Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2019, Blaðsíða 29
leikur mann á elliheimilinu sem Judy starfar á sem ber hagsmuni hennar fyrir brjósti. Hann verður níræður í haust, kappinn. Af auka- leikurum má nefna Steve Howey, sem þekktur er fyrir túlkun sína á Kevin í öðru spédrama, Shameless. Þátturinn hefur gegnumsneitt fengið góða dóma. „Dead to Me rís ekki alltaf undir gálgahúmornum sem þátturinn lofar en hið magnaða tvíeyki Christina Applegate og Linda Cardellini lyftir þáttunum. Samband þeirra, sem byggist á sameiginlegri sorg, hreyfir virki- lega við manni,“ segir í umsögn Rotten Tomatoes. Netflix Hjartaknúsarinn James Marsden leik- ur Steve, fyrrverandi unnusta Judy. 12.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ROKK Hin fornfræga danska rokk- hljómsveit D-A-D sendir í lok mán- aðarins frá sér sína fyrstu breið- skífu í heil átta ár, A Prayer For The Loud. Rokkvefurinn Blab- bermouth hefur eftir Stig Pedersen bassaleikara að á plötunni hafi D- A-D dottið niður á sjálfan kjarnann eftir að hafa teygt sig í ýmsar áttir gegnum tíðina. „Það var gaman að prófa annað en núna erum við bara við,“ segir hann og Jesper Binzer söngvari bætir við: „Þetta kemur beint frá hjartanu!“ Ný plata beint frá hjartanu D-A-D-liðar hafa engu gleymt. BÓKSALA Í APRÍL Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Barist í BarcelonaGunnar Helgason 2 GullbúriðCamilla Läckberg 3 KastaníumaðurinnSören Sveistrup 4 KetoGunnar Már Sigfússon 5 LasarusLars Kepler 6 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 7 Ísköld augnablikViveca Sten 8 Bíóráðgátan Martin Widmark 9 Emma öfugsnúnaGunilla Wolde 10 Emmu finnst gaman í leikskólanum Gunilla Wolde 11 Íslenskar þjóðsögur – úrval 12 Hin ósýnileguRoy Jacobsen 13 UppljóstrarinnJan-Erik Fjell 14 Stórar stelpur fá raflostGunnhildur Una Jónsdóttir 15 Tumi fer til læknisGunilla Wolde 16 Hvolpasveitin – litabók 17 MatthildurRoald Dahl 18 BláMaja Lunde 19 Handbók fyrir ofurhetjur 4: Vargarnir koma Elias Vahlund 20 Dans við dreka – Game of Thrones George R.R. Martin Allar bækur Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri far- inn að hugsa of mikið eftir Jonas Jonasson er sjálf- stætt framhald af hinni geysivinsælu bók Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Allan Karlsson dvelur á Balí með Juliusi vini sínum sem býður hon- um í skemmtiferð í loftbelg á hundrað og eins árs af- mælisdaginn. Og það er bara byrjunin, áður en yfir lýkur hefur hann haldið fundi bæði með Trump og Merkel og austur í Rússlandi fylgist Pútín agndofa með afrekum hans! Nanna B. Þórs- dóttir þýddi og JPV gefur út. (Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ Ing- ólfsson fjallar um hugarheim og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, sem höfundur telur tákngerast í þjóð- sagnapersónunni konunni hans Jóns míns „sem gekk upp til himnaríkis með sál eiginmannsins í skjóðu til þess að svindla honum sálugum inn í Paradís“. Part- us gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég er nýbúinn með bókina Hinir út- völdu eftir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðing, fróðlega lesningu um baráttu íslensku þjóðarinnar til sjálfstæðis. Þar er áhugaverð inn- sýn í stjórnmál og mannlíf hér fyrir 100 árum og hægt að spá í hvað sé líkt og ólíkt með fólki við breytt- ar aðstæður nú mið- að við þá. Þetta minnir á þungan róður við að öðl- ast sjálfstæði sem kannski gæti svo auðveldlega glatast. Ég er að lesa Hornauga eftir Ás- dísi Höllu Bragadótt- ur, sem er framhald Tvísögu um flækjur í ættum hennar. Ásdís leitar og finnur svör við áleitnum spurningum og sviptir hulu af fjöl- skylduleyndarmálum. Þetta er skýr og lærdómsrík frásögn af mann- legum samskiptum þar sem höf- undur hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum við sannleiksást sinni en reynir samt að gæta sanngirni. Svo er ég að stúdera klíníska dá- leiðslu í bókunum Transwork; Tak- ing Hypnosis to the Next Level; og Treating Depression with Hypnosis eftir hinn meistarann og Íslandsvininn dr. Michael Yapko sál- fræðing. Klínísk dá- leiðsla heillar mig og sérstaklega það hvernig hún virkar á ýmsan vanda, t.d. þunglyndi, áfallastreitu, svefnleysi og líkam- lega verki. Þetta tæki hjálpar fólki að ná sérstakri einbeitingu sem gerir því kleift að breyta minn- ingum sínum og líðan til hins betra. Í þeim efnum getur ýmislegt kom- ið á óvart. GUNNAR HRAFN ER AÐ LESA Barátta til sjálfstæðis Dr. Gunnar Hrafn Birgis- son er sér- fræðingur í klínískri sál- fræði. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi DKK 9. maí 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800 MÁLMUR Kirk Hammett, gítar- leikari Metallica, var svo óheppinn að hrasa og falla aftur fyrir sig á sviði á miðjum tónleikum í Mílanó í vikunni. Svo sást undir iljar honum. Hann var þá að taka sóló í laginu Moth Into Flame en rann til á blautu fetlaborðinu með fyrr- greindum afleiðingum. Sem betur fer varð Hammett ekki meint af fallinu og stóð jafnharðan á fætur. Gerði kappinn hlæjandi gys að sein- heppni sinni áður en hann kláraði sólóið. Að tónleikum loknum skellti hann sér beint á Instagram, birti myndir af fallinu og bætti við að svo blautt hefði verið í rigningunni í Mílanó að honum hefði liðið eins og hann væri að spila á hljóðfæri sitt í steypibaðinu heima. Metallica er ennþá á Worldwired-túrnum sem standa mun fram á næsta ár. Þegar Hammett varð fetlafól Kirk gamli Hammett var í óvenjulegu veseni á tónleikum í Mílanó í vikunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.