Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Aðsókn erlendra eldri borgara í
listasöfn Reykjavíkurborgar hefur
aukist jafnt og þétt síðustu árin í
takt við fjölgun erlendra ferða-
manna. Á sama tíma stendur fjöldi
íslenskra eldri borgara sem sækja
söfnin í stað.
„Má sem dæmi nefna að fjöldi er-
lendra eldri gesta inn á söfn borgar-
innar var rétt um 650 árið 2013 en
vel yfir 19 þúsund árið 2018. Til sam-
anburðar var fjöldi innlendra eldri
gesta inn á söfn borgarinnar rétt um
6.000 árið 2013 og um 6.400 árið
2018,“ segir m.a. í nýlegu minnis-
blaði Örnu Schram, sviðsstjóra
menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar.
Þessi mikla fjölgun erlendra eldri
borgara að söfnum borgarinnar
beinir sjónum að þeim aðgangseyri
sem söfnin verða af en rekstur safn-
anna er mjög háður tekjum af að-
gangseyri, segir Arna.
Söfnin urðu þannig, með hliðsjón
af þessu, af yfir 31,5 milljónum
króna í tekjum af erlendum eldri
borgurum árið 2018 og af annarri
eins upphæð árið áður frá sama
hópi. En á sama tíma séu heildar-
tekjur safnanna af aðgangseyri að
dragast saman.
„Menningar- og ferðamálasvið
hefur að undanförnu verið að skoða
hvernig hægt sé að breikka þann
hóp sem kemur til með að greiða ein-
skiptisaðgang að söfnum borgar-
innar og sporna þar með við sam-
drætti í tekjum safnanna,“ segir
Arna í minnisblaðinu. Þá hafi sviðið
í samstarfi við Félag eldri borgara
í Reykjavík verið að skoða leiðir til að
ná betur til reykvískra eldri borgara
og kynna þeim það fjölbreytta menn-
ingarstarf sem í boði er í borginni.
Eldri borgarar frá 67 ára aldri
hafa frá árinu 2017 fengið endur-
gjaldslausan aðgang að söfnum
Reykjavíkurborgar en fyrir þann
tíma hafði aldurstakmarkið, til að fá
endurgjaldslausan aðgang, verið 70
ár. Aðrir hópar sem njóta þess að fá
endurgjaldslausan aðgang að söfnum
borgarinnar eru börn að 18 ára aldri
og öryrkjar. Arna bendir á að þegar
litið sé til annarra safna í Reykjavík
og nágrenni, en þeirra sem Reykja-
víkurborg rekur, megi sjá að börn að
18 ára aldri fá endurgjaldslausan að-
gang sem og öryrkjar. Eldri borg-
arar fá hins vegar afslátt af aðgangs-
eyri, en ekki endurgjaldslausan
aðgang eins og í Reykjavík.
Morgunblaðið/Hari
Kjarvalsstaðir Sýningar þar eru vel sóttar af erlendum ferðamönnum.
Útlendingar hópast
í listasöfn borgarinnar
Skoða að „breikka
aðgangshópinn“
Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð
Guðbjörg Guðmundsdóttir
löggiltur fasteignasali
gudbjorg@manalind.is
sími: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
thelma@manalind.is
sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020
Sölusýning
Breiðakur 2-4 Garðabæ
Laugardaginn 1. júní frá 13:00-14:00
Sunnudaginn 2. júní frá 13:00-14:00
Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu.
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm.
Verð frá 63,9 millj.
Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.
„Ég hef meðal annars verið að fylgj-
ast með þeirri þróun sem á sér stað
hér í Reykjavík í tengslum við þétt-
ingu byggðar. Og það á sér stað
ákveðin þróun, þ.e. að leikskólalóðir
eru að minnka á sumum svæðum,“
segir Hermann Georg Gunnlaugs-
son við Morgunblaðið.
Hann varði meistararitgerð sína
sl. miðvikudag í skipulagsfræði við
auðlinda- og umhverfisdeild Land-
búnaðarháskóla Íslands, en ritgerð
hans nefnist „Borgin frá sjónarhorni
barna. Áhrif þéttingar byggðar á
leikskólalóðir, umhverfi leikskóla
og deiliskipulagsáætlanir“. Mark-
mið ritgerðarinnar er m.a. að kanna
hvort útisvæðum barna við leikskóla
sé fórnað þegar byggð er þétt og er
litið til þróunar á aðstæðum leik-
skóla barna í Svíþjóð í því samhengi.
Fyrir um 40 árum voru uppi
ákvæði um ekki minna en 20 fer-
metra útisvæði á hvert barn, en með
nýrri löggjöf árið 2008 var fallið frá
stærðarákvæðum og eru nú engin
stærðarviðmið í reglugerð.
„Lóðastærðin er þó ekki það eina
sem skiptir máli í þessu samhengi
heldur þarf einnig ákveðna þætti
sem ýta undir leik barna, s.s. hólar
og hæðir á leikskólalóðinni og önnur
náttúruleg efni. Það er því mikil-
vægt að til staðar séu áskoranir í
umhverfinu,“ segir Hermann Georg
og bætir við að rannsóknir styðji við
þetta, en hægt er að mæla mun á
hreyfiþroska barna eftir því sem
þau leika sér meira í náttúrulegu
umhverfi. Þá verða þessi börn einn-
ig síður veik en önnur.
Þá telur hann í niðurstöðum sín-
um þörf á að endurskoða löggjöf,
reglugerðir og aðra umgjörð er
styður við starfsumhverfi leikskóla-
barna hér á landi.
Morgunblaðið/Eggert
Leiksvæði Stærð og fjölbreytileiki leikskólalóðar skiptir máli fyrir þroska.
Áskoranir í um-
hverfi skipta máli
Leikskólamál skoðuð í MA-ritgerð