Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019
múrarnir voru felldir, Mandela varð
forseti lands síns og hlaut friðar-
verðlaun Nóbels ásamt forseta hvíta
minnihlutans, Frederik Willem de
Klerk, fyrir þátt þeirra í að afnema
kynþáttastefnuna.
Í framhaldinu er spurt um baráttu
hryðjuverkamannsins. Hefði þetta
gerst án hennar? Spyr sá sem ekki
veit. En hitt er vitað að sigurinn var
ekki í höfn fyrr en vopnin höfðu ver-
ið kvödd.
Annar maður sem einnig var fang-
elsaður fyrir að leiða hryðjuverka-
samtök er tyrkneski Kúrdinn Abdul-
lah Öcalan. Hann hefur nú setið í
einangrun, einnig á eyju eins og
Mandela, Imrali-eyju, í 20 ár, síð-
ustu ár í algerri einangrun.
Fyrir fáeinum dögum fékk hann
að hitta lögfræðinga sína í fyrsta
skipti í átta ár.
Þessi heimsókn hefur ekki orðið
til þess að þær þúsundir, innan og
utan fangelsismúra í Tyrklandi og
víðar, hafi hætt langvinnu mótmæla-
svelti sínu gegn einangrunarvist
Öcalans. Þó hefur þessi heimsókn
orðið til þess að spurt er hvort hugs-
anlega sé að rofa til; og þá hvort
vopnin verði kvödd.
Samtök Öcalans, PKK, eru skil-
greind hryðjuverkasamtök, eins og
ANC á sínum tíma, og vissulega hafa
þau stundað hernað en þá gegn
hernaði ríkisins á hendur Kúrdum;
hernaði sem staðið hefur í áratugi,
með stórfelldum mannréttinda-
brotum, fjöldamorðum, fangels-
unum og pyntingum. Ég lít svo á að
Kúrdar hafi háð varnarstríð gegn
hryðjuverkaríki.
Þar með er ekki sagt að Kúrdar
hafi ekki stundað hryðjuverk. Málið
fangelsaður, lengst af á Robin-
eyju.
Hann hafði hlotið lífstíðardóm en
saksóknari hafði viljað dauðadóm.
Lokaorð í varnarræðu Mandelas
urðu fleyg: „Ég hef barist gegn yfir-
ráðum hvítra og ég hef barist gegn
yfirráðum svartra. Ég hef borið fyr-
ir brjósti hugsjón um frjálst
lýðræðisþjóðfélag þar sem allt fólk
býr saman í sátt og hefur sömu tæki-
færin í lífinu. Ég vona að ég eigi eftir
að lifa þessa hugsjón verða að veru-
leika. En að sama skapi er ég
reiðubúinn að fórna lífi mínu til þess
að hún rætist.“
Sú varð og raunin. Kynþátta-
Ég er ekki talsmaður stríðs-átaka. Þó studdi ég AfricanNational Congress, ANC-
samtökin í Suður-Afríku, sem lengi
framan af andæfðu kynþáttastefn-
unni, apartheid, friðsamlega en eft-
ir fjöldamorðin í Sharpville 1960
hófu þau skæruhernað. Þá voru
samtökin lýst hryðjuverkasamtök
og leiðtoginn, Nelson Mandela,
er ekki svo einfalt. Og þegar nógu
margir hafa verið drepnir á báða
bóga verða til fórnarlömb sem kalla
á það eitt að ógnaröldinni linni.
Árásír Tyrkjahers á Kúrda í Norð-
ur-Sýrlandi, sem stigmagnast hafa
síðustu daga, lofa ekki góðu. Sýr-
lendingar vilja óbreytt landamæri,
Tyrkir og handbendi þeirra vilja
óbreytt landamæri, en viti menn,
Abdullah Öcalan vill frið sem bygg-
ist á mannréttindum og lýðræði.
