Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 18
Á hálendissléttum innan umháa fjallagarða Kákasus-fjalla er að finna litla forna þjóð sem á sér tæplega þrjátíu alda sögu, en ummerki eru um siðmenn- ingu þúsundir ára aftur í tíma. Það má kannski spyrja hvað í ósköpunum það er sem dregur mann til Armeníu, en það er kannski það sem er svo spennandi við að ferðast á staði sem ekki eru í sviðsljósinu, að sjá og upplifa eitthvað einstakt og öðruvísi. Í þessu landi er hægt að komast í beina snertingu við mann- kynssöguna og ekki síst einstaka menningu. Armenía er aðeins tæplega 30 þúsund ferkílómetrar og búa þar um þrjár milljónir manna, þar af tæp- lega helmingurinn á höfuðborgar- svæði landsins. Landamæri landsins eru að Tyrklandi til vesturs, Íran til suðurs, Aserbaídsjan til austurs og Georgíu til norðurs. Höfuðborgin Yerevan er meðal elstu borga heims- ins sem enn er búið í og var stofnuð í kringum virki sem var reist á staðn- um árið 782 fyrir Krist. Borgin stendur á hálendissléttu í 990 metra hæð, umkringd miklum fjöllum, en sker þó úr Ararat-fjall. Ararat-fjall er Tyrklandsmegin við landamæri landanna tveggja, en var öldum saman innan Armeníu. Fjallið, sem er 5.137 metra hátt, er óaðskiljanlegt frá þjóðarsál Armena og má finna myndir af fjallinu um allt land og á allskonar varningi. Fjallið er kannski frægast fyrir að vera nefnt í fyrstu Mósebók, en örk- in hans Nóa er sögð hafa strandað þar eftir syndaflóðið. Saga átaka Öfugt við Ísland sem hefur í gegnum söguna þurft að líða fyrir að vera lít- ið ríki fjarri öðrum ríkjum með til- heyrandi einangrun, hefur Armenía þurft að kljást við að vera lítið ríki fast milli stórvelda svo öldum skipt- ir. Landið hefur meðal annars verið vígvöllur Rómar og Parþíu, Aust- rómverska keisaraveldisins og tyrk- neskra soldána og veldis Ottómana og rússneska keisaraveldisins. Síðar varð landið eitt af sovétlýðveldunum á millistríðsárunum. Þessi mikla átakasaga er einmitt skýring þess að í landinu hefur orðið til einkennileg menningarblanda Austur-Evrópu og Mið-Austurlanda. Þessi þjóð hefur einnig þurft að sæta miklum þján- ingum og ber þar helst að nefna þjóðernishreinsanir sem Ottómanar (Tyrkir) hófu 1915 og var yfir millj- ón Armena drepin í fordæmalausri þjóðernishreinsun. Hún er ástæða þess að talið er að um sex til tíu milljónir afkomenda Armena búa um heim allan. Það er óhjákvæmi- legt að fyllast sorg er maður skoðar fjöldamorðssafnið í Yerevan sem sýnir þau ódæðisverk sem þjóðin þurfti að sæta. Minnismerki fyrri tíma Þessi sorgarsaga dregur þó ekki úr fegurð landslagsins og er í þessu mikla fjalllendi að finna ótal hamra og klettaveggi. Á toppi eins þeirra er musteri frá fyrstu öld þaðan sem hægt er að sjá hið mikla Garni- gljúfur. Garni musterið var reist af konungnum Tiridates fyrsta til heið- Morgunblaðið/Gunnlaugur Sevan-vatn er helsti áfangastaður fyrir Armena að sumri og er mikil ferðaþjón- usta á svæðinu. Vatnið er tæplega 15 sinnum stærra en Þingvallavatn. Minnismerkið um þjóðarmorð sem Armenar urðu fyrir er stórfenglegt og þar má kynna sér sögu ódæðisverkanna sem voru framin. Í snertingu við söguna í Armeníu Það er eitthvað ólýsanlegt við það að kynnast þjóð sem til forna var stór- veldi en í gegnum aldirnar hefur þurft að þola kúgun og fjöldamorð. Þjóð sem með þrautseigju hefur haldið sinni einstakri menningu. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Garni musterið frá fyrstu öld var reist til heiðurs Mihr. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.