öðrum tungumálum en íslensku er svarað innan skamms.  Tillaga um að styðja starfsmenn borgarinnar sem eru af erlendum upp- runa í því að fá menntun sína metna og viðurkennda.  Tillaga um að fjölga brú- arsmiðum á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur- borgar.  Tillaga um að Reykja- víkurborg fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð inn- flytjenda. Fimm til- lögur lagð- ar fram Við erum örugglega fróðasta kynslóðsem hefur nokkurntímann gengið umjörðina. Við erum böðuð í upplýs- ingum frá morgni til kvölds. Alls staðar dynja á okkur fréttir, tilkynningar, reynslusögur og bara almennur fróðeikur. Við vitum meira um annað fólk og aðrar þjóðir en forverar okkar. Við getum flett öllu upp í símanum okkar. Það mætti ætla að allar okkar ákvarðanir væru vel ígrundaðar og byggðar á bestu fá- anlegum upplýsingum á hverjum tíma. Eða hvað? Vandinn er kannski sá að það er líka hægt að velja sér upplýsingar. Við veljum hvað við viljum hlusta á og helst það sem hentar heimsmynd okkar. Þannig að um leið og við höfum meiri aðgang að fréttum þá er líka hætta á við einangrumst meira í sápukúlunni okkar, því sem stundum hefur verið kallað bergmálshellir. Síðasta dæmið er umræðuhópurinn Orkan okkar. Ég tek það fram að ég ætla ekki að taka neina afstöðu til málsins. Mér finnst bara frábært að fólk skuli nota samfélags- miðla til að viða að sér upplýsingum, ræða málin og þannig komast að niðurstöðu. Skyldi maður ætla. Nú berast samt fréttir af því að nokkrum, sem hafi haft upp ólík sjónarmið, hafi hrein- lega verið hent útúr hópnum. Fyrst var inn- leggjum þeirra eytt og svo voru þeir útilok- aðir. Það er aðeins of ótrúleg tilviljun að þetta skuli allt vera fólk sem hefur eitthvað að athuga við sjónarmið þeirra sem ráða hópnum. Enda kemur í ljós að það óvenju- lega við þennan hóp er að þangað eru bara þeir velkomnir sem eru sammála þeim sem fyrir eru. Hér er bara pláss fyrir eina skoð- un. Þá er alltaf hættan á að eftir sitji bara fólk sem er allt sömu skoðunar og skilji bara ekk- ert í því að það hafi bara alltaf rétt fyrir sér. Barasta allir í hópnum eru alltaf sammála því. Ég hef lært mest í mínu lífi á því að tala við fólk sem er ósammála mér. Þannig hef ég kynnst ólíkum sjónarmiðum og lært um ýmislegt sem ég hefði að öðrum kosti aldrei vitað af. Að rökræða um mál er frábær leið til að annaðhvort skipta um skoðun eða fá sannfæringu um að maður hafi rétt fyrir sér. En víðsýni skilar sér sjaldnast á því að tala bara við fólk sem er sammála þér og ef þú þarft aldrei að standa fyrir máli þínu. Hitt vandamálið er að mörkin á milli stað- reynda og skoðana virðast verða óljósari. Það er kannski skuggahliðin á þessari upplýs- ingabyltingu. Nú hafa allir rödd og það er svo miklu einfaldara að koma skoðun sinni á framfæri. Hér áður fyrr voru bara nokkrir fjölmiðlar sem fólk fékk á hverjum degi og margir þeirra voru lokaðir nema útvöldum. Nú eru engir hliðverðir. Núna er allt opið alls staðar. Að sama skapi hefur krafan um að fólk standi fyrir máli sínu nánast horfið. Í þessum endalausa öldugangi skoðana er ábyrgð orða mun minni en hún áður var. Margoft, þegar fólki er bent á að það sem það segi standist ekki skoðun, þá breytir það engu. Þetta er mín skoðun – mín staðreynd. Ég ætla að halda áfram að halda henni fram af því að mér líkar hún. Stundum getur þetta verið krúttlegt og jafnvel fyndið en í raun er þetta hættulegt. Þetta skapar jarðveg fyrir ótta, fordóma og ranghugmyndir. Umræða hefur alltaf verið nauðsynleg til að komast að niðurstöðu. En umræða skilar engu ef þú talar bara við sjálf- an þig. ’Þá er alltaf hættan á að eftirsitji bara fólk sem er alltsömu skoðunar og skilji baraekkert í því að það hafi bara allt- af rétt fyrir sér. Barasta allir í hópnum eru alltaf sammála því. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Að tala við sjálfan sig SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.