Eftirfarandi er yfirlýsing sem birt
var í vikunni, fyrstu orð sem heyrast
frá Öcalan eftir að gluggi hans var
opnaður eina örskotsstund:
„Atburðir líðandi stundar minna á
hve mikil þörf er á að ná víðtækri og
djúpri sátt í samfélaginu. Við þurf-
um á að halda lýðræðislegri nálgun
við samninga þar sem í stað átaka á
milli gangstæðra póla er horft til
þess vanda sem þarf að leysa.
Við getum leyst úr vandamálum
Tyrklands og jafnvel alls þessa
heimshluta með mýktinni, það er að
segja með vitsmunum okkar, sam-
skiptum á milli stjórnmálafylkinga og
menningarheima í stað valdbeitingar.
Við teljum að sveitum sýrlenskra
Kúrda beri að hafa í huga að átaka-
hugmyndafræði leysir ekki vandamál
Sýrlands; þær ættu að hafa augun á
því markmiði að tryggja lýðræði í
nærumhverfinu og jafnframt stjórn-
arskrárvarða stöðu sína í sameinuðu
Sýrlandi. Einnig þarf í þessu sam-
hengi að horfa með skilningi til þess
sem býr að baki afstöðu Tyrklands.
Á sama tíma og við virðum bar-
áttu vina okkar innan og utan fang-
elsismúra leggjum við áherslu á að
menn tefli ekki heilsu sinni og lífi í
hættu. Í okkar huga er öllu ofar
heilsa þeirra til líkama og sálar. Við
teljum einnig að til að ná árangri
þurfi einmitt að leggja rækt við hina
andlegu vídd tilverunnar.
Á Imrali-eyju stendur vilji okkar
eindregið til þess að taka upp friðar-
viðræðuþráðinn þar sem skilið var
við hann … Frá okkar sjónarhóli
skiptir öllu máli að koma á friði með
mannlegri reisn og með lýðræðis-
legum og friðsömum hætti.
Við vottum öllum þeim virðingu
okkar sem hafa látið sig þessi mál
skipta og svarað kalli okkar frá Im-
rali-eyju. Við stöndum í djúpri þakk-
arskuld.“
Og nú spyr ég: þarf þessi rödd
ekki að fá að hljóma? NATÓ segir
ekki, þau komi frá hryðjuverka-
manni sem þá væntanlega sé rétt að
loka inni. Hve lengi? Þarf Öcalan að
bíða enn í sjö ár? Þá mun rödd hans
hafa verið kæfð eins lengi og rödd
handhafa friðarverðlauna Nóbels,
Nelsons Mandela. Hans fangavist
varði í 27 ár.
Þegar vopnin eru kvödd
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is ’
Annar maður sem
einnig var fangelsaður
fyrir að leiða hryðjuverka-
samtök er tyrkneski Kúrd-
inn Abdullah Öcalan.
Hann hefur nú setið í ein-
angrun, einnig á eyju eins
og Mandela, Imrali-eyju, í
20 ár, síðustu ár í algerri
einangrun. Fyrir fáeinum
dögum fékk hann að hitta
lögfræðinga sína í fyrsta
skipti í átta ár.
Til hamingju
með daginn,
mamma mín!
Alþjóðlegi mæðradagurinn er í dag, annan sunnudag í maí. Hann er upprunninn í Banda-
ríkjunum þar sem hann var lýstur opinber hátíðisdagur árið 1914. Mæðradagurinn var
fyrst haldinn hér á landi árið 1934. Þennan dag tíðkast meðal annars að gefa mæðrum
blóm til að sýna þeim væntumþykju og þakklæti. Þessi mynd er birt í tilefni dagsins og er af
stoltri æðarkollu sem var með þrjá unga undir verndarvæng sínum í Grafarvogi í júnímán-
uði til að halda í þeim hita. Einn þeirra sést hjúfra sig upp að henni.
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Er brúðkaup
í vændum?
Skráðu þig á
brúðargjafalista hjá okkur